50 ára afmæli #Haddý505050

by Halldóra

Ég byrjaði á að halda upp á 50 ára afmælið mitt, með því að taka á móti hjólavinum mínum sem hjóluðu með mér 50 km, þ.e. þrjá hringi á Álftanesinu.

Það er algjörlega magnað að fá fullt af fólki til að mæta að miðnætti á miðvikudagskvöldi og taka þátt í þessari yndislegu uppákomu minni.

Við saman nutum yndislegrar birtu, þar sem það er bjart allan sólarhringinn, það var algjör stilla sem gerist ekki oft á Álftanesi og á Bessastöðum og við áttum yndislegt hjólakvöld saman.

Enduðum svo þennan yndislega hjólatúr heima, þar sem við snæddum frábæra Nutellaköku frá Hagabakarí, Hraunbergi, sem var einstakleg gómsæt. Fengum okkur Hleðslu og banana.

Takk kæru vinir sem gáfuð ykkur tíma til að taka þátt og samgleðjast með mér 50 árunum. ❤️

You may also like

Leave a Comment