Marglyttur synda yfir Grundarfjörð

by Halldóra

Generalprufa Marglyttna fyrir Ermarsundið fór fram í Grundarfirði síðasta mánudagskvöld.

Boðsundið gekk glimrandi vel og fengu Marglytturnar að kynnast nokkrum stungum frá vinkonum sínum, öðrum marglyttum, annars voru aðstæður frábærar og sjávarhiti 12 gráður.

Marglytturnar þakka heimamönnum fyrir aðstoðina og minna landsmenn á að hægt er að styðja verkefnið með Aur appinu í síma 788-9966.

You may also like

Leave a Comment