SILFURBLIKI

by Halldóra

Fékk þann heiður að vera útnefnd Silfurbliki á aðalfundi Breiðabliks í kvöld 14. maí 2024. Um er að ræða viðurkenningu fyrir heilladrjúgt starf í þágu félagsins eins og kemur fram á viðurkenningarskjali með silfurmerkinu.

Ég er mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, enda hef ég starfað fyrir Þríþrautardeild Breiðabliks frá árinu 2012 þegar ég fór í stjórn félagsins, þegar Einar var formaður. Síðar fór ég í stjórn Þríþrautarnefndar ÍSÍ og vann síðan að því ásamt góðum hópi að gera nefndina að Þríþrautarsambandi þar sem ég var svo formaður frá stofnun sambandsins 27. apríl 2016 til 3. mars 2020.

Hef einig tekið virkan þátt í að taka á móti nýliðum í félaginu og verið aðstoðarþjálfari bæði í hlaupum og hjóli.

Ég hef tekið þátt í fjölmörgum þríþrautarkeppnum á Íslandi sem og erlendis. Hef klárað sex Ironman keppnir, auk fjölmargra maraþonhlaupa og ultrahlaupa.

Ég þakka stjórn Þríþrautardeildar Breiðabliks fyrir tilnefninguna og aðalstjórn Breiðabliks fyrir útnefninguna.

Sjá nánar hér: https://breidablik.is/2024/05/14/adalfundur-breidabliks-for-fram-i-kvold/

You may also like

Leave a Comment