Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Sund

Daglegt lífSund

Þorláksmessusund 2022

by Halldóra desember 23, 2022

Tók að sjálfsögðu þátt í Þorláksmessusundinu 1500 metra 2022. Er svo þakklát og glöð hversu mamma er orðin öflug í sundinu en hún synti líka í ár. Við Rúna Rut vinkona vorum bara tvær saman á braut. Við áttum að vera fimm á brautinni, en það voru þrír sem mættu ekki. Það var spáð mjög köldu veðri. Ég var ræst 10 sek á undan RRR, lenti í vandræðum með úrið mitt rétt fyrir ræsingu þar sem það fraus og var að vesenast með það rétt fyrir ræsingu. Þegar ég ræsti þá fór það ekki af stað og ég var voða mikið að vesenast með það fyrstu ferðirnar. Svo RRR tók fram úr mér í ferð 2 svo ég hékk í henni næstu 13 ferðir. Við kláruðum á rétt rúmum 30 mín. Hún á 30 mín 27 sek og ég á 30 mín 37 sek.

Nú mega jólin koma, þegar Þorláksmessusundið er búið.

desember 23, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSund

IMOC 2022

by Halldóra maí 8, 2022

Tók þátt í IMOC (Icelandic Masters Open Championships) 2022 um helgina með mömmu og félögum mínum í Breiðablik.

Garparnir eru frábær félagsskapur og nokkur ár síðan ég bauð mömmu með á fyrstu æfinguna og hún missir ekki úr æfingu (mætir miklu betur en ég) og ég veit hún saknaði sundsins og félaganna mest þegar hún var í krabbameinsmeðferðinni sl haust.

Náði að bæta árangur minn í öllum greinum sem ég tók þátt í á föstudagskvöldinu en gat ekki tekið þátt í gærmorgun, en þá hljóp ég 1/2 fjallamaraþon (4 tindar) í Mosó svo árangurinn í sundgreinum eftir hádegi var aðeins lakari 😉😉

En mikið stuð og gaman og yndislegt að fá að taka tvisvar þátt í boðsundi með mömmu 🙏 og báðar boðsveitir fengu gull ❤️

En 4 gull, 1 silfur og 1 brons í aldursflokki í safnið eftir helgina 🙏❤️🏆, þar af tvö Íslandsmet í bringusundi 🙂

maí 8, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSund

Æfingabúðir Breiðabliks Garpa í Borgarfirði

by Halldóra mars 14, 2022

Fór með mömmu í sundæfingabúðir Garpanna í Breiðablik í Borgarfjörð. Við lögðum af stað úr bænum klukkan 17:00 uppá Akranes. Vorum komnar það snemma uppá Skaga að við náðum að taka smá túristahring um bæinn. Náðum samt ekki að kíkja í Nínu, tískuvöruverslunina uppfrá, þar sem hún lokaði klukkan 18:00 en við vorum þar klukkan 18:01. Við skoðuðum Apótek á Akranesi, þar sem Sía frænka (Fríða Proppé, afasystir mín) var apótekari í fjölmörg ár, en ég var þar oft með mömmu og pabba sem krakki fram að 6 ára aldri. Smá nostalgía þar.

Sundæfingin í Akraneslauginni byrjaði svo klukkan 18:30, þar var okkur kennt hvernig best er að láta sig renna frá bakka og farið í snúninga og slíkt. Laugin var frekar köld en frábær æfing og ég lærði fullt. Var í smávandræðum með stóru tána á hægri fæti, þar sem ég fékk blöðru, sem náðist ekki að sprengja eftir Vasagöngunar. Það var búið að stinga á þær og búa um þær og staðan núna, að skinnið var að mestu farið, svo það var stutt í kjöt 🙂 Fékk lánað teip hjá sundlauginni eftir æfinguna, og teipaði vel niður skinnið, svo ég kæmist á sundæfinguna á morgun 🙂

Eftir sundæfinguna borðuðum við á Galito, mjög góður veitingastaður, en ég fékk mér pizzu, en hamborgarar og aðrir rétir voru einnig mjög góðir. Eftir kvöldmat ókum við upp í Borgarfjörð í gegnum Borgarnes, að Ensku húsunum þar sem við gistum.

Tókum stutt spjall í stofunni áður en við lögðumst til hvílu, en ég fann ég var orðin vel þreytt eftir daginn og vikuna.

Morgunmatur á laugardegi var klukkan 09:00 – en við fengum frábæra sendingu frá Borgarfjarðardætrum út Geirabakarí, meiriháttar gott brauð og ástarpunga. Eftir kaffi og morgunmat fórum við í sundlaugina í Borgarnesi. Þar var Hákon fyrst með styrktar- og upphitunaræfingar áður en við fórum í laugina.

Æfingin í lauginni, voru sprettir, dýfur, og skemmtilegir leikir. Mjög flott æfing eins og á föstudeginum.

Eftir pottaferð þá var hádegismatur klukkan 14:00 í Landnámsssetrinu, þar sem í boði var mjög hollt hlaðborð, blómkálssúpa og grænmeti, allt mjög gott. En þetta var í fyrsta skipti sem ég kem inní Landnámssetrið og eftið það ókum við mamma um Brákarey, held ég sé að fara þangað líka í fyrsta skipti 🙂

Síðan var góð hvíld áður en við elduðum saman yndislegan kvöldmat og dönsuðum svo og skemmtum okkur fram eftir nóttu, sumir lengur en aðrir 🙂

Eftir morgunmat á sunnudagsmorgni, þá fórum við í frábært Yoga með Dísu, sem er mjög góður yogakennari.

Þakka Maríu Jóns fyrir alla skipulagninguna, mömmu fyrir yndislega mæðgnastund um helgina og öllum Görpum bæði Akranes, Borgarness og Blika Görpum fyrir yndislega helgi og samverustundir alla helgina 🙂

vcvccv

mars 14, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaSund

NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

by Halldóra október 10, 2021

Mamma hvatti mig til að skrá mig í Nordic Open Masters mótið sem er Norðurlandamót garpa 2021 þegar ég kom heim úr TOR hlaupinu um daginn.

Mamma var einn af dómurunum í mótinu. Ég gat að sjálfsögðu ekki skorast undan áskoruninni, þó ég sé ennþá í recovery mode eftir TOR-inn og skráði mig í allar skriðsunds- og bringusundsvegalengdir.

Ég synti 800 m, 400 m , 200 m , 100 m og 50 m skrið og 100 m og 50 m bringusund.

Það sem stendur upp úr eftir NOM2021 eru skemmtilegar samverustundir með Görpunum og frábært skipulag mótsins sem og frábærir sjálfboðaliðar þ.e. dómarar og annað starfsfólk.

Takk kærlega fyrir mig og samveruna 🙏🇮🇸🏆

p.s. ég fékk tvö gullverðlaun, þ.e. er Norðurlandameistari í 50 m bringu og 100 m bringu, ég fékk ein silfurverðlaun í 50 m skriðsundi og tvö bronsverðlaun, þ.e. í 800 m skriðsundi og í 100 m skriðsundi. Allar viðurkenningar voru veittar fyrir aldursflokkin 50-52 ára konur.

október 10, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupFjallaskíðiGönguskíðiKeppnissagaSjósundSundÞríþraut

50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

by Halldóra desember 31, 2019

MARKMIÐ
Það var í lok árs 2018 sem við Siggi Kiernan grínuðumst með það að það væri gaman að gera eitthvað skemmtilegt eða út fyrir þægindahringinn í hverjum mánuði á árinu 2019, þar sem þá myndum við bæði fagna 50 ára eða hálfrar aldar afmæli. Þó þetta hafi byrjað sem grín, þá má segja að þetta hafi eiginlega orðið raunin og árið 2019 verður pottþétt eitt eftirminnilegasta ár ævi minnar og ólíklegt að ég muni einhvern tíma toppa það, nema kannski þegar ég verð 100 ára 🙂

Hér að neðan ætla ég að fara yfir árið eftir mánuðum og rifja upp allt það skemmtilega sem ég tók þátt í með yndislegum og skemmtilegum vinum, en það er það sem skiptir öllu máli. Ég var líka svo lánsöm að byrja í nýrri og skemmtilegri vinnu og eignaðist yndislega vinnufélaga, sem er líka algjörlega ómetanlegt.

JANÚAR 2019
Ég byrjaði þetta magnaða ár, með nýársgöngu á Esjuna ásamt frábærum vinum sjá hér. Það er alltaf einstaklega skemmtilegt og hátíðlegt. Annars var ég dugleg að hlaupa bæði með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, hljóp með vinum mínum nokkra ríkishringi og Digraneströppunar (himnastigann) þar sem við vorum að æfa fyrir HK100. Hlaupið í Hong Kong, þ.e. HK100 fór svo fram 19. janúar og það gekk mjög vel. Kláraði á 18 klst 43 mín og 56 sek, þessa 103 km og kom fyrst Íslendinganna í mark. Sjá nánar um HK100 keppnissöguna hér. Þetta var þriðja árið í röð sem ég tók þátt í HK100 og minn langbesti tími frá upphafi. Alltaf gaman að toppa sjálfan sig á 50 ára afmælisárinu 🙂
Annars þakka ég yndislegu vinkonum mínum í HK, þeim Huldu og Rebekku fyrir frábærar móttökur og aðstoð í HK100, þær eru einstakar heim að sækja og þær ásamt vinum mínum ástæðan fyrir því að ég hef tekið þrisvar sinnum þátt í þessu sama hlaupi.

Strax eftir heimkomu frá Hong Kong byrjuðu gönguskíðaæfingar og ég var ótrúlega heppin með veður. Fram að HK100 hafði verið ótrúlega snjólétt og þægilegt til að æfa fjallahlaup og strax eftir heimkomu fór að snjóa mikið og ég náði að æfa bæði í Bláfjöllum og í Heiðmörkinni gönguskíðin.

FEBRÚAR 2019
Náttúruhlaupa – hlaupasamfélagsæfingar héldu áfram í febrúar sem og gönguskíðaæfingar þegar færi og tími gafst. Við Óli fórum svo til Brighton aðra helgina í febrúar með Kjöthúsinu (vinnustaður Óla) en okkur var boðið í þessa glæsilegu árshátíðarferð Kjöthússins sem var mjög skemmtileg. Í lok febrúar fórum við svo til Trysil til að taka þátt í þriðja skiptið í Vasaloppet veislunni. Fórum 2017 í Nattvasan og 2016 í Vasaloppet keppnina sem er 90 km skíðaganga í sænsku dölunum.

MARS 2019
Vasaloppet 90 km skíðagangan með Ísbjörnunum vinum okkar var svo 3. mars. Þrátt fyrir mikið vesen á leiðinni með bindingarnar, sem voru alltaf að losna og ég þurfti á endanum að henda þeim og fá nýjar, þá var ég bara sátt við, í fyrsta lagi að hafa klárað gönguna og á allt í lagi tíma eða 10 klst 23 mín og 42 sek. Það fór mikill tími í að reyna að redda bindingunum. Gangan sjálf var líka mun betri hjá mér heldur en þegar ég tók þátt í fyrsta skipti. Sjá myndir frá Vasaloppet 2019 hér, en ég gleymdi að skrifa keppnissöguna 🙂

Þegar ég kom heim héldu skíðaæfingar áfram ásamt Náttúruhlaupaæfingum, þar sem næsta keppni var bara tveim vikum seinna eða 16. mars, Birkebeinerennet, sem er 50 km skíðaganga í Noregi. Keppnin er mjög skemmtileg, mjög ólík Vasa, að því leiti að fyrst er mjög löng brekka upp fjallið og svo eru margar hraðar brekkur niður. Vasaloppet er mun flatari og meiri lækkun en hækkun, öfugt við Birken. En keppnin var krefjandi en mjög skemmtileg og ég náði að klára á 5 klst 37 mín og 35 sek. Sjá nánar um Birkebeinerennet keppnina hér:

APRÍL 2019
Í byrjun apríl flugum við Óli til San Fransisco með Eddu og Eið vinum okkar. Við höfðum keypt þennan flugmiða fyrir punkta fyrir rúmlega ári síðan, eða þegar ég var í Ironman Texas, þá fékk ég póst frá Icelandair um að punktarnir okkar væru að renna út. Ég spurði þá Pétur, Sædísi og Irinu hvert við ættum að fara til Bandaríkjanna og þau mæltu með San Fransisco og Kaliforníu. Þegar við Edda vorum svo að plana ferðina þá kom í ljós að það var San Fransisco Rock and Roll 1/2 maraþon í SF á sama tíma og við vorum úti. Úr varð að ég skráði mig í hlaupið og hljóp það 7. apríl. Það var mjög skemmtilegt að hlaupa á Golden Gate brúnni, en við vorum líka búin að sigla undir hana svo það var skemmtileg upplifun að hlaupa líka yfir hana. Sjá nánar um hlaupið hér á Relive myndbandi, engin keppnissaga.

Í ferðinni okkar fórum við líka til Los Angeles og til Las Vegas en við keyrðum um 2.000 km í þessari ferð og það var mjög gaman að sjá þessar fallegu en ólíku borgir. Við sigldum líka útí Alcatras og skoðuðum fangelsið. Undir lok ferðarinnar þá manaði Eiður mig í að fara í fallhlífarstökk með honum. Það þurfti reyndar ekki mikið að mana mig, því fallhlífarstökk var alltaf „on my bucket list“ svo það var magnað að geta upplifað það þann 12. apríl. Sjá nánar um fallhlífarstökkið og myndband úr þeirri flugferð hér:

Mamma varð 70 ára 20. apríl 2019 og við vorum búnar að ákveða að fara saman til Bilbao og fagna því. Ívar Trausti bjó til ferð og hvatti mig til að bjóða öðrum að koma með mér og njóta fjallahlaupa í fjöllunum í kringum Bilbao. Það var einstakt ævintýri en leiðinlega við það, var að mamma komst ekki með (hún ætlaði nú ekki að hlaupa, heldur bara njóta borgarinnar), en ákvað á síðustu stundu að fara ekki út þar sem heilsan hans Helga (maðurinn hennar) hafði hrakað og hún hafði áhyggjur af honum. En ég fór í yndislega páskaferð með yndislegu fólki, fórum út á skírdag og heim á annan í páskum og ég get 100% mælt með fjallahlaupaferð til Bilbao á Spáni.
Í lok apríl eða 29. apríl byrjaði ég svo að þjálfa Hóp1 hjá Stjörnunni og fékk frábærar móttökur frá æfingafélögum.

MAÍ 2019
Maí verður eftirminnilegur fyrir það að ég fékk nýja vinnu og byrjaði 15. maí að vinna hjá Reykjavíkurborg á Velferðarsviði sem framkvæmdastjóri Samstarfsnetsins. Fékk yndislegar móttökur frá frábæru samstarfsfólki í Borgartúni og það er búið að vera virkilega skemmtilegt að vinna að undirbúningi að stofnun Samstarfsnetsins sem fer formlega í loftið núna 1. janúar næstkomandi.

Hvað hreyfingar varðar þá var ég dugleg að hlaupa bæði með Náttúruhlaupurum og þá sérstaklega með Laugavegshópi NH, svo byrjaði ég að synda í sjónum, þar sem ég hafði samþykkt að taka þátt í Marglyttuævintýri um haustið, þ.e. að synda boðsund (sex manna lið) yfir Ermasundið. Ég synti þó að mestu í galla í maí þar sem sjórinn var frekar kaldur. Stærstu verkefnin hvað hreyfingar varðar í maí voru fjallaskíðaferðir, á Snæfellsjökul með Guðmundi Smára og Guðmundi Tryggva 22. maí í gullfallegu veðri, gengum upp á stuttermabolum, bara eftir vinnu. Sjá nánar hér:

Fór svo líka á Hvannadalshnúk á gönguskíðum með Sigga Kiernan og Guðmundi Tryggva 30. apríl, líka í mjög góðu veðri, sjá nánar hér: Frábærar fjallaskíðaferðir báðar tvær.

Sjósund og fjallaskíði voru því ný verkefni, bæði þó nokkuð út fyrir þægindahringinn í maí.

JÚNÍ 2019
Ég hélt áfram að hlaupa utanvega með Laugavegshópi Náttúruhlaupa, hljóp með Hópi 1 í Stjörnunni og hjólað smá og synti í júní. Tók þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka 10. júní og náði 4 sæti í aldursflokki, 26 sæti overall kvk og náði PB í tíma.

Stærsta ævintýri JÚNÍ mánaðar var svo auðvitað á sjálfan afmælisdaginn 20. júní, 50-50-50. Fékk hugmyndina frá Siggu vinkonu sem hljóp 50 km (5*10 km hringi) þegar hún varð 50 ára fyrir nokkrum árum. Ákvað því að hjóla 50 km, hlaupa 50 km og synda 50 metra á sjálfan afmælisdaginn og bjóða vinum mínum að taka þátt með mér. Það komu 9 manns að hjóla með mér (um miðja nótt í miðri viku), en ég hafði ákveðið að leggja af stað í hjólið, á miðnætti og hjóla nokkra Álftaneshringi út á Bessastaði og svo Ásahring þar til ég næði þessum 50 km. Við þurfum bara að fara 3 hringi og ég fékk frábæran félagsskap yndislegra vina með mér. Bauð þeim svo uppá súkkulaðiköku, Hleðslu og banana um nóttina eftir hjólaævintýrið, en þetta var svo björt og falleg og yndisleg nótt.

Svo klukkan 06:30 byrjuðu morgunhlaupin, Fékk líka yndislega vini mína til að hlaupa með mér og var búin að teikna upp þennan 7,8 km hring og hljóp 4 hringi alltaf í frábærum félagsskap. Miðnæturhlaup Suzuki var 20. júní og það var hægt að hlaupa 10 km eða 21,1 km (hálft maraþon), ég ætlaði fyrst að hlaupa bara 10 km þar og 4 * 10 km hringi heima áður, en svo breytti ég planinu og hljóp 4 * 7,8 km um daginn og svo 21,1 km í Miðnæturhlaupi Suzuki. Það voru áfram frábærir vinir sem hlupu með mér um kvöldið þetta skemmtilega hlaup. Eftir hlaupið fór ég svo í Laugardalslaugina og þar beið mamma og fleiri vinir sem syntu með mér 50 metrana yfir laugina. Sjá nánar um 50-50-50 hér:

Á milli hlaupanna heima og Miðnæturhlaupsins var ég með opið hús (hamborgara-grillpartý) þar sem Óli minn grillaði fyrir fjölskyldu og vini og ég fékk Hrafnkel Pálmason til að koma og syngja fyrir okkur. Mikið var þetta var yndislegur dagur og ég er einstaklega þakklát Óla, fjölskyldunni og vinum sem gerðu þennan dag svona eftirminnilegan og einstakan.

JÚLÍ 2019
Æfingar fyrir Laugavegshlaupið héldu áfram í júlí og þetta skemmtilega æfingatímabil með skemmtilegum æfingafélögum var toppað með því að hlaupa sjálft Laugaveghslaupið 13. júlí. Ég kom sjálfri mér á óvart og náði mínum besta árangri í Laugavegshlaupinu, (PB), en þetta var í fjórða skiptið sem ég tek þátt. Sjá nánar hér:

Eftir Laugavegshlaupið tóku við fleiri sjósundsæfingar, því það styttist í 2 klst æfinguna, sem ég kveið verulega fyrir. Vissi að ég væri ekki að fara í Ermasundið nema ég myndi ná að klára þá þrekraun, þ.e. að vera 2 klst í einu í sjónum í Nauthólsvík. Ég var ekki alveg með nógu mikið sjálfstraust í þessum efnum, þar sem tilhugsunin um kuldann í sjónum var mín helsta hindrun, en ég notaði ávallt möntruna mína, #jákvæð og #grjóthörð til að hvetja mig áfram og komast fram hjá þessari hindrun sem var föst í huga mínum. Þann 22. júlí syntum við svo þetta 2 klst sund í Nauthólsvík. Hitastigið var 14 gráður. Sjá nánar um þetta sund, sem var LANGT ÚT fyrir minn þægindahring hér:

ÁGÚST 2019
Ágúst byrjaði hjá okkur Óla með mjög skemmtilegri fjallahjólaferð inná Fjallabak með vinum okkar, Ísbjörnunum um verslunarmannahelgina. Á frídegi verslunarmanna skutlaðist ég vestur í Grundarfjörð með Marglyttunum Þórey og Birnu, þar sem við hittum Marglyttuna Brynhildi. Syntum svo boðsund yfir Grundarfjörð og lentum í árshátíð alvöru Marglyttna sem brenndu okkur allar. Eftir á að hugsa var þetta fín æfing og þá sérstaklega að vera búin að lenda í alvöru Marglyttum, sjá nánar hér.

Fór svo með frábærum hópi utanvegahlaupara í fjallahlaupaferð í hringinn í kringum Mt. Blanc (Tour Mont Blanc TMB), en ég var farastjóri með Elísabetu Margeirsdóttur. Ferðin var frá 11.-16. ágúst og var algjörlega mögnuð, félagsskapurinn svo skemmtilegur og leiðin falleg. Við hlupum um 140 km á þessum 6 dögum.

Synti svo hið fræga Viðeyjarsund föstudaginn 23. ágúst með Marglyttunum mínum en við lögðum af stað í beinni útsendingu á Stöð 2, sjá nánar hér: Þetta var enn eitt ævintýrið sem var langt út fyrir minn þægindahring, enda sjórinn verulega kaldur, undir 10 gráður.

Daginn eftir Viðeyjarsundið tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þ.e. 24. ágúst og eftir maraþonið skokkaðu ég frá miðbæ Reykjavíkur heim í Garðabæinn til að ná 50 km, enda var ég með númerið 50 á þessu 50 ára afmælisári. Tók ákvörðun um að skrá mig í þetta maraþon með 3ja daga fyrirvara, sjá nánar hér:

Í lok ágúst flaug ég svo til Genfar í Sviss þar sem ég fór á fund á vegum Þríþrautarsambandsins og var auk þess fararstjóri íslenska hópsins sem tók þátt í aldursflokkakeppni í þríþraut í Lausanne í Sviss.

SEPTEMBER 2019
Þríþrautarkeppnin fór fram 1. september í Lausanne í Sviss, en ég tók þátt í Ólympískri vegalengd og gekk mjög vel. Virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt og synda í Genfar vatni. Sjá nánar hér:

Flaug svo beint frá Sviss til Englands, þar sem ég hitti Marglyttur vinkonur mínar en til stóð að synda yfir Ermasundið þann 4. sepember. Vegna veðurs þá dróst það fram á síðasta dag, en þann 10. september náðum við Marglytturnar að synda yfir Ermasundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi, sjá nánar hér: Þetta var algjörlega magnað ævintýri og mjög eftirminnilegt.

EFtir að ég kom heim hélt ég áfram æfingum með Stjörnunni, Náttúrúhlaupunum og tók nokkrar Esjur með vinum mínum. Við Siggi og Viggó tókum svo magnaða næturæfingu, 27. september, þegar við fórum fimm ferðir upp að Steini á Esjunni, á ofboðslega fallegu Norðurljósakvöldi. Hins vegar var ég frekar óheppin á niðurleiðinni í fjórðu ferðinni, flaug ég á hausinn og brákaði á mér nokkur rifbein og gerði gat á hnén á buxunum og var líka blóðug á höndum. Eftir smá aðgerð, þ.e. hreinsun á sárum á bæði hnjám og höndum fór ég samt og kláraði fimmtu ferðina (reyndar mjög rólega).

OKTÓBER 2019
Þetta fall mitt í Esjunni, hafði smá áhrif á æfingar fram að keppni. Fann þó nokkuð fyrir rifbeinunum og æfði ekki mjög mikið í lok september eða fyrstu dagana í október. En það sem ekki drepur þig, herðir þig og því fór ég kokhraust í langt ferðalag til Reunion Island (frönsk eyja í S-Afríku, Indlandshafi) þann 14. október og lagði svo af stað í þetta 100 mílna fjallahlaup, eitt erfiðasta fjallahlaup í heimi þann 17. október. Kláraði hlaupið á 56 klst 34 mín og 14 sek sjá nánar hér: Þetta er klárlega lengsta og erfiðasta hlaup sem ég hef tekið þátt í og klárað.

NÓVEMBER 2019
Eftir Reunion hlaupið tóku bara við mjög þægilegar æfingar með Stjörnunni og Náttúruhlaupum. Fór til dæmis 14. nóvember í yndislegt Powerarde með einum Stjörnuhlaupara sem var að fara í fyrsta skipti í Powerade.

Árlegur fundur 100 km félaga og inntaka nýrra félaga fór fram 13. nóvember. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema þar hitti ég Rúnu Rut vinkonu og hlaupafyrirmyndina mína sem var að fara til Fíladelfíu að hlaupa maraþon 24. nóvember. Ég kastaði því svona fram eftir fundinn, meira í gamni, en alvöru, hvort ég ætti ekki að henda mér með henni í þetta maraþon. Fór á netið og sá að það var ennþá laust í hlaupið og í flug. Daginn eftir hringdi svo RRR í mig og spurði hvort mér væri alvara. Til að gera langa sögu stutta, þá skráði ég mig með viku fyrirvara í þetta hlaup og hljóp svo maraþon í Fíladelfíu með Rúnu Rut vinkonu minni þann 24. nóvember. Náði að sjálfsögðu ekki neinum sérstökum tíma, en kláraði með bros á vör sem var markmiðið. Sjá nánar hér:

Þann 30. nóvember fór ég svo í skemmtilega Rjúpnaveiðiferð með Óla og Sigga Kiernan. Sáum engan fugl, en gönguferðin var yndisleg. Hélt áfram æfingum með Stjörnunni og Náttúruhlaupum, bara mjög rólegar æfingar, enda þó nokkur þreyta í fótunum eftir langa Reunion hlaupið.

DESEMBER 2019
Fékk fleiri Stjörnur með mér í desemberhlaup Powerade og það voru þrjár Stjörnur að fara í fyrsta skipti í Powerade þann 12. desember. Synti svo Þorláksmessusund með mömmu að morgni Þorláksmessu og gaman að ná mínum besta árangri PB í þessu sundi frá upphafi, en ég hef tekið fimm sinnum þátt. Sjá nánar hér:

Þessu magnaða 50 ára afmælisári, var svo slúttað í frábærum félagsskap Stjörnuhlaupara sem „Ólafur“ á gamlársdag 31. desember. Hver er þessi Ólafur ? Það er von að þú spyrjir því ég spurði sömu spurningar, en hann er snjókarlinn í bíómyndini Frozen. Þar sem ég hafði ekki séð þessa mynd, ákvaðum við Óli að leigja hana núna um helgina og nú veit ég allt um Elsu, Önnu og Ólaf og ævintýri þeirra í Frozen og söng og spilaði lagið „Let it GO“ allt gamlárshlaupið og kom glöð í mark, síðust af öllum Stjörnunum.

AUÐMÝKT OG ÞAKKLÆTI
Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa heilsu til að gera allt það sem ég hef gert á þessu 50 ára afmælisári. Ég er einnig þakklát að eiga yndislega vini sem hafa tekið þátt með mér í þessum ævintýrum. Fjölskyldunni þakka ég líka fyrir þolinmæðina og hvatninguna, ef baklandið er ekki til staðar er ekki hægt að láta alla þessa drauma verða að veruleika.


desember 31, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaSund

Þorláksmessusund 2019 PB

by Halldóra desember 23, 2019

Tók þátt í Þorláksmessusundi Breiðabliks í fimmta skipti í morgun. Það er alltaf hátíðlegt að taka þátt í þessu 1.500 metra sundi og veðrið lék við okkur keppendur í morgun. Ekki mikið rok og engin ofankoma og frekar hlýtt. Ég náði núna mínum besta tíma í þessu sundi, 28 mín og 30 sek, sem og besta árangri þ.e. 10 sæti kvk og 30 sæti overall.

Veitingarnar eftir sundið voru glæsilegar og sjálfboðaliðar stóðu sig mjög vel. Þetta var í annað skipti sem við mæðgurnar tókum saman þátt í þessu sundi, en mamma tók líka þátt fyrir tveim árum eða 2017. Hún bætti líka tímann sinn um 2 mín og 17 sek. frá því síðast og synti þessa 1.500 metra á 33 mín og 19 sek. Er einstaklega stolt af henni, en hún fagnaði 70 ára afmæli á þessu ári og ég 50 ára.

Hér að neðan eru tímarnir mínir sem og árangur minn annars vegar af öllum keppendum og hins vegar í kvennaflokknum.
2019: Alls #30 sæti – Konur #10 sæti Tími: 28:30
2018: Alls #44 Konur #19 Tími: 31:25
2017: Alls #34-5 Konur #14 Tími: 30:02
2012: Alls #39 Konur #12 Tími: 29:28
2011: Alls #52 Konur #19 Tími: 37:10

Takk kærlega fyrir skemmtilegt sund og flotta umgjörð kæru sundfélagar í Breiðablik.

desember 23, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSjósundSund

STÓRT skref út fyrir þægindahringinn

by Halldóra júlí 22, 2019

Í dag tók ég MJÖG STÓRT skref út fyrir þægindahringinn, þegar ég synti í 2 klukkustundir (NB !!! 120 mínútur) í 14 gráðu heitum sjónum, bara í sundbol og með Speedo sundhettu og sundgleraugu, engir sokkar, vettlingar né neoprane hetta. Ástæðan fyrir þessu sundi í dag var sú að ég er ein af Marglyttunum, sem ætla að synda saman boðsund yfir Ermasundið 4. september næstkomandi og til að mega taka þátt verðurðu að sýna fram á að hafa synt í sjó í 2 klukkustundir samfleytt. Vottað plagg sem þarf að skila inn.

ÁHÖFN ÁSGEIRS
Ég var í Áhöfn Ásgeirs Elíassonar vinar míns, sem ætlaði að synda fyrstur Íslendinga fram og til baka Ermasundið, haustið 2015. Ásgeir náði ströndum Frakklands 7. september og hafði þá synt í 17 klst og 16 mín og lét aðra leiðina duga. Ég var þar í frábærum félagsskap, Bibbu, Benna og Viggós. Í þeirri ferð ákvað ég að ég myndi ALDREI synda Ermasundið, enda ógeðslegur sjórinn, öldur miklar, báturinn (dallurinn) ekki uppá marga fiska og það var EKKERT sem heillaði mig við þetta og ég bara sárvorkenndi Ásgeiri að vera í sjónum, allan tímann.

AÐDRAGANDINN
Þórey Vilhjálmsdóttir, frænka mín, (fyrir áhugasama þá erum við fjórmenningar í Proppé ættina, langafar okkar voru bræður) hafði samband við mig í lok apríl eða byrjun maí og var að leita að sundkonum til að taka þátt í Ermasundinu, með henni, Birnu og Brynhildi sem allar eru Landvættir eins og ég. Ég var greinilega búin að gleyma september 2015, því ég hugsaði mig ekki lengi um, held ég hafi svarað játandi strax sama kvöldið, eða allavega daginn eftir. Einu áhyggjurnar sem ég hafði var kuldaþolið, en ég hugsaði að ég hefði nú góðan tíma til að æfa sjósundið og þá byggja upp kuldaþolið.

FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR OG FYRSTA ÆFINGIN
Ég hitti stelpurnar og leist mjög vel á hópinn, en auk Þóreyjar og Birnu voru Gréta (framkvæmdastjórinn okkar) og Karen og Soffía PR/markaðsstjórarnir okkar líka í hópnum, auk mín Sigrúnar og Sillu sem reyndar kom inn fyrir ekki svo löngu síðan. Alltaf var ég á leið á æfingu í sjósundið, en fann allar afsakanir í bókinni, það var of kalt, of mikill öldugangur, ég að þjálfa Stjörnuna, Breiðablik eða Náttúruhlaup eða bara lokað í Nauthólsvík. En fór loksins á mína fyrstu æfingu í sjónum 19. maí. Náði fimm æfingum í sjónum í maí (flestar reyndar í wet-suit galla), fjórum æfingum í júní gallaluausar og er búin að ná 9 æfingum í júlí en 10 æfingin var í dag. Svo ég náði 18 æfingum fyrir þetta 2 klst próf.

TVEGGJA KLUKKUSTUNDAPRÓFIÐ
Þegar að Sigrún Ermasundskappi Geirsdóttir, þjálfarinn okkar var farin að tala um að við yrðum að klára þetta 2 klst sund í lok júlí, fóru að renna á mig tvær grímur. Ég hélt ég hefði tíma alveg út allt sumarið þ.e. til loka ágúst með að klára þetta. Mér stóð ekki alveg á sama, var orðin frekar stressuð, því ég er alls ekki með gott kuldaþol og hef haft mestar áhyggur af þessu. Ég treysti mér til að synda endalaust í sjónum, eins og ég hef gert í mörgum Ironman keppnum áður, óttast ekki öldur eða sjóveiki, er reyndar ekkert sérstaklega hrifin af marglyttum, en hafði áhyggjur af kuldaþolinu. Dagsetningin var ákveðin 22. júlí, þar sem Silla var að fara til Spánar og við yrðum að klára þetta áður en hún færi. Ég viðurkenni að mér kveið verulega fyrir. Æfingum fjölgaði í júlí sem og tímalengdin í sjónum. Ég þakka Guði fyrir gott veður í sumar því mér finnst auðveldara að synda í sjónum ef lofthitinn er hærri og sólin skín, en í kulda, roki og rigningu. Fyrstu æfingarnar í maí voru að mestu í galla, en ég fór yfir í Kópavoginn tvisvar í galla og jók mínúturnar í sjónum í sundbol, byrjaði mjög fáar mínútur. Náði að synda fimm sinnum yfir í Kópavoginn á sundbol, sem er svokallað Fossvogssund, en þær æfingar voru allar í júlí. Ég lagði ríka áherslu á sjósundið, þó ég hefði líka fylgt æfingaplani fyrir Laugavegshlaupið sem ég hljóp 13. júlí.

#GRJÓTHÖRÐ OG #JÁKVÆÐ
Það styttist í 22. júlí og eins og að framan greinir var ég orðin frekar stressuð. Notaði alltaf myllumerkin á Strava #grjóthörð og #jákvæð því góður vinur minn tjáði mér um daginn að ég væri bæði , þ.e. grjóthörð og jákvæð. Hann var þá að vísa í reynslu mína í fjallahlaupum, svo ég ákvað að nota það sem möntru, sagði við mig í hvert skipti sem ég fór í sjóinn að ég væri grjóthörð og jákvæð og ég er fullviss um að það hefur hjálpað.

Fyrir síðustu helgi, fylgdist ég með spánni á hverjum degi. Var líka farin að lengja tímann, náði 45 mín æfingu 6. júlí, 52 mín æfingu föstudaginn síðasta 19.júlí og stefndi á að ná 90 mín æfingu á laugardeginum 20. júlí.
Ég hringdi í Benna Ermasundskappa vin minn til að fá góð ráð, því 90 mínútur eru langt frá 52 mín. (Hinar Marglytturnar voru búnar að ná þessu 90 mín sundi, en þá komst ég ekki). Benni bauðst til að koma og aðstoða mig, gefa mér heitt að drekka og gaf mér góð ráð. Hann sagði mér t.d. að halda mig bara við ströndina og synda fram og til baka fyrir framan víkina, þar væri hlýrra. Ég óhlýðnaðist Benna og fór með Sillu yfir í Kópavog (það er mun kaldara á leiðinni yfir). Eftir 1 klst kvaddi Silla mig og ég var komin á skjálftavaktina. Ég synti í um 30 mín í viðbót var sem sagt komin með 90 mín sem var met og markmiði dagsins náð. Mig langaði til að kanna hvort ég gæti ekki verið 120 mín, þ.e. bætt 30 mín við. Ég færð mig nær Víkinni þar sem sjórinn var hlýrri og ég kláraði síðust 30 mínúturnar þar (meðalhiti samt 16 gráður). Eftir þessa æfingu var ég mun rólegri, þar sem ég var búin að sýna og sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta, þ.e. synt í 2 klst. Takk kæri Benni fyrir góðu ráðin og að fylgjast með mér.

PRÓFDAGURINN
Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur eins og allir aðrir dagar þetta sumarið. Mér leið vel og var ekki stressuð í vinnunni um morguninn. Það var gaman að hitta stelpurnar í Nauthólsvík í hádeginu og Brynhildur var svo yndisleg að fara með okkur í Wim Hof öndun fyrir sundið. Hef aldrei gert það áður, og er ekki frá því að það hafi hitað líkamann og hjartað. Mér leið vel bæði andlega og líkamlega þegar ég henti mér til sjós. Silla „sprettarinn“ okkar hentist á stað og ég á eftir henni. Sigrún var búin að segja okkur að hvert þ.e. hvaða leið við ættum að synda og að við ættum alls ekki að bíða eftir hvor annarri, þá yrði okkur bara kalt, við ættum að synda á okkar eigin hraða. Jóhannes hennar Sigrúnar elti Sillu á kajak, Róbert elti mig og Óli hennar Brynhildar elti stelpurnar til að gefa okkur heitt að drekka og kanna hvort við værum OK.

SUNDIÐ
Við syntum inn Fossvoginn, þ.e. í átt að N1 bensínstöðinni. Hafði aldrei synt þangað áður, svo það var bara skemmtilegt. Reyndi að halda mér nálægt landi, en þar var mjög mikill gróður, svo maður varð að synda aðeins út úr honum. Syntum svo til baka, hitti þá Þórey, Birnu og Brynhildi, en þær höfðu farið aðeins hægar af stað en við af stað. Synti alla leið til baka út að prammanum, þar sem við hittum Sigrúnu, en hún var ekki með í sundinum, þar sem hún var að fara í Vestmannaeyjasund um nóttina (hún er sko ROSALEGUR NAGLI OG MEISTARI MEISTARANNA). Við fórum svo aftur inn voginn og ég ákvað að fylgjast þá bara með klukkunni, gefa mér 30 mín í að komast til baka, þ.e. synda 30 mín inn og 30 mín til baka. Það stemmdi ca m.v. að ég var búin að vera 60 mín þegar ég hitti Sigrúnu við prammann. Á leiðinni til baka, var mér orðið svolítið kalt, fann ég var aðeins farin að zona-út, eins og maður gerir þegar maður verður þreyttur. Man samt að Róbert spurði mig hvað ég væri gömul og hvar ég ætti heima, ég svaraði því mjög kurteislega og rétti honum báðar hendurnar og sagði: „hér eru tíu fingur“ og hló 🙂
Sundið til baka var samt aðeins erfiðara, það var á móti öldu og ég var að festa mig miklu meira í gróðrinum, sem var orðinn vafinn um hálsinn á mér, enda krafturinn farinn að dvína. Mér fannst bæði pramminn og stelpurnar svolítið langt í burtu. Svo kom Silla á fullri ferð fram úr mér og gaf bara í. Ég var mjög ánægð með áætlunina mína, því þegar ég kem aftur að prammanum og hitti stelpurnar þá voru bara 3 eða 4 mín eftir. Svo það var bara að synda saman í land þar sem frábær móttökunefnd tók á móti okkur.

ÞAKKIR OG GLEÐI
Ég er einstaklega þakklát og stolt að hafa klárað þetta. Því eins og einn góður vinur minn sagði réttilega við mig: „Halldóra, þú ert meira stressuð fyrir þetta, heldur en 100 mílna fjallahlaup,“ Ég held hann hafi alveg hitt naglann á höfuðið þar.“ Ég er einstaklega þakklát Marglyttunum vinkonum mínum fyrir allan stuðninginn og umhyggjuna. Ég er líka glöð að þær hafi trú á mér og boðið mér með í hópinn. Takk kæri Róbert fyrir að fylgja mér eftir á kajakinum og fylgjast svona vel með mér og gefa mér að drekka.

TILHLÖKKUN
Eftir að hafa klárað þessar 2 klst í dag, þá veit ég að ég mun standa mig vel í Ermasundinu og er farin að hlakka mikið til. Þá syndum við 1 klst í einu til skiptis og þurfum að ná á okkur hita á milli í bátnum. Næst er að þjálfa líkamann í að skjálfa sér til hita, þar sem enginn heitur pottur eða gufa er í bátnum, bara ullarföt og heitur drykkur. Gufan, potturinn og heitt kaffi voru kærkomin eftir æfinguna í dag

júlí 22, 2019 0 comment
3 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSund

Þorláksmessusund Breiðabliks

by Halldóra desember 23, 2018

Það var einstaklega gaman að taka þátt í Þorláksmesssundi Breiðabliks í morgun. Viðurkenni það alveg, að ég var ekki alveg að nenna að fara í morgun þegar ég vaknaði, enda þreytt eftir 40 km hlaupið frá Hveragerði til Reykjavíkur í gær.

En ég vissi að ég yrði mjög svekkt í allan dag ef ég myndi ekki fara, svo ég dreif mig og hugsaði líka með þakklæti fyrir að geta tekið þátt, því það er ekkert sjálfsagt.

Sundið gekk ágætlega, fyrir utan það að ég missti sundhettuna af mér á leið yfir í þriðju ferðinni, svo ég stoppaði alveg til að taka af mér gleraugun, setja aftur á mig sundhettuna og gleraugun hahahah 🙂 En það skipti svo sem engu máli, þar sem ég vissi að ég myndi ekki ná PB og markmiðið var bara að hafa gaman og vera með sem ég og gerði.

desember 23, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
KeppnisSund

KEPPNISSAGA – VANSBROSIMNINGEN 2016

by Halldóra júlí 9, 2016

Vekjaraklukkan í símanum hringdi klukkan 06:40. Ég fór samt ekki á fætur fyrr en 06:50, þegar það var einhver hreyfing í skólastofunni sem ég svaf í. Burstaði tennurnar og henti mér út með allt draslið mitt, sem var að sjálfsögðu allt tilbúið. Lagði svo af stað gangandi að finna svæðið þar sem morgunmaturinn var framreiddur. Fann ekki staðinn, svo ég snéri við og fór á bílnum, því í honum var ég með kort af svæðinu. Morgunmaturinn var borinn fram á tjaldstæðinu sem er í áttin að sundstartinu, en þetta er ekki mjög stór bær. Eftir morgunmat var klukkan ekki orðin átta, svo ég bara hvíldi mig aðeins í bílnum , náði nú samt ekki að dotta, ég var auðvitað allt of snemma í því. naglalakkidNáði samt að naglalakka mig með keppnislakkinu sem er alltaf mjög mikilvægt fyrir svona keppni, sjá mynd hér til hliðar 😉

RÁSTÍMI – einfalt mál eða hvað? Fyrsta sundræsing var klukkan 10:00, en þá voru PRO karlar eða atvinnumannaflokkur karla ræstir út. Klukkan 10:05 voru fatlaðir ræstir út og svo 5 mín síðar PRO konur. Ég átti svo að fara með næsta hóp sem var ræstur þar á eftir, þ.e. startgrúbba 2, klukkan 10:15, sem var merktur sem Elite 2 hópur.

Þegar ég sótti keppnisgögnin mín í gær, þá stóð rástími klukkan 11:18 á keppnisumslaginu mínu og númerið sem ég fékk var miðað við þann tíma. En það er ræst í númeraröð og allir sem eru ræstir saman eru með sama lit af sundhettu. IMG_3743 Ég fór reyndar í gær í “seednings-básinn” og spurðist fyrir um þetta og eftir að hafa skoða málið sagði starfsmaðurinn að ég ætti að fara með 10:15 IMG_3745hópnum. Þegar ég var komin á staðinn, klukkan 09:00 um morguninn, klukkutíma áður en ræsa átti út fyrstu menn og þulurinn byrjar að tala, þá segir hann að þessi hópur þ.e. 10:15 hópurinn sé bara Elite 2 karlar. Það fóru að renna á mig tvær grímur og ég fór og skoða bílana, en það eru bílar með kerrur, sem taka við pokunum, þ.e. með fötunum sem þú ert í og handklæði og slíkt, sem þú færð svo þegar þú kemur í mark niður í bæ.

Já mér leist sem sagt ekkert orðið á þetta. Í fyrsta lagi að ræsa með ELITE2 körlum (númer 201-400) klukkan 10:15, sem áætluðu að synda í 45 mín (sem er allt of hratt fyrir mig).IMG_3702 Í öðru lagi stóð ekki rétt númer á sundhettunni minni m.v. þennan hóp, en hann er númer 201-400, en ég var númer 1787 sem átti að ræsa klukkan 11:18 og ég vissi ekki hvaða litur væri á sundhettunni hjá þessum hópi, þ.e. 201-400. Fann loks bílinn, þ.e. kerruna með mínu miðanúmeri, lengst aftast í hópnum, og þar voru númerin IMG_37011701-1800 sem áttu að ræsa klukkan 11.18 sem sagt mitt númer.

Ég ákvað að hringja í Ásgeir, því ég hafði heyrt í honum í gær og þá heyrði ég að honum leist betur á 11 tímann, því starfsfólkið við bílana vissi ekki neitt og kynnirinn alltaf að tala bara um Elite 2 karlmenn sem myndu ræsa klukkan 10.15. Hringdi í Ásgeir til Noregs og vakti hann til að spyrja hann ráða hvað ég ætti að gera 😉 Mér leist ekkert á að vera eina konan og ekki með rétt númer og þá kannski ekki einu sinni réttan lit á sundhettunni. Ég hugsaði með mér ég verð eins og Kathrine Switzer að reyna að plata mig inn í þennan Elite2 karlahóp 😉

Við Ásgeir vorum sammála um að ég færi bara með 11:18 hópnum, svo ég bara sat áfram og beið, þ.e. klæddi mig ekki strax í wet-suit gallann, spurði hann hvort hann héldi ekki að tímaflagan myndi örugglega fara af stað þegar ég færi í gegnum hliðið og hann auðvitað hélt það eins og ég.

RÆSING PRO FLOKKAR OG 10:15 HÓPURINN ELITE2
prokarlarÞað var gaman að fylgjast með ræsingunni, fyrst fóru PRO karlar, síðan þrír fatlaðir einstaklingar, svo fóru PRO konur. Síðan fór hópurinn sem ég átti að vera í klukkan 10:15. prokarlar2

Þá sá ég að það voru bæði Elite 2 karlar og konur og þulurinn fyrst núna farinn að tala um að það séu konur líka í hópnum. Sé líka að þau eru öll með hvíta sundhettu eins og ég, svo ég hefði ekki verið eins og litli svarti andarunginn (eða hvíti með hvíta sundhettu) í hópi með öðrum sem hefðu verið með annan lit á sundhettunni.

IMG_3720 Þarna sá ég líka konu með 1782 númer, tók meira að segja mynd af henni, þannig að ég IMG_3723hefði getað verið í þessum hóp.

Þessi hópur var mjög fjölmennur (201-400) auk þeirra sem voru umfram. Tók bæði myndir og myndbönd af honum fara af stað. Örugglega fólk þarna á mismunandi sundhraða, alla vega voru nokkrir mjög hægir þarna aftast sem fóru af stað bara á bringusundi, svo það hefði örugglega verið hægt að drafta einhvern úr þessum stóra hópi.

Á þessum tímapunkti hugsaði ég hversu gott það væri að fara ekki fyrr en 1 klst seinna, því þá væri áin örugglega orðin heitari, eða baðið eins og við Sjana kölluðum ferðina, þ.e. baðferðina 😉 Ég bara beið þennan klukkutíma og fylgdist með hverjum hópnum af fætur öðrum ræstan út.

Við hliðina á mér var kona sem átti að fara út í hópnum á undan mér. Hún var í vandræðum með að komast í ermarnar á gallanum sínum, svo ég lánaði henni og kenndi henni að nota Bónus pokann sem ég tók með mér til að klæða mig í minn.

Hafðist þetta hjá henni rétt í tæka tíð. Ég fór svo í gallann minn, reyndi að taka hann vel upp um mig eins og skilaboðin frá Ásgeiri voru. Sá svo þegar ég fór í ermarnar að það var komið smá gat á vinstri handlegg, sem ég vissi ekki af, en sem betur fer ekki í gegnum gallann, heldur sést í fóðrið. Horfði á “panic-shop” verslunina og spáði hvort ég ætti að fá lím og setja á gallann, en vissi að hann yrði ekki orðin þurr, svo ég ákvað bara að vona að þetta yrði allt í lagi, alla vega ekkert við þessu að gera núna ;-(

MIKIL STEMNING OG MIKIÐ EN MISMUNANDI SKIPULAG
Eins og komið hefur fram þá var hver hópur með sinn lit á sundhettunni og síðan var upphitun með íþróttakennara áður en hóparnir voru ræstur út. Þegar fyrstu hópar voru ræstir út, þ.e.bæði PRO-arar sem og hópurinn sem ég átti að vera í, þá fengu þau að fara ofan í ána, 5-8 mín fyrir ræsingu sem er algjör snilld til að hita aðeins upp áður en lagt er af stað. Tímaflagan var í armbandi sem þú er með á úlnliðnum og þú skannar á tveim stöðum armbandið áður en þú ferð út í ána. Tímakerfið miðast síðan við rástímann sjálfan, því það var enginn skanni við ráslínuna í sundinu sjálfu, heldur blöðrur sem voru teknar upp og þulurinn sagði “LYKKE TIL” sem þýddi að sundmenn mættu hefja sundið.

RÆSINGIN MÍN KLUKKAN 11:18
Hins vegar var orðin breyting á þegar við vorum ræst. Í fyrsta lagi var engin íþróttaupphitun, svo vorum við bara ræst klukkan 11:18. Fengum engan auka tíma í ánni, þ.e. fengum ekki að hita neitt upp, heldur var bara látið vaða klukkan 11:18. Sá að það voru margir blautir í kringum mig, sem höfðu greinilega haft vit á að fara einhvers staðar í ána fyrir ræsingu, en ég hélt við fengjum eins og hinir einhvern tíma áður en ræst yrði svo ég var bara róleg með þetta og var ekkert að fara í ána og hita upp eða bleyta mig.

Varð því smá stressuð á þessum tímapunkti, aðallega varðandi viðbrögðin við kalda vatninu. Málið var nefnilega að ég hef ekkert synt OPEN WATER sund síðan í Ironman í Flórída í nóvember í fyrra og þá synti ég ekki einu sinni í gallanum í keppninni sjálfri, þar sem sjórinn var það heitur.

TAKMARKAÐAR ÆFINGAR
Ég ætlaði alltaf að fara í Nauthólsvíkina og æfa mig fyrir þessa keppni. Fyrst hafði ég ekki tíma, því ég var alltaf að æfa fjallahlaup. Svo fór ég til Svíþjóðar í Vätternrundan hjólakeppnina, svo til Ítalíu í fjallahlaupið og svo þegar ég ætlaði að fara að æfa mig eftir Ítalíuferðina, þá var bara árshátíðarpartý hjá marglyttunum í Nauthólsvík, svo mig langaði ekki þangað.

Þá ætlaði ég reyndar að fara í Hafravatn, eða eitthvað annað, en það varð aldrei tími í það og ég gaf mér heldur ekki tíma til að prófa gallann í sundlauginni í Kópavogi eins og ég var mikið að velta fyrir mér. Fyrir þá sem lásu ekki blogg gærdagsins, þá fór gærkvöldið (kvöldið fyrir keppni) í því að velta fyrir mér hvort
A) gallinn passaði á mig
B) hvort gallinn læki nokkuð eða eitthvað væri að honum
C) hvort ég fengi nokkuð svona oföndunar-einkenni þegar ég færi í kalda ána eins og ég fékk í Meðalfellsvatni í fyrra.

Nú var búið að segja LYKKE TIL og mér leið alls ekki illa. Held ég hafi verið búin að taka út stressið um morguninn og fann að ég hafði róast þessa klukkustund sem ég fylgdist með hverjum hópi á fætur öðrum fara í ána.

Markmiðin voru alltaf kýrskýr.
Markmið #1 var að klára (þess vegna vildi ég ekki fá krampa eða oföndunareinkenni)
markmið #2 að hafa gaman af þessu og njóta. Tíminn skipti engu máli, á hvort eð er ekki mettíma í Vasaloppet né Vätternrundan 😉

BAÐFERÐIN
Út í ána fór ég klukkan 11:18 með hóp sem var bæði með bláar sundhettur og hvítar. Þeir sem voru með bláar sundhettur voru að fara þetta í 7. skipti og fengu sérstakar bláar medalíur þegar þeir komu í mark. Eftir að ég kom út í þá byrjuðu gleraugun að leka. Fékk mikið vatn inn í vinstra augað. Ég tróð marvaðann tvisvar og reyndi að laga þau, þ.e. losa vatnið úr og herða en alltaf kom vatnið aftur inn. Hugsaði: Það er ekkert við þessu að gera, þetta er bara eins og annað sem er vont, það bara versnar og venst og hélt bara áfram og vandist því að vera með fullt vinstra augað af vatni 😉 Að öðru leyti leið mér bara mjög vel, fann ekki fyrir kuldanum, já ég gleymdi að segja frá því að í biðröðinni á leiðinni út í ána, sá ég tvo keppendur sem voru að fara að synda á sundfötunum einum saman, svo ég hugsaði að vatnið getur ekki verið svo kalt, ef þau ætla 3 km á sundfötunum, svo ég róaðist líka við það.

Vatnið var um 17 gráðu heitt, sama hitastig og á Ermasundinu sem Ásgeir synti án sundfata í um 17 klst. Annað sem kom mér á óvart var að hópurinn sem ég var í, var mjög lítill, miklu minni en stóri Elite B hópurinn sem ég átti að vera í. Það voru nokkrir miklu hraðari sundmenn en ég, sem ég missti alveg fram úr mér þegar ég fór að troða marvaðann og reyna að laga sundgleraugun og svo voru einhverjir fyrir aftan mig. Ég synti þetta sund, því bara ein sem er líka ágætis tilbreyting frá kraðakinu í sjósundinu í Ironman keppnunum.

Þórður í Papco sem tók þátt í þessu sundi í fyrrasumar, sagðist hafa reynt að fylgja línunni sem er dregin um miðja ánna til að reyna að synda sem beinast svo ég ákvað að gera það líka. Var þannig alveg út í miðri á og hafði alltaf augastað á línunni. Þessi leið sem við syndum er virkilega falleg. Sundleiðin liggur undir tvær brýr og leiðin er vel merkt, þ.e. hversu mikið er eftir. Fyrst kom stór bauja sem á stóð 2500 m, man ég hugsaði, þetta líður hratt bara 1/6 búinn, nákvæmlega eins og ég gerði í Vätternrundan og í Lavaredo. Svo var bara allt í einu komin 2.000 m rauð stór bauja eða blaðra. Þá hugsaði ég bara 1 km eftir áfram áður en við tökum beygjuna til hægri upp ána á móti straumnum. Áfram synti ég ein og bara enginn í kringum mig. Enda hópurinn mjög fámennur og áin nokkuð breið og stór. Svo var 1750 m og síðan 1500 m baujan og þá styttist í að við beygjum. Vatnið var áfram að trufla mig í vinstra auganu, en ég var farin að venjast því, enda andaði ég bara hægra megin (er sterkari þar) og línan sem ég var að fylgja var líka hægra megin við mig, svo það kom sér líka vel þá að þessi leki var í vinstra augað en ekki hægra. Nota bene þessi sundgleraugu voru súper fín á mér þegar ég synti í Kópavogslauginni 2,5 km á miðvikudaginn, til að kanna hvort ég kæmist þetta ekki krampalaus sem ég og gerði, þá var ekkert að þeim, enginn leki og súperfín stillt, var reyndar ekki mað hárið í taglið þá (gleymdi hárteygju), sem getur hafa munað í stillingu á bandinu að aftan.

SÍÐASTI 1 KM Á MÓTI STRAUMI
Svo kom 1 km skiltið og beygjan til hægri. Þá sá ég tvo menn með rauða eða bleika sundhettu á bringusundi sem voru þá í hópnum á undan mér og ég tók fram úr þeim. Svo hélt ég áfram, þá var Þórður búin að segja mér að maður á að reyna að halda sig sem næst bakkanum, þar er víst minni straumur, en það er þó nokkur straumur þarna á móti. Ég fann ekki fyrir neinum “með”-straumi fyrstu 2 km (er það ekki eins og á hjólinu, maður finnur alltaf mótvind, en aldrei meðvind – ok sjaldan) en fann greinilega strauminn á móti um leið og ég fór upp ána. Ég tók þvínæst fram úr næstu tveim körlum sem voru alveg við bakkann og að synda bringusund og hélt áfram upp ána. Það voru mjög góðar merkingar alla leið, fyrst kom 750 m eftir. Þá fann ég mikið fyrir þessum straumi og hugsaði með mér hvort ég hefði kannski átt að setja á mig ¼ sjóveikisplástur, hvort ég yrði nokkuð sjóveik í þessum straumi, ok of seint að velta því fyrir sér núna, enda bara 750 metrar eftir.

Mann rak aðeins út á miðjuna og þurfti því að einbeita mér að því að synda aftur í átt að bakkanum til að reyna að halda mig nær honum. Velti líka fyrir mér hvort maður myndi nokkuð synda á bakkann úaahhh ha ha ha. Það er um nóg að hugsa á svona sundi 😉 En svo sá ég skilti 400 m eftir, og hugsaði bara einn hlaupahringur á brautinni, það er ekki neitt.

Þá kemur ein sundkona með hvíta sundhettu og tekur fram úr mér, finnst líklegt að hún hafi verið kannski bara fyrir aftan mig og draftað mig allan tímann, en ég gaf í og reyndi að hanga í henni svo kom önnur sem ætlað fram úr mér hægra megin við bakkann, ég gaf það pláss nú ekki eftir. Svo kom einhver karl á mikilli ferð og ég náði að hanga í honum þessa síðustu 400 metra, en missti báðar konurnar fram úr mér. Gaf vel í til þess að hanga í manninum og var meira að segja orðin tæp að lenda í krömpum á hægra fæti, þar sem ég var farin að setja kraft í sundið, þ.e. notaði líka fætur sem ég nota yfirleitt ekki þegar ég syndi í galla. Það hefði verið gaman að eiga LAP tíma fyrir hverja 100 m, en hef alltaf gleymt að stilla garmin úrið þannig í sundi, enda kannski ekki mikið verið að synda 😉

MARKIР
Það var virkilega gaman að koma með höndina við “skannann” sem maður gerir þegar maður kemur í mark og svo er maður aftur skannaður þegar maður kemur á land. Tíminn 53:42 á garmin úrinu mínu, kom mér verulega en skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem ég náði ekki að drafta neinn eins og ég er vön að ná að gera yfirleitt í Ironman keppnum.

GALLINN OG VANGAVELTUR
Gallinn var fínn og þetta gat á vinstri hendi kom ekki að sök. Auðvitað velti ég mikið fyrir mér hvort ég hefði gert mistök að fara ekki með hraða hópnum. Þá hefði ég kannski getað draftað einhvern, þá hefði ég líka getað æft mig áður en við lögðum af stað og þá kannski ekki þurft að synda með vinstra augað fullt af vatni.

Hins vegar hefði sá hópur kannski verið of hraður fyrir mig og ég sprengt mig með því að fara of hratt af stað. Einnig voru örugglega meiri slagsmál sem ég losnaði við og stress-faktorinn var mun hærri á þessum tímapunkti, svo það þýðir ekkert að velta fyrir sér EF og HEFÐI.

Ég var ánægð með sundið mitt, mér leið vel og skemmti mér vel svo markmið A og B voru klárlega uppfyllt. Mæli samt ekki með að fólk fari óæft í svona keppni eins og ég gerði. Hugsaði mikið í gærkvöldi, þegar ég las um æfingar fyrir sjósund í sjósundstímaritinu hversu klikkað þetta væri og alls ekki til eftirbreytni.

Ég held að ég hafi verið heppin í dag, en ég geri þetta ekki aftur, fyrir andlega heilsu að fara í keppni án þess að hafa æft í keppnisgallanum, eða synt neitt sjósund.

FLOTT AÐSTAÐA
Eftir sturtu, þá fékk ég mér að borða. Aðstaðan er til algjörrar fyrirmyndar. Það er stór úti búningsklefi með fullt af sturtum. Það er stórt veitingatjald, þar sem boðið var uppá bayon skinku með kartöflusalati og hrásalati og hrökkbrauð og smjör og kaffi. Svo kíkti ég aðeins aftur á “expoið” til að kaupa lím til að gera við gallann minn. Þá kom alveg úrhellidempa, rigningin var á stærð við haglél svo ég ásamt flestum öðrum sátum það af okkur inn í tjaldinu, annað hvort Expo tjaldinu eða skráningartjaldinu eða matartjaldinu, það var alla vega ekki hundi út sigandi og miklar þrumur sem fylgdu þessari rigningu.

DIPLOMA
Ég notaði tækifærið og lét prenta út Diploma eða viðurkenningarskjalið mitt. Þegar búið var að prenta það út, stóð að ég hefði verið 1 klst og 56 mín á leiðinni. Ég bað hana nú að skoða það, því þetta væri ekki rétt. Ég hefði farið með 11:18 hópnum og skannað mig þar á leið út í ána. Hún fór og kíkti á þetta. Ég hafði greinilega verið skráð með 10:15 hópnum og fékk því þennan langa tíma. Hún gat auðvitað séð á skannanum hvenær ég fór og því fékk ég svo réttan tíma 00:53:49.

Svo stytti loksins upp svo ég gat labbað og sótt bílinn sem ég hafði skilið eftir þar sem sundið er ræst. Fór svo aftur á Expoið og sótti vörur sem ég hafði sett í körfu eftir keppnina.

Sólin fór svo að skína á okkur aftur og þá var yndislegt að sitja bara í Coca cola tjaldinu og njóta þess að fylgjast með fjölskyldum samgleðjast sundmönnum sem voru að koma í mark. Það var mjög mikið af fólki, mikið af barnafólki og greinilegt að Svíarnir fara bara í langa útilegu, gista í tjaldi eða húsbílum og mikil skemmtileg stemning í kringum þessa flottu keppni.

Nú er þrjár þrautir af fjórum búnar í Svenska Klassiker. Síðasta þrautin verður 24. september, 30 km utanvegarhlaup sem heitir Lidingöloppet.

júlí 9, 2016 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
HjólHlaupKeppnisSkíðiSund

KEPPNISSAGA – Landvættur #8 2013

by Halldóra ágúst 10, 2013

Fyrirmyndarhúsmóðirin lauk í dag síðustu þrautinni sem þurfti að ljúka til að geta orðið löggiltur félagi í Fjölþrautafélaginu Landvættir og er hún félagi númer 8.

Til að geta orðið Landvættur þarf að afreka eftirfarandi á innan við 12 mánuðum.

Vesturhluti:
Fossavatnsgangan, 50 km skíðaganga á Ísafirði.

Norðurhluti:
Jökulsárhlaupið, 32.7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis.

Austurhluti:
Urriðavatnssundið, 2.5 km sund í Urriðavatni nálægt Fellabæ.

Suðurhluti:
Blue Lagoon Challenge, 60 km hjólreiðar frá Hafnarfirði.

Fyrirmyndarhúsmóðirin ákvað ásamt vinkonu sinni Kristjönu Bergsdóttur í lok síðasta árs að stefna að því að klára allar þessar þrautir og verða fyrstu félagsmenn Landvætta.

Fossavatnsgangan – 4. maí 2013
Fyrsta þrautin var Fossavatnsgangan. Fyrsta skref í þeirri þraut var að fjárfesta í gönguskíðum, en Fyrirmyndarhúsmóðirin hafði aldrei stigið á gönguskíði áður.  Síðan var að skella sér á námskeið. Gönguskíðafélagið Ullur bauð upp á námskeið á gönguskíðum fyrir byrjendur í samstarfi við Olís og skelltum við okkur á það. Við vorum svo heppnar að fá góða leiðsögn Óskars Jakobssonar hlaupa- og gönguskíðagarps og Hugrúnar Hannesdóttur fjallagarps.  Eftir að hafa stigið tvisvar á skíði skelltu vinkonurnar sér í Bláfjallagönguna sem gekk mjög vel og komu þær báðar heim með medalíur.

Ferðin vestur í maí gekk svo ágætlega.  Það var mikið rok fyrir vestan svo þeir urðu að færa Fossavatnsgönguna upp í Seljalandsdal, svo við gengum 3 * 15 km hringi í dalnum í stað þess að ganga Fossavatnið, en reyndir menn segja Seljalandsgönguna erfiðari en Fossavatnsgönguna og því var hún stytt um þessa km. Fyrirmyndarhúsmóðirin og Kristjana voru mjög anægðar með að hafa klárað þessa fyrstu þraut í Landvættunum. (Frekari frásögn um Fossavatnsgönguna er að finna hér)
45 km skíðaganga = 4 klst 15 mín 06 sek.

Bláalónsþrautin – 8. júní 2013
Önnur þrautin var Bláalónsþrautin sem haldin var 8. júní. Fyrirmyndarhúsmóðirin hafði ekki miklar áhyggjur af henni, enda hafði hún tekið tvisvar þátt áður, einu sinni í fullri lengd og einu sinni í styttri. Hins vegar var veður frekar leiðinlegt, mikil rigning og mikil drulla. Þegar komið var til Grindavíkur voru gírarnir á hjólinu allir fastir í drullu, svo það var nánast hjólað í einum gír frá Grindavík í Bláalónið, en þar sem markmiðið var bara að klára á aðeins betri tíma en í fyrra, var Fyrirmyndarhúsmóðirin bara ánægð með daginn.
60 km hjólreiðar = 2 klst 51 mín 12 sek.

Urriðavatnssundið – 27. júlí 2013
Urriðavatnssundið varð besta grein Fyrirmyndarhúsmóðurinnar, þar sem hún kom fyrst kvenna í mark. En mikið kom það henni á óvart en þetta var í fyrsta skipti sem hún keppti í “open water” sundkeppni á Íslandi og það var kalt (að hennar mati) þó vatnið hafi verið um 16 gráður. Hún lenti í vandræðum með hægri höndina, þar sem verkir eftir Jakobsstíginn sátu ennþá í henni. En ¾ af Landvættunum komnir í hús. Frekari umfjöllun hérna:
2.500 m sund= 51 mín 25 sek.

Jökulsárhlaupið – 10. ágúst 2013
Síðasta þrautin var svo Jökulsárhlaupið. Veðurspáin í samræmi við veðurfar sumarsins, frekar kalt og rigning, en sem betur fer ekki rok svo Pollýönnurnar þökkuðu bara fyrir það. Fyrirmyndarhúsmóðirin var nú ekki til fyrirmyndar, þar sem hún kom of seint í rútuna, hafði eitthvað misskilið brottfarartíma úr Ásbyrgi í Dettifoss. En hlaupið gekk vel þrátt fyrir mikla drullu og mikla rigningu, en Fyrirmyndarhúsmóðirin naut þess að hafa frábæran héra á undan sér – meistarann og þjálfarann Ásgeir Elíasson.

Það sem toppaði ánægju þessa hlaups var að betri helmingurinn hljóp sitt fyrsta fjallahlaup í Jökulsárhlaupinu og gekk mjög vel.  Helgin var yndisleg með Siggu og Pétri og Sprengju Kötu og Ásgeiri og Ívari (Ásgeir og Ívar voru bara fyrri nóttina).  Frábær helgi á einum fallegasta stað landsins.
32,7 km utanvega hlaup = 3 klst 20 mín 51 sek. 

Fleiri myndir frá Jökulsárhlaupinu er að finna hér:

HEILDARTÍMI Fyrirmyndarhúsmóðurinnar eða Landvætts #8 (númerin eru í þeirri röð sem Landvættir komu í mark í Jökulsárhlaupinu, hefur ekkert með heildartíma eða árangur að gera) er 11 klst 18 mín 34 sek. 

Það væri áhugavert að taka saman fjölda klukkustunda sem var varið í bíl þegar ekið var vestur á Ísafjörð, austur á Egilsstaði og svo norður í Ásbyrgi ;-)  En þar sem ferðafélagar voru alltaf mjög skemmtilegir þá var þetta bara yndislegur og skemmtilegur tími, sem algjör óþarfi er að taka saman ;-) ;-)

ágúst 10, 2013 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Morning Walk
    On maí 11, 2025 10:48 f.h. went 12,55 km during 02:45:34 hours climbing 48,00 meters burning 1.180 calories.
  • CPH maraþon - fyrsta DNF í maraþoni og í fyrsta skipti sem ég ákveð að DNFa fyrir ræsingu - langaði bara að byrja en er með tognaðan rassvöðva - því er maraþon ekki mögulegt ;-)
    On maí 11, 2025 10:04 f.h. went 6,23 km during 00:37:35 hours climbing 14,00 meters burning 411 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top