Stöðulýsing Stefáns Braga á utanvegahlauparar

by Halldóra

Stefán Bragi Bjarnason er mjög góður vinur minn og hann og Iðunn Bragadóttir eiginkona hans fóru með mér í æfingaferð um Aosta Valley í ágúst, til að undirbúa TOR330 keppnina mína. Ég tel að sú ferð hafi verið mjög mikilvægur þáttur í það púsl sem til þurfti til að klára TOR DES GEANTS í fyrstu tilraun, auk þess sem hún var einstaklega skemmtileg og hægt að sjá dagbók úr þessari ferð hér á þessari síðu. Annað mjög stórt púsl í þessu púsluspili var einstakur stuðningur Stefáns Braga og Betu vina minna á ferðalaginu sjálfu. Stefán var í stöðugu sambandi við mig, annað hvort í gsm eða með sms eða messenger skilaboðum og hann gaf mér endalaust góð ráð sem ég bara hlýddi. Eins og að sofa í 2 klst eða 90 mín, fara í sturtu, gefa í á leiðinni niður, stinga vin minn af og svo má lengi telja.

Án þessa stuðnings er ég fullviss um að ég hefði ekki náð án tímamarka, ég hefði haldið áfram að vorkenna vini mínum og dottið út á tímamörkum. En í staðinn þá fylgdi ég alltaf leiðbeiningum Stefáns, treysti honum 100% og öll hans ráð komu mér súper vel og í raun í mark í TOR DES GEANTS 330 í fyrstu tilraun án þess að vera með aðstoð á staðnum.

Er Stefáni Braga óendanlega þakklát, veit hann var líka í reglulegu sambandi við Betu og þau tvö eiga mikinn heiður af þessu annars magnaða afreki mínu.

Stefán Bragi kláraði TOR330 í þriðju tilraun 14. september 2017 og Beta kláraði TOR330, 11. september 2016. Þannig að þau eru miklir reynsluboltir og einstakt að leita til þeirra.

Stefán Bragi var líka mjög duglegur að upplýsa alla um stöðuna, hann var reglulega í sambandi við Óla minn og skráði svo inná Facebook síðuna „Utanvegahlauparar“ stöðufærsluna hvernig gekk hverju sinni. Bætti alltaf við í sama spjallgluggann. Það voru um 2000 manns að fylgjast með á ákveðnum tímapunkti og mikil spenna veit ég, þar sem Stefán Bragi er líka mjög skemmtilegur penni og finnst ekki leiðinlegt að færa aðeins í stílinn 🙂

Hér að neðan er að finna SPJALLIÐ ALLT þar sem hann upplýsti um hvað gekk á hverju sinni.

Elsku Stefán Bragi og Beta, takk kærlega fyrir alla aðstoðina, hún er eins og ég segi og skrifa algjörlega ómetanleg og ég er einstaklega þakklát og glöð að hafa með ykkar stuðningi klárað Tor Dés Geants 330 árið 2021.

Uppfærslu lokið (byrjar neðst)

  • 18/9 11:58 Komin í mark – Útsendingu lokið 🙂 Við þökkum þeim sem hlýddu 🙂
  • 18/9 11:24 Smá leiðbeiningar til þeirra sem að ætla að reyna að sjá Halldóru koma inn í beinu útsendingunni. Útsendingin er á https://www.tordesgeants.it/en en þið þurfið að fara neðst á stikuna og færa bendilinn alveg til hægri til að vera á LIFE. Þá er bein útsending og klukkan efst vinstra megin á að vera nákvæmlega 2 tímum meira en okkar. Annars eruð þið að horfa á gamla upptöku.
  • 18/9 11:00 Halldóra var að fá inn tíma í Bertone skálanum en stöðin heitir Mont de la saxe. 144 klst. og 53 mínútur. Nú horfir hún beint niður á Cormayeur og heyrir músíkina úr miðbænum. Það þarf ekki að reikna neina tíma lengur. Það eru enn 5 tímar í tímamörkin og hún á bara rúman klukkutíma eftir Á https://www.tordesgeants.it/en síðunni er vefmyndavél sem að hægt er fylgjast með þeim sem að koma inn á FINISHER pallinn.
  • 18/9 10:34 Bertone skálinn nálgast en hann er síðasta stöðin áður en komið er í mark. Halldóra á eftir innan við 30 mínútur í skálann. Er eins og stendur að ganga með Guido Zansottera Bib 447. Þeir sem til þekkja í UTMB hlaupunum þá er Halldóra núna að koma öfuga leið niður í Cormayer miðað við UTMB og CCC hlaupin. Leiðin niður er mjög gróf og grýtt og ég bað Halldóru að hægja á sér. Þetta hlaup snýst ekki um sæti, það snýst eingöng um að komast leiðina innan tímamarka. Nú á að njóta síðasta klukkutímans, njóta þess að sigur er unninn og í Courmayour bíður fjöldi fóks sem mynda göng eftir allri göngugötu bæjarins þar til að FINISH pallinum er komið. Það er engin ástæða til að flýta sér í gegn, þú hefur fyllilega unnið fyrir því að þér sé aðeins fagnað á lokametrunum.
  • 18/9 10:08 Halldóra er hætt að hugsa um tímamörkin. Nú er hún að hugsa um hversu mörgum hún nær að taka framúr þangað til hún kemst til Courmayer. Við erum komin með nýjan/gamlan vin. Halldóra var að taka fram úr Fabrice Gueriot með bib 730 – sem kemur við sögu hér fyrr í frásögninni. Hann er samt ekki lestarstjórinn, það var Diego. Skv. hans staðsetningu er bara mjög stutt í að Halldóra komi að Bertone skálanum og þaðan er ekki nema rúm klukkustund niður til Cormayeur. Þannig að Halldóra virðist eiga eftir innan við 2 klst. í mark á sama pace og hún er á núna.
  • 18/9 9:22 Halldóra var að fá inn tíma á Pas Entre Deux Saus 143 klukkustundir þannig að tíminn er 22 mínútna gamall. Þaðan eru 13,7 kílómetrar í mark. 6 klst. og 50 mínn tíma til að ná í gegn ennþá þannig að Halldóra er að bæta í og er búin að ná að lækka meðalhraðann sem þarf niður fyrir 2 í 1,98 km á klst. Þetta er að hafast.
  • 18/9 09:16 Tor 30 var ræst í morgun og nú eru fyrstu hlaupararnir þar að kom að Frasatti skálanum, þeir eru eins og gefur að skilja mjög hraðir og mjög margir, þannig að það er heil skriða af hlaupurunum núna um 2-3 klst. á eftir Halldóru og þeir eru allir á leið til Cormayeur líka. Það gefur góðan kraft að fá svona ferska hlaupara inn í brautina og er gott búst í síðustu klukkutímana. Þá er líka veislan í hámarki þegar að Halldóra kemur til Courmayeur.
  • 18/9 08:54 Það er svo sem ekket nýtt að frétta nema að Halldóra er að fara að klára TORX 2021 innan tímamarka. Hún er komin núna 335,6 km með 30.468 metra hækkun. Það hlýtur að fara að koma á hana tími á Pas Entre Deux Saus stöðinni. Og þá er hægt að reikna meðalhraðann í mark. Hún hringidi áðan og kvartaði yfir því að það væri brekka upp í móti og ég hefði sagt að þetta væri allt niður í móti (Það er ekki alltaf hægt að segja satt) 🙂
  • 18/9 06:29 Halldóra var að koma inn í Frasatti skálann. Hún var komin þangað á 140 klst. og 18 mínútum. Bara 9,5 klst. eftir þar til að markið lokar í Courmayeur. Hún er í sæti 412 af 432 hlaupurum sem eru enn eftir. Það eru enn 19 km. eftir í mark og meðalhraðinn verður að vera yfir 2 km. á klukkustund til að þetta náist. Sem betur fer er megnið af leiðinni niður í móti. En stoppið í Frasatti verður stutt. Hún mun leggja af stað 6:45 sem er bara 45 mínútum áður en TOR hlaupið mælir með því að hlauparar reyni að komast yfir Malatra skarðið. Þannig að við mælum ekki lengur forskotið í klst. heldur mínútum. Við erum komin með nýjan vin til að elta yfir Malatra skarðið, Somozza Francisco BIB 615
  • 18/9 05:59 Hún er komin í gegnum síðasta Cut off með rúmlega 2 tima á tímamörkin. Smá spölur eftir. Hvað eru 700 metrar upp þegar þú ert búinn með 30.000.- metra upp á síðustu 6 dögum.
  • 18/9 05:16 Halldóra nálgast síðustu Cut off stöðina, Merdeux. Hún mun ná þangað í síðasta lagi um 6:00, var að senda mynd af dalnum í sólarupprásinni þar sem bæði sést til Merdeux og Frasatti skálans. Hún verður þá með 2 klst. á Cut of tímann. Næsti áfangi upp og jafnframt sá síðasti upp er til Frasatti og þaðan yfir upp í Malatra skarðið. Það er mjög stutt frá Merdeux til Frasatti, þú sérð skálann allan tímann en það er samt tæplega 300 metra hækkun. Halldóra mun taka stutt stopp þar og svo halda áfram upp í skarð. Malatra skarðið er bara 2 km. frá en aftur 400 metrum ofar. Eftir það eru 17 km., nánast allt niður í móti og í MARK. Ný mynd neðst
  • 18/9 02:34 Farin af stað frá Bosses og nýjasti vinur okkar er Bagliane Marco með bib nr. 551. Fylgjum honum upp í Merdeux því að nú höldum við aftur inn í óbyggðir og náum ekki að staðsetja Halldóru með Messenger Location. Síðasta fjallið framundan.
  • 18/9 02:24 Halldóra náði að sofa í 45 mín og fékk aðstoð sjúkraþjálfara vegna háls og bakeymsla. „Þetta hangir“ sagði hún og bara 28,7 km eftir. Fékk kælipoka og verkjalyf í fljótandi. Órjúfanlegur partur af TOR ferðalagi, það er alltaf eitthvað sem kvartar. Planið fyrir næsta stað er Merdeux þar sem er Cut kl. 8:00, 5,5 tímar til stefnu, 7,6 km. og 900 metra hækkun. Bara ein stöð í einu. Stefnan er að ná þessu á undir 4 tímum og eiga því 1,5 tíma allavega á Cut timann. Halldóra kom inn á Bosses í sæti 396 en það eru margir búnir að fara í gegn síðan hún lagði sig. Innan við 20 hlauparar eftir í brautinni fyrir aftan Bosses. Það eru en að detta út hlauparar, sem er óvenjulegt eftir Ollomont, nú eru 279 hlauparar hættir keppni. 433 í keppni og af þeim hafa 276 klárað nú þegar. Verkefnið heldur áfram og styttist í sólarupprás enn einn fallega daginn í Aosta dalnum á Ítalíu.
  • 18/9 00:55 Halldóra er að koma inn á stöðina í Bosses. Hún er að vinna sér inn mikinn tíma á slétta og niðrímóti kaflanum sem er að baki. Hér verður tekið smá stopp sem hún er búin að vinna sér inn fyrir á hlaupum. Eftir eru 7 km. í Merdeux Cut stöðina og heilar 7 klst. til að ná því. 1 km á klst. þannig að þetta er orðið öruggt þangað. 30 km til Courmayeur og yfir ansi hátt Malatra skarðið að fara og meðalhraðinn þarf að vera 2 km á klst. alla leið þangað, ef hún færi strax af stað. 2- 3 tímar í birtingu og lokaorkan kemur með sólarupprásinni.
  • 18/9 00:28 Smá skemmtilegt innskot. Maður fær allskyns skemmtileg SMS og verkefni á þessari leið. Fékk þessi skilaboð áðan frá Halldóru, og þau eru skrifuð eins og og þau komu frá henni. “ Er í þessum hópi. Við búi að hlaupa alla leið nú Þ Að kepss brú. Þarf meira koffín“ Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að ná að leysa þetta 🙂
  • 18/9 00:23 Netið dettur út og inn þannig að við missum staðsetninguna alltaf. Þannig að við erum aftur búin að velja spánskan vin Carmona Marina Jose Fernando Bib 793 sem Halldóra er rétt á eftir. Gengur vel og mikil hreyfing á hlaupurunum á þessum slétta kafla til Bosses. Styttist mjög í að Halldóra komi á malbikið og þá getur hún náð enn meiri hraða niður til Bosses. Aðal vandamálið núna er ekki svefn heldur eru háls og axlir algerlega að drepa hana þessa stundina. Hún sagði að þett væri eins og hún hefði hlaupið niður frá Champillon á herðablöðunum.
  • 17/9 23:31 Halldóra er á hlaupum, á mjög góðri ferð núna og 8 km. til Bosses. Miðað við áætlaða staðsetningu á hún núna eftir 16 km til Merdeux og þarf ekki að halda meðalhraða nema upp á 1,88 km til að ná því Cut. Þannig að það virðist vera í höfn. Alla leið til Courmayer eru 36 km og hún þarf ennþá að halda 2,18 km meðalhraða þangað, sem er lækkandi frá tölunni áðan. Þannig að staðan er að batna. Halldóra er núna komin 312 km og við bara gleymdum að halda upp á 300 km. mörkin. Hún er að reyna að hlaupa sem mest núna til að vinna sér inn smá svefn i Bosses.
  • 17/9 22:01 Hér er verið að vinna í lausnum og Halldóra er kominn í stopult 3G-4G samband. Hún sendir mér því Shared Location á Messenger og þá get ég séð nákvæmlega hvar hún er. Núna er hún að koma inn á drykkjarstöð Ponteille Desot og er þá búin með 10 km. frá Ollomont. Bara 40,4 km. eftir. 17 klst. og 55 mín að loka marki. Það gerir nauðsynlegan meðalhraða upp á 2,24 sem er lægri en meðalhraði hlaupsins 2,33. Halldóra er því „Inni“ í þessum nýjustu tölum frá Aosta dalnum.
  • 17/9 21:34 Í stuttu samtali við Halldóru áðan sagði hún mér að skila mjög góðri kveðju til allra Bakgarðshlauparanna sem að ætla að byrja að hlaupa í Heiðmörkinni kl. 9:00 í fyrra málið. Þar ætla 200 hlauparar að hlaupa hring eftir hring þar til einn verður eftir uppistandandi. Halldóra tók sérstaklega fram að hún ætlaði bara að skokka „Einn hring“ í þetta skiptið. 🙂
  • 17/9 21:14 Halldóra er komin yfir toppinn og þá hefst langur niðurkafli i hlaupinu sem að hún á að geta tekið á verulega auknum meðalhraða. Við erum komin með nýjan vin til að fylgja í GPS kerfinu Polotti Diego Bib 524. Hann vinnur við járnbrautirnar í Þýskalandi en fjölskyldan hans býr í Poltúgal. Gott að vita. 🙂

18 klst. og 45 mínútur að lokamarkinu í Courmayeur.

  • 17/09 20:49 Þættinum var að berast SMS og Halldóra er komin upp í Champillon skálann. Ætlar að stoppa stutt og taka síðan síðustu 300 metrana upp á topp. Nú er áreynsluasminn að hægja á henni en við verðum að treysta því að hún vinni upp tíma á leiðinni niður. Jón Örlygsson hitti naglann á höfuðið hér í skilaboðum neðst, Halldóra elti lengi vel Rizzi Lucio með Bib nr. 666. en í myrkrinu ryfjaðist upp hvað þetta númer þýðir í Biblíunni og þá leyfi hún honum bara að fara á undan. Bara 300 metrar upp og þá er Halldóra mun sterkari í niðurhlaupinu eftir það sem er yfir 20 km. Og vonandi náum við símasambandi þá.
  • 17/9 20:20 Enn er staðsetningarkerfið í rugli. Við höfum ekki hugmynd um hvar Halldóra er. Hlauparar sem að voru á svipuðum slóðum og hún eru sumir löngu komnir upp fyrir Champillon skálann á GPS trackinu en hafa enn ekki sýnt tíma í skálanum. Við höfum ekki númer á vin þar sem Halldóra er alveg sambandslaus og GPS laus. Þannig að við erum alveg ein í myrkrinu eins og Halldóra. En hún hlýtur að skila sér til byggða. Allt sem fer upp kemur niður.
  • 17/9 17:48 Halldóra er búin að fá tíma út úr Ollomont. 127:27 í sæti 392 af 437 hlaupurum sem eru eftir. 216 komnir í mark og 45 á eftir Halldóru. Skv. þessu mun þetta ganga upp. Ég fór út af Ollomont 2019 á 127:24 og kom í mark 8 mínútum áður en að Courmayeur lokaði. Halldóra er þremur mínútum seinna út þannig að hún mun þá koma í mark 5 mínútum áður en lokar í Cormayer. Eru ekki allir klárir í lokasprettinn ? 🙂
  • 17/9 17:06 Halldóra er að leggja í hann. Náði einhverjum svefni, kannski 1 klst og það verður að duga. Fætur í lagi, ljós, sími og úr hlaðið. Tékklistinn yfirfarinn fyrir síðasta legginn. Framundan er strax 1.080.- metra brekka upp að Rifugio Champillon skálanum, þar sem hægt er að taka stutt stopp fyrir efri partinn. Þaðan er rúmlega 300 metra hækkun upp í fjallaskarðið. Eftir það lagast færið mikið, fyrst brekka niður um 500 metra lækkun og svo mjög langur aflíðandi niður kafli, utan í fjöllum, alltaf smá upp og niður, en þægilegt alla leið til Saint-Rhémy Bosses um 16 km. leið. Frá Bosses heldur leiðin áfram 8 km til Merdeux, með smá hækkun í restina og þar er Cut kl. 8:00 í fyrramálið. Þetta verður ekki létt en hefst vonandi. Eftir Merdeux hefst síðasta fjallaklifrið hjá Halldóru, upp í Rifugi Frassati skálann og stutt frá honum er farið yfir hið fræga Malatra skarð þar sem Mont Blanc fjallið birtist þér í allri sinni dýrð og þaðan er mestmegnis niðurhlaup alla leið til Courmayeur. Við reynum að fylgja Halldóru alla þessa leið og yfir marklínuna á næstu 22 klst. og 45 mínútum.
  • ´17/9 16:55 Það styttist í brott för frá Ollomont í síðasta áfangann. Það er bara ein Cut stöð eftir Merdeux kl. 8:00 í fyrramálið. Og síðan endamarkið Courmayeur kl. 16:00
  • 17/9 15:24 Það er kominn tími á Ollomont inn 125:05 Sæti 403. 439 hlauparar eftir og þar af 36 á eftir Halldóru. Það hafa 20 í viðbót hætt og þeir eru orðnir 273 eða 38% þeirra sem hófu keppni.
  • 17/9 15:15 Halldóra er komin inn á Ollomont Lifebase á 15:02. Hún hringdi rétt áðan og baðst innilegrar afsökunar á að vera 2 mínútum of sein en hún bara varð að skreppa inn á veitingastað í Ollomont og fá sér ís og lemonsoda. Það var skilti fyrir utan. En þetta eru frábærar fréttir. Hún er tveimur tímum á undan Cut á Ollomont In og ætlar sér að fara út aftur eftir 2 klst. og eiga þessa tvo tíma til góða. Heilsan er bærileg, eymsli í bakinu líklega vegna mikillar stafanotkunar á niðurleið og hún er að reyna að komast í nudd á stöðinni. Þannig að nú getum við farið að skipuleggja lokasprettinn sem að hefst eftir 2 klst. 50,8 km eftir og bara 4.277 metra hækkun. Tvær stórar brekkur en miklu betri hlaupanlegir kaflar á vegum og malbiki inn á milli. Mun betri en voru í fjallaskálaleiðinni sem nú er að baki.
  • 17/9 14:23 Halldóra hefur ekki fengið tíma á Berio Damon toppnum en er að sjálfsögðu löngu kominn yfir hann og er á niðurleiðinni. Komin niður mesta brattann og á líklega 40 mínútur eftir inn á Ollomont Lifebase. Alveg bara eins og Strætó, á áætlun, en aðeins of seinn.
  • 17/9 13:48 Klukkan tikkar. Halldóra er ekki enn búin að fá tíma á Berio Damon fjallaskarðinu, sem er toppurinn. Við hefðum viljað sjá þann tíma fyrir 1 klst. síðan…….
  • 17/9 13:02 Halldóra kom í Bruson Arp 12:13 og stoppaði þar aðeins, fékk sér kaffi og var með smá matarlyst þannig að hún tók stutt stopp þar til að koma niður meiri orku. Birtist þá ekki bara hún Fabrice vinkona okkar 12:41 , en hún hafði ekkert stoppað í Oayce. Við svissum því aftur yfir á Fabrice Bib 730 og fylgjum henni aftur. Miðað við hennar staðsetningu á Halldóra um 20 mínútur eftir upp á topp og svo niðurhlaupið. Brekkan niður að Ollomont er ein brattasta brekkan í öllu TOR hlaupinu og þar hafa margir fari illa, því eins og áður sagði er það niðurhlaupið sem klárar flesta hlaupara í TOR en ekki uppgangan. Halldóra veit að það má alls ekki hlaupa þessa leið fyrr en hún er komin á ákveðinn stað í brekkunni og þess vegna mun hún fara mjög rólega niður efri hlutann. Lækkunin er 1.100.- metrar og á toppnum horfir þú beint niður á Ollomont. Örstutt frá en samt 1,5 til 2 klst. ferðalag. Ég reyni að bæta við einni mynd hér fyrir neðan sem að sýnir þetta betur.
  • 17/9 11:02 Halldóra er farin frá Oyace fyrir nokkru síðan, rúmlega 10. Hún og Iðunn voru 4 tíma að fara þessa leið til Ollomont óþreyttar í sumar. Þannig að við erum að vona að Halldóra nái þessu núna á 4,5 – 5 tímum frá brottfarartíma frá Oyace. Það gæti bætt enn hálftíma við aukatímann sem hún hefur á stöðinni. Við erum komin með nýjan vin Watteyne Martin með Bib nr. 605 til að fylgjast með Halldóru á þessum legg. Svo má sérstaklega leiðrétta fyrir Rúnu Rut að Fabrice er víst kona 🙂 Halldóra bað fyrir yndislegar kveðjur til allra sem eru að fylgja henni þessa kílómetra sem eftir eru, af skiljanlegum ástæðum hefur hún ekki tíma til að svara kveðjum en lofar að bæta það upp tvöfalt þegar hún er komi í mark í Cormayeur.
  • 17/9 09:40 Ekki að það skipti neinu máli ern Fabrice vinur okkar var að koma til Oyace. 🙂
  • 17/9 09:26 Það er kominn tími á Halldóru í Oyace og hún fór upp um 21 sæti frá Bivacc, er núna í sæti 399 af 459 hlaupurum sem eru eftir. Það eru 126 komnir í mark og 60 á eftir Halldóru. 253 hættir.
  • 17/9 9:14 og vitið hvað. Halldóra er búin að hlaupa niður allan helv. dalinn og er að koma inn á stöðina í Oayce. Skildi Fabrice eftir upp í dal. Hún er algerlega að massa þetta. næstum 1 klst. á undan tímanum sem að við bjuggumst við henni. Nú er smá stopp, 40-50 mín og hún fer aftur út af stöðinni 10:00 á íslenskum tíma. Powernapp og borða. Nú er ljóst að vegna þessa spretts mun Halldóra komast til Ollomont vel fyrir tímamörkin og þar með væntanlega tryggja sér að geta klárað TOR hlaupið innan tímamarka á morgun. Þessi klukkutími í vinning er að skipta gríðarlega miklu máli. Hún er ekki komin með tíma inn í Oyace en væntanlega er hún að fara upp um mörg sæti vegna þessa.
  • 17/9 7:00 Aðeins betri fréttir. Halldóra náði loksins í gegn, fann símablett og hringdi, er komin til Bivacc þó að það sé ekki búinn að skrást tími. Hún var að fara þaðan út, er orðin mjög þreytt eins og gefur að skilja en enn í keppnisham. Við náðum að ræða planið til Oayce og leiðina en nú er það bara ein stöð í einu. Skv. þessu gæti Halldóra náð til Oayce um 10:10 og má því miður nánast ekkert stoppa í Oayce til að ná Ollomont. Það verður mjög erfitt. TOR tímaplanið gefur hlaupurum ekki nema 3,5 tíma til að fara á milli Oyace og Ollomont, en hlauparar eru almennt 5-6 tíma að fara þá leið. Þess vegna er öruggt núna að Halldóra nái Cut í Oayce en ennþá óvíst með Ollomont. Við vitum það ekki fyrr en tíminn í Oyace smellur inn. Nú eru komnir 274 km. og 24.682 metra hækkun. Halldóra staðfesti að Fabrice með Bib 730 er vinur okkar núna.
  • 17/9 6:21 Það var að detta inn ný staðsetning á Fabrice. sem er einungis 15 mínútna gömul. Skv. henni er hann búinn núna með næstum alla hækkun til Bivvac og á sennilega ekki eftir nema 20 mínútur þangað. Það lagar aðeins stöðuna og ef Halldóra er að hanga í honum þá verður hún komin fyrir 7:00 í Bivacc. Þá er hún bara 30 mínútum á eftir planinu hér fyrir neðan (miðað við að hafa þegar notað 1 klst í hvíld) og auknar líkur eru á að hún nái Ollomont á síðustu stundu. Þannig að það verður spennandi að sjá tímann í Bivacc, 3,5 tímst þaðan til Oayce og Halldóra verður að spretta úr spori þann legg. Koma svo…..
  • 17/9 06:09 Þetta verður tæpt. Það er ljóst að Halldóra náði ekki að hanga í vini okkar Reichardt. hann var kominn á 110:58 í Magio og Halldóra 111:19 og enn dró á milli í Cuney, hann var kominn þangað á 112:57 en Halldóra hlukkutíma seinna á 114:03. Við erum því komin með nýjan vn Fabrice Gueriot, frakki með BIB nr. 730. Það hefur ekkert náðst í Halldóru, hún svarar hvorki SMS né síma og alltaf utan þjónususvæðis. Glugginn sem að hún hefði möguleg haft til að ná sambandi í Magio skálanum virðist ekki hafa opnast. Nú er kl. orðin 6 og við hefðum viljað sjá Halldóru komna í Bivacc en ef hún er á sömu slóðum og Fabrice á hún ennþá eftir 1 klst. þangð. Þar með er hún komin 1,5klst. á eftir planinu hér í næstu færlu fyrir neðan. Það leiðir til þess að hún nær tímamörkum í Oayce en er orðin mjög tæp að ná tímamörunum í Ollomont. Nú skiptir hver mínúta máli. Góðan daginn annars og eigið góðan dag 🙂
  • 17/9 00:00 Smá hugleiðingar fyrir þá sem að ekki geta sofið. Skv. tímum annarra hlaupara og tímaáætlun TOR þá hefur Halldóra 1,5-2 tíma til að komast frá Magio skálanum til Cuney. 2 tímar er með því að hvílast aðeins í Magio skálanum. Frá Cuney til Bivacc er um það bil aftur 2 tímar og frá Bivacc til Oayce er 3,5 tímar sem að mestu er niðurhlaup. Gangi það eftir að Halldóra sé rétt á eftir Reichart þá er hún komin 01:30 í Magio skálann, 3:30 í Cuney, 5:30 í Bivacc og 9 til Oyace. Bætum við 1 klst. í hvíld á leiðinni og þá væri hún að lenda 10:00 í Oyace. Cut þar er 13:30 þannig að Halldóra kemst þá í gegnum enn eina Cut stöðina vel innan tímamarka og þetta á að duga henni til að komast til Ollomont fyrir 15:00, sem er MUST. Þá tveimur tímum áður en Ollomont lokar. Þeir sem vakna í nótt geta skoðað hvernig Halldóru gengur að fylgja þessu plani. Lykiltíminn sem að tryggerar þetta plan er tíminn hennar inn í Rifugio Magia.
  • 16/9 23:53 Vinur okkar Reichart er kominn upp á topp og byrjaður í niðurhlaupinu til Rifugio Magio fyrir 20 mín síðan. Það þýðir að hann verður kominn þangað eftir um 1 klst. eða um 01:00. Það er 1 klst. fyrr en áætlað var. Það styttist því í að við náum símasambandi við Halldóru í smá stund til að finna út hvort að Reichart er vinur okkar ennþá eða ekki lengur.
  • 16/9 22:35 Nú erum við á „engar fréttir eru góðar fréttir“ tímabilinu. Halldóra en greinilega enn með en við höfum bara ekki hugmynd um hvar. Magnað að vinur okkar Reichhardt fékk tíma í Vareton en enginn annar hlaupari sem er á eftir honum og er á GPS kortinu kominn fram hjá stöðinni. Við vitum því ekki hvar Halldóra er og hvort hún er komin í gegnum Vareton eða ekki. En vonum það besta. Lítið annað í stöðunni að gera. Hún er þarna á stöðugri uppleið, upp, upp, upp en afliðandi og það er kolniðamyrkur og á vinsti hönd er djúpur dalur allan tímann og því ekkert ef þú lýsir til vinstri en brekka ef þú lýsir til hægri. Virkilega fallegur dalur að degi en lítið spennandi að nóttu til. Hún verður vonandi komin til Rifugio Magio kl. 02:00 og er þá komin 18 km. af þessum 50 km.
  • 16/9 21:00 Nú lokaði Valtornence Out. Það fara ekki fleiri hlauparar í gegnum þá stöð. Þar með hefst niðurtalningin til Oayce sem er næsta Cut. Oyace er ekki lifebase þannig að það er bara 1 tími 13:30 á morgun. Reichardt nálgast Vareton og þá eru komnir 10 km. af 50 km. og 1.400 metrar af 5.056.- metrum af leiðinni til Ollomont – á 4,5 klukkutímum. Þannig að ef Halldóra hangir enn í honum er hún innan tímamarka.
  • 16/9 20:36 Við erum komin með nýjan vin. Reichardt Frank, þýskur langhundur með BIB númer 549. Hann er aðeins hraðari en Halldóra og hún er að reyna að hanga í honum. Náði að hringja inn númer fyrir okkur að elta.
  • 16/9 19:33 Yoshida Yosuke er kominn í Barmasse 21:15 og vonandi Halldóra með honum. Hann fór frá Valtornence 19:06 og er því búinn að vera 2 klst. og 9 mínútur a leiðinni. TOR úrhlutar hægasta manni 1,5 tíma í þennan legg. Þannig að þarna eru farnar 39 mínútur af umframtímanum. Ekki gott. Vonandi fer Halldóra hraðar en hann.
  • 16/9 19:02 GPS kerfið er ekki að lagast þannig að við beitum öðrum brögðum. Á þessum tímapunkti í hlaupinu eru allir hlauparar meira og minna jafnir. Yoshida Yosuke, Japani er okkar maður núna, BIB 509. Hann fór út af Valtornence á nákvæmlega sömu mínutu og Halldóra og ef ég þekki hana rétt þá eru þau núna orðnir vinir. Við sjáum hann mjög ofarlega í brekkunni upp í Barma skálann með 30 mínútna gamla staðsetningu og það er næsta víst að Halldóra er stutt frá honum. Hlaupararnir eru ekki að fá inn tíma í Barma, enda ekki símasamband þar, en eftir næsta skála veljum við nýjan vin og fylgjum henni þannig yfir fjöllin. Fremri hlauparar fengu tíma í Magio, Cuney, Bivacc og Oayce.
  • 16/9 17:34 Halldóra fór út í sæti 400 og heldur áfram að ýta hlaupurum aftur fyrir sig. Það gefur góða von. Það eru núna 465 hlauparar enn með og af þeim eru 40 komnir í mark. 65 á eftir Halldóru og 247 hættir eða 35%
  • 16/9 17:26 Here we go again. Halldóra er farin af stað aftur með 10 tær. Og nú er erfiðasti áfanginn framundan. Leiðin liggur frá Valtorence aðeins niður og svo beint upp að Barmassa skálanum sem er í 2.175.- metra hæð. Góður stígur upp en bratt og hækkun upp á 800 metra. Næsta sólarhringinn mun Halldóra meira og minna halda sig í yfir 2.000.- metra hæð. Hún þarf að fara samtals 50 km til Ollomont með hækkun og lækkun upp á 5.056.- metra. Eftir Barmasse tekur við heilmikið skálaferðalag. Fyrst Rifigue Magia eftir 14 km, svo Rifugio Cuney eftir 3 km, svo Bivacc skýli eftir 5 km áður en að niðurhlaupið til Oyace tekur við sem er 9 km. og svo eitt fjall yfir til Ollomont sem Halldóra er búin að fara í sumar. Ekkert símasamband er á stórum hluta þessarra leiðar og ef GPS sendirinn kemst ekkert í lag þá vitum við ekkert yfir löng tímabil. Halldóra má ekki vera meira en 24 tíma að komast þessa leið til Ollomont lifebase. TOR segir að hægasti maður fari þetta á 22 klst. en ég fór þetta samt hægar 2019 á 22,5 tímum 🙂 (Hughreystandi) En ég er bara bjartsýnn á að Halldóra massi þennan legg eins og aðra. Það góða við þetta er að það er afar sjaldgæft að þeir sem nái Ollomont nái ekki að klára TORinn, þannig að þessi leggur er mjög mikilvægur. Allir að senda sterka strauma, hún þarf á þeim að halda í nótt og á morgun. Og hún mun halda áfram að halda okkur í Spennutreyjunni.
  • 16/9 14:28 Kominn tími inn í Valtourence Samtals 100,16 klst. að baki. Hún er í sæti 426 af 465 hlaupurum.
  • 16/9 14:06 Halldóra er rétt að fara að koma inn í Lifebase stöðina Valtourence. Hún er búin að ná að senda Location sharing á Facebook. Hún er búin að vinna sér inn meiri tíma og á núna 7 klst. á tímamörkin út af stöðinni. Hún ætlar að nota 3 klst í svefn og annað. Nú eru fæturnir farnir að kvarta og bara níu tær eftir enda langt niðurhlaup til Valtourence. En vonandi verður tíunda táin komin á aftur eftir svefninn. Til að setja ykkur aðeins inn í hugarheim Halldóru á þessu andartaki þá sendi hún mér mynd af úrinu sínu og spurði hvort að það væri einhver geðveik brekka eftir. Ég hafði sent henni að þetta væri allt niður í móti til Valtourence. Ha.Ha, úrið snéri vitlaust…… Þetta verður spennandi alveg til enda. Hún er núna búin að leggja að baki 248 km og 21.547- metra hækkun og það er svo stutt eftir – en samt svo langt. Í hvaða sæti hún er verður ljóst þegar hún er komin inn á stöðina.
  • 16/9 11:23 Halldóra er komin upp í Grand Tournalin skálann, var að detta inn núna rétt áðan kl. 10:58. Hún missti nokkra fram úr sér vegna þess að hún ákváð að fá sér aðra samloku með skinku og osti í Champoluc. 🙂 og það VAR RÖÐ. Svona er þetta, það þarf að kynda kolaofninn og allt sem brennur skilar þér orku. Hún ætlar að stoppa stutt, megnið af hækkuninni búið í dag. Ekki eftir nema 350 metra hækkun og svo allt niðri í móti eftir það í næsta Lifebase í Valtourence. Hún ætlar frekar að eiga meiri tíma þar og ná aftur í + 2 klst. við að fara inn á stöðina. Eins og er á hún 5 klst. á tímamörkin og er að halda því.
  • Og niðurstaðan var…….. Halldóra lagði sig og setti símann á AirPlain mode. 🙂 Hún er í topp málum, var að borða heita samloku með skinnku og osti í einhverri sjoppu í Champoluc. Búinn að ná svefni og er lögð af stað upp í Grand Tournalin skálann. GPS tækið er eitthvað bilað og það mun ekki nást að laga það fyrr en í næsta lifebase í Valtourence. En þangað ætti hún að koma í kvöld. Hún ætti að vera um 3 klst. upp í skálann, stoppar þar í stuttan tíma til að nota dagsbirtuna og heldur svo áfram. Næsta Cut er í Valtourence Inn kl. 19:00 í kvöld (ísl) sem er LIFEBASE og hún ætti að ná því vel innan tímamarka.
  • Til þess að hækka aðeins spennustigið í hlaupasögunni… þá er síminn hennar ekki að svara. Hún gæti hafa lagt sig og slökkt á honum, eða misst hann og hann bilað eða brotnað. Eða Vodaphone er í slæmum málum. Það hefur ekkert heyrst til hennar í 50 mín frá því hún kom til Champoluc sem er sæmilega stór bær. Spennandi ?
  • Samkvæmt þeim upplýsingum sem sjást er hún í sæti 415 af 471 hlaupara og því búin að taka vel famúr á þessum legg. Það eru núna 56 hlauparar á eftir henni. Frekari fréttir þegar samband næst.
  • Halldóra var að koma inn á Champoluc, en GPS staðsetningin hennar er enn í Gressoney. Eitthvað klikkað þar. En frábært hjá henni. Markmiðið var að ná þangað á milli 9 og 10 en hún datt inn þar 8:40 og er því núna búin að vinna sé inn 5 klst. og 20 mínutur á tímamörkin. Frábærlega vel gert. Eins og er er hún sambandslaus þannig að frekari fréttir koma síðar. Hún var bara 6,5 tíma yfir en hafði 12. Hún stoppar væntanlega ekki lengi í Champoluc og stefnir næst upp í Rifugie Grand Tournalin þar sem er gott að hvílast í einhvern tíma.
  • Vöknuð eftir 1,5 klst svefn og byrjar núna að vinna eftir tékklistanum. Tekur næsta 1,5 klst í það og fer út 00:00 að íslenskum tíma í síðasta lagi. Næsta stopp er Alpenzu skálinn sem að sést vel á myndinni hjá Ágúst Kvaran í UTMB hópnum. Þar tekur hún aftur Powenap fyrir efri hlutann af brekkunni. Það verður spennandi að sjá hvert hún verður komin í fyrramálið þegar við vöknum. 🙂
  • Og um framhaldið. Í Gressoney er Halldóra búin að fara 213 km. og 18.300 metra hækkun. Hún er búin að vera 83 klst. á ferðinni þangað. Næsta CUT er í Champoluc, hinu megin við fjallgarðinn, þangað er ein brekka upp og ein niður, hækkun upp á 1.700 metra og 17 km, þar af tæpir 5 á sléttu malbiki. Það góða við þennan legg er að Halldóra hefur 12 klst. til að fara þessa leið. Hún þarf sem sagt bara að ná 1,42 km meðalhraða á leiðinni og allt sem að hún nær að fara hraðar, vinnur hún sér inn sem viðbótartíma. Halldóra fór þessa leið í sumar á ca. 5-6 klst. En núna verður hluti af leiðinni í myrkri. Þetta er ástæðan fyrir því að hún varð að komast í gegnum Gressoney 🙂 og það tókst.
  • Spennan magnast og inneignin á tímamörkin minnkar. Halldóra er komin inn í Gressoney. Á rúma tvo tíma enn á tímamörkin. Stöðin í Gressoney er gríðarlega stór og góð. Allt til alls, heitar sturtur, læknar, allt í sama húsi, hægt að fá nudd osf. En tíminn er nú orðinn alvarleg fyrirstaða. Halldóra á 2 klst. á tímamörkin þegar hún kom inn á stöðina. Það þýðir að hún á 4 klst. á tímann út af stöðinni. Planið er einfalt, hún verður að fara út kl. 00:00 á íslenskum tíma í síðasta lagi. Það þýðir að hún hefur 3 klst. til að láta laga plástrana, skipta um föt, borða, sturtu og sofa. Og ég ætla að veðja á að henni takist það. Skynsemin verður að ráða för og það er mjög óskynsamlegt að fara út af Gressoney ósofinn. Þannig að svefn í 1,5 klst. verður að hafa forgang fram yfir keppnisskapið. Hún er farin að sofa. Og þó svo að hún fari út af stöðinni bara með 1 klst. á tímamörkin þá er hún enn inni í hlaupinu. Sjá um það hér neðar. Nú er næstum 1/3 hlaupara hættur og margir munu hætta í Gressoney eins og alltaf.
  • Ég vil líka benda á að Agust Kvaran er að póst mjög flottum og myndrænum fréttum af hlaupaleiðinni á Facebook „UTMB- CCC – TDS – OCC íSLAND“ síðunni
  • Smá tölulegar upplýsingar. Af hverju er mikilvægt að ná Gressoney stöðinni ? Ef þið skoðið tímaspjaldið hennar Halldóru þá er þar efst hægra megin tala sem segir að hún sé á 2,6 km meðalhraða. Til þess að ná Gressoney þarf 2,51 km meðalhraða. Halldóra mun ná því. Eftir Gressoney, þ.e. á næstu stöð á eftir má meðalhraðinn lækka í 2,33 (fyrir allt hlaupið) sem þýðir að hún hefur miklu meiri tíma til að komast til næstu stöðvar Champoluc og getur farið hægar og hvílt sig meira á leiðinni. Þeir sem að komast í gegnum Gressoney innan tímamarka hafa verulega hækkandi líkur á að ná að klára hlaupið. Halldóra hækkaði í sæti 448 við komuna til Níel. 504 eru enn að í hlaupinu og 206 hlauparar hættir.
  • Komin til Niel, síðasti kaflinn var blautur og sleypur þannig að hún tafðist aðeins fram yfir áætlun. En á ennþá 4 klst. á tímamörkin. Planið er að stoppa í 20-30 mín, tærnar upp í loft og reyna að borða. Síðan er það síðast brekkan upp áður en niðurhlaupið hefst til Gressoney. Þetta eru bara 1.150.- metra hækkun og 14 km. Sú leið er brött upp en mjög góð, aflíðandi og góðir stígar niður. Halldóra hefur 4 klst til að fara þennan legg. Veðrið er líka að skána og ekki rigning það sem eftir lifir dags. Hún er bara í ágætis standi, hress og ánægð með allan framúraksturinn. Auðvitað er þreytan aðeins farin að segja til sín og hana hlakkar til að ná smá svefni í Gressoney.
  • Halldóra tætir nú framhjá hverjum Frakkanum af fætur öðrum og er búin að vinna sig upp í sæti 460. (Frakkarnir eru sumir þekktir fyrir að hleypa helst ekki konum fram úr sér), þannig að hún skilur þá væntanlega eftir alveg niðurbrotna. Það eru ennþá 512 hlauparar eftir (198 hættir) og hún er því búin að setja aftur fyrir sig 32 hlaupara síðan í Donnas. Hvílík snilld. Hún er komin af stað í niðurhlaupið til Niel og er búin að vinna sér inn meiri tíma, sem er ótrúlegt. Cut off tími í Niel er 19:30 og hún á bara 1 klst. eftir þangað. Verður komin þar um 15:00 og hækkar því úr 3,5 tímum sem hún hafði í Barma í 4,5 í Niel. Þar er flott stöð, góður matur og smá hvíld. Og kannski fær hún bara að fara á Facebook life í smá tíma……. í Niel. 🙂 Þetta er alveg magnað á þessum stað í hlaupinu að vinna sér inn tímamörk. Næsti áfangi er svo Gressoney sem er LIFEBASE og um leið og hún fer þar inn bætast 2 klst. við Cut tímann. Þetta verður mjög spennandi og tæpt áfram……. 300 metrum hinu megin við Niel er 200 km. múrinn fallinn.
  • Í Barma eru komnir 183 km og 15.676.- metra hækkun. 7,5 sinnum upp á Hvannadalshnjúk og niður aftur á 3 sólarhringum 🙂
  • Halldóra er komin í gegnum Barma skálann á miklu betri tíma en þeir sem að eru á undan henni. Hún var 4 tíma slétt frá Coda til Barma á meðan flestir aðrir eru 4,5 tíma á þeirri leið. Þannig að hún heldur ennþá 4 tímum á tímamörkin. Það er mikilvægt að halda því alla leið til Gressoney, en þá lækkar verulega meðalhraðakrafan í hlaupinu. Næsti áfangastaður er Niel. Á leiðinni er Drekaskarðið sem að Halldóra stendur í á Facebook myndinni sinni. Þannig að þaðan þekkir hún vel leiðina niður í Niel. Það er mjög gott hljóð í henni, keppnisskap. Smá vandræði með að koma niður mat, en verið að vinna í lausnum. Nú er allt orðið blautt og sleipt og því magnað hvað hún nær að halda góðum hraða.
  • Næsta Cut er 75 klst. í Barma. Halldóra ætti að vera þar á 71,5 tíma og þar með eiga enn 3,5 tíma á tímamörk. Árið 2019 hætti Gunnar Júlísson í Barma skálanum vegna álagsastma (en hann var að klára UTMB í ágúst 2021 og kemur bara aftur sterkur inn í TORinn 2022) Halldóra ætti að vera um 9:30 að íslenskum tíma í Barma. Mun þar taka eins stutt stopp og hægt er, borða og 10 mín slökun. Leiðin eftir Barma eru miklar óbyggðir og ef eitthvað kemur upp þar þá þarf að sækja hlaupara með þyrlu. Þannig er leiðin alveg þangað til Halldóra verður komin til Niel.
  • Halldóra er komin i gegnum Rifugi Coda. Mjög mikilvægur áfangi og stefnir óðfluga í Rifugi Barma sem er næsta Cut. Hún er búin að standa sig gríðarlega vel í nótt, búin að taka fram úr næstum 30 hlaupurum og er núna í sæti 492 af þeim 540 sem eru eftir. NB. 180 hlauparar eru nú hættir keppni. Þegar hún fór í gegnum Rifugi Coda var hún komin upp á toppinn og nú heldur hún sig í yfir 2.000.- metra hæð um langan veg. Leiðin er upp og niður en brekkurnar eru ekki eins rosalegar. Hún virðist vera búinn að finna sinn takt og svaraði skilaboðum í morgun (sem er gott :-))
    Cut í Barma er kl. 13:00 í dag og hún mun ná því. Nú er hún aftur komin inn í þéttan hóp af hlaupurum með þau skilaboð að elta uppi þann næsta og taka fram úr honum… 🙂
  • Halldóra er farin frá Donnas 11:52 skv. plani og á núna 4 klst. a tímamörkin. Hún verður að ná að halda því. Hún lét teipa fætur, komnar einhverjar blöðrur. Fékk nudd, mat og tæplega 2 tíma svefn. og hún fer út með látum, búin að taka fram úr þremur strax. Þar með komin í sæti 514 af 540 og nú þarf hún að hirða upp hlauparana sem að lögðu sig ekki, hún nær þeim í brekkunni. Hún er núna á skokkinu til Saint Port Martin í góðum gír.
  • Komin til Donnas á 56:21 og nú þarf að fylgja tékklistanum. Komnir rúmir 2 sólarhringar og 2-3 tíma svefn. Nú þarf allt að vera skrifað niður og skipulagt. Halldóra ætlar út aftur fyrir 22:00 hér heima, miðnætti í Donnas og eiga 4 tíma lágmark á tímamörkin við brottför. Næsta Cut er við Rifugie Barma kl. 13 (ísl) á morgun. Það verður töff. Framundan er ógnvænleg hækkun 2.800 metrar upp í Rifugi Coda skálann en bara 18 km. þangað, þannig að þetta er bratt upp. Nú er líka fjallaveðrið að versna. Byrjar að rigna snemma í fyrramálið og rignir allan daginn, en ítalskt sólskyn í hverjum dropa. Nú þekkir Halldóra leiðina því við Iðunn fórum með Halldóru næstu 150 km í æfingaferðinni í ágúst. Nú mun sú reynsla kikka inn.
  • Halldóra var að koma til Pontboset sem er í tæplega 3 klst. fjarlægð frá Donnas. En nú er spennan að magnast. Tíminn er ekki alveg að vinna með henni og hún mun koma inn á Donnas stöðina á ca. 56:30 klst. Tímamörkin eru 62 tímar inn og 64 tímar út. Halldóra mun því eiga ca. 5,5 tíma á tímamörkin inn og 7,5 tíma á tímamörkin út. Það er heldur minna en ákjósalegt væri á þessum stað í hlaupinu. Hún verður að nota af því 3-4 tíma í Donnas til að hvílast. Eins og staðan er núna er Halldóra í sæti 531 af 551 sem eru enn inni í hlaupinu. Í Donnas er talað um að hlaupið sé næstum hálfnað, minna en hálfnað í kílómetrum en meira en hálfnað í hæðarmetrum. Seinni hlutinn verður æsispennandi því þar mun Halldóra virkilega þurf að berjast við Cut off tímana……….Það eru ennþá 8 Cut off stöðvar eftir. Brútal, en skemmtilegt 🙂
  • Eftir 2,5 klst. hvíld í Cogne hélt Halldóra af stað aftur í morgun í næsta legg til Donnas. Sá leggur er mun auðveldari myndu margir halda en seinni hlutinn er á kortinu 30 km langt niðurhlaup. Það er samt ekki allt niður og það merkilega við TOR er að flestir sem hætta gera það vegna þess að þeir geta ekki meira niðurhlaup. En Halldóra er fersk eftir hvíldina og fer inn í flottan dag á Ítalíu þar sem hæðin er lægst og hitinn mestur. Það er skýjað í Donnas þannig að hitinn fer sem betur fer bara í 24 gráður og smávægileg úrkoma, nánast ekkert.
    Hún er alveg að detta inn í Rifugio Sogno og er þá komin 125 km og 10.919.- metra hækkun. Þegar til Donnas er komið er hún komin 156 km. og 12.242.- þannig að það er hófleg hækkun í dag. Hún á eina góða brekku eftir áður en að 30 km niðurhlaupið hefst. Staðan núna í TORX er sú að það eru 556 hlaupara eftir, 156 hættir og Halldóra er í sæti 505.
  • vesen dagur, en Halldóra er komin til Cogne. Hún kom öfugu megin að stöðinni og fékk tíma út í stað inn. Fór upp um 110 sæti við það 😀 Reyndi að láta laga og var þá skráð út úr hlaupinu. Leiðinda vesen sem vonandi lagast í nótt. Búið að redda nýju Petzl höfuðljósi eftir að hennar var stolið á einni stöðinni, eða týndist. Komnir 110 km. Hún er í ca. Sæti 512, það eru 569 hlauparar eftir, 143 hættir. Að nálgast 25% sem eru hættir. En Halldóra er í góðum gír, ætlar að stoppa 3-3,5 tíma, leggja sig og borða og fara af stað um 3:30 af stað frá Cogne og á þá 2,5 tíma + á tímamörkin út.
  • Eftir langa óvissu bið vegna þess að GPS kerfið er úti, var Halldóra að detta inn í Sella skálann. Komin í 101 km. og hæstu fjallaskörðin að baki. 10 km. til Cogne og ætti að ná þangað ca. 3 tímum fyrir tímamörk. Hún græðir svo 2 tíma á Lifabase Cogne og hefur þá 5 tíma MAX þar til hún verður að vera farin af stað aftur.
  • Leiðin sem Halldóra er núna að fara er ein sú erfiðasta í öllu hlaupinu. Hún er búin að fara yfir 90 km. með 7.537.- metra hækkun nú þegar og brekkan sem hún er núna í er ca. 1.600. metra hækkun til viðbótar. Hinu megin dettur hún fljótlega inn í Rifugio Vittoria Sella og er þá komin rúma 100 km. Frá toppinum fer hún 1.770.- metra lækkun til Cogne þar sem hún getur loksins lagt sig á LifeBase.
  • Halldóra er komin núna niður í dal eftir fyrri 3.000 metra toppinn og situr á veitingastað að gæða sér á steik, frönskum og Fanta. Komin 84,5 km og svöng…. Næsti toppur er sá hæsti 3.300 metrar. Hún er í sæti 480 og það eru 83 hlauparar hættir keppni. 629 enn með.
  • Komin á fyrsta Life base, 54 km. Og 4.586 metra hækkun komin á 13:45. Er í sæti 534 og hækkar á hverri stöð.
  • Halldóra er komin til Planaval 48 km og er komin í sæti 540. 6 km í fyrsta Lifebase
  • Hún er komin í gegnum Rifugie Deffeiers 28,2 km. í sæti 615, 7 hættir. Komin upp um 15 sæti.
  • Hún er komin í Gegnum La Thuile 18,7 km í sæti 630 af 711 hlaupurum

Hér var spurt hvort hægt væri að fylgjast með Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé í TOR. Allir hlauparar í TORX eru með GPS.
Slóðin er
https://tracking.100x100trail.com/TOR33021/

https://www.facebook.com/groups/855779164450966/posts/5176420079053498

You may also like

Leave a Comment