KEPPNISSAGA – Sevilla Maraþonið 2015

by Halldóra

„Maður á að bera virðingu fyrir vegalengdinni” er setning sem hljómaði stöðugt í huga mér í dag þegar ég hljóp virkilega skemmtilegt og fallegt maraþon hér í Sevilla á Spáni með Sjönu vinkonu minni, en einn samferðarmaður okkar hérna sagði þessa snilldarsetningu í gær.

Forréttindi að komast að ráslínu
Maður á ekki bara að bera virðingu fyrir vegalengdinni heldur líka fyrir maraþonæfinga-planinu. Ég velti því líka mikið fyrir mér í dag þar sem ég gat því miður ekki æft eins og ég hefði viljað, vegna meiðsla síðustu mánuði. Það eru því forréttindi að komast að ráslínu og alls ekki sjálfsagt.

Orkan fín – en lærin föst
Hlaupið gekk mjög vel framan af (fyrir utan hefðbundin leiðindar pissustopp út í vegakanti lítið um salerni 😉 ) . Svo fékk ég mikla verki framan í bæði lærin sem hægðu verulega á mér, en púlsinn og orkan að öðru leiti var mjög fín. Ég kenndi æfingarleysi um, en komst svo að því eftir hlaup að ALLIR samferðamenn mínir voru í sömu vandræðum með lærin (quad vöðvinn) áhugavert að rannsaka þetta 😉

Chariots of Fire
Ég hef klárað þrjá Ironman og þetta var fjórða maraþonið mitt, en þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi ofboðslega sterka tilfinningu þegar ég kom inn í Olympic Stadium eða Estadio de La Cartuja og tók þvílíkan endasprett og spilað var lagið í Chariots of Fire. Hef aldrei upplifað þetta að langa til að hágráta og ég var ekki ein um það, þarna voru margir karlmenn sem grétu, en ég lét það ekki eftir mér og í raun sé ég svolítið eftir því hahah 😉

PB – en Boston lágmark bíður betri tíma
Ég náði PB – staðfestur flögutími er 04:01:50, sem ég get verið mjög sátt, sorglega samt nálægt SUB 4 og lágmarkið fyrir Boston verður bara að bíða betri tíma 😉

Þakkir
Ítarlegri hlaupasaga kemur síðar, en ég verð að þakka hlaupaþjálfurum mínum þeim Ívari Trausta Jósafatssyni og Ásgeiri Elíassyni fyrir frábæra leiðsögn og hvatningu. Æfingafélagarnir í Bíddu bliki og Þríkó eru algjörlega frábærir og án þeirra myndi maður ekki nenna á æfingar, hvort sem þær eru inni eða úti. Sjúkraþjálfarinn minn Halldór Jónsson kom mér “í stand” til að komast í þetta hlaup, þó hann hafi gefið mér gula spjaldið til að byrja með og Bjössi heldur mér og yndislegum vinkonum mínum og æfingafélögum, þeim Siggu, Eddu og Sjönu, gangandi með frábærum styrktaræfingum. Svo eru Óli og Kristófer auðvitað aðal-bakhjarlinn án þolinmæði og stuðnings þeirra væri þetta ekki hægt. Takk öll sömul 😉

Yndislegt samferðarfólk
Svo verð ég að þakka frábærum samferðarmönnum fyrir yndislegan tíma hér í Sevilla. Sjana (Kristjana Bergsdóttir) vinkona mín náði 3 sæti í aldursflokki sem er algjörlega frábær árangur og það munaði ekki nema 1 mínútu á henni og þeirri í 4 sæti, svo hún hafði sko fyrir því að ná þessu 3 sæti (staðfestur flögutími hjá henni er 4:34:16). Viðar Bragi bætti maraþon tíma sinn um 10 mín og náði PB (Staðfestur flögutími (3:03:54), ótrúlegur tími alveg og Óli sem var að hlaupa maraþon í fyrsta skipti náði markmiði sínu, þ.e. undir 4 klst (3:57:03), þrátt fyrir meiðsl. Svo var virkilega gaman að kynnast hjónunum Sveini Erntssyni og Hrönn Baldursdóttur, en Sveinn hljóp á (03:08:11).

Takk öll fyrir yndislegan tíma.

Nú er bara að njóta frídagsins sem við Sjana eigum hér í Sevilla á morgun – ADIOS 😉

You may also like

Leave a Comment