NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

by Halldóra

Mamma hvatti mig til að skrá mig í Nordic Open Masters mótið sem er Norðurlandamót garpa 2021 þegar ég kom heim úr TOR hlaupinu um daginn.

Mamma var einn af dómurunum í mótinu. Ég gat að sjálfsögðu ekki skorast undan áskoruninni, þó ég sé ennþá í recovery mode eftir TOR-inn og skráði mig í allar skriðsunds- og bringusundsvegalengdir.

Ég synti 800 m, 400 m , 200 m , 100 m og 50 m skrið og 100 m og 50 m bringusund.

Það sem stendur upp úr eftir NOM2021 eru skemmtilegar samverustundir með Görpunum og frábært skipulag mótsins sem og frábærir sjálfboðaliðar þ.e. dómarar og annað starfsfólk.

Takk kærlega fyrir mig og samveruna 🙏🇮🇸🏆

p.s. ég fékk tvö gullverðlaun, þ.e. er Norðurlandameistari í 50 m bringu og 100 m bringu, ég fékk ein silfurverðlaun í 50 m skriðsundi og tvö bronsverðlaun, þ.e. í 800 m skriðsundi og í 100 m skriðsundi. Allar viðurkenningar voru veittar fyrir aldursflokkin 50-52 ára konur.

You may also like

Leave a Comment