Ferðadagur TEAM RYNKEBY

by Halldóra

Flugum með Icelandair frá Keflavík til Köben föstudaginn 7.júlí.

Tókum svo rútu til Kolding. Þar hittum við Service Crewið sem var búið að undirbúa allt, sækja bílana, sækja hjólin okkar og græja og gera.

Við byrjuðum á að setja saman hjólin okkar, svo var farið með farangur uppá herbergi og svo kvöldmatur og fundur.

Liðsstjórnin fékk gjafir frá Service-crewinu, strákarnir fengu Pokemon sloppa og stelpurnar falleg náttföt.

Auðvitað allt í liðs-litunum, þ.e. GULU.

Gistum á þessu fína hóteli í Kolding og fengum mjög góðan mat, hlaðborð í kvöldmat og mjög góðan morgunmat.

You may also like

Leave a Comment