D1 Kolding DK til Þýskalands

by Halldóra

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför 08:00. Við lögðum af stað frá Comwell hótelinu í Kolding í Danmörku. Dagleiðin okkar var 168.5 km.


Eftir um 84 km stoppuðum við í Padborg og tökum hádegishlé í vöruskemmu flutningafyrirtækisins H.P. Terkelsen A/S.

Öllum Team Rynkeby liðum sem fara þar framhjá var boðið í hressingu í hádeginu hjá þeim. Vel gert hjá þeim og það bauð okkar einnig djús, vatn ofl. sem við fengum gefins frá Rynkeby Foods.

Fljótlega eftir hádegismatinn eða eftir um 87 km kvöddum við Danmörku og fórum yfir landamærin til
Þýskalands. Þegar við fórum yfir landamærin heitir sama gatan Danmerkurmegin ,,Indstustrivej‘‘ en
Þýskalandsmegin ,,Ochsenweg‘‘.

Við héldum svo áfram leið okkar eftir þýskum vegum að hótel LandHaus Pfahlershof.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 1. Laugardagur 9.júlí 🚴‍♀️🇮🇸💛Kolding – TonningVið leggjum af stað í okkar vegferð frá Kolding á Jótlandi sem er 58.000 manna fallegur bær. Heimamenn kalla þetta smábæ 🤣. Í dag verðurhjólað til Þýskalands. Förum 168.5 km og 555 hæðarmetra. Veður er gott og svo gott að hjóla í hita. Okkur er boðið í mat hjá flutningafyrirtæki. Þeir bjóða dönsku liðum Team Rynkeby og Íslenska liðinu í svaka veislu og við borðum þar 💛Fyrsti dagurinn verður bara létt rúll og ekkert um neinar brekkur að ráði.Tilfinningar í okkar hjörtum eru miklar og af öllum gerðum. Spenna eftirvænting og svo mikil gleði.Ferð okkar er hafin hér er linkur þar sem hægt verður að fylgjast með okkur í gegnum Evrópu 🚴‍♂️🚴‍♀️🚴‍♂️🚴‍♀️

Við setjum inn færslur á FB daglega og erum mikið á Instagram. Þar sem verður hægt verður að fylgjast vel með okkur.Instagram: teamrynkebyislandhttps://racemap.com/player/team-rynkeby-2023…Team Rynkeby Ísland 🇮🇸🇮🇸🇮🇸við erum lögð af stað 💛🚴‍♀️🚴🗼💛

Danmörk 🇩🇰 yfir til Þýskalands 🇩🇪Við erum komin til þýskalands. Dagur þar sem allt gekk vel en öllum góðum dögum fylga smá hnökkrar sem við lögum👏👏Ekki eitt sprungið dekk og lítið um viðgerðir. Gleðin er í okkar hjörtum og kærleikurinn allsráðandi. Tókum á móti sólríkum degi og og lönduðum fallegu bronsi í okkar söfnun ❤️Ætlum að nota kvöldið í að borða góðan mat og njóta þess að vera saman. Allir í Team Rynkeby Ísland skila góðri kveðju heim 🇮🇸🇮🇸🇮🇸

169 km – 6 klst 32 mín moving time – 25,9 km meðalhraði.

You may also like

Leave a Comment