Eco Trail Reykjavík – 22 km

by Halldóra

Ákvað að skella mér í Eco Trail Reykjavík, 22 km hlaup í kvöld. Var reyndarf fyrst skráð í 12 km vegalengdina, þar sem það er bara vika í Laugavegshlaupið, en svo langaði mig svo mikið til að hlaupa aðeins lengra og upplifa lengri vegalengdina, svo ég bað Ívar Trausta að breyta skráningunni.

Við Gunnur vinkona fórum fyrst með einn bíl niður í Nauthólsvík og fórum svo upp eftir að Borgarstjóraplani uppí Heiðmörk, Rauðhólamegin, þar sem ræsingin á 22 km hlaupinu átti að fara fram klukkan 22:00.

VIð vorum komnar þangað upp eftir til að aðstoða Ívar við að afhenda rásnúmerin klukkan 20:30 og svo var hlaupið ræst klukkan 22:00.

Planið hjá mér var að fara rólega af stað og hlaupa þetta bara létt. Var því öftust í ræsingunni, en svo leið mér bara svo vel, svo ég gaf aðeins í og hljóp fram hjá fullt af hlaupurum. Hitti Kristjönu og fékk vatnsglas og knús á vatnsstöðinni sem var eftir 12 km.

Hljóp svo með Arndísi sem er með mér í Náttúruhlaupunum, restina af hlaupinu. Við spjölluðum meira og minna allan tímann, svo tíminn flaug, en við kláruðm hlaupið á 2 klst 4 mín og 46 sek, skv. Strava og vegalengdin var 22,63 km.

Var mest svekkt yfir að fá enga bikara í Strava, því þegar ég setti upp leiðina í course, þá kom það inn sem „workout“ í staðinn fyrir „run“ og þá komu engnir bikarar á leiðinni 🙂 Þarf að komast að því hvernig hægt er að laga þetta 🙂

You may also like

Leave a Comment