Var svo lánsöm að fá að vera fararstjóri eða hópstjóri fyrir hóp á vegum Bændaferða sem fór í rafhjólaferð á ítölsku rívíeruna í vor. Hópurinn var frábær og veðrið mjög þægilegt, ekki of heitt og ekki of kalt. Hótelið mjög fínt og allar aðstæður góðar.
Hér að neðan eru helstu upplýsingar um hverja dagleið.
Föstudagur 7. júní 2024 – SAN REMO
Fyrsta daginn okkar lá hjólaleið dagsins meðfram ströndinni og við hjóluðum eftir gömlu lestarleiðinni til strandbæjarins San Remo. Þessi leið var einstök og það var dásamlegt útsýni yfir ströndina. San Remo er einn elsti vetrardvalarstaðurinn á þessum slóðum og þar er að finna frægt spilavíti í glæsilegri byggingu. Við hjóluðum reyndar hjólastíginn allan á enda út að Ospdaletti og upplifðum þennan fallega bæ SAN REMO sem er of kallaður blómabærinn, svo mikið af fallegum blómm hjólandi og fengum okkur hressingu í San Remo áður en við hjóluðum til baka á hótelið. Fórum svo að sjálfsögðu í sjóinn við eftir hjólatúrinn, gott að kæla sig smá.
Laugardagur 8. júní 2024 – NORNABÆRINN TRIORA
Við hjóluðum í úthverfi Taggia sem er með einstökum miðaldablæ. Þaðan lá leiðin í svonefndan Argentínudal en um hann rennur samnefnd á. Skógivaxnar hlíðar eru til beggja handa með litlum þorpum, eins konar listaverk í guðsgrænni náttúrunni. Brátt komum við að fyrsta dæmigerða þorpi þessa dals, Badalucco og skömmu síðar erum við í Malino di
Triora. Að lokum náðum við takmarki dagsins, þorpinu Triora sem er mjög hrífandi miðaldabær í 800 m hæð yfir sjávarmáli. Þorpið er þekkt sem „þorp nornanna“ og fyrir einstaklega gómsætt brauð. Borðuðum líka mjög gómsætan mat á veitingastað upp í þorpinu. Mæli með að bóka borð áður. Frá Triora hjóluðum við svo til baka á hótelið.
Sunnudagur 9. júní 2024 – Arma di Taggia, Bussana Vecchia & Taggia
Frá hótelinu héldum við í notalegan hjólatúr um sveitir Lígúríu. Við þræddum litla bæi og byrjuðum á því að heimsækja litla sjávarþorpið Arma di Taggia. Héldum áfram listamannabæjarins Bussana Vecchia en bærinn fékk endurnýjun lífdaga snemma á sjöunda áratugnum eftir að hafa verið yfirgefinn draugabær. Að síðustu fórum við í litríki gamla
bæjarhlutann Taggia. Fórum svo nokkur í langan ísleiðangur og leit að súpermarkaði eftir hjólatúr dagsins.
Mánudagur 10. júní 2024 FRJÁLS DAGUR OG MÓNAKÓ
Heimsóttum furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Þar skoðuðum við meðal annars kaktusgarðinn en
þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og klettinn sem gamli bærinn var reistur á. Við fórum í HOP-ON HOP-OFF skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar sem við skoðuðum að sjálfsögðu. Einnig kíkti ég inní stórglæsilega byggingu Grand Casino spilavítisins í Monte Carlo hverfinu.
Þriðjudagur 11. júní San Lorenzo al Mare, Imperia & San Bortolomeo og Cervo
Frá San Stefano hjólum við að strandbænum Imperia, skoðum nýju höfnina og gömlu, þaðan til Diano Marina og áfram til San Bortolomeo og að lokum til Cervo. Skoðuðum svo gamla bæinn í Imperia á leiðinni heim. Þar sem við lentum í miðri jarðarför. Þá bæði búin að upplifa brúðkaup og jarðarför í ítalíu á þessum fáum dögum.
Miðvikudagur 12. júní Dolcedo, Catellazzo, Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida
Í dag hjólum við frá San Loreanzo al Mare til Delcedo og þaðan til Catellazzo. Næst til Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida. Enn hjólum við fram hjá ólífulundum og í gegnum litlu, sjarmerandi þorpin Cipressa, Pompeiana og Castellaro.
ATH MYNDAALBÚM
Við gistum á Best Western Hotel Anthurium í Santo Stefano al Mare. Hótelið er staðsett 100 m frá ströndinni á milli Imperia og San Remo.