Vestfirðir 2020 – Dagur 7

by Halldóra

Kíktum í miðbæinn á Ísafirði, ætluðum að kíkja á Bobba í Craft búðinni, en það var lokað vegna sumarfría. Við fórum í Bónus og versluðum fyrir Hornstrandarferðina og svo kíktum við í Gamla Bakaríið og pöntuðum flatkökur til að smyrja með okkur á mánudagsmorgninum.

Gengum um allan bæinn og rúntuðum líka.

Fórum líka til baka göngin til Flateyris og kíktum á gömlu bókabúðina. Fórum í sund á Suðureyri og fengum kaffi og frostpinna í heita pottinn. Kíktum svo í Bolungarvík og keyrðum uppá Bolafjall og ókum í gegnum Hnífsdal á leiðinni til baka.

Áttum svo yndislega kvöldstund á Húsinu með vinum okkar þeim Hrönn og Jóni Örvari, frábær matur og félagsskapur.

You may also like

Leave a Comment