Buthan The Last Secret – Ferðadagur (fim 24.05.2018-25.05.2018)

by Halldóra

Flugum út í gegnum London með British Airways alla leið til Deli. Þaðan flugum við áfram til Paro í Bhutan með Dragon Air.  Ferðalagið tók um 24 klst í heild sinni en við lentum í Buthan um klukkan 15:00 á staðartíma (þeir eru 6 klst á undan okkur), þannig að við vorum að lenda klukkan 9 á íslenskum tíma um sólarhring eftir að ferðalagið okkar hófst á Íslandi.

Það voru flottar móttökur sem við fengum á flugvellinum. Manni leið eins og maður væri komin til Egilsstaða. Þeir vildu henda okkur beint í rútu þegar við Guðmundur Smári komum, en við vildum að sjálfsögðu bíða eftir restinni af hópnum sem flaug í gegnum Bangkok.

You will never be happy if you continue to search for what happiness consists of. You will never live if you are looking for the meaning of life.

Albert Camus

Mynd af konungsfjölskyldunni á vegg á Flugvellinum í Paro.

Þegar allir voru lentir fórum við saman í mjög gamalli Toyota rútu í um klst akstur til Thimphu sem er höfuðborga Buthan.  Það var áhugavert fyrir mig að upplifa þetta ferðalag, því það voru engin öryggisbelti í þessari gömlu Toyota bifreið, en þar sem Buthan var einu sinni bresk nýlenda, er ekið á vinstri akgrein og  það er ekið mjög greitt. Á leiðinni sem var mjög falleg, var mikið að lausum nautgripum sem og hundum. En lausir hundar eru út um allt land og áttum við eftir að verða mjög mikið var við þá í þessu ferðalagi, hvort sem er dag eða nótt.

Þegar við komum á hótelið xxx sem við gistum á, í Thimphu, höfuðborg Buthan, aftur eins og kannski á Seyðisfirði, þá var tekið á móti okkur með silkiklút og starfsmenn sem báru töskurnar fyrir okkur upp á herbergi. Það var ágætt þar sem við Beta (Elísabet Margeirsdóttir) herbergisfélagi minn vorum með herbergi upp á 3 hæð og engin lyfta í húsinu.

Stefan Betzelt, framkvæmdastjóri og eigandi Global Limits tók á móti okkur og dagskipunin var að drífa sig upp á herbergi og koma strax með skyldubúnaðinn í skoðun sem og 10 kg töskuna sem átti að flytja á milli Camp staða, koma með frumritið af læknisvottorði og fá afhent keppnisgögn, þ.e. derhúfu, tvö keppnisnúmer og Global Limits merki sem við áttum að festa á stuttermabolinn okkar eða hlaupavestin.

Henti mér með Betu upp í herbergi að græja þetta dót. Sem betur fer höfðum við verið það skynsamar að vera með allan keppnisbúnaðinn í NorthFace DuffleBag minnsta stærð í handfarangri og svo aukabúnaðinn (10 kg taskan) í NorthFace Duffel Bag stærð Large, svo þetta var að mestu tilbúið. Ætluðum svo að setja hrein föt og það sem við ætluðum ekki með, eins og fötin sem við komum í, í handfarangurstöskuna og hún yrði strax flutt á hótelið þar sem við myndum gista s.ðustu nóttina.

Dreif mig svo niður í tékkið og lenti þá eins og allir hinir í því að 10 kg taskan var of þung. Niðurstaðan var að fara í NIÐURSKURÐ. Svo við tók að fara í niðurskurð. Síðan var kvöldmatur og fundur með Stefan þar sem hann fór yfir dagskrá morgundagsins sem og almennt um keppnina. Maturinn, hlaðborð, var svona la la. Eftir kvöldmat dreif ég mig út til að fylla á símakortið sem ég hafði keypt á flugvellinum sem og að skipta bandarískum dollurum í Ngultrum og cherrtum sem er gjaldmiðillinn í Bhutan.

Eftir kvöldmat, hélt svo niðurskurðurinn áfram, held ég hafi farið svo fimm ferðir upp og niður, þar sem Stefán Bragi og Iðunn voru á herbergi, þar sem ég var reglulega að fá vigtina þeirra lánaða til að vigta 10 kg töskuna. Þessi niðurskurðu var mjög erfiður og í ljós kom síðar að ég skar mjög vitlaust niður og margt sem ég skildi eftir, eins og t.d. hlírabolur, auka blaut tissue og t.d. hleðslubatterí, framlengingarsnúran til að geta hlustað á tónlist eða horft á Netflix í gsm símanum mínum, lenti allt í niðurskurði sem ég hefði alveg viljað hafa þegar leið á ferðina 😊

Þegar við vorum loksins orðnar klárar við Beta þá fórum við að sofa. Vaknaði reyndar nokkrum sinnum um nóttina við mikið hundsgelt, þó ég hafi verið með eyrnatappa sem og leppa fyrir augunum, en sem betur fer lenti þetta ekki í niðurskurðinum, því þetta var mikið notað alla ferðina 😊 😉

MYNDAALBÚM EFTIR ÞENNAN DAG ER AÐ FINNA HÉR:

You may also like

Leave a Comment