ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

by Halldóra

Tók þátt í mjög skemmtilegu ÍR hlaupi á sumardaginn fyrsta, þar sem maður gat hlaupið á stuttermabol í fyrsta skipti í mjög langan tíma.

Ákvað að taka aðeins á því, en alls ekki of mikið því ég vil ekki lenda í meiðslum og er ennþá að láta rifbeinið gróa. En ákvað að hafa gaman alla leið og tók upp skemmtilegt myndband þ.e. tók upp allan hringinn á DJI græjuna mína 🙂 Sjá afrakstur hér að neðan.

Fékk þessar skemmtilegu myndir sendar frá vini sem ég varð að leyfa að fylgja með ha ha ha – fyrst var bara gleði, en svo tekið á því i´endasprettinum 🙂

Fyrir þá sem hafa áhuga á tölum og slíku þá var ég í 9 sæti af 28 konum í 50- 60 ára. Var í 54 sæti af 172 konum sem tóku þátt alls. Var í 237 sæti af 423 heildarþátttakendum í hlaupinu.

You may also like

Leave a Comment