14 klst í ræsingu …

by Halldóra

Nú eru um 14 klst í ræsinguna mína í https://www.tordesgeants.it/en/content/tor-des-g%C3%A9ants%C2%AE en ég hef 150 klukkustundir til að ljúka þessu hlaupi, sem eru að lágmarki 330 km og 24.000 metra samanlögð hækkun (skráð 350 km og 26.000m).


Ég ræð sjálf hversu mikið og hvenær ég sef og mín stærsta áskorun verður að komast yfir tímahindranir sem eru reglulega á leiðinni. Þetta er klárlega lengsta og erfiðast hlaup (verkefni) sem ég hef tekist á við. Ég er mjög spennt, en að sjálfsögðu líka smá kvíðin (annað væri óeðlilegt) 🙂

Ég er mjög þakklát fyrir allar fallegu kveðjurnar sem ég hef fengið frá ykkur kæru vinir og þið munið geta fylgst með mér á leiðinni á FB íþrótta-síðunni minni og Instagram síðunni.
https://www.facebook.com/Halld%C3%B3ra-Gy%C3%B0a-768336240231847

Einnig er ég með LIVE TRACKING á mér allan tímann, sem þið getið fylgst með mér hérna: https://tracking.100x100trail.com/TOR33021/ Númerið mitt er #827

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þetta hlaup í ár: Það eru 686 þátttakendur, þar af eru konur 77 (11,2%) Það eru 18 konur í mínum aldursflokki (ég er með aftasta númerið, í aldursflokkum, en það er raðað eftir ITRA punktum).

Þakka ÖLPUNUM fyrir að styðja mig með frábærum Salomon búnaði í þetta hlaup og þakka Betu fyrir frábært æfingaplan og stuðning á síðustu metrunum og Stefáni Braga og Iðunni fyrir frábæra æfingaferð og allar upplýsingar og stuðning <3

You may also like

Leave a Comment