Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

by Halldóra

Eftir morgunmatinn (fékk mér kornflex og svo hafragraut hjá Betu, sem hafði lenti í niðurskurðinum hjá henni), þá var að drusla töskunum niður þessar þrjár hæðir. Það var yndislegt að fylgjast með serpunum raða töskunum upp á þakið á gömlu Toyota rútunum. Eftir hópmyndatöku fyrir framan hótelið þá komum við okkur fyrir í einni rútunni og svo hófst bíltúrinn.

 Time decides who you meet in life, your heart decides who you want in your life, and your behaviour decides who stays in your life.

Buddah

WITH OUR THOUGHTS WE MAKE THE WORLD

Hópurinn fyrir utan hótelið sem við gistum í, í höfuðborginni Thimphu fyrstu nóttina.

Fyrsta stopp var við Dochula Pass 108 og Druk Wangyal Lhakhang söguleg bygging sem var reist til minningar um stríð sem háð var 2003, en þetta minnismerki er gert af konungsmóðurinni Ashi Dorji Wangmo Wangchuck árið 2008 . Þann 13. desember á hverju ári, er haldið upp á að hafa sigrað þessa baráttu við uppreisnarmennina frá Indlandi.  Dochula Pass er í 3100 metra hæð. Þannig að tilgangurinn var ekki bara til að skoða þennan fallega stað, heldur var líka um hæðaraðlögun að ræða fyrir okkur.  Ég prófaði að hlaupa aðeins þarna uppi, og ég var mjög móð við það.

Dochula Pass 108

 

Næst stoppuðum við í litlum fallegum bæ, þar sem við borðuðum hádegismat.

Hádegismaturinn borðaður í þessum sal, mikið af typpamyndum og útskornum typpum í þessum litla sæta bæ.

Þriðja stoppið var við Punakha Dzong klaustrið (virkið), sem við fengum að skoða. En við urðum að vera bæði í síðbuxum og máttum ekki vera með berar axlir og urðum að taka niður derhúfur. Þurftum svo að fara úr skónum áður en við fórum inn í klaustrið sjálft, þ.e. í það allra heilagasta og þar máttum við ekki taka neinar myndir. Fengum leiðsögn um allt klaustrið.

Punakha Dzong klaustrið fallega

Gistum við Mo Chu river í Punakha Valley

Eftir leiðsögnina um klukkan 16:00 ókum við aðeins út fyrir Punakha bæinn, þar sem búið var að koma upp tjaldbúðum þar sem við áttum að gista fyrstu nóttina.

Við Elísabet fundum okkur tjald og byrjuðu á að sprauta vel úr sterkasta Mosquito spreyinu sem við vorum með. Komum okkur svo fyrir, blésum upp dýnur og komum svefnpoka fyrir og byrjuðum að undirbúa fyrsta hlaupadaginn.

Við fórum svo í smá hlaupatúr (Beta, Siggi, Viktor, Guðmundur Smári og ég) heila 3 km, sem var samt ágætt til að koma sér bara aðeins í gírinn. Síðan kældum við okkur í ánni og fylgdumst með þeim sem voru í rafting á ánni. Hulda greyið var hundslöpp og svaf bara úti á túni með Ásgeiri sem svaf eða las í bók.

Race-brief fundur – í tjaldbúðunum fyrir fyrsta keppnisdaginn.

Rétt fyrir kvöldmat var fyrsta Race Briefing fyrir Stage 1 og svo kvöldmatur sem var ekki upp á marga fiska.  Búið var að moka holur á bak við tjöldin og tjalda upp svokölluðu klósett-tjaldi yfir þessar holur.  Glæsileg salernisaðstaða 😊 Reyndar voru 3 klósett með postulínsholu, á svæðinu, en þær voru eiginlega í verra ástandi en holurnar.

Eftir kvöldmat var kveikt upp í opnum eldi. Virkilega notalegt að sitja við opin varðeld og hugsa um fyrsta daginn sem var framundan.

Kvöldvakan í tjaldbúðunum.

Vorum samt komnar ofan í svefnpoka um klukkan 22.00 – en vorum ansi lengi andvaka við Elísabet. Það var kominn mikinn svefngalsi í okkur svo við hlógum mjög mikið.  Þegar ég ætlaði að fara að horfa á einhvern þátt sem ég hafði hlaðið niður af Netflix, þá komst ég að því að ég hafði skilið millisnúruna  eftir svo ég gat ekki tengt headsetin við símann, ein af mörgum mistökum sem voru gerð í „niðurskurðinum“ kvöldið áður.

Sofnuðum samt á endanum, en það var ekki mikill svefnfriður í tjaldinu, þar sem hundarnir villtu geltu alla nóttina 😊

MYNDAALBÚM EFTIR ÞENNAN DAG HÉR:

You may also like

Leave a Comment