D2 Í þýskalandi

by Halldóra

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Við lögðum af stað frá LandHaus Pfahlershof og hjóluðum áfram í Þýskalandi. Dagurinn var frábrugðinn öðrum
hjóladögum að því leyti að við fórum í tvær siglingar.

Fyrri siglingin var eftir að hafa hjólað í um 51 km og er yfir Kílarskurðinn. Kílarskurðurinn er 460 km langur og nær frá Kiel til árinnar Elbe. En það er einmitt áin Elbe sem við siglum líka yfir eftir að hafa hjólað 81 km.

Áin Elbe eða Saxelfur er ein af helstu siglingarleiðum í Mið Evrópu. Hún á upptök sín í Tékklandi og rennur síðan sína 1165 km leið og út í Norðursjó.

Við enduðum daginn í bænum Farge við bakka árinnar Weser í norðvestur Þýskalandi.

AF FB SÍÐU TEAM RYNKEBY:

Dagur 2. Sunnnudagur 10.júlí Tonning – Bremen. Í dag verður hjólað í gegnum Þýskaland. Langur og æðislegur dagur bíður okkar. Ætlum að fara 191 km og 457 hæðametra. Bara létt rúll, ein lítil sæt brekka sem við köllum bara smá hól 🤣🤣🤣🤣🤣Þessi hjóladagur er frábrugðinn öðrum dögum þar sem við förum í tvær siglingar. Siglum yfir Kílarskurðinn og svo ána Elbe, þetta er helsta siglingarleið í mið Evrópu.Við erum að gera það allra skemmtilegasta sem við gerum og það gerir Team Rynkeby sem liðsheild. Hjólum sem eitt hjól 🚴‍♂️🚴‍♀️🚴‍♂️Í lok dags verðum við búin að hjóla til Bremen í norðvestur Þýskalandi.Nú fara dagarnir að verða langir í Km og rífa meira í.

Komin til Bremen 🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪Sveitir Þýskalands eru fagrar. Fallegir stígar og bæir þar sem ró er yfir enda er sunnudagur. Hitinn er búin að vera í 35˚ sem er ekki kjöraðstæður fyrir okkur við erum endalaust þyrst 🤪🤪🤪🤪Dagurinn var flókin því við þurftum að fara í tvær ferjur en það skipulag gekk vel upp hjá okkur.Öllum fallegum dögum fylgja stundum dökk ský. Lentum í einu smá falli sem fór betur en á horfðist. Öllum líður vel ❤️Við störfum fyrir Umhyggju og erum umhyggjusöm við hvort annað. Þaðan kemur kærleikurinn . Við erum í vegferð saman og höldum utan um hvort annað og saman verður París okkar 🇮🇸🗼💛🇮🇸Í dag lærðum við að vera umhyggjusöm því svoleiðis verður lífið betra ❤️🇩🇪❤️

You may also like

Leave a Comment