Stjörnuhlaupið 2022

by Halldóra

Tók þátt í nýju og breyttu Stjörnuhlaupi í dag sem var 10 km. Leiðin er ný og mjög skemmtileg, enda er hlaupið fram hjá garðinum heima hjá mér. Fékk því Óla og nágrannana til að koma og hvetja okkur, sem var einstaklega skemmtilegt.

Hlaupið er með um 120 m hækkun, sem er alveg ágæt hækkun af malbikshlaupi að vera, til samanburðar er ÍR hlaupið á sumardagrinn fyrsta 5 km og 30 m hækkun.

Markmiðið var að vera með, hafa gaman og væri gaman að klára undir 60 mín. Ég náði því var á 55:27 og náði 4 sæti í aldursflokki og 13 sæti kvk overall sem kom skemmtilega á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að ég hafði hlaupið 24 km um morguninn, með einni Esju innifalinni 🙂

Frábærir sjálfboðaliðar og starfsmenn í hlaupinu. Takk kærlega fyrir mig kæru Stjörnufélagar.

You may also like

Leave a Comment