Tók að sjálfsögðu þátt í Þorláksmessusundinu 1500 metra 2022. Er svo þakklát og glöð hversu mamma er orðin öflug í sundinu en hún synti líka í ár. Við Rúna Rut vinkona vorum bara tvær saman á braut. Við áttum að vera fimm á brautinni, en það voru þrír sem mættu ekki. Það var spáð mjög köldu veðri. Ég var ræst 10 sek á undan RRR, lenti í vandræðum með úrið mitt rétt fyrir ræsingu þar sem það fraus og var að vesenast með það rétt fyrir ræsingu. Þegar ég ræsti þá fór það ekki af stað og ég var voða mikið að vesenast með það fyrstu ferðirnar. Svo RRR tók fram úr mér í ferð 2 svo ég hékk í henni næstu 13 ferðir. Við kláruðum á rétt rúmum 30 mín. Hún á 30 mín 27 sek og ég á 30 mín 37 sek.
Nú mega jólin koma, þegar Þorláksmessusundið er búið.