Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Daglegt líf

      Hleypur til styrktar heftum ungum konum – Morgunblaðið…

      október 25, 2023

      Daglegt líf

      Free to Run Ambassador í New York maraþoninu…

      október 23, 2023

      Daglegt líf

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Daglegt líf

      Bologna 2023

      september 23, 2023

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D4

      júlí 31, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Daglegt líf

      Hleypur til styrktar heftum ungum konum – Morgunblaðið…

      október 25, 2023

      Daglegt líf

      Free to Run Ambassador í New York maraþoninu…

      október 23, 2023

      Daglegt líf

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Daglegt líf

      Bologna 2023

      september 23, 2023

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D4

      júlí 31, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Author

Halldóra

Halldóra

Daglegt lífHlaupKeppnissaga

New York City maraþon 2023

by Halldóra nóvember 5, 2023

Tók þátt í NY maraþoninu sem fulltrúi Free to Run samtakanna í ár. Þeir buðu mér þátttöku sem Free to Run Ambassador og ég safnaði fé sérstaklega í nafni maraþonsins til samtakanna. Það var mjög skemmtilegt og gefandi verkefni.

Það er hægt að komast að rásmarki í NY maraþoninu á tvennan hátt, með rútu frá miðbænum eða með ferju frá syðsta hluta Manhattan, kallast Battery, yfir á Staten Island. Ég var svolítið sein að ákveða hvar ég ætlaði að gista Í NY og því sein að skrá mig í rútu. Þegar ég skráði mig var bara eftir laust pláss með ferju. Ég gat ekki valið ferjutíma, en fékk úthlutað tíma klukkan 05:30, en rástíminn hjá már var klukkan 10:20, mér fannst þetta frekar langur biðtími, þ.e. 5 klst, þó að sjálfsögðu það væri alltaf gott að vera kominn tímalega.

Það voru nokkrir reynsluboltar sem sögðu mér að enginn skoðaði klukkan hvað þú ættir ferjutíma, svo ég gæti farið hvenær sem er. Þar sem ég ákvað að halda bara íslenska tímanum, fara að sofa klukkan 20:00 á kvöldin, þá var ég vöknuð fyrir klukkan 04:00 svo ég fór í sturtu og græjaði mig og hefði því í raun getað tekið ferjuna klukkan 05:30, en var búin að taka ákvörðun kvöldið áður að taka hana klukkan 06:15, þar sem hótelið mitt var bara í 15 mín göngufæri frá Ferjubryggjunni.

Þegar ég var tilbúin, lagði ég bara af stað, en fann samt ekki sólgleraugun mín þegar ég var að hlaupa út, typical 😉 Því fór ég með POC sparigleraugun mín sem eru með styrk, sem eru reyndar geggjuð. Ég var því komin í Ferjuna sem lagði af stað frá Manhattan klukkan 06:00 og ég sé ekki eftir því. Að sjá sólina koma upp yfir borginni var algjörlega magnþrungið 😉

Stórkostlega fallegur morgunn, NY Manhattan.
New York, Brooklyn frá ferjunni.
Frelsisstyttan falleg séð frá ferjunni.

Þegar ég kom á Staten Island, fór ég á klósettið og sjálfboðaliði bauðst til að taka mynd af mér með glæsilega skreyttu jólatré. Þaðan fer maður svo með gamladags gulri skólarútu að rásmarkinu.

Í skólabílnum kynntist ég konu, sem var að fara í sitt 17 NY maraþon. Hún þekkti allt svo vel og tók mig að sér eins og leiðsögumaður. Hún, eins og allir aðrir voru algjörlega hugfangnir þegar ég sagðist vera frá Íslandi og skemmtileg tilviljunin sem hún hafði ekki tekið eftir var að hún var með vatn frá Icelandic Glacier 😉

Þegar við komum úr skólabílnum var öryggisleit á hverjum hlaupara. Þú mátt ekki taka neitt inn á svæðið, sem ekki kemst í glæran poka sem þú fékkst með gögnunum þínum og ef þú hafðir gleymt þeim poka, þá fékkstu nýjan glæran poka.

ÓTRÚLEGA GOTT OG MIKIÐ SKIPULAG, ENDA 50.000 ÞÁTTTAKENDUR
NY maraþoninu er skipt upp í þrjá litaða ráshópa bleikan, appelsínugulan og bláan hóp. Ég var í bláa hópnum og nýja vinkonan líka. Appelsínuguli og blái fer yfir brúna, en bleiki fer undir brúna. Allir hóparnir sameinast svo í einn hóp á ákveðnum tímapunkti. Í hverjum lit eru fimm rástímar (five waves) og í hverjum rástíma eru sex hólf frá A til F(six corrals). Ég var sem sagt í bláa hópnum, þriðja rástími, sem var klukkan 10:20 og í hólfi B, sem var annað fremsta hólfið.

Aftur að leiðsögumanninum, hún fór með mig fyrst í appelsínugula hólfið, tók mynd af mér á leiðinni og sagði að við ættum að fara í appelsínugula hólfið til að fá „húfuna“ sem er skrautleg húfa merkt NY maraþoninu, beyglu og kaffi og ég sem var með örugglega heilt kíló af nesti með mér, afgangslasagna frá því kvöldinu áður, beyglu, smurost og smurt brauð, og fullt að drekka 😉 Allt þetta nesti kom ég fyrir í glæra pokanum. Ég fékk mér kaffi og beyglu, enda hafði ég ekki fengið mér kaffi áður en ég fór af hótelinu um nóttina og ég borðaði engin morgunmat þar og kaffið með mjólk og sykri var virkilega kærkomið.

Í appelsínugula hólfinu var líka svo flott útsýni í átt að brúnni sem við hlaupum svo yfir sem ég tók myndir af svo ég naut mín bara vel, sólin skein og það var ekki svo kalt. Ég fór svo á klósettið og settist niður og borðaði lasagnað og hringdi í Óla og sagði honum að ég væri búin að eignast nýja vinkonu. Svo kvaddi ég hana, þar sem hún var búin að hitta vin sinn, gamall kærasti og ákvað að henda mér yfir í áttina að bláa boxinu. Það var ekki alveg eins cozy þar, meiri skuggi, og kaldara, en ég þurfti svo sem bara að bíða þar í eina klukkustund.

Með „nýju“ vinkonunni sem var að fara í NY maraþon í 17 skipti.

Það sem er öðruvísi í New York maraþoninu en t.d. Berlín maraþoninu sem ég tók þátt í á síðasta ári, er að það er ekki hægt að skilja eftir poka með fötunum sem maður er í, áður en maður byrjar að hlaupa og fá hann aftur í markinu. Hins vegar var hægt að fara á laugardeginum, í Central Park með slíkan marktan poka með t.d. úlpu í og þurrum bol ef maður hefði viljað, en ég nennti ekki að gera mér sér ferð þangað. Í Berlín gat maður ráðið hvor maður fengi svona poka, sem maður NB skildi eftir áður en maður lagði af stað, eða fengi PONCHO í markinu. Í NY maraþoninu fá allir PONCHO þegar þeir koma í mark.

Sem betur fer vissi ég af þessu og tók því með mér gömul og lúin föt, og flísteppi, og buff. Öll föt sem eru skilin eftir eru gefin til heimilislausra eða fátækra. Þegar ég sat þarna og beið eftir ræsingunni minni, þá voru tvær ókunnugar konur að spjalla, þar sem þær voru báðar í eins hlýjum íþróttapeysum sem þær höfðu keypt greinilega á sama stað fyrir 25$. Þær hafa þá ekki átt nein gömul eða langað til að kaupa eitthvað nýtt til að gefa heimilislausum.

RÆSINGIN
Klukkan 9:45 var „básinn“ okkar opnaður fyrir okkur. Það mátti enginn fara inn í básinn sem var ekki með rétt númer, nema þeir hefðu átt að vera í fyrri ráshópum um morguninn, hefðu t.d. misst af þeim. Það gat enginn farið á undan símum tíma, en það hefði hver sem er mátt fara síðar, enda bara flögutími sem ræður. Þegar ég var komin inn á „básinn“ þá fór ég líka á klósettið þar, en hefði kannski ekki átt að fara svona snemma, því stuttu áður en við fengum að halda áfram var mér aftur orðið mál. Klukkan 10:00 er básnum lokað. Stuttu eftir það fer allur hópurinn af stað, gengur örugglega um 800 metra leið að ráslínunni, þá allir sex hóparnir sem í raun þá sameinast í einn hóp þið munið ég var í hóp tvö. Þetta er mjög flott skipulag og gert til að dreifa úr hlaupurum, að ekki verði svona mikill troðningur. Þegar ég svo kom að ráslínunni þá var mér aftur orðið mál að pissa, en engin klósett þar ha ha ha, þá var bara að halda í sér og telja sér trú um að þessi þörf sé bara ímyndunarveiki 😉

Tilbúin við ráslínuna.

Það var mjög mikil stemning þarna í ræsingunni, talað um öll þau fjölmörgu lönd sem eru að taka þátt og svo var þjóðsungurinn sunginn, þá fékk ég gæsahúð, og var þakklát fyrir að hafa verið í B hóp, þar sem ég sá mjög vel og heyrði ræsingunni og sá svo allan hópinn fyrir aftan mig.

Klukkan 10:20 var byssuskot og maraþonið var ræst fyrir Wave 3. Við í bláa hópnum vorum hægra megin á brúnni og appelsínuguli hópurinn var vinstra megin og niðri var bleiki hópurinn. Fyrstu sameinuðust blái og appelsínuguli hópurinn þegar við vorum komin til Brooklyn og síðar kom bleiki hópurinn inn líka.

Það að hlaupa yfir brúna Verrazzano Narrow Bridge yfir til Brooklyn var algjörlega magnað. Auðvitað var strax heilmikil hækkun, en maður var svo spenntur að maður var ekkert að spá í það. En NY maraþonið er alls ekki flatt, heldur er samanlögð hækkun um 300 metrar.

Magnað að fá að hlaupa yfir allar þessar brýr og í gegnum öll fimm hverfi New York.

Það var heiðskýrt og ótrúlega heitt allan daginn, alla vega fyrir Íslendinginn. Ég var í stuttubuxum, en með kálfahlífar og hnéhlífar svo ég var alveg vel klædd, var í stuttermabol og með ermar, sá eftir að hafa ekki frekar farið í Free to Run hlýrabolnum sem ég hljóp Berlínarmarþonið í fyrra 😉

NÆRINGARPLAN
Mér leið bara mjög vel fyrstu kílómetrana, en það var heitt en ég reyndi að passa púlsinn og halda honum undir 160, en hámarkspúlsinn minn er 200 svo þá er ég undir 80%. Næringarplanið var mjög gott og virkaði vel. Ég borðaði reyndar mjög vel áður en ég lagði af stað, beyglu, kaffi, lasagna afgang (bara smá) ha ha ha og tvo banana. Drakk bæði vatn og kolvetnadrykk frá Bætiefnabúllunni. Fimmtán mínútum fyrir ræsingu tók ég inn BIOTECH Energy Pro gel og ég var með 4 svona gel með mér sem ég kláraði öll á leiðinni. Ég var líka með 3 pakka af Enervit gúmmí og carbon töflum frá því í sumar og svo var ég með salttöflur og Precision hydration töflur í Salomon vatnsbrúsann sem ég hjóp með sem var ALGJÖR snilld í hitanum. Ég fyllti hann á hverri vatnsstöð og bætti töflum í hann og kláraði allar fjórar töflurnar sem ég tók með.

STEMNINGIN OG DRYKKJARSTÖÐVAR
Stemningin er ólýsanleg, það var fólk að hvetja báðum megin brautarinnar, nær alla leiðina. Kosturinn sem ég sá við að vera í bláa hópnum, var að vera hægra megin á brautinni, því þá fengum við smá skugga af blokkunum, þar sem við hlupum í norður og sólin austan við okkur. Var hugsað til Arnars Péturs þegar hann var að lýsa maraþonum í sjónvarpinu í sumar sem ég hlustaði á, hversu mikilvægt það væri að hlaupa í skugganum. JÁ svo sannarlega og ég fann hvað mér leið miklu betur þegar ég komst í skuggann, eða þegar við fengum smá ský yfir sólina sem var ekki oft þennan daginn, auk þess sem ég jós yfir mig vatni á drykkjarstöðvum.

Frábærir sjálfboðaliðar og mikið af vatni og Gatorade í boði.

Á drykkjarstöðvum, var Gatorade og vatn í boði og ég drakk aðallega vatnið, stundum smá Gatorade, en var mjög sátt við næringarplanið mitt. Svo var boðið uppá SIS gel og banana á einhverjum tveim stöðvum á leiðinni. Ég gerði þau mistök að smakka SIS gel á einni stöðinni og var næstum búin að æla því, fannst það svo vont og þakkaði Guði fyrir góðu BIOTECH gelin mín.

HÁLFT MARAÞON
Þegar ég var búin með 14 km þá sá ég klósett og hugsaði nú get ég ekki meir, ég bara verð að fara, enda búin að halda í mér síðan ég byrjaði. Wow, hvað það var gott að komast á klósett og létta á sér 😉 Stuttu seinna fór ég yfir 15 km skiltið og leið bara vel ennþá. Náði 5 km á 30 mín, 10 km á 59 mín og 15 km á 1:30 með pissustoppi 😉 20 km voru á 2:03 og hálft maraþon á 2 klst og 10 mín sem ég var bara sátt við, en eftir það kom í ljós að ég hafði ekki alveg náð að æfa eins og ég ætlaði fyrir þetta maraþon 😉 Markmiðið var að byrja að æfa að krafti í byrjun október (tveim vikum eftir Ironman Italy) en þá lagðist ég í flensu sem ég var frekar lengi að ná úr mér. Því náði ég ekki að hlaupa lengra en 21 km og náði tveim slíkum æfingum. Ein sem var 20 km og hin 21 km í haustmaraþoninu. Þannig að eftir hálft maraþon eða eftir um 23 km var þetta aðeins farið að taka á, lærin urði aðeins stíf og þá hægðist aðeins á mér.

AUÐMÝKT OG ÞAKKLÆTI
Ég var búin að ákveða þrátt fyrir að vita að ég væri ekki í besta formi lífs míns, að hafa gaman alla leið og hugsa til ungu stúlknanna í Afghanistan sem ég var búin að vera að safna fjármagni fyrir sem hafa ekki frelsi til að hlaupa, þær hafa ekki frelsi til að mennta sig, né vinna eða gera yfið höfuð nokkurn skapaðan hlut. Ég hugsaði líka til alls fólksins sem býr við stríð, hungur, sefur í tjöldum og vaknar við sprengjur í kringum sig og sér fólk deyja allt í kringum sig. Algjörlega hræðilegt ástand í heiminum <3

Einnig hugsaði ég til allra þeirra sem ekki geta hlaupið t.d. vegna sjúkdóma eða veikinda. Ég hljóp fram hjá konu sem var að hlaupa maraþonið á tveim hækjum, þ.e. hún lyfti báðum fótum jafnfætis með hækjum vegna fötlunar. Ég hljóp fram hjá eldra fólki sem var orðið áttrætt eða eldra og var búið að hlaupa um 30-40 hlaup margir á hverju ári síðustu 20 árin, þau voru með slík merki á bakinu, ein þeirra átti afmæli svo ég óskaði henni til hamingju með afmælið þegar ég hljóp fram úr henni og hún var glöð og þakklát fyrir það.

Ég hljóp einnig fram hjá manni sem var að hlaupa með fatlaða dóttur sína í kerru. Hljóp fram hjá mörgum sem voru í merktum bolum, ég hleyp fyrir krabbameinssjúka og í minningu einhvers. Þá varð ég meir og hugsaði til mömmu, sem er búin að vera í krabbameinsmeðferð síðustu árin og hversu mikill harðjaxl hún er, syndir eins og selur og hjólar og gengur um allt. Mikið sem ég er stolt af því að vera dóttir hennar.

Feðgin saman í NY maraþoni,
Margir að hlaupa í þágu krabbameinssamtaka.

Ég var full af þakklæti, þakklát öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hétu á mig og styrktu þannig Free to Run málefnið sem ég hef svo mikla trú á. Maraþon er alltaf erfitt og það á að vera erfitt þetta eru 42,2 km og 300 metra hækkun 😉

Það voru líka skemmtileg hvatningarskilti á leiðinni sem var hægt að hlægja að, eins og „Einungis 0,01% af fólki í heiminum hleypur maraþon“, „Þið eruð öll Kenyabúar í dag“, „Drífðu þig í mark áður en Kenya búarnir klára bjórinn“, „smelltu á skiltið fyrir orku“ og svo framvegis. Guðbjörg vinkona í 3N var einmitt búin að hvetja mig og sagðist ætla að sjúga í sig alla orkuna frá mannhafinu og ég svo sannarlega gerði það.

UMHVERFIÐ
Maraþonhlauparar fara í gegnum alla fimm borgarhluta New York sem er fjölmennasta borg NY fylkis og jafnframt Bandarikjanna en þar búa um 8,8 milljónir íbúa. Hlaupið er ræst á Staten Island, svo er hlaupið yfir brúna og yfir í Brooklyn, þaðan er hlaupið í gegnum Queeens, síðan i gegnum Bronx áður en farið er yfir brúna til Manhattan og að lokum hlaupið um 5 km leið í gegnum Central Park þar sem markið er.

Það er ógleymanleg upplifun að hlaupa í gegnum alla þessa ólíku borgarhluta. Þar sem ég er vön að ferðast og hef séð fólk af öllum kynþáttum um allan heim þá kom það mér mest á óvart að sjá og hitta Amish fólkið sem var að hvetja. Í fyrsta skipti sem ég sé Amish fólk með eigin augum, en þarna voru karlar og drengir að hvetja, en ég sá engar konur. Það var líka mikið af hljómsveitum að spila lifandi tónlist út um allt og mjög oft heyrði ég spilað hið margfræga lag með Frank Sinatra „New York, New York“, aftur gæsahúðarmóment.

Það að koma svo að Central Park og hlaupa í gegnum garðinn, öll hvatningin, „high five“ frá öllum krökkunum, hlaupa fram hjá Hótel Ritz og taka inn alla orkuna og gefa til baka „high five“ til áhorfenda, þetta er ógleymanleg stund. Að sjá svo íslenska fánann ásamt öllum hinum fánunum, þegar ég var alveg að koma í mark. Mér leið eins og ég hefði verið að klára mitt fyrsta maraþon, en ekki mitt ellefta. En hvert einasta maraþon er sigur og minning sem gleymist aldrei.

Það var KONA jákvæð og grjóthörð, en á sama tíma auðmjúk, hrærð og full þakklætis sem kom í mark í New York maraþoninu sunnudaginn 5. nóvember 2023 <3 <3

NEW YORK MARAÞON FINISHER 2023 = 4 klst 35 mín og 30 sek

ÞAKKIR
Elsku Óli minn, mín stoð og stytta, TAKK fyrir allan stuðninginn og að vera alltaf til staðar alltaf. TAKK allir frábæru vinir mínir sem hétu á málefnið og styrktu Free to Run og öll fyrirtækin sem ég leitaði til og styrktu málefnið. TAKK 66 norður sem gáfu stelpunum þrem frá Afganistan, gjafir, úlpur, boli og eyrnaband. TAKK Útilíf fyrir að halda kynningarfund um málefnið. TAKK Bætiefnabúllan fyrir afslátt á frábærri orku og TAKK Coach Biggi fyrir frábæran stuðning og góðar styrktaræfingar. Kæru vinir Siggi K og Guðmundur Smári TAKK fyrir ykkar aðstoð við skipulag fjáröflunar og stuðning. TAKK ÖLL <3

Er svo stolt af þessum mögnuðu afgöngsku stúlkum sem eru svo miklar fyrirmyndir fyrir kynsystur sínar í heimalandinu sem hafa ekki „Frelsi til að hlaupa“. Það var svo gaman að fá að kynnast þeim og ég er mjög stolt af þeim <3 <3 <3

Það er ennþá hægt að heita á málefnið hér ef það fór fram hjá þér:
https://www.givegab.com/p2p/2023-tcs-nyc-marathon-for-free-to-run/halldora-matthiasdottir-proppe

Fatima, Zahra og Hasina hlauparar frá Afganistan, fulltrúar Free to Run.
Einn af frábærum sjálfboðaliðum NY maraþonsins sem afhenti mér medalíuna mína, ekkert smá flotta <3
Ekki lakasti tíminn, en ekki sá sem besti 03:55:26, en næstum sami tími og fyrsta maraþonið 2011 04:35:33.
Ekki slæmt að vera 699 af 2.252 kvk í aldursflokki og 13 af 26 íslenskum hlaupurum.

Sjá fleiri myndir í myndaalbúmi hér:

Hér að neðan eru fleiri myndir frá helgarferðinni til New York í NY maraþonið 2023.

nóvember 5, 2023 0 comment
1 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHlaup

Hleypur til styrktar heftum ungum konum – Morgunblaðið 27.10.2023

by Halldóra október 25, 2023

Hlaupa- og skíðakonan Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur lengi haft það að leiðarljósi að láta gott af sér leiða í tengslum við hreyfinguna. Hún er sendiherra styrktarsamtakanna Frelsis til að hlaupa (e. Free to Run) á Íslandi og um aðra helgi, sunnudaginn 5. nóvember, hleypur hún New York maraþonið til styrktar samtökunum. Markmið hennar er að safna 3.500 dollurum, um 500 þúsund krónum.


Lögfræðingurinn Stephanie Case stofnaði Free to Run 2014 með það að markmiði að þrýsta á samfélagslegar breytingar á kynjareglum, þar sem þess er þörf, með því að styðja ungar konur í stríðshrjáðum löndum til að fá tækifæri til að taka þátt í útihreyfingu og efla þannig sjálfsímynd þeirra og forystu. „Konur í Afganistan mega til dæmis ekki fara út úr húsi til þess að hreyfa sig, þær mega ekki fara í skóla og mega bar ekki gera neitt,“ bendir Halldóra á.
Áheitin óskert til samtakanna

Sendiherrar samtakanna safna peningum fyrir þau. Fyrir tveimur árum hljóp Halldóra 330 km í fjallahlaupinu Tor Des Géants á Ítalíu. Þar sá hún Stephanie Case byrja 450 km hlaup. Í því voru 60 þátttakendur og þar af þrjár konur. Ná þarf ákveðnum tíma í 330 km hlaupinu til að öðlast þátttökurétt í lengra og erfiðara hlaupinu. „Það er til miklu klikkaðra fólk en ég, hugsaði ég með mér,“ segir Halldóra og bætir við að Stephanie Case hafi hlaupið fyrir Free to Run. „Við verðlaunaafhendinguna fékk hún ávísun, sem voru áheit fyrir samtökin. Í framhaldi kynnti ég mér þessi samtöki og ákvað í fyrra að sækja um að verða sendiherra þeirra.“ Þau starfi nú í Afganistan, Írak og Palestínu en hafi líak verið í Hong Kong, Kongó og Suður-Súdan. „Yfir 5.000 ungar konur hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi.“

Fyrsta maraþon Halldóru var 2011 og hún hefur ekki litið til baka síðan, er á leið í 11. maraþonið sitt að meðtöldum sex Ironman keppnum. Hún hefur gengið, hlaupið, hjólað, synt og skíðað til styrktar góðum málefnum eins og til dæmis Bláa hernum, Umhyggju og Ljósinu. „Það er svo gott og fallegt að gefa af sér og ég geri það samfara hreyfingu minni.“ Árið 2022 hafi hún safnað 1.000 dollurum fyrir samtökin, meðal annars hlaupið Berlínar maraþonið í Free to Run bolnum, þá orðin sendiherra en ekki formlegur fulltrúi samtakanna eins og hún sé nú. Hún eggur áherslu á að áheitin renni óskert til þeirra. Hún greiði allan kostnað vegna ferðarinnar til New York og þátttöku í hlaupinu úr eigin vasa.

Þrjár konur frá Afganistan, Fatima, Zahra og Hasina, er skráðar í New York maraþonið. Halldóra segir að þær hafi verið virkar í Free to Run undanfarin ár. Það hafi veitt þeim tækifæri til að búa í Norður-Ameríku, þar sem þær séu í námi. „Þær hlaupa fyrir konurnar í Afganistan sem fá ekki að hreyfa sig og það er svo fallegt en hlaup þeirra er líka valdeflandi fyrir þær og það hefur svo mikið að segja.“

Halldóra hefur þegar safnað um 1.500 dollurum, en heita má á málefnið á netinu (https://www.givegab.com/p2p/2023-tcs-nyc-marathon-for-free-to-run/halldora-matthiasdottir-proppe). „Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir hún.

október 25, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHlaup

Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

by Halldóra október 23, 2023

Hlaup og hreyfing gefa mér mikla orku og andlega næringu í krefjandi starfi.

Það er ekki sjálfgefið að geta hreyft sig eða að fá að hreyfa sig og til dæmis mega konur í Afganistan ekki fara út á götu að hlaupa. 

Ég hef haft það að leiðarljósi að láta gott af mér leiða í tengslum við hreyfinguna í gegnum árin og er stolt af því að vera „Free to Run Ambassador“ á Íslandi.

Markmið „Free to Run“ samtakanna er að knýja fram samfélagslegar breytingar á kynjareglum á átakasvæðum með því að styðja unglingsstúlkur og ungar konur í stríðshrjáðum löndum til að efla forystu sína og vellíðan með því að hlaupa.

Ég mun hlaupa New York maraþonið 5. nóvember næstkomandi í nafni „Free to Run“ samtakanna og mun standa straum af þeim kostnaði úr eigin vasa.  Ég stefni að því að safna áheitum að fjárhæð 3.500 USD sem ígildir um 500 þús.kr. fyrir samtökin fyrir 4. nóvember. 

Hægt er að styrkja málefnið hér:
https://www.givegab.com/p2p/2023-tcs-nyc-marathon-for-free-to-run/halldora-matthiasdottir-proppe

október 23, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaÞríþraut

Ironman Italy 2023 16.09.2023

by Halldóra október 16, 2023

UNDIRBÚNINGUR
Hótelið okkar Sportur Club var á svo frábærum stað, eiginlega beint á móti markinu og mitt á milli skiptisvæðisins (T1/T2) og sundræsingar.  Við vöknuðum auðvitað eldsnemma og fórum í morgunmat og eftir morgunmat fórum við að hjólinu okkar þar sem settum vatn á brúsana og komum fyrir gelum og þeirri orku sem við ætluðum að taka inn. Ég var í smá vafa hvort ég ætti að pumpa eða ekki í hjólið, ég er alltaf smá stressuð að eiga við það rétt fyrir keppni, ef svo allt loftið myndi fara úr því, svo ég fékk aðstoð hjá Sverri við að pumpa, en fegin að hafa pumpað, því það var mjög lítið loft í dekkinu að framan.  En setti samt alls ekki of mikið. 

Tilbúin í keppnina með besta mínum <3

SUND 1.800 m 1:26:52 (2:17 min/100m)
Elite eða Prohópurinn var ræstur klukkan 07.30  Við hin klukkan 08.00.  Ég kom mér fyrir í ráshóp sem áætlaði 1 klst 15 mín til 20 mín í sundið, þ.e. 3,8 km . Það eru komin fimm ár síðan ég tók síðast þátt í Ironman og þá í Texas, svo það hefur mikið breyst síðan þá. Nú eru komin svona hlið, þar sem sex eða sjö manns eru ræstir í einu í gegnum hlið á 10 sek. fresti sem var ekki síðast. Því er mun minna kraðak í sundinu sem er gott, en á móti kemur þá er betra að vera í réttum ráshóp. Það er erfitt að „drafta“ hanga í kjölsoginu á næsta sundmanni ef það eru fáir og allir miklu hraðari en þú. Svo í næstu IM keppni ætla ég að vera frekar í 1:20-1:25 ráshópnum, því ég náði ekkert að drafta núna í sundinu sem ég hef yfirleitt alltaf náð að gera sem léttir sundið verulega. Á móti kemur voru miklu minni slagsmál og barátta á sundleggnum öllum. 

Sundið í IM Texas er bara einn hringur, svo maður syndir fyrst beint út, tekur svo hægri beygju og syndir langt, langt eftir ströndinni. Rauðar baujur eru alltaf hægra megin við þig, sem hentar mér vel þar sem ég anda alltaf hægra megin.  Við beygjur þá voru baujurnar GULAR og þríhyrntar en ekki kúlur eins og þessar rauðu.  Mér fannst sundið til baka, vera heil eilífð, hafði gleymt að telja hversu margar rauðar baujur voru á leiðinni sem hefði verið mjög sniðugt, því þá hefði ég getað talið þær að beygjunni.  Svo kom loksins gul þríhyrnt bauja og þá synti maður til baka og áfram rauðar kúlur/baujur á hægri hönd.  Þarna var ég farin að fá krampa í hægra fótinn, hægri kálfa niður í tvær tær. Fóturinn festist alveg og frekar erfitt að synda, en ég var búin að upplifa þetta á sundæfingum og æfa mig að synda með þennan krampa svo þær æfingar komu sér vel.  Það er MJÖG GAMALT brjósklos á milli 4 og 5 hægra megin, sem er að hafa þessi áhrif.  En þetta stoppaði mig ekki neitt.  Ég stoppaði einu sinni og tróð marvaðann, til að minnka móðu á gleraugunum þar sem ég var farin að sjá takmarkað.

Komin upp úr sjónum .. sá hvorki né heyrði í Óla 😉

„Overall“ leið mér vel í sundinu og alls ekkert ósátt við það, en hefði kannski alveg verð til í að synda án galla því sjórinn var mjög heitur.  Bara svona pælingar fyrir mig ef ég fer aftur 😉

T1 skiptitími 10 mín 16 sek
Hljóp bara rólega upp úr sjónum, tók af mér úrið, til að losa gallann á leiðinu upp úr, fór rólega í gegnum sturtuna sem er á leiðinni.  Settist svo niður við hjólapokann minn T1 (blár), fór úr gallanum, klæddi mig í sokka og í hjólaskó, fékk mér kóksopa, setti upp hjálminn og henti öllu sund dótinu í bláa pokann og restinni af kókflöskunni.  Fór svo á klósetið á leiðinni að hjólinu. Þetta skiptisvæði er það lengsta sem ég hef séð/upplifað í IM keppni, enda er líka pláss fyrir öll hjólin sem eru í ½ IM daginn eftir.

HJÓL 180 km 6:36:19 (27,25 km/klst)
Leið mjög vel þegar ég byrjaði að hjóla, hafði ekki gleymt neinu á skiptisvæðinu og það var mjög gott að komast á klósettið að pissa þar sem ég bara gat ekki pissað í gallann og í sjóinn ha ha ha þó ég hafi reynt það. 

Hjólaleiðin er út úr bænum og svo upp á hraðbraut, þar sem hjólað er í austurátt þar sem er snúningspunktur og hjólað til baka í vestur.   Ákvað fyrir þessa IronMan keppni að fara „back to basic“ þar sem ég hafði ekki náð að æfa skipulega fyrir þessa keppni, búin að vera í ýmsu öðru þetta sumarið eins og Everest maraþoni, Vasa Ultra keppnum og Team Rynekby ferðalagi. Allt samt skemmtilegar æfingar sem skila sér að sjálfsögðu í þríþrautina, án skipulags ;-). Því skildi ég TT hjólið mitt, djúpar gjarðir og powermæli eftir heima, enda tæp í baki og ekki æfð á TT hjólið.  Fór því á gamla TREK racernum mínum, með púlsmæli og grynnri gjarðir og engan powermæli.  Markmiðið var því bara að passa púlsinn og hjóla eftir líðan.  Það gekk mjög vel og ég var með ágætis næringarplan, með frábæra BioTech Energy Pro GELIÐ mitt frá Bætiefnabúllunni og með Enervit gummí/gel kubba frá því í Vasa í sumar.  

Ég var ekki komin að snúningspunktinum (sem er eftir 35 km) þegar ég fann að það var eitthvað skrítið í gel-kubbnum mínum, það er eitthvað hart í mjúka gúmmíinu.  Komst svo að því að ég var búin að missa „krónu“ (tönn) sem sat föst í gelinu. Varð því að taka gúmmíið í heild sinni úr munninum og setja það ofan í næringartöskuna á hjólinu.  Það hægðist aðeins á mér við þessa uppgötvun, sónaði svolítið út ha ha ha og var svolítið upptekin af þessu, hvort það kæmi verkur í tönnina eða hvernig þetta yrði.  Gat þar að auki ekki hugsað mér að borða fleiri svona gúmmíkubba, svo ég hélt mér við fljótandi gelin. 

Rétt áður en komið er að hinum snúningspunktinum sem er í suðvestur, þá tekur við mjög brött brekka (eftir um 69 km), sem tók vel á. Ég hafði hvorki hjólað né keyrt þessa brekku áður, hafði samt heyrt um hana og fengið ráð að taka ekki of mikið úr mér og var því mjög spennt að sjá hversu löng og brött hún yrði.  Á þessum tímapunkti var ég mjög ánægð að vera með GARMIN EDGE 1040 hjólatölvuna á hjólinu (ok kannski ekki alveg back to basic) en hún sýndi mér nákvæman halla á brekkunni og sýndi hvað væri mikið eftir, semhjálpaði andlega.  Kosturinn við brekkur eru að þegar maður er kominn „upp“ á toppinn þá er yfirleitt alltaf brekka „niður“ hinum megin, sem var mjög skemmtilegt að láta sig vaða.

Það kom mér á óvart þegar ég mætti hröðustu hjólurunum, hversu þétt þeir hjóluðu, því ég og allir í kringum mig pössuðu vel upp á 12 metra bilið. Fannst samt eftirlitið mjög gott, ég varð vör við að þeir stoppuðu þó nokkra. Því fyrir þá sem ekki þekkja þá má ekki „drafta“ eða hanga aftan í næsta hjólara, og bilið á milli hjólara verður að vera um 12 metrar.

Þegar ég var svo búin með um 107 km (rétt búin með snúningspunktinn aftur í norðri sem var við 105 km) þá lendi ég í því að viðgerðarsettið mitt, sem ég var með í brúsa í brúsafestingu aftan á hnakknum, poppaði upp úr standinum og út um alla götu. Ég hugsaði ég verð að stoppa ég get ekki skilið þetta eftir. Svo ég stoppa, reiði hjólið til baka og fer svo að leita að þessu dóti út um allt, var bæði á veginum og úti í kanti. Brúsinn opnaðist og tvö gashylki og pumpa hafði skoppð úr brúsanum, en sem betur fer fann ég allt dótið mitt aftur.  Ástæðan fyrir þessu voru miklar holur sem voru víða á hraðbrautinni, en vegurinn var mjög ójafn og bumpy 😊 Eftir á hugsaði ég hvað í raun það var gott að standa upp og fara af hjólinu, því við höfðum t.d. alltaf gert það reglulega á Rynkeby ferðalaginu og það skiptir miklu máli og þá sérstaklega fyrir bakveika að teygja aðeins úr sér.

Áður en ég kom svo að því að taka bröttu brekkuna í síðara skiptið þá komin með 139 km, þá peppaði ég sjálfa mig upp. Notaði möntruna mína „ég er grjóthörð og jákvæð“ og hugsaði að sá sem klárar „Mur De Hoy“ vegginn í Belgíu, án þess að ganga brekkunar upp, á að að geta hjólað þetta, þó ég væri að sjálfsögðu orðin þreytt, „tannlaus“ og búin með um 140 km 😉
Mantran virkaði og ég náði að komast upp alla brekkuna á hjólinu án þess að stoppa eða ganga.

Bakaleiðin eftir brekkuna og niður í bæ, var mjög krefjandi, þar sem mótvindur var mikill og því hægði verulega á mér þennan síðasta kafla. Ég hélt áfram að taka inn gel og drakk vel, svo ég yrði ekki orkulaus, en þetta var mjög krefjandi hjól og mikill hiti.  Horfði á hitamæli á leiðinni niður í bæ, og hitinn var 30 gráður í forsælu. 

T2 skiptitími 12 mín 43 sek
Kosturinn við þríþraut, er að þegar þú ert búin að synda, þá hlakkar þig til að byrja að hjóla, svo þegar þú ert búin að hjóla mjög langt og orðið smá illt í rassinum og bakinu, þá ertu bara fegin að fara af hjólinu og byrja að hlaupa. Þannig leið mér þegar ég kom í T2 og skilaði hjólinu.  Hitti Óla og kallaði á hann, Óli ég missti tönn 😉

Óli ég missti tönn 😉

Fór svo beint á klósettið, alveg í pissuspreng, því ekki get ég heldur pissað á mig á hjólinu eins og PRO fólkið getur gert 😉  Stoppaði svolítið lengi í T2, fékk mér sæti, klæddi mig í hlaupaskóna í rólegheitum, fékk mér kók að drekka og tók svo líka með mér eina flösku með vatni og söltum.  Gaman að hitta Óla, en svo hitt ég líka Sverri sem við kynntumst úti sem hafði því miður þurft að hætta í hjólinu, vegna púlsvandamála.  

Að dóla mér – skipta um skó og næra sig 😉
Sverrir – af hverju ertu þarna -ertu búin ?

HLAUP 42,2 km 5:47:13 (07:03 meðal pace)
Maraþonið eru fjórir rúmlega 5 km hringir.  Ég hafði hlaupið hluta af þessari leið þegar ég tók þátt í 5 km Midnight Run á fimmtudagskvöldinu (smá mistök sem ég gerði þar að hlaupa allt of hratt, enda var ég með harðsperrur í morgun þegar ég vaknaði) ha ha ha. 

Það voru margir að hvetja á hliðarlínunni, mikið partý í bænum á laugardagskvöldi og gaman. En mikið ofboðslega var HEITT. Ég stoppaði á hverri einustu drykkjarstöð, labbaði í gegnum hana og fékk mér vatn og orkudrykk og hellti vatni yfir mig alla, bæði höfðu, allan búkinn og hendurnar. 

Hingurinn er kláraður á hringtorgi sem var rétt hjá hótelinu okkar og þar hitti ég alltaf Óla og Pétur. Gaf mér alltaf tíma til að labba rólega þar í gegn, spjalla við þá og gefa Óla koss og knús.  Svo henti ég mér í næsta hring. 

Hringtorgið …

https://photos.app.goo.gl/f1yE9n66odevYchS8

Það var mikill munur á hitastigi um leið og sólin settist var ekki steikjandi hiti af sólinni, en eftir því sem leið á kvöldið, þá fækkaði áhorfendum á brautinni, þar sem þeir færðu sig nær markinu til að hvetja sitt fólk sem var að koma í mark.  Það var samt áberandi hversu mikla hvatningu við stelpurnar/konurnar fengum sem ég var mjög þakklát fyrir og einnig var áberandi hversu margir höfðu hnigið niður og voru komnir með aðstoð sjúkraliða, örugglega út af hita og /eða vatnsskorti. 

Það var mjög heitt, enda var maður með allt flaksandi 😉

Ég tek alltaf „sálfræðina“ á hlaupin og hugsa eftir fyrsta hring ¼ eða 25% búinn og svo áður en þú veist af eru þrír hringir af fjórum búnir eða 75% og þá er „bara“ einn eftir.

Tveir hringir búnir, bara 2 eftir 😉

https://photos.app.goo.gl/LCfDFH1xsiGmZSSG6

Þá var bara að „girða sig“ renna upp þríþrautargallanum, þar sem maður þarf að vera sómasamlegur til fara þegar maður kemur í mark 😉 😉

Markið í Ironman Italy er eitt það flottasta sem ég hef séð, það er hlaupið út á ströndina á rauðum dregli, beygt til hægri og þar fram hjá áhorfendapöllunum er svo markið. Það er fullt af fólki á áhorfendapöllunum sem gefur þér „high-five“ á leiðinni í mark og gaman að fagna þó að við Óli höfðum bæði steingleymt íslenska fánanum heima sem ég er vanalega með á mér þegar ég kem í mark 😉

Myndband sem Óli tók þegar ég kom í mark: https://photos.app.goo.gl/4QqQiUgxdcJJQpjn6

IRONMAN FINISHER 2023 13 klst 23 mín 21 sek.
Ég var mjög glöð með mig þegar ég kom í mark, þó tíminn væri minn annar slakasti, en þetta var sjötta IM keppnin sem ég klára. Tíminn var einni mínútu betri en þegar ég kláraði minn fyrsta Ironman í Cozumel, enda ákveðið að þessi yrði algjörlega back to basic. 

Markmiðið var ALDREI að bæta tímann, heldur að taka þátt, hafa gaman og komast í mark.  Mjög margir vina minna hafa lent í DNF (DidNotFinish) í hlaupum á þessu ári og ég var svo smeyk við að klára ekki, að lenda í einhverju, annað hvort með hjólið eða sjálfan mig.

Verðlaunin – Medalía og ískalt Egils Appelsín <3

Það var kona, grjóthörð, jákvæð og full af þakklæti og æðruleysi sem kom í mark í Ironman Italy 2023

Íslendingarnir sem kláraðu IM Italy 2023
október 16, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Keppnis

Uppfærð íþróttaferilsskrá 2023

by Halldóra október 15, 2023
október 15, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Bologna 2023

by Halldóra september 23, 2023

Við náðum að verja síðasta deginum okkar á Ítalíu í Bologna, þar sem flugið heim frá Bologna var kvöldflug. Við vorum á bílaleigubíl og völdum bara city center parking, þar sem við lögðum bílnum og gengum svo í bæinn.

Við skoðuðum miðbæinn, þ.e. Neptún brunninn (Fontana di Nettuno) sem er eitt af táknum borgarinnar á Nettuno torginu. Hann fer ekki framhjá neinum sem heimsækir borgina enda vinsæll staður til dægrastyttingar meðal borgarbúa. Stytta af Neptúnus er á brunninum. Svo sáum við líka Tvíburaturnana (Torre degli Asinelli / Torre dei Garisenda) sem eru engu minni tákn fyrir Bologna en brunnurinn við Nettuno. Asinelli turninn er opinn almenningi og hægt að klífa þær tæplega 500 tröppur upp í 98 metra hæð hans. Við höfðum nú ekki tíma fyrir það, en fengum okkur í staðinn góðar veigar og sátum fyrir framan turnana tvo á torginu í góðu veðri.

Hér að neðan er að finna frekari upplýsingar um borgina, sem ég væri alveg til í að heimsækja aftur síðar.

Bologna er 400 þúsund manna borg og er höfuðborg Emilía-Rómagna héraðsins á norður Ítalíu og er elskuð og dáð af Ítölum sjálfum og flestum þeim er eyða þar tíma. Matargerðin er velþekkt út fyrir borgarmörkin svo mjög reyndar að landsmenn tala um Bologna sem matarkistu Ítalíu. Eru það stór orð í landi þar sem matur er í hávegum hafður.

Hér er einnig fínn arkitektúr og byggingar ýmsar stórkostlegar í gamla miðbænum og þekkt er hin rauða ásýnd húsa í borginni: Bologna la rossa. Hér er elsti háskóli í veröldinni sem er það vinsæll að þessi annars gamla borg er full af ungu fólki öllum stundum. Best af öllu kannski er að enn sem komið er er fjöldatúrismi eitthvað sem á heima annars staðar og því er hægt að njóta Bologna án þeirra leiðinda sem því fylgja.

Loftslag og ljúflegheit
Borgina er best að heimsækja á vorin og sumrin þegar hiti gerir fólki kleift að dúlla sér hálfberu undir beru lofti án vandkvæða eða kuldahrolls. Reyndar verður yfirgengilega heitt í júlí en hér er stressinu ekki fyrir að fara og sé það plan ferðamanna skiptir hitinn litlu til eða frá. Hitastig fer niður í frostmark eða neðar í desember og janúar.

Til og frá
Guglielmo Marconi heitir alþjóðaflugvöllur Bologna og nánd hans við borgina gerir það að barnaleik að fljúga til borgarinnar. Tíu mínútna einfaldur rúntur skilar fólki alla leið í miðbæinn og því skiptir ekki höfuðmáli hvort farið er með leigubíl eða á ódýrari hátt.

Með leigubíl kostar far á miðbæjarsvæðið 1800 krónur plús lítil þóknun fyrir farangur. Flugrúta, Aerobus, flytur þig á sama stað fyrir jafngildi 750 króna íslenskra en fyrir fátæka, félitla eða níska ferðalanga kostar aðeins 200 krónur að taka næsta strætisvagn á sama áfangastað. Þarf reyndar að leggja á sig tíu mínútna labb á næstu stoppistöð en þar stoppa vagna 81 og 91 sem aka að Aðallestarstöð bæjarins í miðborginni.

Bologna er ekki af þeirri stærðargráðu að fólk villist mikið en vænlegt er að verða sér úti um borgarkort engu að síður. Slíkt er hægt að kaupa dýrum dómum en fyrir styttri ferðalög er enn betra að fá frítt bæjarkort á upplýsingamiðstöð ferðamanna við Piazza Maggiore. Dugar það til brúksins og með slíkt í höndunum nægir að vita hvar Due Torri, tvíburaturnarnir, eru staðsettir til að rata á alla kanta.

Samgöngur og snatterí
Það er varla þess virði að kynna sér samgöngukerfi borgarinnar enda hún lítil og að miðbæjarkjarnanum frátöldum er ekkert þar sérstaklega heillandi við borgina. Hér er þó fínt strætisvagnakerfi og vegir til allra átta. Fargjaldið er 180 krónur og dugar hver miði í klukkustund eftir kaup. Er því óhætt að hoppa á milli vagna standi hugur til þess. Heimasíða strætó hér.
Flest hótel eru á þröngu svæði í miðbænum og þarf í raun engin farartæki til að sjá það sem skoðunarvert er í Bologna. Helsta torgið er Piazza Maggiore og helsta gatan Via Rizzoli. Allt markvert er nánast í eða við þessa tvo staði.
Söfn og sjónarspil
Til umhugsunar: Góð söfn er að finna í Bologna og að heimsækja þau nokkur er vel þess virði. Hagkvæmast er að punga út 800 krónum fyrir dagskortinu Carta Bologna dei Musei sem gefur frían aðgang eða góðan afslátt af þeim flestum. Kortið fæst á öllum söfnum og á upplýsingamiðstöðvum.

Annað áhugavert
Neptún brunnurinn (Fontana di Nettuno) er eitt af táknum borgarinnar á Nettuno torginu. Hann fer ekki framhjá neinum sem heimsækir borgina enda vinsæll staður til dægrastyttingar meðal borgarbúa.
Tvíburaturnarnir (Torre degli Asinelli / Torre dei Garisenda) eru engu minni tákn fyrir Bologna en brunnurinn við Nettuno. Þvert á móti má sjá þessa tvo turna langt að þó sá fyrrnefndi sé öllu hærri. Asinelli turninn er opinn almenningi og hægt að klífa þær tæplega 500 tröppur upp í 98 metra hæð hans. Skal þó líkamlegt atgervi vera bærilegt og greiða verður 500 krónur fyrir þau herlegheit. Er turninn opinn daglega 9 – 18.
Lögfræði eins og hún þekkist í dag má að nokkru leyti rekja til Bologna en allra fyrstu lögmenn hennar voru vanir að handskrifa minnispunkta á hinar ýmsu skrár og plögg. Umrædd plögg eru vandlega geymd og til sýnis í Tombe dei Glossatori en þar eru einnig grafnir flestir helstu merkismenn borgarinnar. Afar forvitnilegt skoðunar. Við Pizza de San Domenico.
Basilíka heilags Lúkasar (Santuario della Madonna di San Luca) er dómkirkja í hlíðum borgarinnar en þar finna menn eitt besta útsýnið yfir borgina. Basilíkan sjálf stór og merkileg og innandyra eru munir sem eru þjóðargersemar.
I Portico heita á frummálinu miklir yfirbyggðir gangar í miðborginni sem ná heila 38 kílómetra á lengdina. Voru þeir upprunalega byggðir til að hýsa aðkomufólk og heimilislausa og eru nógu breiðir til að hægt sé að leggja sig undir þeim.
Basilíka heilags Petróníusar (Basilica San Petronio) við Piazza Maggiore Bologna er tileinkuð einum biskupa Bologna og er ómissandi listaverkaunnendum. Má þar finna marga fræga muni og Bolegnoni kapelluna frægu. Basilíkan er opin frá 9:30 til 12:30 og aftur milli 14:30 og 17:30.
Garður Margheritu (Giardini Margherita) er helstu garður Bologna borgar og yndisleg vin þegar hitastækjan er hvað mest yfir sumartímann. Þegar kvölda tekur breytist villa garðsins í næturklúbb á sumrin. Garðurinn er opinn alla daga ársins frá 06 til miðnættis.
Grasagarðurinn (Orto Botanico) við Via Irnerio er tilþrifamikill með yfir 5000 tegundir planta auk gróðurhúss fyrir kaktusa og sérstök afbrigði. Opinn 8:30 til 15 alla daga og 8:30 til 13 um helgar.
Verslun og viðskipti
Sökum smæðar Bologna er ekki eiginlegt verslunarsvæði neins staðar í borginni heldur fremur smærri verslanir út um allt. Þó eru fjórar götur sem skera sig úr sökum fjölda verslana og úrvals en þar eru helst dýrari verslunarkeðjur sem eiga per se lítið skylt við Bologna. Liggja göturnar út frá Maggiore torginu, Piazza Maggiore, og eru Via dell´Indipendenza, Via Ugo Bassi, Via Rizzoli og Via D´Azeglio.

Ekki skal þó láta numið staðar þarna heldur endilega vafra um sem víðast og ábyggilegt er að fyrr en síðar er rambað að smærri verslanir sem hafa bæði úrval og gæði og finnast ekki annars staðar í veröldinni en hér.

Aðeins ein stærri verslunarmiðstöð er í borginni. Galleria Cavour heitir sú en er undirlögð af dýrari ítölskum verslunum og verðin eftir því.

Matur og mjöður
Bologna er ekki óskrifuð matarkista Ítalíu fyrir ekki neitt. Hér eru trattoríur á hverju strái og ganga má út frá að allir þeir staðir í borginni sem ekki líta út fyrir að hafa verið opnaðir í gær séu vel þess virða að heimsækja.

Sama gildir um pöbba. Ávallt er fjör á háskólasvæðinu, Via Zamboni, og fjölmargir barir og klúbbar þar fyrir yngra fólkið. Þeir sem eldri eru og vilja hafa hægar um sig ættu að halda til Via Pratello þar sem barir eru í massavís og flóra þeirra fjölbreytt.

Líf og limir
Bologna er með öruggari borgum heims. Veskjaþjófar eru hér eins og annars staðar en alvarlegri glæpir eru sjaldgæfir og sökum smæðar borgarinnar og fámennis kemst upp um þá flesta. Engin sérstök hverfi ætti að forðast en betlarar geta verið til mikilla leiðinda á köflum í miðbænum.

HEIMILD: https://fararheill.is/bologna/

september 23, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Skakki turninn í Písa

by Halldóra september 22, 2023

Næstsíðasti dagurinn okkar á Ítalíu og það var úrhellisrigning, þrumur og eldingar og þorpskötturinn grét af hræðslu. Hef aldrei heyrt kött mjálma og öskra svona hátt. Við ákváðum því að skella okkur í bíltúr til Písa og skoða skakka turninn sem er auðvitað mjög þekktur. Aksturinn tók um 90 mín hvora leið og það var mjög gaman að sjá turninn og svæðið í kring og svo var stoppað á kaffihúsi og við fengum okkar góðan mat.

Eftir Písa heimsóknina fórum við í mollið í Spezía og kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur léttan mat áður en við fórum heim. Borðaði mjög gómsætt Lasagne.

Skakki turninn í Písa (ítalska: Torre pendente di Pisa eða einfaldlega Torre di Pisa) er frístandandi klukkuturn í borginni Písa á Ítalíu og tilheyrir hann dómkirkjunni í Písa.

Turninum var ætlað að standa lóðrétt, en stuttu eftir byggingu hans í ágúst 1173 tóku undirstöður hans að síga og hann því að hallast. Hann er staðsettur á bak við kapelluna og er eitt af þremur mannvirkjum á Campo dei Miracoli í Písa (svæði kraftaverkanna).

Turninn er 55,86 metrar að hæð á lægstu hlið og 56,70 á þeirri hæstu. Hann hallar um 4 gráður. Breidd veggjanna við jörðu er 4,09 metrar og 2,48 efst í turninum. Áætlað er að þyngd hans sé 14.500 tonn og það eru 294 þrep í honum. Turninn hefur, ásamt dómkirkjunni, skrúðhúsinu og kirkjugarðinum verið á heimsminjaskrá frá árinu 1987.

september 22, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Þorpin fimm – #3CORNIGLIA

by Halldóra september 21, 2023

Það var ekki siglt til Corniglia, svo við ætluðum að ganga þangað frá þorpinu okkar þar sem það var ekki langt að fara. Hins vegar rigndi svo mikið, það voru þrumur og eldingar þannig að við ákváðum bara að keyra að þorpinu, þ.e. eins langt og maður kemst á bíl og ganga svo niður í þorpið. Corniglia er mjög fallegur bær. Við gengum alla leið niður að klettaströndinni en það var mikið lokað eins og veitingastaðurinn þar út af rigningunni. Við töldum svo tröppurnar á leið okkar til baka og þær voru 364 að kirkjunni og svo hægt að fara ennþá hærra og þá sjá fallegt útsýni alla leið heim til okkar.

Við fundum fallega hönnunarverslun og versluðum að sjálfsögðu við heimamenn og Pétur fann frábært kaffihús, þar sem var mjög gott kaffi og sítrónu-ostakaka.

Eitt af einkennum þorpanna fimm, eru sítrónur, þú getur keypt allt milli himins og jarðar með sítrónumerkjum á.

Corniglia is located in the heart of the Cinque Terre National Park on a small cape, 100 meters above the sea. It is the smallest of the five villages and also the least accessible.

You have to climb the Lardarina staircase, 382 stairs, to reach the village or you can take the shuttle bus up from the train station. Once you are up in the village, it is relatively flat.

Corniglia is an ancient Roman village that has a long and rich agricultural tradition. The village is surrounded on three sides by vineyards and stone terraces. Because of its size and relative inaccessibility, fewer tourists stay here, so there is more of a local feel. There are bars and restaurants here, but no real nightlife.

Corniglia is definitely a place for hikers and nature lovers. The terrace and the bar La Terza Terra, at the end of the main street, is definitely one of the best places to enjoy the sunset in Cinque Terre.

september 21, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Þorpin fimm #5MONTEROSSO

by Halldóra september 20, 2023

Fimmta þorpið, ef við númerum þau frá Speziu, er Monterosso sem er stærsti bærinn af þessum fi. Við tókum ferjusiglingu, dagspassa frá Spezíu og sigldum alla leið til Monterosso, með viðkomu á nokkrum stöðum, þar sem við stoppuðum ekki.

Monterosso er sú eina af borgunum fimm sem er með sandströnd og er bænum skipt í yngri og eldri bæinn. Við gengum um báða bæina og kíktum á hótelið sem Náttúruhlaup eru með samning við og fengum okkur drykk þar og settumst í garðinn. Það var gaman að sjá þennan bæ sem er frekar ólíkur hinum, enda með kastala og auðvitað kirkjum eins og allir hinir bæirnir. Alltaf ein ef ekki tvær kirkjur í hverjum bæ.

Frekari upplýsingar um Monterosso

Monterosso is the largest of the five coastal villages known as the Cinque Terre. The village is located on hills cultivated with lemons, vines and olives. Its amazing beaches, its beautiful reefs and the sea’s crystal clear waters make this small village one of the most popular of the Italian Riviera. Monterosso beach old town Monterosso is divided in two parts marked by the medieval tower of Aurora. The old town of Monterosso is dominated by the ruins of the castle and characterized by typical narrow medieval streets, carruggi, with multi-coloured terraced houses, shops and restaurants. Monterosso, Fegina beach, Cinque Terre Beach-lovers should definitely stay in Monterosso. The town has several beaches, both private and public ones. Near the station you will find Bagni Eden, the beautiful beach recognized by its orange and blue striped umbrellas. Monterosso is almost flat, ideal for anyone with mobility issues and for those who just not want to climb a lot of stairs. It is also great for families with small kids, as there are long stretches along the beach promenade where you can walk with a stroller.

Heimild: https://www.cinqueterre.eu.com/en/the-five-towns

september 20, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Þorpin fimm – #4 VERNAZZA

by Halldóra september 20, 2023

Við sigldum frá Monterosso til Vernazza og fórum þar í land. Mjög fallegur bær, með fullt af veitingastöðum og að sjálfsögðu kirkju og kastala. Við gengum upp göngugötuna, fengum okkur drykki en stoppuðum ekki mjög lengi, eða bara í um eina klukkustund, þar sem við sigldum svo til baka til Spezia með síðasta bát.

Frekari upplýsingar um Vernazza hér að neðan:

The small fishing village Vernazza is probably the most characteristic of the Cinque Terre and is classified as one of the most beautiful villages in Italy.

Vernazza was founded about 1000 A.D. and was ruled by the Republic of Genoa starting in 1276. The medieval castle, Belforte, was built in the mid-1500’s, primarily to protect the village from pirates.

An ideal way to arrive to this breathtaking village is by sea. The tiny port is surrounded by subtle colorful typical Ligurian houses and the charming piazza is lined with good restaurants and bars. There is a small, sandy beach in the natural harbor the Church of Santa Margherita di Antiochia.

The village is surrounded by very steeply-terraced olive groves which are said to produce among the finest olive oil in the country.

Heimild: https://www.cinqueterre.eu.com/en/the-five-towns

september 20, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • …
  • 39

Nýlegar færslur

  • New York City maraþon 2023
  • Hleypur til styrktar heftum ungum konum – Morgunblaðið 27.10.2023
  • Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023
  • Ironman Italy 2023 16.09.2023
  • Uppfærð íþróttaferilsskrá 2023

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • nóvember 2023
    • október 2023
    • september 2023
    • ágúst 2023
    • júlí 2023
    • apríl 2023
    • janúar 2023
    • desember 2022
    • nóvember 2022
    • september 2022
    • ágúst 2022
    • júlí 2022
    • júní 2022
    • maí 2022
    • apríl 2022
    • mars 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • október 2021
    • september 2021
    • ágúst 2021
    • júlí 2021
    • maí 2021
    • apríl 2021
    • mars 2021
    • febrúar 2021
    • janúar 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • júní 2020
    • maí 2020
    • apríl 2020
    • mars 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • ágúst 2019
    • júlí 2019
    • júní 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • nóvember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • ágúst 2018
    • júlí 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • apríl 2018
    • janúar 2018
    • janúar 2017
    • september 2016
    • ágúst 2016
    • júlí 2016
    • júní 2016
    • mars 2016
    • nóvember 2015
    • ágúst 2015
    • júní 2015
    • febrúar 2015
    • nóvember 2014
    • ágúst 2014
    • október 2013
    • september 2013
    • ágúst 2013
    • júní 2013
    • maí 2013
    • apríl 2013

    Flokkar

    • Daglegt líf
    • Fjallahlaup
    • Fjallaskíði
    • Fjallgöngur
    • Gönguskíði
    • Hjól
    • Hlaup
    • Ísklifur
    • Kajak
    • Keppnis
    • Keppnissaga
    • Sjósund
    • Skíði
    • Sund
    • Veiðar
    • Þríþraut

    Um mig

    Um mig

    Halldóra Gyða

    Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

    Verum í sambandi

    Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

    Nýlegar færslur

    • New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023
    • Hleypur til styrktar heftum ungum konum – Morgunblaðið 27.10.2023

      október 25, 2023
    • Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

      október 23, 2023
    • Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023
    • Uppfærð íþróttaferilsskrá 2023

      október 15, 2023

    Um mig

    banner
    Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

    Vinsæl innlegg

    • 1

      Eco Trail Reykjavík – 22 km

      júlí 6, 2018
    • 2

      Ironman Texas 2018

      apríl 28, 2018
    • 3

      Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

      maí 26, 2018

    Síðustu æfingar

    • Að þjálfa í Kaplakrika - 3SH/Þríkó/Haukar <3
      On nóvember 29, 2023 7:20 e.h. went 4,22 km during 01:24:21 hours burning 496 calories.
    • Morgunsund með 3SH/þríko - var 1 klst og 2.300 metrar
      On nóvember 29, 2023 6:08 f.h. went 2,30 km during 00:19:46 hours burning 400 calories.
    • NH gæði - frábær hópur og fullt af snjó 🙏🎄🥰
      On nóvember 28, 2023 5:38 e.h. went 6,21 km during 00:54:44 hours climbing 116,00 meters burning 503 calories.
    • Yoga tímabilið svo sannarlega hafið - 3 æfingunni mín á 5 dögum - ekki slæmt ..
      On nóvember 28, 2023 6:31 f.h. during 01:02:12 hours burning 207 calories.
    • Yoga tímabilið hafið .. yndislegt að komast aftur af stað í það .. búin að sakna <3
      On nóvember 27, 2023 6:30 f.h. during 01:03:53 hours burning 239 calories.
    • Facebook
    • Twitter
    • Instagram
    • Linkedin
    • Snapchat
    • Vimeo

    @2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


    Back To Top