D4 Holland – Belgía

by Halldóra

Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Í dag var síðasti langi hjóladagurinn með um 190 km, en við Víó lengdum til að ná 200 km svo ég hjólaði 203 km þennan daginn. Næstu dagar verða styttri í kílómetrum en hinsvegar fjölgar þá hæðarmetrunum.

Eftir um 59 km fórum við yfir landamæri Hollands yfir til Þýskalands hjóluðum síðan 59 km í þýskalandi, eftir að
hafa hjólað 118 km kvöddum við Þýskaland alveg og hjóluðum inn í Holland. Þegar við erum búinn að
hjóla 163 km þá fórum við inn í Belgíu og héldum áfram á hótelið í Genk.

Í borginni Genk búa rúmlega 65.000 manns en 54% íbúanna eru innflytjendur frá um 85 þjóðlöndum.

Eftir ca 80 km fórum við yfir ána Rín og þá erum við hálfnuð á leið okkar til Parísar.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 4 💛🚴‍♂️🚴‍♀️🗼💛Þýskaland 🇩🇪 Holland 🇳🇱Belgía 🇧🇪Í dag verður hjólað 196 km og 333 hæðametrar. Við hjólum í gegnum borgina Wesel en 97% af borginni var eyðilögð i seinni heimstyrjöldinni. Við hjólum lítið í Hollandi, einungis ca 25 km og förum beint yfir til Belgíu.4. dagur og þetta er farið að rífa í. Komin sár á góða staði og aumur rass. Þetta er ekkert á við þjáningar veikra barna og það sem þau þurfa að ganga í gegnum

❤

Við sem höfum farið þetta áður vitum að dagur 4 er einn sá erfiðasti. Við erum i miðju verkefni sjáum ekki til lands og hvort sem það er hjólari eða Service við erum öll orðin pínu þreytt. Við erum meðvitum um dag 4 og andlega ætlum við að mæta þessum degi extra glöð og tækla allar tilfinningar sem mæta okkur saman. Þeir sem þurfa extra faðmlag og klapp á bakið fá það í miklu magni í dag 💛🇮🇸💛

You may also like

Leave a Comment