Það var einstakur hópur sex kvenna (Birna, Brynhildur, Sigrún, Silla Maja, Þórey og Halldóra) sem syntu boðsund yfir Ermasundið haustið 2019. Ferðalagið var algjörlega magnað og í yndislegum félagsskap með frábærri áhöfn (Gréta, Róbert og Tómas og Soffía í landi). Risastórt ævintýri frá upphafi til enda.
Við vorum með einn besta tökumann og klippara með í för Tómas Marshall og bróðir hans sem er snilldar dagskrárgerðarmaður með meiru, Róbert Marshall og úr varð þessi frábæri þáttur ÚTI sem var sýndur á RÚV ári síðar.
Ekki er hægt að sækja þáttinn lengur á vefsíðu RÚV, en hægt er að horfa á hann hér á YOUTUBE.
Söguna um Marglyttuævintýrið er svo að finna hér: