Vestfirðir 2020 – Dagur 6

by Halldóra

Kvöddum fallega bústaðinn á Bíldudal með þökkum. Keyrðum svo áleiðis til Þingeyris og komum við og gengum upp að fossinum Dynjanda. Mikið ofboðslega er hann fallegur.

Lögðum svo við íþróttamiðstöðina á Þingeyri, þar sem var strandblak keppni í gangi í bongó blíðu.

Við hjóluðum svo Vesturgötuna, 56 km, sem var mjög krefjandi en falleg leið. Þegar við komum að tanganum á milli Arnarfjarðar og Dýrfjarðar, þá komu fram úr okkur 7 mótorhjólamenn allir á Triumph mótorhjólum, ótrúlegt að þeir hefðu hjólað þessa grófu leið, þ.e. bara í fjörunni.

Við rétt náðum í sund fyrir lokun þ.e. klukkan 21:00 og hittum þar Hrönn og Jón Örvar sem voru að hjóla sömu leið fyrr um daginn. Við ætluðum svo að fá okkur að borða og tjalda, en þá var búið að loka öllum eldhúsum á Þingeyri. Það var því ekkert annað í boði en að aka á Ísafjörð og fá okkur að borða þar og tjalda þar.

You may also like

Leave a Comment