Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Daglegt líf

      Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022

      Daglegt líf

      Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

      desember 11, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Fjallahlaup

      Fréttablaðið 07.09.2022

      september 7, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 2022 – tölfræði vegna UTMB 100 mílur

      ágúst 31, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Fjallahlaup

      „Before and After“ með Alexis Berg

      ágúst 26, 2022

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

      Keppnissaga

      Stjörnuhlaupið 2022

      maí 22, 2022

      Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Daglegt líf

      Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022

      Daglegt líf

      Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

      desember 11, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Fjallahlaup

      Fréttablaðið 07.09.2022

      september 7, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 2022 – tölfræði vegna UTMB 100 mílur

      ágúst 31, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Fjallahlaup

      „Before and After“ með Alexis Berg

      ágúst 26, 2022

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

      Keppnissaga

      Stjörnuhlaupið 2022

      maí 22, 2022

      Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Author

Halldóra

Halldóra

Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

by Halldóra ágúst 28, 2022

UTMB hlaupið í UTMB hlaupaséríunni er ræst í miðbæ Chamonix fyrir framan kirkjuna. Við Börkur ætluðum að vera komin út á torg klukkan 17:00, en hlaupið var ræst klukkan 18:00. Það voru fimm Íslendingar skráðir í hlaupið, ég, Börkur Árna vinur okkar sem býr í Noregi, Siggi Kiernan vinur minn, Biggi Már og Andri Teitsson frá Akureyri. Biggi mætti ekki til leiks, Siggi þurfti að hætta við að taka þátt samdægurs vegna veikinda, svo það voru þrír Íslendingar sem lögðu af stað í þetta 100 mílna/ 172 km hlaup með rúmlega 10.000 metra samanlagðri hækkun.

May be an image of text that says 'UTMB® race bib- Surname First Category name Nationality 2461- 50-54M ARNASON Borkur IS 745- 50-54M KIERNAN SigurdurIS 1056- MATTHIASD 50-54F IS PROPPE Halldora Registered f Registered f Registered f 1300- 55-59M TEITSSON Andri IS 576 40-44M VIGFUSSON BirgirIS Registered Registered f'
Íslendingar sem voru skráðir í UTMB 100 mílna/172 km hlaupið.

Síðustu skilaboð Sigga til okkar Barkar voru að troða okkur framarlega við rásmarkið. Við Börkur lentum í miklum troðningi að komast að kirkjunni og rásmarkinu svo það var ekki séns að komast framarlega. Hefðum svona eftir á séð átt að mæta fyrr og reyna að komast framar, því það liðu 10 mínútur eftir ræsingu, þangað til við gátum farið að hlaupa (ég kíkti á úrið og klukkan var 18:10 þegar ég byrjaði að hlaupa). Kosturinn var að ég heyrði allt Vangelis lagið (Conquest of Paradise) spilað, þar sem ég var svo lengi að komast út úr rásmarkinu.

UTMB hlaupið í UTMB séríunni fer allan hringinn í kringum Mt.Blanc, þ.e. ræst í Chamonix í Frakklandi og endar þar. Fer í gegnum Ítalíu og Sviss áður en leiðin liggur aftur til Frakklands.

UTMB hringurinn

UTMB hlaupið er „mekka“ allra fjallahlaupara. Í ræsingunni eftur „Hú-ið“ er lagið Conquest of Paradise eftir Vangelis spilað og að vera þarna og hlusta og vera einn af rúmlega 2.600 hlaupurum sem leggja af stað í þetta einstaka ferðalag er „gæsahúðarmóment“. Ég viðurkenni að ég fékk tár í hvarma og var mjög meir að hlusta. Verkefnið framundan var líka mjög krefjandi þar sem ég þurfti að hætta í þessari sömu keppni árið 2017. Ég var með áreynsluasma sem ég vissi ekki af og náði því ekki tímamörkum í Courmayeur (hálfa leið).

Í ræsingunni þegar Conquest of a Paradise lag eftir Vangelish er spilað.

Þegar við Börkur stöndum þarna og bíðum í ræsingunni kalla tveir menn til mín, er þetta ekki Halldóra frá Íslandi sem var með okkur í TOR-num ? Það voru tveir spænskir vinir mínir sem ég hafði kynnst í TOR Dés Geants 330 fyrir ári síðan, sem voru að heilsa mér.

Við Börkur tilbúin að reyna að troða okkur að ráslínunni.
Með Francisco Benjumea og Jose Carmona sem ég kynntist í TOR í fyrra.

Það var alveg meiriháttar að hlaupa í gegnum bæinn og ég sá marga Íslendinga á leiðinni, fyrst sá ég mömmu, svo Öbbu og Bárð, svo alla Akureyringana.

Siggi náði þessari mynd af mér á leið út úr bænum …
og þessi líka frá Sigga … @alparnir, @baetiefnabúllan @eyesland og @natturuhlaup.
Ræsingin – myndband sem Siggi tók frá göngugötunni 😉

Það var fólk að hvetja sitt hvorum megin við alla göngugötuna og í raun eiginlega alveg út að kifurvegg, þar sem hlaupið fer skógarleið í átt að Les Houches, þar sem fyrsta drykkjarstöðin er.

Það voru þátttakendur að hvetja út um allt – þetta var í Les Houches.

Í Les Houches byrjar fyrsta klifrið. Við Börkur vorum samferða upp fyrsta fjallið. Þar sem við ræstum frekar aftarlega þá lentum við í langri biðröð, þvögu sem tók nokkuð margar mínútur að komast í gegnum.

Troðingurinn upp fyrsta fjallið …
Ennþá meiri troðningur ..

Ég var farin að hafa smá áhyggjur af fyrstu tímamörkunum, þar sem planið mitt gerði ráð fyrir að ég væri alltaf um 30 mínútum frá þeim. En nú var ég búin að tapa 10 mínútum í ræsingunni sem ég gerði ekki ráð fyrir og um 15 mínútum í þessari þvögu, svo það var ekki mikið upp á að hlaupa. Fyrsta „tékk inn“ stöð var í Col de Voza (La Delever) fyrsta fjallið í um 1.900 m hæð, þá voru 13,3 km búnir og 774 m hækkun og ég var númer 2.473 af þessum 2.627 þáttakendum sem hófu keppni.

Framundan var niðurhlaup í átt að Saint-Gervais, en þar týndi ég Berki þar sem ég fór aðeins hraðar niður en hann. Það var ótrúlega magnað að koma inn í Saint-Gervais bæinn. Hlaupið fer í gegnum miðbæinn, sem var fullur af fólki sem var að skemmta sér á föstudagskvöldi og hvetja okkur áfram og það fer ekki bara í gegnum hann heldur, er hlaupið í hring, svo þú sérð fólkið sem er að hlaupa hinum megin. Mjög skemmtileg leið. Ég mundi ekki eftir þessu frá 2017, en wow hvað það var gaman að fara þarna í gegn, hefði viljað eiga þessa upplifun á myndbandi. Ég var búin að fylgja næringaplani, þ.e. búin að taka inn Coca-cola orkugúmmi og smá gel og drakk vel.

Kom inn í Saint-Gervais klukkan 21:26 um kvöldið sem var 34 mín frá tímamörkum sem voru klukkan 22:00, þá var 21 km búin eða hálft maraþon og ég var búin að vera á ferðinni í 3 klst 26 mín. Búin að vinna mig upp um 56 sæti, þ.e. komin í sæti 2.417. Ég fyllti á báða drykkjarbrúsana, setti frábæra orku í annan ( ISOTONIC blandað með BCAA NANO, með appelsínubragði sem var mjög gott frá Bætiefnabúllunni) og vatn í hinn brúsann. Fékk mér nokkra ávexti í poka á leiðinni út. Þegar ég var að fara, sá ég Börk koma inn á drykkjarstöðina, ég sagði honum að ég ætlaði að drífa mig enda fullviss um að hann myndi ná mér.

Eftir Saint-Gervais kemur langur frekar aflíðandi kafli, en með smá hækkun í átt að Les Contamines. Það var frekar erfitt að taka fram úr á þessum kafla og það kom mér á óvart hversu margir voru bara að ganga. Ég hafði ennþá áhyggjur af tímamörkum og reyndi að taka fram úr og hlaupa, þar sem það var hægt.

Í sumar fór ég tvo hringi sem fararstjóri í kringum TMB (Tour Mt.Blanc) á vegum Náttúruhlaupa (Arctic Running). Báðar ferðirnar byrjuðu rétt fyrir utan Les Contamines, svo ég hlakkaði mikið til að koma að Notre Dame kirkjunni, þar sem við byrjuðum ferðirnar okkar, því þá þekkti ég leiðina sem var framundan.

Les Contamines drykkjarstöðin er fyrsta stöðin þar sem aðstandendur mega koma inn. Það var ofboðslega troðið á þessari stöð að ég bara fór inn, fyllti á vatnsbrúsana, setti banana og appelsínur í poka, fór á klósettið og svo bara út aftur, fékk mér ekki einu sinni sæti. Jú ég fékk mér kaffisopa í glasið með einum sykurmola, sem var mjög gott enda komið niðamyrkur. Klukkan orðin 23:08 á föstudagskvöldi. Tímamörkin þar voru klukkan 00:00 svo ég var aðeins að bæta í, enda settist ég ekki einu sinni niður. Búin að vinna mig upp um 150 sæti.

Eftir Les Contamines er frekar flatur kafli að Notre Dame kirkjunni og þar var HOKA með virkilega flott ljósashow sem hlaupið er í gegnum og mikið ljósashow úti á ökrunum og frábæra stemnings tónlist. Það var virkilega skemmtilegt að hlaupa þarna í gegn, ég reyndi að taka myndir sem tókst ekki mjög vel. Hoka er aðalstyrktaraðili hlaupsins.

HOKA ljósashow.
VIð ljósashowið …

Það var yndislegt að koma að Notre Dame kirkjunni og byrja klifur númer tvö, því þarna vissi ég að ég væri á heimaslóðum, þekkti leiðina vel. Hins vegar byrjaði ég aðeins að finna fyrir astmanum í lungunum, svo ég tók bæði astma lyfin. Ein af aukaverkunum þessara astmalyfja er að maður getur fengið krampa í fæturna, eins og ég var búin að finna áður en ég lagði af stað. Það var það síðasta sem ég nefndi við Sigga, voru þessir krampar sem ég var að finna og þá ekki lögð af stað.

Krampinn kom strax í hægri fótinn og ég fann hvernig ég dofnaði á fætinum sjálfum, svo ég ákvað bara að hlaupa á „vinstri“. Setti allan þunga í vinstri fótinn og hafði hann alltaf á undan, þannig slapp þetta til 🙂

Drykkjarstöðin í La Balme er þegar maður er komin tæplega hálfa leið upp fjallið að Col du Bonhomme skarðinu. Þar borðaði ég fleiri eplaskífur og drakk annan kaffibolla, en stoppaði ekkert að ráði. Þetta er úti drykkjarstöð og það var orðið frekar kalt, svo ég ákvað að halda áfram. Velti fyrir mér að fara í jakkann, en ákvað að sleppa því, þar sem ég vissi að framundan var langt klifur upp fjallið í niðamyrkri. Búin að vinna mig upp um 253 sæti og klukkan orðin 00:57 aðfararnótt laugardags.

Leiðin var því áfram upp. Ég hlakkaði til að komast á toppinn. Þegar toppnum var náð hugsaði ég um frábæru dagana og allar flottu myndirnar sem við tókum þarna í skarðinu af báðum frábæru hópunum sem við vorum með þarna í sumar. Nú var ekki ein mynd tekin þarna í myrkrinu 🙂 Hélt áfram að Croix Bonhomme og þaðan að Refuge de La Criox du Bonhomme sem er skálinn sem við stoppuðum í með hópana í sumar og nutum sólarinnar. Þar var ég klukkan 02:46. Það var engin drykkjarstöð þar og skálinn ekki opinn. Því var haldið áfram beint niður í bæ Les Chapieux. Hugsaði með mér og minnti mig á að það var ekkert símasamband eða netsamband í Les Chapieux, en það skipti engu máli, þar sem ég var í samfélagsmiðlabindindi, þ.e. fór aldrei í símann, nema til að kíkja á hvar næstu tímamörk væru og til að vera viss um að síminn væri að tracka þ.e. á life tracking, sem eyddi rafhlöðunni 🙂

Þegar komið var inn á drykkjarstöðina í Les Chapieux þá var búnaðarskoðun. Við urðum að sýna jakka, höfuðljós (sem ég var með á höfðinu) og gsm síma. Samkvæmt planinu frá Betu þá átti ég að stoppa og næra mig vel í Les Chapieux, þar sem það var langt í næstu drykkjarstöð og krefjandi fjöll framundan. Ég settist því niður í fyrsta skipti í hlaupinu þar og fékk mér smá súpu að borða og eitt brauð og hvíldi mig aðeins. Þar hitti ég aftur annan spænska vin minn úr TOR-num, hann Jose sem spurði hvar vinur minn (Börkur) væri, en við vorum sem sagt bæði búin að týna vinum okkar 🙂

Fyllti svo á vatnsbrúsana og fékk mér kaffisopa áður en ég lagði aftur af stað út í myrkrið. Stoppaði 21 mínútu þarna inni og tapaði því 66 sætum á þessu stoppi. Búin með 50 km, af 176 km, svo rétt tæplega þriðjungur búinn 🙂

Ég þekkti leiðina vel frá Les Chapieux, alveg að Pýramídunum. Mér leið ágætlega og það var ekki hlaupið hratt, mér fannst ansi margir ganga, en ég ákvað að reyna að hlaupa og taka aðeins fram úr fólki sem var bara að ganga inn Jökuldalinn (Vila des Glaciers). Dalurinn er ofboðslega fallegur, það var heiðskýrt og stjörnubjart. Allar stjörnur himintungslins vöktu yfir okkur og mér var einmitt hugsað til Sigga Kiernan vinar míns sem hvatti okkur til að fara út þarna um nóttina og horfa á stjörnurnar í TMB ferðinni okkar í sumar.

Framundan var þriðja fjallið sem ég þekkti vel, en nú fór að halla undan fæti. Astminn helltist yfir mig þar sem brekkan var sem bröttust en þær voru ansi brattar þarna. Mér leið eins og allir væru að fara fram úr mér og það tók á mig andlega, þar sem minningar frá 2017 helltust yfir mig, þegar ég endaði með sóparann (e. Sweeper) fyrir aftan mig og komst ekki fetið áfram.

Ég ákvað því að taka 1/2 töflu af háfjallaveikislyfi sem ég átti frá því ég var í Nepal (Díamox) sem að víkkar æðarnar og á endanum komst ég upp á topp á Col de la Seigne, en mér var farið að líða mjög illa. Ég kom ekki niður orkugeli eða neinni orku, eina sem ég gat borðað voru epli og þegar ég kom upp á toppinn á Col de La Seigne, þ.e. landamæri Frakklands og Ítalíu reyndi ég að troða í mig geli (fyrir píramídana), sem gerði það að verkum að ég kastaði upp, allri orku sem ég hafði komið niður og klárlega þessari 1/2 töflu líka. Góðu fréttirnar eftir á, sé ég er að ég var samt að vinna mig upp um 65 sæti, þó ég hafi misst allt þetta fólk fram úr mér og var viss um að Börkur hefði líka farið fram úr mér þarna um nóttina en ég hefði bara ekki séð hann, þannig að ég hef greinilega náð góðu hlaupi á flata kaflanum áður en ég fór í klifrið.

Ég rifjaði upp allar fallegu minningarnar sem ég átti frá því í sumar á Col de la Seigne skarðinu og leið aðeins betur eftir að hafa kastað upp svo ég hljóp bara hratt niður og tók fram úr mörgum. Kveið smá fyrir „pýramídahringnum“ þar sem ég hafði ekki farið hann. Honum var sleppt út af vondu veðri 2017, og ég og Siggi fórum ekki þessa leið í sumar. Beta fór með helming hópsins okkar þennan hring. Ég var fullviss um að ég myndi aftur missa alla fram úr mér upp þessa pýramída sem ég hafði tekið fram úr á leiðinni niður 🙂 En Pýramída leiðin er mjög krefjandi svo það er enginn að fara hana mjög hratt, stígurinn er mjög gríttur og erfiður, svo það fóru allir jafn hægt og ég 🙂

Þegar toppnum var náð þá var útsýnið guðdómlegt. Ég varð að taka upp símann og taka mynd af sólarupprásinni á þessum yndislega og fallega stað. Við komum svo ofan við Elísabeta skálann (Rifugio Elisabetta) sem var lokaður og engin drykkjarstöð þar.

Næsta drykkjarstöð Lac Combal er á túninu fyrir neðan Elísabetar skálann (Rifugio Elisabetta). Þar settist ég aðeins niður og eina sem ég get hugsað mér að borða voru eplaskífur, en ég var með hnetusmjör í poka sem ég gat smurt eplin, svo ég kom aðeins meiri orku en bara eplum niður. Ég var komin í Lac Combal klukkan átta á laugardagsmorgni, tímamörkin þar voru klukkan 10:00 svo þrátt fyrir allt þá var ég að vinna mér inn tíma m.v. tímamörkin. Var líka að vinna mig upp um 87 sæti, en held það hafi nú aðallega verið vegna þess hversu stutt ég stoppaði í Lac Combal, þar sem það var enginn leið að komast fram úr á leiðinni niður pýramídana, þar sem það var lítið bil á milli hlaupara, þétt keðja, og mjög erfitt að taka fram úr. Allir að ganga niður fjallið.

Það var orðið bjart og aðeins farið að hlýna þegar ég yfirgaf Lac Combal drykkjarstöðina. Á leiðinni niður að stöðinni hafði ég hitt Alexis Berg sem er þekktur ljósmyndari meðal hlaupara og hafði tekið af mér myndir fyrir hlaupið. Hann var að vinna sérstakt verkefni sem gengur út á að taka myndir af UTMB hlaupurum fyrir og eftir hlaupið. Á þessum flata kafla sá ég hann aftur og heilsaði honum að sjálfsögðu, mjög glöð að hitta einhvern sem ég þekkti.

Mynd af okkur Alexis Berg sem við tókum í stúdíóinu fyrir hlaupið.

Framundan var síðasta fjallið, klifrið, áður en hlaupið er niður löngu brekkuna til Courmayeur á Ítalíu. Ég krossaði bara fingur og vonaði að þessi brekka myndi ganga vel. Tók meira af astmalyfjum og eins og vanalega fékk ég krampa í hægri fótinn sem ég var farin að venjast 🙂 Klifrið upp gekk ágætlega og ég rifjaði allar minningarnar sem ég átti frá því í sumar upp þetta fjall, misgóðar þó, þar sem einn félagi okkar datt þarna í sumar ;-(

Var kominn á toppinn klukkan 9:23 á laugardagsmorgni á Aréte du Mont-Favre, þá voru 72 km búnir og ég hafði unnið mig upp um 44 sæti, sem er aðallega vegna þess að ég stoppaði mjög stutt á síðustu drykkjarstöð.

Í Checrouit Maison Vieille sem er efst í skíðabrekkunni í Courmayeur, fékk ég mér fleiri eplaskífur og appelsínur og rifjaði upp yndislegar minningar frá því í sumar. Þarna missti ég einhverja níu framúr mér. Tók svo fram úr einhverjum á leiðinni niður í Courmayeur. Var komin til Courmayeur klukkan 11:02, en tímamörkin þar eru klukkan 13:15 (mundi vel hvernig tilfinningin var 2017, að vera einni mínútu frá tímamörkunum). Um leið og ég kem inn á drykkjarstöðina sem er í íþrótthúsinu hitti ég Sigga Kiernan og Heiðu sem tóku vel á móti mér og tóku þessa mynd af mér, þegar ég kom hlaupandi inn á stöðina.

Á leiðina inní Courmayeur drykkjarstöðina, mynd sem Siggi Kiernan tók.

Mamma var komin inn á stöðina og beið mín þegar ég kom þangað, en ég tók „drop-bag“ pokann með mér inn á stöðina. Núna er bara einn svoleiðis poki alla leiðina, fyrir tíma C-19 voru tveir pokar á leiðinni. Því þarf núna að bera alla næringu fyrir fyrri helming hlaupsins að Courmayeur svo hlaupavestið var frekar þungt, þó Siggi hafi komist í það fyrir brottför og tekið örugglega 2-3 kg úr því og það munaði verulega um það.

Í Courmayeur er hlaupið tæplega hálfnað, þ.e. 81 km búin af rúmlega 170 km. Ég skipti um stuttermabol og sokka, setti á mig meira Gewohl fótakrem, en skipti ekki um buxur eða skó. Reyndi að borða eitthvað af matnun sem mamma kom með en ég kom því ekki niður var orðin svo þurr í hálsinum af öllum astmalyfjunum. Eina sem ég átti auðvelt með að borða voru eplaskífur og ég drakk Egils Appelsín sem mamma kom með það var mjög gott. Ég skipti um rafhlöður í Petzl Nao+ ljósinu mínu, þ.e. var með tvær rafhlöður og skipti þeim bara báðum út fyrir nýjar sem voru fullhlaðnar. Tók svo allan pokann með næringunni fyrir seinni helminginn, tók samt að mestu öll gelin úr, þar sem ég var ekki ennþá að koma neinum gelum niður. Mamma var mjög dugleg að reyna að aðstoða mig, hljóp og sótti vatn í brúsana og sótti ávexti fyrir mig og var mjög dugleg að aðstoða mig þó hún hafi aldrei verið svona aðstoðarmaður áður <3

Á Courmayeur drykkjartöðinni, mynd sem mamma tók af mér þegar ég var að skipta um bol.

Hafði enga lyst á orkugeli, svo ég tók bara súkkulaði bitana (Snickers, Milkiway og Mars) og Oatbar bita frá Bætiefnabúllunni og próteinbita. Það var það eina sem ég gat hugsað mér að borða sem og Prótein snakk poki sem ég var með úr Bætiefnabúllunni sem er mjög gott snakk og rann vel ofan í mig. Hlóð líka gsm símann (sem ég hafði samt einungis notað til að tracka mig). Hlóð líka Garmin úrið þó ég vissi að rafhlaðan myndi duga allan tímann í úrinu, vildi bara ekki klúðra því, svo ég gaf því smá stuð, var samt ennþá í 80% held ég.

Fór út af Courmayeur drykkjarstöðinni klukkan 11:58 svo ég stoppaði þar mjög lengi eða í 56 mínútur, náði samt ekki að leggja mig. Þegar ég horfi til baka hefði ég átt að skipuleggja þetta stopp betur og ná t.d. 10 mín „powernappi“ svefni á þessum tíma 🙂 En það var samt ekki á keppnisplaninu frá Betu 🙂

Þegar maður er svefnvana, þá hugsar maður oft skringilega, ég man að á tíma fannst mér þetta ekki vera alvöru UTMB hlaupið heldur bara æfing og því hugsaði ég að þessi skiptitími væri ekki góður, þegar ég færi í alvöru hlaupið þá myndi ég vera búin að undibúa þetta betur ha ha ha 😉 Það var svo sem ekki hægt að undirbúa þetta, því ég átti ekki von á að mamma myndi komast til mín til Courmayeur, þar sem Siggi átti að vera sjálfur að hlaupa og hún hafði ekki rútumiða til að komast yfir, þeir voru allir uppseldir.

Upprunalega planið var því alltaf að ég yrði ein í Courmayeur, svo það var mjög gaman og fór langt umfram væntingar að hitta þau öll þrjú þar og tala nú ekki um að fá ískalt Egils appelsín. Svo máttu Siggi og Heiða ekki koma inn í íþróttahús.
En yndislegt að fá mömmu til að aðstoða mig <3

Þegar ég kem svo út af stöðinni með mömmu, þá hittum við aftur Sigga og Heiðu og þau búin að kaupa handa mér frostpinna, wow hvað hann var gómsætur bráðnaði alveg í munninum á mér. Hefði sko alveg getað borðað þrjá ha ha ha. Fékk þær fréttir af Berki að hann væri um einni klst á eftir mér svo við Siggi vorum á því að hann myndi ná mér á leiðinni upp næsta fjall ef hann myndi bara stoppa stutt á stöðinni, ég var farin að hlakka til að hitta hann aftur.

Að hlaupa frá drykkjarstöðinni í Courmayeur með íspinna í hendinni 🙂

Hlaupið fer svo í gegnum miðbæ Courmayeur yndislegt að hlaupa fram hjá yndislegu hótelunum sem ég gisti á þarna í sumar og fara í gengum miðbæinn, göngugötuna þar sem ég byrjaði og endaði TOR hlaupið fyrir ári síðan.

Framundan var klifur upp í Refuge Bertone. Enn og aftur var astminn að pirra mig og allir að taka fram úr mér. Ég talaði við Betu í gsm á leiðinni út úr Courmayeur og hún hvatti mig áfram. Upplýsti mig að mér gengi mjög vel og ég væri stöðugt að vinna mig upp um fullt af sætum og væri bara í góðum málum. Ætti alls ekki að láta astmann svekkja mig, halda bara mínum hraða.

Það var því ekkert annað að gera en „áfram gakk“ og sætta sig við það að allir færu fram úr mér. Þegar ég kom upp í Refuge Bertone ákvað ég að stoppa í fjallaskálanum (það var ekki drykkjarstöðin) og kaupa mér tvær Sprite dósir. Var komin í Sprite, þar sem aukaverkanir af Díamox, gera bæði Kók og Fanta mjög vont á bragðið. Drakk eina dósina strax og setti hina í drykkjarbrúsann. Fór svo inn á drykkjarstöðina og tékkaði mig inn, fyllti á vatnsbrúsann, fékk mér smá kaffi í glasið og öfundaði smá þá sem höfðu lagt sig í grasinu, en það var ekki á mínu keppnisplani.

Það var MJÖG HEITT upp allt fjallið, bæði heiðskýrt og mikill hiti. Sem betur fer var ég með Sahara derhúfna mína (sem ég keypti fyrir CCC 2015) og rennbleytti hana í öllum brunnum og lækjum sem ég fann á leiðinni. Ég missti 177 fram úr mér á leiðinni upp í Bertone skálann, astminn að hafa veruleg áhrif ;-(

Eftir Bertone skálann, er bara þægilegur kafli að Bonatti skálanum, sem er uppáhalds skálinn minn á TMB leiðinni. Útsýnið þar er svo magnað og svo góður andi í skálanum. Ég fór því inní skálann og keypti mér eina Fanta dós, þó ég vissi að hún væri ekki góð á bragðið, þá er orkan í gosinu svo góð og fer vel í magann. Kláraði Sprite úr brúsanum, borðaði góða prótein snakkið með og naut útsýnisins. Tók þetta myndbrot þar:

Bonatti skálinn – flottasta útsýnið úr fjallaskála og góður andi í skálanum.
Fyrir utan Bonatti skálann.

Eftir Bonatti skálann er þægilegur flatur kafli með mögnuðu útsýni. Ég tók fram úr nokkrum hlaupurum á leiðinni niður í Arnouvaz. Á leiðinni niður að Arnouvaz sýndi úrið mitt að ég væri búin að ná 100 km. Ákvað að það væri nú tækifæri til að stoppa, taka eina mynd og fagna því 🙂

Komin með 100 km á Garmin Fenix 7X úrinu mínu, tækifæri til að stoppa, taka mynd og fagna því, 22 klst og 36 mín búnar.

Þegar ég kom á drykkjarstöðina í Arnouvaz voru mjög margir sem sváfu á bekkjunum í tjaldinu. Ég settist niður í smá stund og fékk mér smá kjúklingasúpu með spaghettí í glasið og fór á salernið.

Hélt svo bara ferðinni áfram því framundan var að mínu mati erfiðasta fjallið í allri ferðinni, þ.e. Col Ferret skarðið (landamæri Ítalíu og Sviss).

Það var komið síðdegi (16:51) þegar ég yfirgaf Arnouvaz og það var MJÖG MJÖG heitt. Hitinn magnast allan daginn og verður mestur um klukkan 18:00. Ég vissi að þessi brekka yrði krefjandi, en reyndi að hugsa um fallega hluti. Mundi til dæmis þegar við vorum þarna í seinni ferðinni í sumar og höfðum miklar áhyggjur af hundunum sem maðurinn var að leita að og við héldum að hefðu hrapað niður í gilið, en skiluðu sér svo sem betur fer. Hugsaði líka um fallegu konuna sem var að hlaupa í flotta hlaupapilsinu og við spurðum hana hvaða merki hlaupapilsið væri ha ha ha 🙂 Rifjaði líka upp þegar við stoppuðum í Elena fjallaskálanum og ég ákvað í huganum hvað ég ætlaði að kaupa mér þar 🙂

Þegar ég kom svo að Elena skálanum, þá var engin drykkjarstöð þar, svo ég fór bara fram hjá og spáði í það hvort ég myndi ná í súpermarkaðinn í La Fouly, en taldi ekki miklar líkur vera á því. En áfram gakk… 🙂

Komst á endanum upp að Grand Col Ferret skarðinu, sem er á landamærum Ítalíu og Sviss og það kom mér á óvart, núna þegar ég sé það eftir á að ég hafi unnið mig upp um 22 sæti. Ekki var það hraðinn upp brekkuna 🙂

Það var enginn drykkjarstöð þarna á toppnum bara læknar og starfsmenn sem skönnuðu inn BIP númerið með handskanna. Grand Col Ferret er eitt af hæstu skörðum á leiðinni eða um 2.500 metra hæð og á þessum tímapunkti var ég búin með 6.566 m samanlagða hækkun af leiðinni og um 103 km.

Frá skarðinu er mjög langur og krefjandi kafli niður, sem fer í gegnum skóg en er svona „rolling hill“ aðeins upp og niður kafli, en mjög falleg leið. Það var ein tékk inn stöð á leiðinni (sem kemur samt ekki fram í tölfræðinni). Drykkjarstöðin í La Fouly var alveg í hinum endanum á bænum (m.v. hvar við komum niður og þar sem við borðuðum í sumar).

Ég hljóp örugglega fram úr tíu manns í götunni á leiðinni að drykkjarstöðinni þar sem allir voru gangandi. Kom inn í La Fouly í myrkri. Það var yndisleg kona sem tók á móti mér á drykkjarstöðinni, sagði að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hún hitti nokkrum sinnum í hlaupinu, en hún hefur verið sjálfboðaliði í mörg ár.

Ákvað að heimsækja sjúkratjaldið og láta þá kíkja á fæturna á mér, þar sem ég fann að ég var komin með svona „sigg/blöðrumyndun“ á tveim stöðum á hvorum fæti, þ.e. á jarkanum og á stóru tánni. Frábær ungur strákur sem hjálpaði mér og tók mesta siggið með hníf og smurði svo og plástraði tærnar vel, en plásturinn á jarkanum hélst nú ekki mjög vel.

Hann sagði mér svo að það væri hægt að fá nudd í Champex Lac. Ég var orðin spennt að komast þangað þar sem keppnisplanið mitt gerði rað fyrir „powernap“ svefni þar. Fékk skilaboð frá Betu þar sem hún sagði mér að hún hefði séð mig koma inn, þ.e. þegar ég vinkaði í myndavélina.

Stoppaði samt bara í 32 mín í La Fouly. Uppgötvaði þegar ég var búin að ganga svolítið frá drykkjarstöðinni að ég hafði gleymt að fylla á vatnsbrúsana og því ekkert annað að gera en að snúa við og fylla á báða brúsana.

Þegar ég fór frá drykkjarstöðinn ákvað ég að hringja í mömmu og Sigga. Sá að mamma hafði sent skilaboð og spurt hvort ekki væri allt í lagi. Þau voru nefnilega að spá í að koma til Champex Lac og hitta mig þar, en við ákváðum að ég myndi bara stoppa þar ein, leggja mig og því óþarfi að þau kæmu þangað, betra að þau kæmu til Trient sem er næsta stöð eftir Champex Lac, þar sem aðstandendur mega koma inn.

Fram undan var 13,5 km kafli sem ég hafði ekki farið áður, þ.e. frá La Fouly til Champex-Lac. Var því mjög spennt að sjá þennan kafla. Hluti af leiðinni er með snarbröttum hlíðum niður, enda búið að festa keðjur í fjallshlíðinni til halds og trausts.

Það er eins gott að vera ekki syfjaður eða valtur í þessum hlíðum, en þarna var ég búin að vera 27 klst á ferðinni án þess að sofa og búin með um 115 km. Leiðin hélt svo áfram upp á við, og í gegnum skóg og fór svo á mjög grýttan stíg, sem var líka frekar brattur niður. Eins gott að misstíga sig ekki eða detta, þegar maður fór þetta hálfsofandi. Ég fann að syfjan var farin að hellast yfir mig og ég hlakkaði mikið til að komast til Champex Lac og leggja mig.

Hélt ég myndi aldrei ná þessum toppi á milli Fouly og Champex, en það hafðist á endanum og ég var komin þangað inn um klukkan 00:36 aðfararnótt sunnudags. Beta hringdi í mig á þessum tíma, sá þegar ég kom inn og skipaði mér að borða og leggja mig svo. Ég var komin í svefntjaldið og fékk dýnu, tvö ullarteppi, eitt sem kodda og hitt yfir mig, hafði enga lyst eða orku til að borða, langaði bara að leggja mig.

Bað starfsmanninn að vekja mig eftir 15 mín, en Beta skipaði mér að segja 20 mínútur, svo ég sagði henni að vekja mig eftir 20 mínútur. Til öryggis þá stillti ég sjálf gsm símann minn, ætlaði alls ekki að sofa yfir mig. Það tók mig nokkrar mínútur að sofna, en þegar ég sofnaði þá rotaðist ég alveg. Var frekar rugluð þegar starfsmaðurinn vakti mig. Kíkti á símann og sá það voru bara komnar 18 mín ha ha ha. Fór samt á fætur, var skítkalt, fór því bæði í Salomon peysuna mína og jakkann og fór í ullarvettlinga líka. Fékk mér smá súpu að borða með hrísgrjónum sem voru eiginlega ósoðin og vond 😉 Borðaði því bara meira af prótein snakkinu mínu og fékk mér kaffi og hélt svo af stað. Heildarstopp 44 mínútur í Champex Lac.

Tók smá myndbrot á símann minn þegar ég gekk fram hjá vatninu í Champex og rifjaði upp yndislegar stundir þarna, þó ég væri núna þarna í niðamyrkri og mér skítkalt, þá yljuðu minningarnar verulega.

Var svo mikið að reyna að rifja upp leiðina að Trient, en hún hafði einhvern veginn þurrkast úr huga mér. Mundi að það var eitt stykki fjall, en átti erfitt með að muna leiðina, enda fórum við hana ekki með seinni hópnum í sumar, bara fyrri hópnum.

Skyndilega kom hún upp í hugann, mundi eftir hópmyndatöku á veginum sem var einmitt rétt fyrir Plan De L´Au þar sem var tékk-in stöð. Svo fallegi staðurinn þar sem við stoppuðum hjá ungu hjónunum með börnin með ávaxtakökunum og svo búðin og veitingastaðurinn á landamærunum sem Siggi mundi ekki eftir 😉 Allt rifjaðist þetta upp á endanum fyrir mér.

Plan de L´au tékk in stöðin var rétt fyrir mesta klifrið, en ég var þar klukkan 02:23, en tímamörkin voru þar 03:45.

Leiðin sem ég fór núna upp fjallið og í áttina að Trient var samt ekki sú sama og við fórum í sumar, enda var drykkjarstöðin inn í miðju fjósi. Ótrúlega skemmtileg drykkjarstöð og mikil stuðstemning og hávær tónlist þar.

Stoppaði til að fylla á brúsana og fékk mér kaffi, en það var enginn sykurmoli í boði í fjósinu;-) Tékkpunkturinn í La Giéte, var klukkan 04:49 sunnudagsmorgunn og ég hafði eins og venjulega misst fullt af fólki fram úr mér upp brekkuna, eða um 38 manns, enda astminn ekkert að fara 🙂

Var samt aldrei buguð, né brotin og ég hlakkaði mikið til að komast til Trient, vissi að ég myndi hitta mömmu, Sigga og Heiðu þar. Það var því yndislegt að horfa á Trient bæinn af hæðinni um miðja nótt, baðaðan ljósum svo fallegt. Ég kom í bæinn undir morgun eða klukkan 06:08.

Á leið í drykkjarstöðina í Trient, myndband sem Siggi K tók.

Á drykkjarstöðinni skipti ég um íþróttatopp og bol, greiddi á mér hárið, fléttaði mig aftur, tannburstaði mig og reyndi að koma niður einhverjum mat, smá súpu, en aðallega eplum og ávöxtum. Fékk Orangina sem mig hafði dauðlangað í og fékk mér líka Orangina í annan drykkjarbrúsann og vatn í hinn.

Það var yndislegt að hitta þau öll, Jón Ö var með þeim og ég var virkilega hress og algjörlega tilbúin í að klára þessar tvær Esjur, eins og Siggi kallaði tvö síðustu fjöllin, NB annað var í 1.900 m hæð og hitt í 2.000 m hæð ha ha ha .. bara tvær Esjur 🙂

Stoppaði samt bara 32 mín í Trient, má segja að þetta hafi verið mjög skilvirkt pit-stopp svo maður noti samlíkingar við F1. Gat pakkað niður höfuðljósinu, þurfti það ekki meira, enda orðið bjart, en það sem það er skyldubúnaður, þá bar ég ljósið og auka rafhlöður áfram.

Á leið upp frá Trient, síðustu „tvær Esjunar“ fram undan 🙂

Framundan var fyrri Esjan, um 1.900 m hæð. Hugsaði mikið til Erlu minnar sem var þvílíkt kvalin á þessari leið upp fjallið í sumar. Ég var þó bara að berjast við astmann en ekki ógleði á þessum tímapunkti, svo ég hélt bara rólega áfram. Það var enginn lækur né vatnshani á þessari leið í sumar svo það kom skemmtilega á óvart að koma að tékk-in stöð, fyrir utan eina húsið á leiðinni, þar sem ég gat fyllt á vatnsbrúsann. Auðvitað missti ég marga fram úr mér á þessari leið upp.

Komst loksins á toppinn og þá lá leiðin niður að Vallorcine, vissi að þar biðu mín fleiri vinir, svo ég var spennt að komast þangað. Þegar ég kom inn í bæinn, hitti ég Öbbu, Bárð og Guðmund Smára sem tóku á móti mér og gengu með mér í áttina að drykkjarstöðinni.

Guðmundur Smári og Bárður að bíða eftir mér í Vallorcine.
Bárður og Abba að bíða eftir mér í Vallorcine.

Guðmundur Smári mátti koma inn, en ekki Abba og Bárður. Hann var með meira af Oranginu gosinu og óáfengan bjór sem ég fékk mér. Mjög gott að fá bæði bjórinn og appelsínið. Svo sótti hann ávexti fyrir mig, sem ég hafði reyndar litla lyst á, held ég hafi borðað eina eplaskífu.

Hitti svo fyrir tilviljun vin minn Richard Newey á drykkjarstöðinni, en ég kynntist honum í kringum TOR hlaupið í fyrra. Var reyndar mjög hissa að hann væri ekki löngu búin að klára hlaupið, þar sem hann er mun hraðari hlaupari en ég og ekki að berjast við astmann, en hann var að leggja í hann upp síðasta fjallið þegar þegar ég rakst á hann.

Stoppaði í um 27 mínútur í Vallorcine (fór líka á klósettið) svo það stopp var líka mjög skilvirkt, en greinilega margir sem stoppuðu ekkert og því fóru um 21 fram úr mér á þeim tíma. Ég var algjörlega tilbúin í síðustu Esjuna og var farin að sjá markið fyrir mér. Man ég fór að rifja upp við Öbbu og Bárð þegar ég fór í fyrsta skipti út í UTMB CCC hlaupið 2015 og sá UTMB hlauparana koma í mark, að ég hugsaði ONE DAY verð ég þarna, og að í dag væri dagurinn runninn upp, þ.e. ONE DAY is TODAY 🙂

Það er um 3,6 km nokkuð flatur kafli frá drykkjarstöðinni að Téte Aux Vents (Col des Montets), þar sem klifrið byrjar upp síðasta fjallið á toppinn Téte aux Vents. Náði að fara fram úr um 49 manns á þessum kafla, enda í góðum gír eftir að hafa fengið flotta hvatningu frá vinum mínum. Hitti Richard aftur þarna þar sem klifrið var að byrja og uppgötvaði þá að ég var búin að skila af mér öllum gelum. Var á þessum tímapunkti til í að reyna aftur að koma niður einu orkugeli fyrir síðasta klifrið.
Fékk fyrst létt sjokk, þegar ég sá að tímamörkin í La Flégére voru klukkan 14:45 stóð á stóru skilti og klukkan var um 11, mér fannst klukkan vera meira, og hugsaði shit, hvað ef ég næ þessu ekki, ég er komin í síðustu brekkuna, hvað ef astminn mun hrjá mig og ég næ ekki síðustu tímamörkunum púff .

Svo leit ég á klukkuna og sá hún var bara 11 og hugsaði, að ég hlýt að ná þessu, get ekki verið svona lengi, þarna upp eftir og ákvað að spyrja Richard hvort hann ætti auka gel handa mér. Hann gaf mér tvö SIS epla gel sem ég greip fegins hendi. Á samt tíma kom einhver hlaupari, sem vildi endilega gefa mér GU fljótandi kaffigel, heyrði þegar ég spurði Richard og ég greip það líka fegins hendi.

Mig hefur alltaf langað að prófa þetta fljótandi GU gel, Gúa vinkona var búin að segja mér frá því og það var virkilega gott. Það var örþunnt, eins og ég væri að drekka kaffi og fór mjög vel í magann á mér. Stundum birtast bara svona englar á örlagastundu <3 svo ég tók ekki inn SIS gelin frá Richard, bara þetta GU kaffigel.

Mér leið því nokkuð vel upp fjallið, auðvitað voru allir að taka fram úr mér, út af astmanum, en þegar ég komst á slétta kaflann, var komið að mér að taka fram úr öllum. Ég bara hljóp og hljóp, reyndar stoppaði til að fá eina mynd við La Téte Aux Vents..

Hélt svo áfram að taka fram úr fólki og nú var ég farin að sjá markið í Chamonix enn betur fyrir mér.

Rétt áður en ég kom að La Flégére sem er stór skíðalyfta fyrir ofan Chamonix, kom Nick Gísli á móti mér. Ég bölvaði síðustu brekkunni en fagnaði félagsskapnum. Spurði Nick hvort hann væri ekki örugglega með sólarvörn á sér, þar kom „mamman“ upp í mér, en nei hann hafði gleymt aftur að setja á sig sólarvörn ha ha ha, hann sem hafði fengið þvílíkan sólbruna í OCC hlaupinu tveim dögum áður.

Myndin sem Nick tók af mér upp allra síðustu skíðabrekkuna að La Flégére.

Hann sagði mér að vera dugleg að borða í tjaldinu, en ég fékk mér bara að drekka og hélt svo áfram svo ég týndi honum. Var komin í La Flégére klukkan 13:46 eða 1 klst á undan tímamörkunum þar.

Þá var bara síðasta niðurhlaupið eftir, fann ég var svo sem ekkert alveg með ferskustu lærin í það, en var samt að hlaupa, ekki ganga ha ha ha. Rétt áður en ég kom að La Floria fyrir ofan Chamonix kom Börkur á móti mér.

Börkur hefur alltaf tekið á móti mér þegar ég hef komið í mark í Chamonix, og hann klikkaði ekki á því frekar en fyrri daginn. Því miður þurfti hann að hætta í hlaupinu í Courmayeur. Honum fannst ég hin hressasta og spurði hvort ég væri bara búin að hlaupa 5 km ekki 165 km? ‘Ég var nú alveg ánægð að fá þetta hrós frá vini mínum 😉

Þegar ég kom í La Floria hitti ég líka Öbbu, Bárð og Guðmund Smára. Abba spilaði fyrir mig lagið „Top of the World“ og „FLOTT“ og „Ég er komin heim“ .. svo yndislegir vinir og gerði síðasta niðurhlaupið svo eftirminnilegt og skemmtilegt. En hún tók líka myndband og var LIVE á Facebook 😉

Hljóp svo inn í miðbæ og fékk þvílíkar móttökur. Guðmundur Smári lét mig hafa íslenska fánann þegar ég var komin að göngugötunni og það var svo góður vindur að fáninn blakti svo fallega og vakti mikla athygli.

Fékk þvílíkt góðar og flottar móttökur frá vinum mínum og hljóp í gegnum haf af fagnaðarlátum og þetta móment að hlaupa með íslenska fánann blaktandi að kirkjunni og markinu í Chamonix var magnþrungið, mig skortir orð til að lýsa þessu – munið ONE DAY IS TODAY.

Að sjálfsögðu var svo Haddýjar hoppið tekið í markinu. Að skála í ísköldu Egils Appelsíni var svo alveg toppurinn á ísjakanum og að fá mömmuknús <3 <3 <3 það var best.

Fékk svo MONTVESTIÐ eins og ég hef kallað það frá því ég fékk CCC vestið mitt 2015, þ.e. Hoka Finisher vestið og að sjálfsögðu tók ég fleiri myndir í vestinu.

Börkur minnti mig svo á að fara aftur í „after“ myndatökuna hjá Alexis Berg, annars hefði ég pottþétt gleymt því.

Kom í mark eftir 45 klst 6 mínútur og 25 sekúndur. Var í 1.540 sæti allra keppenda, vann mig upp um 933 sæti frá ræsingu. Var í 18 sæti í aldursflokki og 104 konan í mark. Ánægð með það, þar sem brottfall kvenna í hlaupinu var 43% og heildarbrottfall var 32% og konur voru bara 9% allra þátttakenda.

ÞAKKIR:
Takk elsku mamma fyrir að koma með mér út og hvetja mig allan tímann. Takk elsku Óli fyrir að sýna mér alla þolinmæðina og stuðninginn og fyrir að koma út á milli ferða í sumar. Takk elsku Beta fyrir öll plönin og allan stuðninginn í sumar og á meðan á keppninni stóð. Takk kæru vinir, Siggi Kiernan og Heiða, Guðmundur Smári, Börkur, Abba og Bárður og Jón, Nick, Ásgeir, Valgerður, Matthildur, Hildur og Brynja fyrir hvatninguna og aðstoðina úti.

Takk kæri Biggi Coach fyrir styrktaræfingar og andlegan stuðning og hvatningu. Takk @alparnir fyrir frábæran SALOMON búnað, fullyrði að þetta eru bestu trailhlaupavörur í heimi. Takk @baetiefnabúllan fyrir góða næringu og takk @eyesland fyrir mjög góð sólgleraugu bæði með og án stækkunar. Takk kæri Dóri sjúkraþjálfari fyrir að halda skrokknum gangandi.

Takk kæru samferðarmenn í UTMB og TMB ferðunum fyrir samveruna og innilegar hamingjuóskir með ykkar hlaup öll sömul.

Takk kæru vinir sem hvöttuð mig áfram bæði fyrir og á meðan og á eftir keppni fyrir yndislega hvatningu, þykir vænt um hverja eina og einustu þeirra <3 <3 <3

ágúst 28, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

„Before and After“ með Alexis Berg

by Halldóra ágúst 26, 2022

Ljósmyndarinn Alexis Berg hafði samband við mig í gegnum Instagram og bauð mér að taka þátt í ljósmyndaverkefni sem hann var að vinna og gekk út á taka myndir fyrir hlaupið og svo eftir.

Ég fór með mömmu til ljósmyndarans klukkan 11, föstudaginn 26. ágúst, en hlaupið var ræst klukkan 18:00 sama dag.

Ég mætti í hlaupafötunum og með númerið og hlaupavestið, vissi ekki betur, en allir hinir sem voru á staðnum voru ekki með hlaupanúmerið eða vestið á sér 🙂

Sjá nokkrar myndir hér:

Börkur minnti mig svo á að fara í myndatökuna eftir að ég kom í mark, annars hefði ég pottþétt gleymt því.

Sjá smá afrakstur hér:

ágúst 26, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMB ágúst 2022

by Halldóra ágúst 11, 2022

D1 Föstudagur 5. ágúst – 16 km – 1.312 m hækkun

D2 Laugardagur 6. ágúst – 29 km – 1.622 m hækkun

D3 Sunnudagur 7. ágúst – 15,33 km – 1.479 m hækkun + 11,62 km 907 m hækkun

D4 Mánudagur 8. ágúst – 21,79 km 1.198 m hækkun (+ganga 2,09 km)

D5 Þriðjudagur 9. ágúst – 24,31 km 1.976 m hækkun

D6 Miðvikudagur 10. ágúst – 18.56 km 942 m hækkun

Heimferðardagur Fimmtudagur 11. ágúst 5,94 km 1.004 m hækkun (VKM)

ágúst 11, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Chamonix með Óla á milli TMB ferða

by Halldóra ágúst 4, 2022
Gallery not found.

ágúst 4, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMB júlí 2022

by Halldóra júlí 30, 2022

D1 Sunnudagur 24.júlí – 16,27 km – 1.311 m hækkun

D2 Mánudagur 25.júlí – 31,24 km – 1.649 m hækkun

D3 Þriðjudagur 26.júlí – 13,18 km – 1.105 m hækkun

D4 Miðvikudagur 27.júlí – 21,35 km 956 m hækkun (+ganga 2,09 km)

D5 Fimmtudagur 28.júlí – 28,3 km 1.853 m hækkun

D6 Föstudagur 29.júlí – 20.26 km 1.029 m hækkun

júlí 30, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Sumarfrí 2022 – hringurinn á 4 dögum

by Halldóra júlí 12, 2022

xxx

DF9B76E1-1F95-4EC7-8B6E-69D884154EE0
8B19331C-ACA3-4D80-A849-2F3FF1B73CCA
8B76D825-A03C-438A-A573-6E3224330E53
DFF25BE6-2DD6-4321-B610-B0B41D38A9BC
2F393BEB-BD85-467B-94D3-8BC094891787
982DE6EA-DFE1-4CAD-A4A0-DAF13FD09EF6
FA6AA693-ED74-41BB-BCF8-40E317C94CCF
FF5F0C35-F669-484C-873B-F2DA0DA4D19C
535FDA3B-CECC-458F-A2AD-3BDEACAF67CC
76585C50-2551-4D70-B330-7B93098019ED
A65B9791-DB6F-4E4A-A903-8B97E7489826
B7755EF2-78BC-45A6-822F-E37752E79674
DA9445EF-9B38-46CA-A01C-81FDFD15A6C3
8A4317BA-24F0-4970-A17F-B9A0F033E011
2A981EE7-6BC4-4CFB-8334-9AB6992E4B9A
CA9817CD-3CEB-4B41-9670-B4A33CF8D23E
12D6BA8C-0A92-4B06-9AFD-2CBD1EFAF1CA
4F9195CC-E36C-420B-A4A5-0B2A76357FF0
1ACB435B-676F-4501-A40A-3A2F20B04461
285C2B15-B465-461A-AE4E-A1EBAA02306A
D068282A-6C2F-4585-84F4-6AF01E219DD3
7ABDB73F-3CD4-44A4-A3C3-5A136E11B377
29D79CBD-0382-48E9-98DB-49D7A076CDED
FF41A762-F019-47A5-8FD6-3A109F537873
2B95192E-4D5B-4024-B9A6-5EE62CBF136B
B9397A79-2A7D-4248-83D9-F5D62B27FC84
2B22D3B8-F45E-4937-A2AB-C1763A09748D
1F23E02C-1D2E-4DEF-8B10-435804CF3D7A
júlí 12, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Sumarfrí 2022 – Landmannalaugar og Þórsmörk

by Halldóra júlí 12, 2022

xxx

2A229D28-177D-45D7-A66F-6299DF4A9120
BCDD2BFF-FE5B-41EB-A429-37B08F3B06FB
85CA2979-ABB7-4B70-8959-B528A576ED09
FB6A4656-CEBB-45E2-9A71-D79A1863C492
E06B0F21-D077-4830-9CC3-9008C96A1AD1
4B4722F7-9D14-4FC8-A064-5521CB555F7C
894DDDDB-9E72-4998-835B-7C9492884B93
8E19480B-9096-4256-8DA9-901D809ABA7C
366FDF50-3820-4341-B7A6-3A40E08B2605
9BB1F63F-654C-4A14-9263-F5F0F497D6F9
B8C45B4D-C9A0-4D88-9BAE-560A4AC794D0
037DC254-DC85-46F0-A6EC-FA017BBB58A7
50A030B0-BCE4-4479-898C-AC50DA8258CF
DAF43F33-CEEE-4D1E-A0AB-44A0551098F3
47420A54-495B-4EF8-9C68-CC27878F0B0D
9FA9677B-0ACE-4AB4-B820-C70557C33D78
35701E24-903D-4E2A-A77C-FB0A91CAAA40
CE642A45-E220-46DF-AC9F-9FD40A0B32EF
7E38FEEE-E0BF-4117-BA91-326AE5047FE4
B1ECF6E2-AA78-4B79-8892-87A0D8D9AA78
B32B6CC9-798B-4E86-9A9D-D35119876E73
87495CFA-FE6B-4E76-8D02-F25BF16CFCE5
D5B3FA30-B610-443A-ADE3-09C5B3D2B4F7
ABA7BB8B-2EF0-4BEB-A463-E1D5DB1ED6EB
8468BA67-67F2-4F8C-B74C-947D221E5527
02C2B507-489F-480C-BBEB-EA9E5ECE6B31
E06E61C0-707A-4BD5-A43A-7725191179B6
AF9E5826-0028-4C1C-A110-9D1E6CDA24F4
364D0A93-BCFB-4FBB-8AE8-07A63D961EA9
321F839A-F4E2-491B-A3B6-BA3A7108A66D
DD0E4FD3-F690-49FE-A64E-520E8B4C9C89
662FE3BB-BC62-4270-BB96-5947209B950C
73B35749-E19D-4999-8748-26A445E824CC
8727D009-870E-4C25-ACC8-637496DD6120
4A446B14-7A78-4386-A6E1-33D87AD81DFB
4AF2F4FB-743E-4553-BB7C-206F8B77EFBD
9AF4B6B0-AA2B-4323-9068-B680E2383666
0C0DFC5B-9892-4C41-BFEA-30C4C4ED69D5
33CBC6B0-EF0F-42A2-A3BD-2C87CFB0408B
0F58CB62-5521-4678-9951-406FCA9760DC
C4306A03-A4DE-452B-BD96-1156D91DB10F
E7ED63B4-6FE8-4739-952E-77F4252670B9
18676671-2D1B-40A7-B411-7C871D3A8B4B
D21EAA05-69E6-4ABE-A4EB-FF592940B1FF
F1D28E75-ABFA-4ABB-8C1F-B65BFBF0BC12
AFC20230-C194-4DE3-9F35-F9076190DE02
D19A7C02-496F-4F77-851B-1E8A78AC12D2
9998083C-888B-4B5B-9055-22B77D6A477F
6A1AAEB7-361F-436E-9BBD-100780C02395
957933B7-1133-483F-9208-8EAF523ECBA9
529860D4-44B6-4D93-B975-74875AC2EE82
83E6510E-874D-45FB-B04E-3538A16F1CDA
043CB7F1-F8F1-46F1-AB1E-01B71C6E949D
B13A3ED3-0D69-4D61-BE5C-E1B85BF2754D
BCA67DFA-5283-4734-A159-E8B5AC3B29CD
D218CE26-F078-4C97-B2EC-C1956717540F
A2F47E2A-91F4-438B-AE4F-95DBE91CE682
079BBBF1-5ECC-49F5-8387-0A30D1F96298
5A4EF4A6-D714-4867-A2BA-272AE1549D7E
D024B803-78D4-4F39-A4C5-7C7748FF9F5B
3ACC80EF-F466-4F4F-AAAD-FDC21B5A8083
7F84911A-98E0-4C8E-A4C8-9EB9CB006AB8
F874122D-EC68-420A-BEE5-7BBD5A83A13B
33A1DCDB-2F80-4F49-8F71-E10012550148
099A1999-BA76-431B-9224-529D92D1C421
júlí 12, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Chicago 2022

by Halldóra júní 26, 2022

Fór til Chicago með Kristó um helgina, en þetta var bæði í fyrsta skipti sem ég flaug með honum og í fyrsta skipti sem ég fór til Chicago, en hafði einu sinni bara millilent á flugvellinum.

Við fórum út með seinni vélinni á föstudagskvöldið, 24. júní klukkan rúmlega 20. Óli skutlaði mér út á flugvöll. Vorum komin á hótel í Chicago klukkan 23:30 á staðartíma (munar 5 klst – þ.e. þá 04:30 á íslenskum tíma).

Við kíktum samt aðeins í bæinn, ætluðum á ROOFTOP en það var búið að loka, svo við náðum að kíkja á einn bar. Garðarnir voru lokaðir klukkan 23 svo við máttum ekki kíkja á Baunina.

Vorum svo komin aftur uppá hótel bara um klukkan 01:00 og ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann.

LAUGARDAGUR 25.06.2022
Vorum vöknuð um klukkan 08:00 og farin út að hlaupa klukkan 08:40. Skoðuðum ströndina og hlupum út að söfnunum og svo fram hjá Bauninni og flottum gosbrunni. Fyrst viðraði mjög vel, svo fengum við nokkra dropa, sem endaði með úrhellis rigningu. En það sem það var frekar hlýtt, þá var ekkert mál að hlaupa í rigningunni. Komum við hjá Bauninni og tókum myndir af okkur þar, gaman að sjá þetta flotta listaverk.

Fengum okkur svo morgunmat á Starbucks og tókum með okkur uppá herbergi, þar sem heit sturta var eina sem skipti máli og að komast í þurr föt. Svo hentum við okkur aftur út, kíktum í Target og nokkrar aðrar búðir. Nike búðin er mjög flott í Chicago. Að sjálfsögðu fengum við okkur svo Mc Donalds, Big Mac. Enduðum svo í Arkitektúr siglingu á ánni, sem var mjög fræðandi og skemmtileg og sem betur fer rigndi ekkert á okkur þar. Eftir siglinguna fór Kristó uppá hótel að hvíla sig smá og hafa sig til, en ég skellti mér að kaupa ostaköku í Chessecake til að taka með mér heim handa Óla og Hafrúnu.

Vorum svo sótt á hótelið klukkan 20:30, svo dagurinn var vel nýttur. Flugið heim gekk vel og við lendum á Íslandi um klukkan 09:30 á staðartíma, þ.e. á sunnudagsmorgni. Ég náði að sofa þó nokkuð í vélinni en tók samt um 90 mín kríu, þegar ég kom heim.

Það var virkilega gaman að fara með Kristó þó það væri bara ein nótt og einn dagur og gaman að sjá hversu öruggur og fumlaus hann er í starfinu.

Sjá myndir úr ferðinni hérna:

júní 26, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Íþróttaferilsskrá Halldóru Proppé

by Halldóra júní 20, 2022

Er reglulega spurð um þær keppnir og hlaup sem ég hef tekið þátt í og þá á hvaða tíma ég kláraði.

Þar sem mín markmið ganga alltaf út á númer eitt að komast að ráslínu, númer tvö að klára, númer þrjú að hafa gaman alla leið og númer fjögur að bæta minn eigin tíma, ef ég hef farið í sömu keppni áður, þá man ég aldrei hverjir þessir tímar eru, svo ég þarf reglulega að fletta upp í Íþróttaferilsskránni minni (Athletic CV) sem er hér að neðan. Hún var upphaflega búin til þegar ég fór í fyrsta skipt í Vasaloppet til að reyna að komast í fremri ráshóp, var þá spurð hvort ég ætti íþróttaferilsskrá 🙂

Ákvað því bara að setja hana inn á heimasíðuna mína, svo ég geti verið fljótari að fletta upp keppnum og tímum 🙂

júní 20, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissaga

Salomon Hengill Ultra 2022

by Halldóra júní 4, 2022

Mér fannst svo frábært þegar Einar Bárða kynnti næturútgáfu af Hengli Ultra, þar sem ég er svolítil Ugla í mér og elska næturhlaup. Oft er líka meira logn og gott að hlaupa með sjálfum sér að nóttu til. Ég ákvað því að slá til og skrá mig í 26 km Hengil Ultra miðnæturútgáfa.

Hlaup var ræst klukkan 22:15 og það var bara ágætis spá. Ég var reyndar komin mjög snemma í Hveragerði, þar sem Friðleifur bað mig að skutla Max sem var að kenna okkur á hlaupaþjálfaranámskeiði á vegum FRÍ. Ég var því bara komin um átta leytið um kvöldið og reyndi bara að hvíla mig aðeins í bílnum.

Svo komst ég að því að höfuðljós var skyldubúnaður, svo ég í miklu sjokki hringdi í Hjört þar sem ég vissi að hann væri á leiðinni í Hveragerði í 100 km hlaupið, og kannaði hvort hann ætti auka höfuðljós, sem hann átti og reddaði mér því þannig.

Einar plataði mig svo í útsendingu, TV LIVE, en hann var með mjög flotta umgjörð og útsendingu sem var beint á mbl.is alla helgina. Ég klæddi mig því í tíma, og fór í útsendingu með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara í 10 km hlaupið með Helgu Maríu vinkonu.

100 km hlaupið var ræst fyrst, svo 53 km og svo vorum við þ.e. 26 km og það endaði með 10 km ræsingunni. Þegar það var búið að ræsa mig og ég komin út götuna, uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að taka inn Ventolyn asma sprayið mitt. Hugsaði því mikið hvort ég ætti kannski bara að snúa við og sækja það, en ákvað að halda bara áfram. Var svo mikið að hugsa um þetta, en þegar ég var komin að klifrinu þá hugsaði ég að það þýddi ekki að svekkja sig meira á þessu, þetta færi í reynslubankanna og vonandi myndi mér bara líða vel í klifrinu upp frá Reykjadalnum.

Hlaupið gekk mjög vel, ég fann ekki mikið fyrir asmanum og mér fannst stígarnir mjög góðir. Það var mjög hlýtt, alveg uppá topp, en þá kólnaði verulega út af mótvindi, en ég nennti ekkert að fara í jakkann, hann var bara í Salomon hlaupavestinu mínu.

Ég hljóp með stafi og var mjög ánægð með það og leiðin til baka gekk líka vel. Reyndar voru engnir starfsmann alla leiðina niður og þegar ég kom að kaffihúsinu var ég í smá vandræðum að finna réttu leiðina til baka, en notaði svo fína GARMIN úrið mitt og þá að sjálfsögðu fór ég á réttan stað. Var mjög ánægð að vera með leiðina í úrinu, enda elska ég GARMIN úrið mitt.

Það var aðeins farið að rökkva þegar við komum til baka, en ég nennti ekkert að sækja höfuðljósið, ákvað bara að nota UGLU augun mín og ég fann mest fyrir rökkrinu þegar maður hljóp í gegnum skóginn síðasta kaflann.

Það var mjög gaman að koma inní bæinn, en þar sem komin var nótt var ekki mikið af fólki að hvetja eða klappa fyrir manni þegar maður kom í mark. Þá reddar maður sér bara ljósmyndara sem tekur mynd af Haddýjar hoppinu.

Ég kláraði á 03:01:49 sem var 13 sæti kvk overall af 34 kvk. Fékk svo þær upplýsingar eftir á að ég hefði verið í 5 sæti í aldursflokki af öllum kvk sem tóku þátt í 26 km hvort sem er miðnætur eða dagsútgáfa, en ég hafði nú sjálf ekki fyrir því að gera þá greiningu 🙂

Sjá heildarúrslit hér: https://timataka.net/hengillultra2022/

júní 4, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • …
  • 36

Nýlegar færslur

  • NýársEsja 2023
  • Áramóta íþróttaannáll 2022
  • Gamlárshlaup 2022
  • Þorláksmessusund 2022
  • Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • janúar 2023
    • desember 2022
    • nóvember 2022
    • september 2022
    • ágúst 2022
    • júlí 2022
    • júní 2022
    • maí 2022
    • apríl 2022
    • mars 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • október 2021
    • september 2021
    • ágúst 2021
    • júlí 2021
    • maí 2021
    • apríl 2021
    • mars 2021
    • febrúar 2021
    • janúar 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • júní 2020
    • maí 2020
    • apríl 2020
    • mars 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • ágúst 2019
    • júlí 2019
    • júní 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • nóvember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • ágúst 2018
    • júlí 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • apríl 2018
    • janúar 2018
    • janúar 2017
    • september 2016
    • ágúst 2016
    • júlí 2016
    • júní 2016
    • mars 2016
    • nóvember 2015
    • ágúst 2015
    • júní 2015
    • febrúar 2015
    • nóvember 2014
    • ágúst 2014
    • október 2013
    • september 2013
    • ágúst 2013
    • júní 2013
    • maí 2013
    • apríl 2013

    Flokkar

    • Daglegt líf
    • Fjallahlaup
    • Fjallaskíði
    • Fjallgöngur
    • Gönguskíði
    • Hjól
    • Hlaup
    • Ísklifur
    • Kajak
    • Keppnis
    • Keppnissaga
    • Sjósund
    • Skíði
    • Sund
    • Veiðar
    • Þríþraut

    Um mig

    Um mig

    Halldóra Gyða

    Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

    Verum í sambandi

    Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

    Nýlegar færslur

    • NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023
    • Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022
    • Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022
    • Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022