TMR D5

by Halldóra

Þetta er langur dagur! Eftir góða hvíld í skálanum er farið yfir Monte Moro skarðið (2868m), sem markar landamæri Ítalíu og Sviss. Við lækkum okkur niður að Mattmark vatninu og þar styttum við ferðina með strætó til Saas-Fee bæjarins. Þar fáum við okkur góða hressingu áður en við förum upp á Höhenweg svalaleiðina og förum frá Saas dalnum yfir í Mattertal (Zermatt dalinn). Þetta er ótrúleg útsýnisleið og er mikil upplifun að fara um stíga leiðarinnar. Við endum daginn á góðu hóteli í skíðabænum Grächen sem stendur hátt fyrir ofan Mattertal dalnum.

Gallery not found.

You may also like

Leave a Comment