Óvissuferð Keðjan 2022

by Halldóra

Starfsfólk Keðjunnar fór saman í óvissuferð út í Vestmannaeyjar. Loksins tókst okkur eftir að hafa starfað saman í rúm tvö ár á Covid tímum að eiga yndislegan dag saman.

Við fórum með rútu, sem var mjög gaman, því við að sjálfsögðu sungum í rútunni á leið til Eyja og sumir fengu hlutverkaleik. Ég átti t.d. alltaf að vera að spyrja hvort ég væri nógu fín og að sjálfsögðu tók ég það ALLA LEIÐ 🙂 Vinnufélögum mínum fannst ég hafa ansi lítið sjálfstraust 🙂

Siglingin var yndisleg, lygnt og falleg og sólin skein. Þegar við komum í land, þá fórum við fyrst í skoðunarferð með leiðsögumanni, henni Kristínu Jóhannsdóttur sem er framkvæmdastjóri Eldheima safnsins. Eftir skoðunarferð um alla eyjuna þá enduðum við á að skoða Eldheima safnið. Það var mjög gaman þó ég hafi skoðað það áður, þá sér maður og heyrir alltaf eitthvað nýtt.

Eftir skoðunarferðir, þá var frjáls tími og við fórum að sjálfsögðu í nokkrar búðir. Sú búð sem vakti mesta athygli hér KUBUNEH, en þar er verið að selja notuð föt til styrktar fjölskyldum í þessu þorpi í Afríku. Fallegur og góður málstaður.

Við enduðum svo þennan yndislega dag á að borða saman í GOTT áður en við sigldum aftur í Landeyjarhöfn.

Frábær dagur með yndislegum vinnufélögum. Okkur leið eins og við hefðum verið í útlöndum, svo mikil var upplifunin og góða veðrið skemmdi ekki fyrir.

cc

You may also like

Leave a Comment