Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Daglegt líf

      Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022

      Daglegt líf

      Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

      desember 11, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Fjallahlaup

      Fréttablaðið 07.09.2022

      september 7, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 2022 – tölfræði vegna UTMB 100 mílur

      ágúst 31, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Fjallahlaup

      „Before and After“ með Alexis Berg

      ágúst 26, 2022

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

      Keppnissaga

      Stjörnuhlaupið 2022

      maí 22, 2022

      Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Daglegt líf

      Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022

      Daglegt líf

      Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022

      Daglegt líf

      Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

      desember 11, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023

      Fjallahlaup

      Fréttablaðið 07.09.2022

      september 7, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 2022 – tölfræði vegna UTMB 100 mílur

      ágúst 31, 2022

      Fjallahlaup

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Fjallahlaup

      „Before and After“ með Alexis Berg

      ágúst 26, 2022

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

      Keppnissaga

      UTMB 26.-28. ágúst 2022 Keppnissaga

      ágúst 28, 2022

      Keppnissaga

      Salomon Hengill Ultra 2022

      júní 4, 2022

      Keppnissaga

      Stjörnuhlaupið 2022

      maí 22, 2022

      Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Author

Halldóra

Halldóra

Daglegt lífGönguskíði

D1: Ferðast um Snæfell á ferða- og fjallaskíðum

by Halldóra apríl 28, 2022

Við lögðum bílunum okkar uppá Fljótsdalsheiði og komum farangrinum okkar fyrir í trússbílnum sem fór með hann að Laugafelli.

Gengum á ferðaskíðunum okkar um Fljótsdalsheiðina, í mjög fínu veðri. Það var mikið útsýni á leiðinni. Snæfell beint a móti okkur, við sáum Eyvindar fjöll á hægri hönd og toppinn á Herðubreið kíkja a milli Þrándarjökuls á vinstri hönd en hann mun að öllum líkindum hverfa á okkar ævi. Ef við litum til baka sáum við Hött, Sandfell og Skúmhött í Fljótsdal.

Ganga dagsins voru tæpir 19 km og við komum í skálann að Laugafelli sem er mjög flottur skáli um þrjú leytið.

Eftir teygjur fórum við í heita pottinn, náttúrulaug á staðnum, sem er mjög flott og fengum svo gómsæta kvöldmáltið.

Frábær dagur og kvöld á fjöllum.


apríl 28, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Stjórnendadagur Reykjavíkurborgar 2022

by Halldóra apríl 27, 2022

Fékk þann heiður að hvetja stjórnendur á stjórnendadegi Rvk.borgar 2022 í Hörpu.

Hér að neðan er ávarpið:

Árið 2009 fór ég í Detox ferð til Póllands. Þar byrjaði ég að hreyfa mig, ganga um í skóginum og tók þá ákvörðun að breyta um lífsstíl bæði hvað varðar matarræði og hreyfingu.

Eftir að ég kom heim skráði ég mig í frábæran hlaupahóp sem hét „Bíddu aðeins“, byrjaði á að ganga og hlaupa á milli ljósastaura, setti mér markmið.

Mér finnst mjög mikilvægt að hafa skýr markmið í vinnunni og í einkalífi. Það að hafa skýra framtíðarsýn eins og við höfum hjá REYKJAVÍKURBORG skiptir megin máli. Við erum til dæmis nýbúin að setja okkur VELFERÐARSTEFNU sem við erum mjög stolt af.

EN það er ekki nóg að marka stefnu það þarf einnig aðgerðaráætlun (eins og við höfum gert) til að ná árangri.
Þegar ég breytti um lífsstíl var fjarlægur draumur að taka þátt í Laugavegshlaupinu (frá Landmannalaugum inn í Þórsmörk) 55 km og að hlaupa heilt maraþon 42,2 km.

Árið 2011 lét ég báða þessa drauma rætast, en til þess þurfti ég að brjóta verkefnið niður í fjölmargar æfingar og fór á námskeið.

Þegar einu markmiði er náð hvort sem er í starfi eða leik, þá þarf að setja nýtt . Ég skráði mig því í Ironman keppni haustið 2011 sem samanstendur af 3,8 km sundi, 180 km hjólreiðum og heilu maraþoni. Ég sem kunni ekki einu sinni að synda skriðsund😊

Ironman markmiðið náðist og ég fagnaði þeim árangri í nóvember 2012 í Cozumel í Mexíkó með yndislegum vinum.

Öll mín markmið tengjast útivist, hreyfingu, vináttu, jákvæðni og gleði.

Við glímum oft við erfið verkefni í störfum okkar og áskoranir.
Þetta getur tekið á og stundum langar okkur hreinlega að gefast upp.

Við höfum mörg upplifað það sama í einkalífinu, við förum af stað með krafti og svo koma einhverjar áskoranir jafnvel hindranir.

Ég þekki þetta af eigin raun, hef fengið brjósklos, handleggsbrotnað í Bláfjallagöngu, dottið af hjóli sem kostaði 10 daga spítalavist en ég hélt ótrauð áfram og gafst ALDREI upp.

VALIÐ ER OKKAR. Ætlum við að standa upp og koma til baka sterkari eða ætlum við að gefast upp, leggjast aftur upp í sófann.

Þegar mér bauðst að synda boðsund með Marglyttunum yfir Ermasundið 2019, þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um.
Þetta var MJÖG STÓR áskorun.

ÁSKORUNIN var sú að ég óttaðist KULDANN í sjónum VERULEGA.

Til að takast á við áskorunina leitaði ég að styrkleikum mínum og komst að því að ég ER GRJÓTHÖRÐ og JÁKVÆÐ.
Þegar ég gekk út í ískaldan sjóinn í Nauthólsvík á fyrstu æfingunni í maí 2019 þuldi ég möntruna mína: Ég er GRJÓTHÖRÐ, ég er JÁKVÆÐ, ég er GRJÓTHÖRÐ, ég er JÁKVÆÐ.

Þessa möntru hef ég einnig notað í starfi þegar ég er að takast á við erfið verkefni.

Eftir smá stund, langar mig að biðja ykkur um að standa upp og HUGSA HVERJIR ERU STYRKLEIKAR MÍNIR 2-3 LÝSINGARORÐ OG SVO AÐ DEILA ÞEIM MEÐ SESSUNAUTI YKKAR !!

Kæru samstarfsfélagar, það að vera stjórnandi á tímum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu er HEIL MIKIL ÁSKORUN, JAFN MIKIL ÁSKORUN og að takast á við ný og krefjandi verkefni í einkalífinu.

Hvet ykkur til að eignast ykkar eigin möntru og þið munið fagna árangri.

apríl 27, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHlaupKeppnissaga

ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

by Halldóra apríl 21, 2022

Tók þátt í mjög skemmtilegu ÍR hlaupi á sumardaginn fyrsta, þar sem maður gat hlaupið á stuttermabol í fyrsta skipti í mjög langan tíma.

Ákvað að taka aðeins á því, en alls ekki of mikið því ég vil ekki lenda í meiðslum og er ennþá að láta rifbeinið gróa. En ákvað að hafa gaman alla leið og tók upp skemmtilegt myndband þ.e. tók upp allan hringinn á DJI græjuna mína 🙂 Sjá afrakstur hér að neðan.

Fékk þessar skemmtilegu myndir sendar frá vini sem ég varð að leyfa að fylgja með ha ha ha – fyrst var bara gleði, en svo tekið á því i´endasprettinum 🙂

Fyrir þá sem hafa áhuga á tölum og slíku þá var ég í 9 sæti af 28 konum í 50- 60 ára. Var í 54 sæti af 172 konum sem tóku þátt alls. Var í 237 sæti af 423 heildarþátttakendum í hlaupinu.

apríl 21, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Keppnis

Snæfellsjökull páskar 2022

by Halldóra apríl 20, 2022

Var að leika mér að því að klippa stutt myndbrot eftir fjallaskíðaferð á annan dag páska upp á Snæfellsjökul.

apríl 20, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Snæfellsjökull – annar í páskum 2022

by Halldóra apríl 18, 2022

Loksins kom sólin og þá skelltum við okkur uppá Snæfellsjökul á fjallaskíði í frábærum félagsskap yndislegra vina. Hópurinn hefur fengið nafnið „TEAM JÖKLA“.

Leyfum myndunum að tala sínu máli.

apríl 18, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Föstudagurinn langi 2022

by Halldóra apríl 15, 2022

Það rigndi frekar mikið á föstudaginn langa, himnarnir grétu hreint út sagt. Við tókum því langan spjallmorgunmat áður en við hentum okkur í GORETEX fötin og ætluðum að fara hringinn í kringum Kirkjufellið um 6 km leið.

En þar sem það var ekki bara rigning heldur líka rok ákváðum við að byrja á að fara í bíltúr og skoða Snæfellsjökulsþjóðgarðinn. Fyrst kíktum við á Írskrabrunninn. Fórum þaðan á ströndina, Skarðsvík Beach, tókum sjósundsfötin með en okkur fannst ekki alveg nógu hlýtt. En þar var einn á brimbretti, reyndar í blautgalla. En ofboðslega falleg þessi strönd og örugglega meiriháttar þarna á fallegum sumardegi. Fórum svo og skoðuðum Fálka á Öndverðarnesi, þar var líka brunnur og viti. Enduðum svo á að skoða Svörtuloft vitann, en þar gerist hluti bókarinna Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Mjög fallegt þar að horfa á hraunið og á góðum degi hefði verið fallegt að horfa líka á Snæfellsjökul. En við ímynduðum okkur það bara.

Á bakaleiðinni var áð á veitingastað í Ólafsvík, eini staðurinn sem var opin á öllu norðanverðu nesinu á föstudaginn langa. Fengum þar mjög gómsæta súrdeigs pizzu sem við getum klárlega mælt með.

Eftir að hafa náð að þurrka okkur og skipta um föt, brunuðum við Óli í bæinn, þar sem það var Laugavegshlaupaæfing daginn eftir á Hólmsheiðinni.

Takk elsku Iðunn og Stefán Bragi fyrir höfðinlegar móttökur, Kirkjufellið og kajakferðir bíða eftir okkur í næstu ferð og þá förum við líka út í eyjarnar 🙂

apríl 15, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Skírdagur 2022 – hjólaferð

by Halldóra apríl 14, 2022

Áttum yndislega tvo daga í sveitinni hjá Iðunni og Stefáni Braga vinum okkar á skírdag og föstudaginn langa.

Hjóluðum um sveitina um Berserkjahraun á skírdag, frábær em krefjandi hjólatúr. Ég fór mjög varlega út af rifbeininum, en bæði Óli og Iðunn flugu á hausinn.

Fórum svo í sund í Stykkishólmi í heita og kalda pottinn og kíktum á Sjósundsaðstöðu Hólmara. Fórum svo í bíltúr í Grundarfjörð til að skoða hvort hægt væri að ganga í kringum Kistufellið og tókum nokkrar myndir á leiðinni.

Sjá myndaalbúm hér að neðan.

apríl 14, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupGönguskíði

Halldóra óstöðvandi

by Halldóra apríl 11, 2022

Hér að neðan er grein sem birtist í Morgunblaðinu 11. apríl síðastliðinn. Sjá hér á mbl.is

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur verið óstöðvandi síðan hún komst á hlaupabragðið 2011 og að undanförnu hefur hún líka látið á sig reyna í skíðagöngu. „Ég er vel gift, æfi fyrir og eftir vinnu og æfingar og keppni eru mín skemmtun, minn félagsskapur, mitt líf. Ég elska að takast á við nýjar áskoranir.“


Ekki verður annað sagt en að skammt sé stórra höggva á milli hjá Halldóru. Í fyrrahaust setti hún persónulegt met þegar hún lauk 350 km fjallahlaupinu Tor des Géants á Ítalíu. Í árslok 2021 gekk hún 120 km í styrktarskíðagöngu fyrir Ljósið og er það sennilega Íslandsmet kvenna. Fyrir skömmu gerði hún gott betur, þegar hún var með í sænsku Vasagönguskíðakeppninni og gekk vegalengdina, sem er um 90 km, í þrígang á einni viku eða samtals 270 km. Í sumar ætlar hún síðan að hlaupa þrisvar umhverfis Mont Blanc, hæsta fjall Alpanna. Fyrst hleypur hún tvisvar sem leiðsögumaður á vegum Náttúruhlaupa og síðan sem þátttakandi í 100 mílna (167 km) keppninni Ultra-Trail du Mont Blanc (UTMB).


„UTMB hlaupið 26. ágúst er stærsta áskorunin í sumar en undirbúningurinn felst í mörgum hlaupum eins og Laugavegshlaupinu, Lavaredo hlaupinu og auðvitað Mt. Blanc ferðunum,“ segir Halldóra. „Ég náði ekki að klára hlaupið vegna tímamarka 2017, en stefni að því núna með gleðina að leiðarljósi.“

Í Vasagönguvikunni (Vasaloppet) er boðið upp á tólf mismunandi gönguskíðakeppnir, frá 10 km upp í 90 km göngu. Halldóra var búin að eiga miða í aðalkeppnina í tvö ár þar sem hún komst ekki vegna Covid 19. Hana langaði að prófa að fara í „Opið spor“ (Öppet spär) keppnina með góðum vinum, en það er sama vegalengd og í aðalkeppninni, þ.e. 90 km leiðin frá Sälen til Mora. Þá var hún minnt á að aðalkeppnin í ár væri 100 ára afmæliskeppni og hún hvött til að vera með. Þar sem hún hafi formlega átt eftir að ljúka næturkeppninni (Nattvasan), sem er líka sama vegalengd og leið, hafi hún ákveðið að vera með í öllum þremur keppnunum.

„Ég veit ekki um aðra Íslendinga sem hafa farið í þrjár 90 kílómetra langar göngur á einni viku,“ segir Halldóra. „Ég lauk fyrstu Vasagöngunni 2016 og ætlaði aldrei aftur að taka þátt í henni, því mér þótti hún svo erfið.“ Þá hafi hún því ákveðið að ljúka á sama ári sænsku fjögurra þrauta keppninni „En Svensk Klassiker“ sem svipar til Landvætta á Íslandi. „Ég var fljót að gleyma sársaukanum og fór árið eftir í næturkeppnina, sem ég náði reyndar ekki formlega að ljúka þá, og fór svo á ný í aðalkeppnina 2019.“

Halldóra segir að erfiðið hafi verið mikið en andlegi þátturinn hafi skipt mjög miklu máli. „Í fyrstu keppninni gekk ég með vinkonu minni og félagsskapurinn var mjög skemmtilegur. Í næturgöngunni var mjög kalt, allt að 20 stiga frost um nóttina, og freistingin því mikil að hætta og fara inn í heita rútu á drykkjarstöðvum. Maður kemst alltaf lengra en maður heldur og rétta hugarfarið skiptir öllu, að vera jákvæður og glaður. Ég er með möntru, „grjóthörð og jákvæð“, og mæti erfiðleikum eins og öðru mótlæti í daglegu lífi. Kuldinn var mikil áskorun í næturgöngunni, ég datt og týndi staf, bað til guðs og fann hann óbrotinn í niðamyrkrinu.“ Halldóra lagði þreytt af stað í aðalkeppnina en ákvað að taka þátt í gleðinni. „Ég er ekki besta skíðagöngukonan en ég hef gaman af þessu, rétt eins og ofurhlaupunum. Gangan fyrir Ljósið var góður grunnur að Vasagöngunum þremur.“

apríl 11, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSund

Æfingabúðir Breiðabliks Garpa í Borgarfirði

by Halldóra mars 14, 2022

Fór með mömmu í sundæfingabúðir Garpanna í Breiðablik í Borgarfjörð. Við lögðum af stað úr bænum klukkan 17:00 uppá Akranes. Vorum komnar það snemma uppá Skaga að við náðum að taka smá túristahring um bæinn. Náðum samt ekki að kíkja í Nínu, tískuvöruverslunina uppfrá, þar sem hún lokaði klukkan 18:00 en við vorum þar klukkan 18:01. Við skoðuðum Apótek á Akranesi, þar sem Sía frænka (Fríða Proppé, afasystir mín) var apótekari í fjölmörg ár, en ég var þar oft með mömmu og pabba sem krakki fram að 6 ára aldri. Smá nostalgía þar.

Sundæfingin í Akraneslauginni byrjaði svo klukkan 18:30, þar var okkur kennt hvernig best er að láta sig renna frá bakka og farið í snúninga og slíkt. Laugin var frekar köld en frábær æfing og ég lærði fullt. Var í smávandræðum með stóru tána á hægri fæti, þar sem ég fékk blöðru, sem náðist ekki að sprengja eftir Vasagöngunar. Það var búið að stinga á þær og búa um þær og staðan núna, að skinnið var að mestu farið, svo það var stutt í kjöt 🙂 Fékk lánað teip hjá sundlauginni eftir æfinguna, og teipaði vel niður skinnið, svo ég kæmist á sundæfinguna á morgun 🙂

Eftir sundæfinguna borðuðum við á Galito, mjög góður veitingastaður, en ég fékk mér pizzu, en hamborgarar og aðrir rétir voru einnig mjög góðir. Eftir kvöldmat ókum við upp í Borgarfjörð í gegnum Borgarnes, að Ensku húsunum þar sem við gistum.

Tókum stutt spjall í stofunni áður en við lögðumst til hvílu, en ég fann ég var orðin vel þreytt eftir daginn og vikuna.

Morgunmatur á laugardegi var klukkan 09:00 – en við fengum frábæra sendingu frá Borgarfjarðardætrum út Geirabakarí, meiriháttar gott brauð og ástarpunga. Eftir kaffi og morgunmat fórum við í sundlaugina í Borgarnesi. Þar var Hákon fyrst með styrktar- og upphitunaræfingar áður en við fórum í laugina.

Æfingin í lauginni, voru sprettir, dýfur, og skemmtilegir leikir. Mjög flott æfing eins og á föstudeginum.

Eftir pottaferð þá var hádegismatur klukkan 14:00 í Landnámsssetrinu, þar sem í boði var mjög hollt hlaðborð, blómkálssúpa og grænmeti, allt mjög gott. En þetta var í fyrsta skipti sem ég kem inní Landnámssetrið og eftið það ókum við mamma um Brákarey, held ég sé að fara þangað líka í fyrsta skipti 🙂

Síðan var góð hvíld áður en við elduðum saman yndislegan kvöldmat og dönsuðum svo og skemmtum okkur fram eftir nóttu, sumir lengur en aðrir 🙂

Eftir morgunmat á sunnudagsmorgni, þá fórum við í frábært Yoga með Dísu, sem er mjög góður yogakennari.

Þakka Maríu Jóns fyrir alla skipulagninguna, mömmu fyrir yndislega mæðgnastund um helgina og öllum Görpum bæði Akranes, Borgarness og Blika Görpum fyrir yndislega helgi og samverustundir alla helgina 🙂

vcvccv

mars 14, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíðiKeppnissaga

Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

by Halldóra mars 6, 2022

Hámarksfjöldi þátttakenda í Vasaloppet er 15.800 manns og Vasaloppet er keppni og einungis má skíða á Classic skíðum, þ.e. bannað er að skauta. Það eru tíu ráshólf og það eru allir ræstir út á sama tíma eða klukkan 08:00. Ég var í ráshólfi númer 9 með Jimmy sem tók ákvörðun degi fyrir keppni að vera með og Sigga Sig vinkona var í ráshólfi 10.

Við ákváðum að keyra niður að rásmarki, þ.e. leggja af stað klukkan 06:00 sem var mjög góð ákvörðun, þar sem við gátum þá farið styttri leiðina, þar sem ekki var búið að setja snjó á götuna og ég þurfti að sækja skíðin mín í preppþjónustuna. Þeir opnuðu klukkan 05 til að afhenda skíðin, en ég gat ekki skilað þeim inn fyrr en í gær, þ.e. eftir Nattvasan keppnina.

Þegar ég var búin að sækja skíðin mín fór ég og hitti á Jimmy í hólfinu okkar. Það var mjög mikil röð á leið inní hólfið. Eftir að hafa komið skíðunum fyrir þá fórum við aftur út í bíl og fengum okkur kaffi og Bircher morgunmat sem Óli hennar Hrefnu hafði búið til og er einstaklega gómsætur morgunmatur.

Það var mjög kalt úti, mælirinn á bílnum sýndi 14 gráður í mínus. Eftir að hafa borðað morgunmatinn í bílnum þá fórum við Sigga í klósettröðina, hún þurfti fyrst að skella sér inní hólfið þar sem hún hafði gleymt að setja Vasaloppet límmiðana á skíðin. Jimmy fór með drop-bag töskurnar okkar, þ.e. með þurru fötunum sem við förum í, þegar við komum í mark í DHL bílana sem flytja þær til Mora. Eftir að hafa beðið lengi í klósettröðinni þá fórum við aftur í bílinn og náðum að hlýja okkur aðeins, áður en það var kominn tími á að fara í hólfið okkar klukan 07:40. Í hólfinu voru upphitunaræfingar og mikil stemning. Rétt áður en ég fór á skíðin þá henti ég þykku Levis dúnúlpunni í DHL pokann, þennan poka fáum við svo með drop-off töskunni þegar við komum í mark í Sälen. Var annars orðin frekar æfð í þessu, enda að leggja af stað þarna í þriðja skiptið þessa vikuna.

Frekar „brennd“ eftir kuldann í Nattvasan, fór ég mjög vel klædd í þessa keppni, þ.e. í ullar-undifötum og hlýjum galla, ætlaði ekki að drepast aftur úr kulda 😉 Núna var ég með Hand Warmers sem og auka þunna ullarvettlinga og í primaloft vestinu og pilsinu þegar ég lagði af stað 🙂

https://www.facebook.com/848489557/videos/685150102512537/

Mesti munurinn á Vasaloppet og öðrum keppnum er þessi gífurlegi fjöldi þ.e. um 15.000 manns sem taka þátt. Allir þessir þátttakendur eru komnir á sama punkt á sama tíma. Þess vegna eru klósettraðir miklu lengri, langar raðir inní hólfin sem eru annars ekki og svo röðina að komast upp fyrstu brekkuna – sem mér finnst reyndar mesti gallinn við þessa keppni 🙂

Svona var kraðakið fyrir framan mig og allir að brjóta stafina sína. Ég passaði mig að hafa þá alltaf innan við skíðin, allan tímann upp brekkuna – eina klukkustund að hæsta punkti.

Í stað þess að vera rétt innan við 30 mín að hæsta punkti þá var ég nákvæmlega 1 klst þarna upp. Var svo komin í drykkjarstöðina í Smågan eftir 1 klst og 40 mín í staðinn fyrir 1 klst 03 eða 1 klst 07. Munar alveg 37 mínútum að vera í þessu kraðaki í byrjun. Auk þess sem maður er mjög stressaður að einhver brjóti hjá manni stafina.

Ég var mjög heppin að hafa Jimmy fyrir framan mig, ég reyndi að hanga í honum og svo var Guðrún „Ísbjörn“ vinkona mín komin fyrir aftan mig, þannig að ég þurfti bara að passa mig á fólki sem var hægra og vinstra megin við mig.

SMÄGAN
Á fyrstu drykkjarstöðinni í Smägan þurfti ég samt að stoppa því ég var að kafna úr hita, þurfti að fara úr primaloft vestinu og skipta um vettlinga, þ.e. fara í þynnri hanska. Sólin var farin að skína og það var orðið mjög heitt, þannig að í raun var ég OF MIKIÐ klædd m.v. hitann sem varð svo þegar líða tók á keppnina.

RISBERG
Sporin voru mjög fín og fattið á skíðunum var alveg ágætt til að byrja með. Ég passaði mig mjög vel á kraðakinu í hættulegu brekkunni (fyndu brekkunni) áður en maður kemur í Risberg. Síðar í keppninni eru tvær aðrar mjög þröngar og í raun mun erfiðari brekkur og út af kraðakinu voru raðir til að komast að þeim.

Á þessum tíma var snjórinn farinn að festast mikið undir skíðunum mínum (var sem sagt með of kaldann áburð m.v. hitann) og ég var ekki með neinn bauk eða klísturáburð með mér þó ég hafði keypt svoleiðis á expoinu (skildi hann eftir heima). Tók einungis með mér eina sköfu og ætlaði svo að treysta á Vallaservice.

Það voru greinilega fleiri í vandræðum því keppendur voru að stoppa utanbrautar til að skafa undan skíðunum og sumir að setja klístur undir og aðrir rauðan eða bleikan bauk, því það var orðið frekar hlýtt.

Í einni af þessum þröngu og erfiðu brekkum, þurfti ég að bíða eftir að röðin kæmi að mér og þá safnaðist snjórinn undir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, svo þegar ég ætlaði að fara af stað, þá flaug ég á hausinn og magalenti og „faceplantaði“ eins og unglingarnir segja, en alls ekkert alvarlegt, bara frekar fyndið svona eftir á 😉

Eftir byltuna ákvað ég alltaf að reyna að skafa undan skíðunum og reyndi að draga þau vel í sporinu svo ég myndi ekki lenda í þessu aftur.

EVERTSBERG
Ákvað að heimsækja aftur vini mína í Vallaservice í Evertsberg, sem ég hafði heimsótt aðfararnótt laugardagsins. Það voru allt aðrar aðstæður núna, löng biðröð í þjónustuna. Fyrst var einhver sem sópaði undan skíðunum hjá öllum og svo fóru þau bara í klísturvél, þ.e. þau rennd í gegnum svoleiðis vél. Þegar ég lagði svo aftur á stað, fann ég að ég var fegin að hafa stoppað og beðið, því fattið hafði batnað, en það var ekki lengi, því eftir smá stund, fór að festast aftur undir skíðunum.

Á drykkjarstöðvnum í Vasaloppet er miklu meiri troðningur og það var líka mikið meira af fólki í brautinni, þannig að þó það væru fleiri spor þá var maður mjög mikið að taka fram úr. Á sama tíma voru miklu fleiri áhorfendur að hvetja heldur en t.d. í Opna sporinu eða Nattvasan.

OXBERG
Eftir drykkjarstöðina í Oxberg voru sporin orðin frekar léleg. Óli Már, Þóra og Margrét (Millu og Tótadóttir) tóku svo fram úr mér í kringum Hökberg og ég reyndi að hanga í þeim alveg að drykkjarstöðinni í Eldris. Þar stoppaði ég aðeins styttra en þau en svo komu þau aftur á fleygiferð fram úr mér. Á þessum tímapunkti var ég farin að finna fyrir smá syfju og þreytu eftir Nattvasan sem sat aðeins í mér, en það var sem var kannski erfiðast, var sporleysið sem var samt mun betra en í hin tvö skiptin sem ég hafði farið í Vasaloppet keppnina, þ.e. 2016 og 2018.

MÄL Í MORA
Ég var einstaklega glöð að koma í mark í Mora um 2 mín á eftir Ísbjörnunum vinum mínum á tímanumm, heildartími 9 klst 22 og 11 sek sem er veruleg bæting hjá mér í Vasaloppet keppni, þó tíminn hafi verið lakari en bæði Opna sporið og Nattvasan.

Hugsaði líka til þess þegar ég kom í mark í fyrsta skipti árið 2016 algjörlega buguð og sagðist aldrei aldrei aldrei ætla að gera þetta aftur, en núna var ég búin að fara þrisvar sinnum alla leiðina á einni viku, samtals 276 km.

Það var yndislegt að hitta alla vini míni í markinu, Óli og Harpa voru komin til að taka á móti mér. Þar voru Ísbjarnarvinir mínir, Óli og Þóru, Guðrúnu, Tommi og Sóley og örugglega fleiri. Þar var líka Mari Järsk og fleir og yndislegt að fá allar þessar frábæru móttökur.

Sigga og Jimmy stóðu sig líka virkilega vel svo gaman að sjá þau koma í mark. Svo var lúxuskvöldmatur þegar við Sigga og Jimmy komum heim aftur til yndislegu vina okkar.

Tímarnir mínir, en ég var í 1002 sæti kvk af 2.715 skráðum kvk.
Var í 8.745 sæti af 15.000 skráðum.
Það voru 83 Íslendingar sem tóku þátt þar af 22 kvk og 61 kk.

mars 6, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • …
  • 36

Nýlegar færslur

  • NýársEsja 2023
  • Áramóta íþróttaannáll 2022
  • Gamlárshlaup 2022
  • Þorláksmessusund 2022
  • Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • janúar 2023
    • desember 2022
    • nóvember 2022
    • september 2022
    • ágúst 2022
    • júlí 2022
    • júní 2022
    • maí 2022
    • apríl 2022
    • mars 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • október 2021
    • september 2021
    • ágúst 2021
    • júlí 2021
    • maí 2021
    • apríl 2021
    • mars 2021
    • febrúar 2021
    • janúar 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • júní 2020
    • maí 2020
    • apríl 2020
    • mars 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • ágúst 2019
    • júlí 2019
    • júní 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • nóvember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • ágúst 2018
    • júlí 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • apríl 2018
    • janúar 2018
    • janúar 2017
    • september 2016
    • ágúst 2016
    • júlí 2016
    • júní 2016
    • mars 2016
    • nóvember 2015
    • ágúst 2015
    • júní 2015
    • febrúar 2015
    • nóvember 2014
    • ágúst 2014
    • október 2013
    • september 2013
    • ágúst 2013
    • júní 2013
    • maí 2013
    • apríl 2013

    Flokkar

    • Daglegt líf
    • Fjallahlaup
    • Fjallaskíði
    • Fjallgöngur
    • Gönguskíði
    • Hjól
    • Hlaup
    • Ísklifur
    • Kajak
    • Keppnis
    • Keppnissaga
    • Sjósund
    • Skíði
    • Sund
    • Veiðar
    • Þríþraut

    Um mig

    Um mig

    Halldóra Gyða

    Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

    Verum í sambandi

    Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

    Nýlegar færslur

    • NýársEsja 2023

      janúar 2, 2023
    • Áramóta íþróttaannáll 2022

      desember 31, 2022
    • Gamlárshlaup 2022

      desember 31, 2022
    • Þorláksmessusund 2022

      desember 23, 2022
    • Journey Into Power 200 klst kennararnámskeið

      desember 11, 2022

    Um mig

    banner
    Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

    Vinsæl innlegg

    • 1

      Eco Trail Reykjavík – 22 km

      júlí 6, 2018
    • 2

      Ironman Texas 2018

      apríl 28, 2018
    • 3

      Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

      maí 26, 2018

    Síðustu æfingar

    • Zwift - Cadence Pyramid in Watopia
      On febrúar 3, 2023 6:49 f.h. went 13,14 km during 00:34:41 hours climbing 65,00 meters burning 139 calories.
    • Morning Ride
      On febrúar 3, 2023 6:33 f.h. went 13,53 km during 00:51:07 hours burning 263 calories.
    • Evening Yoga
      On febrúar 2, 2023 6:00 e.h. during 01:01:38 hours burning 294 calories.
    • Evening Swim
      On febrúar 1, 2023 7:27 e.h. went 2,50 km during 00:53:11 hours burning 464 calories.
    • Afternoon Run
      On febrúar 1, 2023 5:32 e.h. went 2,32 km during 01:09:47 hours burning 321 calories.
    • Facebook
    • Twitter
    • Instagram
    • Linkedin
    • Snapchat
    • Vimeo

    @2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


    Back To Top