D3 Þýskaland – Holland

by Halldóra

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Við byrjuðum þennan hjóladag í á því að sigla yfir ánna Weser. Áin Weser er þriðja lengsta fljót innanlands
í Þýskalandi 744 km löng. Hægt er að sigla frá Bremerhaven alla leið til Münden. Til þess þarf að fara um átta
skipastiga, sem sumir gegna líka hlutverki vatnsorkuvera.

Eftir stutta siglingu héldum við hjólandi af stað um Þýskaland. Leiðin í dag lá í gegnum nokkra bæi en
mest vorum við á þægilegum vegum. Eftir ca 153 km hjóluðum við inn i Holland og enduðum í bænum
Hengelo.

Holland hét upphaflega Holtland sem merkir skógarland.

AF FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 3. Mánudagur 11. júlí Bremen – HengeloVið vorum nóttina í Bremen. Ótrúlega fallegur bær. Fórum snemma að sofa til að hvíla sem best og ná góðri endurheimt. Í gærkvöldi voru þrumur og eldingar ekkert smá, himinn var í ljósum logum. Í dag er þokumystur yfir og rigning. Við erum alveg glöð að fá smá hvíld frá sólinni 🙈🤪🥵Í dag verða farnir 180 km 🚴‍♂️🚴‍♂️ og 261 hæðametrar. Hótelið er við ána Weser. Töltum nokkur skref niður að á með hjólin okkar. Byrjum á að sigla yfir ánna, Weser sem er þriðja lengsta fljótið í Þýskalandi. Leiðin í dag liggur í gegnum nokkra fallega bæi og mest erum við á þægilegum vegum. Ætlum að setja fegurð Þýskalands beint inn i hjartað🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪

Meðalhraðinn á hjólatölvunni var 24 km á klst – þetta er úrið sem tekur líka tíma þegar ég geng um í mat og kaffi.. svo þess vegna er meðalhraði lægri .. en lófatölvan var óvart still á e-bike svo ég þurfti að kveikja og slökkva á henni …

You may also like

Leave a Comment