IMOC 2022

by Halldóra

Tók þátt í IMOC (Icelandic Masters Open Championships) 2022 um helgina með mömmu og félögum mínum í Breiðablik.

Garparnir eru frábær félagsskapur og nokkur ár síðan ég bauð mömmu með á fyrstu æfinguna og hún missir ekki úr æfingu (mætir miklu betur en ég) og ég veit hún saknaði sundsins og félaganna mest þegar hún var í krabbameinsmeðferðinni sl haust.

Náði að bæta árangur minn í öllum greinum sem ég tók þátt í á föstudagskvöldinu en gat ekki tekið þátt í gærmorgun, en þá hljóp ég 1/2 fjallamaraþon (4 tindar) í Mosó svo árangurinn í sundgreinum eftir hádegi var aðeins lakari 😉😉

En mikið stuð og gaman og yndislegt að fá að taka tvisvar þátt í boðsundi með mömmu 🙏 og báðar boðsveitir fengu gull ❤️

En 4 gull, 1 silfur og 1 brons í aldursflokki í safnið eftir helgina 🙏❤️🏆, þar af tvö Íslandsmet í bringusundi 🙂

You may also like

Leave a Comment