Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      IMOC 2022

      maí 8, 2022

      Daglegt líf

      Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022

      Daglegt líf

      D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022

      Daglegt líf

      D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022

      Daglegt líf

      D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Halldóra óstöðvandi

      apríl 11, 2022

      Fjallahlaup

      TOR ferðasagan í heild sinni

      október 26, 2021

      Fjallahlaup

      Mesta afrek Halldóru

      október 25, 2021

      Fjallahlaup

      Halldóra hljóp 350 km nær stanslaust í rúma…

      október 17, 2021

      Fjallahlaup

      #7 Tor dés Geants, Rey (Ollomont) – Courmayeur

      september 17, 2021

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

      Keppnissaga

      Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

      mars 6, 2022

      Keppnissaga

      Nattvasan 90 – föstudagskvöld 04.03.2022

      mars 4, 2022

      Keppnissaga

      Öppet Spår 90 – mánudagur 28.02.2022

      febrúar 28, 2022

      Keppnissaga

      NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

      október 10, 2021

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      IMOC 2022

      maí 8, 2022

      Daglegt líf

      Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022

      Daglegt líf

      D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022

      Daglegt líf

      D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022

      Daglegt líf

      D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Halldóra óstöðvandi

      apríl 11, 2022

      Fjallahlaup

      TOR ferðasagan í heild sinni

      október 26, 2021

      Fjallahlaup

      Mesta afrek Halldóru

      október 25, 2021

      Fjallahlaup

      Halldóra hljóp 350 km nær stanslaust í rúma…

      október 17, 2021

      Fjallahlaup

      #7 Tor dés Geants, Rey (Ollomont) – Courmayeur

      september 17, 2021

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

      Keppnissaga

      Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

      mars 6, 2022

      Keppnissaga

      Nattvasan 90 – föstudagskvöld 04.03.2022

      mars 4, 2022

      Keppnissaga

      Öppet Spår 90 – mánudagur 28.02.2022

      febrúar 28, 2022

      Keppnissaga

      NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

      október 10, 2021

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Monthly Archives

maí 2019

Daglegt lífFjallaskíði

Hvannadalshnúkur toppaður á fjallaskíðum í frábæru veðri

by Halldóra maí 30, 2019

Toppaði hæsta topp Íslands í dag á fjallaskíðum í frábæru veðri og frábærum félagsskap. Við lögðum af stað klukkan 04:15 frá Reykjavík í morgun og vorum komin að Sandfelli klukkan klukkan 08:00. Stoppuðum reyndar aðeins á hótelinu til að fá okkur kaffi og komast á salerni. Vorum samt smá tíma að græja okkur, þ.e. koma aukafatnaði og nesti í bakpokana og festa skíðin og skóna á þau, svo við lögðum ekki í hann fyrr en klukkan 09:00.

Snjólínan var i um 900 metra hæð, svo við gengum upp á Hoka strigaskónum að snjólínu þar sem við skildum skóna eftir í plastpoka og merktum staðinn að sjálfsögðu í Garmin.

Hófst þá gangan á fjallaskíðunum, hittum fyrst tvo göngumenn sem voru að koma niður, sem höfðu lagt af stað um miðnætti. Stuttu síðar hittum við 4 göngumenn, sem Vilborg Arna og Tindar Travel leiddu. Gaman að hitta Vilborgu og knúsa hana og hún sagði okkur að fyrstu spurngurnar eru í ca 1350 m. hæð og þau fóru í línuna í um 1.100 metrum.

Héldum svo áfram og komum svo að svæðinu, þar sem flestir fara í línu og hittum þar hóp á niðurleið, þar var Svana Gunnarsdóttir úr Hlíðarbyggðinni. Gaman að hitta fullt af fólki sem maður þekkir á göngu á Hvannadalshnúk 🙂

VIð héldum göngunni áfram, veðrið var algjörlega frábært, ég var svo heppin að fá lánaðan stuttermabol hjá Sigga, þar sem ég hafði ekki verið svo bjartsýn að taka með mér stuttermabol, átti von á um 10 gráðu frosti á leiðinni, en Siggi var með tvo boli. Hann var svo reyndar sjálfur bara ber að ofan alla uppleiðina, en við Guðmundur Tryggvi vorum á stuttermabolum.

Við fórum yfir nokkrar sprungur á uppleiðinni, en fórum í línu þegar við vorum komin upp á sléttuna. Þar hittum við líka nokkrar göngumenn á leið niður í línu. Eina ævintýralína sem var að koma úr einhverri ævintýraferð og svo hittum við aðra línu sem var að koma niður af Hnúknum sem Óli (Ólafur Þór Magnússon) og Erling Magnússon, fyrrum vinnufélagi minn hjá OK leiddu.

Ferðin yfir sléttuna gekk vel á fjallaskíðunum, en við vorum samt alltaf á skinninu. Þegar við komum að „hnúknum sjálfum “ þá fórum við af skíðunum og tókum öxina og annan stafinn upp. Við Siggi skildum bakpokana okkar eftir, en Guðmundur Tryggvi tók sinn og tók með í hann smá nesti og ísbroddana mína. En við gerðum ekki ráð fyrir að þurfa að nota þá. Mættum stóra FÍ fjallaskíðahópnum (með Ísbirnunum vinum mínum), á leiðinni upp, en þau höfðu lagt af stað rúmlega 5 um morguninn og fóru Ísbirnirnir allir á toppinn á fjallaskíðunum og voru að renna sér niður. Gaman að hitta þau og heyra um bónorðið sem hafði farið fram á toppnum.

Á toppnum ...

Við þremenningarnir toppuðum svo Hnúkinn 2.109,6 (2.142 metra skv. mínum Garmin) (tími: 5:59:00) á innan við 6 klst sem er bara nokkuð gott með öllum þessum stoppuð og spjalli á uppleiðinni.

Fengum „suprise“ frá Guðmundi Tryggva sem var æðisleg SS rauðvínsspægipylsa og Beef Jurky, mjög gómsætt á hæsta tindi Íslands. Lagið sem kom í hugann var TOP OF THE WORLD með Carpenters.. sjá hér

Sungum þetta lag að sjálfsögðu á leiðinni niður toppinn 🙂

Such a feeling’s coming’ over me 
There is wonder in ‘most every thing I see
Not a cloud in the sky, got the sun in my eyes
And I won’t be surprised if it’s a dream Everything I want the world to be
Is now coming’ true especially for me
…

Leiðin niður gekk svo súper vel, við tókum skinnin undan og þurftum reyndar aðeins að ýta okkur fyrst, á sléttunni og svo var bara skíðað niður lengstu skíðabrekku landsins, sem er algjörlega mögnuð upplifun. Lærin fundu alveg fyrir því á leiðinni niður 🙂

Við snjólínuna, skiptum við um skó og græjuðum skíðin á bakpokann og skokkuðum létt niður fjallið. Gaman að hitta Ísbirnina aftur. Tíminn skv. Strava 6:20:52 moving time – 9:01:07 total time – slökkti ekki alveg um leið og ég kom niður.

Fengum okkur svo nesti áður en við skiptumst á að keyra í bæinn. Stoppuðum í kvöldmat á Vík en vorum komin í bæinn um klukkan 23:00.

Takk kæru vinir, Siggi Kiernan og Guðmundur Tryggvi fyrir frábæran dag.

img_2538.jpg
img_2536.jpg
img_2543.jpg
img_2553.jpg
img_2541.jpg
img_2545.jpg
img_2560.jpg
img_2566.jpg
img_2582.jpg
img_2621.jpg
img_2628.jpg
img_2610.jpg
img_0078.jpg
img_0093.jpg
img_0106.jpg
img_0117.jpg
img_0098.jpg
img_0085.jpg
img_0119.jpg
img_0099.jpg
maí 30, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallgöngurSkíði

Snæfellsjökull toppaður á stuttermabol

by Halldóra maí 22, 2019

Toppaði Snæfellsjökul á fjallaskíðum í kvöld í mögnuðu veðri. Fórum á stuttermabolnum alla leið upp, eða þar til skugginn af Þúfunni skall á okkur. Fór með Guðmundi Smára og Guðmundi Tryggva, en Siggi Kiernan ætlaði með okkur, en var orðinn lasinn svo hann missti af þessari frábæru ferð.

Við ókum úr bænum eftir vinnu klukkan 17:10. Lögðum í hann upp jökulinn fyrir klukkan 20:00. Ferðin upp á topp á skíðunum tók rétt innan við 2 klst. Fórum meðfram jaðrinum, leiðina sem snjótroðarnir fara, þá fengum við sólargeislana í andlitið allan tímann, í stað þess að taka skuggaleiðina beint upp, sem ég hef reyndar farið tvisvar áður.

Var svolítið lengi að koma mér af stað frá bílastæðinu út af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fann ég enga hárteygju, og eyddi miklum tíma í að leita eða finna mér hárteygju, enduðum á að klippa til snæri, sem rann svo reyndar strax úr hárinu á mér. Svo var ég að læra á bindingarnar á skíðunum, því Siggi lánaði mér frábæru léttu fjallaskíðin sín og skóna, þar sem ég er nýbúin að selja mín skíði og ekki búin að fá mér ný. Ekki viss um að Siggi fái skóna og skíðin til baka, þar sem ég tók algjöru ástfóstri við græjunar hans 🙂 😉

Það var algjörlega magnað að komast á toppinn og sjá magnaða útsýnið yfir fallega landið okkar og út á haf. Síðan fórum við af skíðunum og gengum upp á þúfuna, snjórinn var mjög mjúkur og á tíma fann ég fyrir smá lofthræðslu, enda hafði ég skilið broddana mína eftir niður í bíl. Út af sólinni og hitanum, var smá snjóbráð og það var að renna snjór og leka niður af þúfunni og smá snjóflóðahætta þar í kring, svo við fórum ekki alveg uppá brattasta topp, enda ekki í línu og ekki með brodda, þó við vorum með beltið og kaðalinn í bakpokanum á okkur, en við vorum með hjálm og ísexi.

Á leiðinni niður varð ég svo að stoppa til að taka magnað mynd, þar sem skugginn af Snæfellsjökli myndaði skemmtilegan skugga út á hafið. Magnþrungið útsýni. Færðin var æðisleg niður og meiriháttar gaman að skíða.

Þegar við komum svo niður uppgötvaði ég að ég var með þessa fínu „Alparósar-hárteygju“ á Deuter bakpokanum mínum, sem ég hefði auðvitað átt að nota 🙂 Mun aldrei gleyma því aftur, en þessar fallegu blómateygjur eru á öllum kvk bakpokunum mínum frá Deuter.

Snæfellsjökull toppaður 22.05.2019, var maí verkefnið mitt, þar sem ég verð 50 ára 20.júní næstkomandi og markmiðið að gera eitthvað „spennandi“ í hverjum mánuði allt almanaksárið. Takk kæru vinir Guðmundur Smári og Guðmundur Tryggvi fyrir frábæra ferð og takk Siggi fyrir lánið á búnaðinum.

IMG_2146
IMG_2147
IMG_2151
IMG_2153
20190522_214024
20190522_214048
IMG_2159
IMG_2166
IMG_2167
IMG_2169
IMG_2171
IMG_2182
IMG_2191
20190522_222326
20190522_222439
20190522_222440
IMG_2202
IMG_2209
IMG_2210
6D86190E-623A-49F0-B3AA-3BEA8B9F6A34
maí 22, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Borga með Garmin Fenix úrinu

by Halldóra maí 7, 2019

Ég fór í sund í Kópavogslaugina um daginn, eftir hlaupaæfingu. Var mjög svöng og orkulaus eins og gengur eftir krefjandi æfingu og var ekki með pening eða debetkortið á mér.  Leysti málið á staðnum, án þess að þurfa að slá lán, eða fara heim og sækja kortið.  Ég fékk mér Hleðslu og Corny bar og borgaði með Garmin Fenix úrinu mínu á mjög einfaldan hátt.  Afgreiðslustúlkan í sundlauginni, var mjög hissa, enda hafði hún aldrei séð þetta gert áður.

Ferlið að tengja kreditkortið við úrið er mjög einfalt. Þú ferð í Garmin Connect appið í símanum, smellir á „more” hnappinn, velur “Garmin Devices”, smellir á úrið þitt (ef þú ert með fleiri en eitt Garmin tæki þarna inni), velur svo “Garmin Pay” og annað hvort skráir þar inn kreditkortanúmerið, eða tekur bara mynd af kortinu og appið skráir það fyrir þig. Svo er bara að velja 4 stafa lykilnúmer.

Þegar þú greiðir með símanum þá velurðu með flýtihnapinum ”Wallet” eða veskið, slærð inn 4 stafa lykilnúmerið, leggur úrið að posanum í búðinni og færð svo kvittun. Getur ekki verið einfaldara.

Nú get ég farið út að skokka og beint í sund, eða komið við í bakaríinu í hjólatúrnum eins og í dag, án þess að taka debet- eða kreditkortið mitt með mér.  Þetta er algjör snilld, elska Garmin úrið mitt sem ég tek aldrei af mér.

Meira um frábæra möguleika Garmin Fenix síðar.

maí 7, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail

Nýlegar færslur

  • IMOC 2022
  • Þjálfun ÍSÍ þriðja stig
  • D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli
  • D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA
  • D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • maí 2022
    • apríl 2022
    • mars 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • október 2021
    • september 2021
    • ágúst 2021
    • júlí 2021
    • maí 2021
    • apríl 2021
    • mars 2021
    • febrúar 2021
    • janúar 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • júní 2020
    • maí 2020
    • apríl 2020
    • mars 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • ágúst 2019
    • júlí 2019
    • júní 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • nóvember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • ágúst 2018
    • júlí 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • apríl 2018
    • janúar 2018
    • janúar 2017
    • september 2016
    • ágúst 2016
    • júlí 2016
    • júní 2016
    • mars 2016
    • nóvember 2015
    • ágúst 2015
    • júní 2015
    • febrúar 2015
    • nóvember 2014
    • ágúst 2014
    • október 2013
    • september 2013
    • ágúst 2013
    • júní 2013
    • maí 2013
    • apríl 2013

    Flokkar

    • Daglegt líf
    • Fjallahlaup
    • Fjallaskíði
    • Fjallgöngur
    • Gönguskíði
    • Hjól
    • Hlaup
    • Ísklifur
    • Kajak
    • Keppnis
    • Keppnissaga
    • Sjósund
    • Skíði
    • Sund
    • Veiðar
    • Þríþraut

    Um mig

    Um mig

    Halldóra Gyða

    Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

    Verum í sambandi

    Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

    Nýlegar færslur

    • IMOC 2022

      maí 8, 2022
    • Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022
    • D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022
    • D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022
    • D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

    Um mig

    banner
    Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

    Vinsæl innlegg

    • 1

      Eco Trail Reykjavík – 22 km

      júlí 6, 2018
    • 2

      Ironman Texas 2018

      apríl 28, 2018
    • 3

      Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

      maí 26, 2018

    Síðustu æfingar

    • Yndislegt morgunsund með mömmu 💚
      On maí 18, 2022 6:00 f.h. went 1,60 km during 00:36:34 hours burning 305 calories.
    • Yndisleg Esja með Irinu 🧡
      On maí 17, 2022 7:03 e.h. went 6,61 km during 01:31:02 hours climbing 687,00 meters burning 618 calories.
    • Gæðaæfing með öflugum NH rauðum byrjendum
      On maí 17, 2022 5:39 e.h. went 3,81 km during 00:29:12 hours climbing 105,00 meters burning 349 calories.
    • Heima Styrkur .. frábærar æfingar ...svo kaldi potturinn á eftir :-)
      On maí 17, 2022 7:14 f.h. during 00:34:41 hours burning 178 calories.
    • HHS námskeið í frábæru veðri
      On maí 16, 2022 5:36 e.h. went 6,09 km during 00:49:33 hours climbing 93,00 meters burning 435 calories.
    • Facebook
    • Twitter
    • Instagram
    • Linkedin
    • Snapchat
    • Vimeo

    @2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


    Back To Top