Miðnæturhlaup Suzuki 2018

by Halldóra

Tók þátt í hálfu maraþoni í  Miðnæturhlaupi Suzuki í kvöld.  Hlaupaleiðin er virkilega falleg en um leið mjög krefjandi í veðri eins og var í kvöld, þ.e. roki og rigningu.

Hlaupið er ræst í Laugardalnum fyrir framan Laugardalshöllina, bæði 10 km og 21 km hlaupið á sama tíma þ.e. klukkan 21:00.  Hlaupið er fram hjá Glæsibæ, yfir göngubrúnna yfir Miklubrautina og upp Elliðaárdalinn. Yfir brúnna hjá Árbæjarlauginni og áfram norður upp með hesthúsunum. Það í brekkunni var mikill mótvindu og rigndi aðeins á okkur.  Ég náði ekki að hanga í neinum þar og var því að berjast á móti vindinum ein upp brekkuna 🙂

Síðan var hlaupið í átt að Rauðavatni, meðfram því að Morgunblaðshúsinu og farið í gegnum golfvöll GR og áfram niður Grafarvoginn. Haldið áfram fram hjá Ingvari Helgasyni og nýja stíginn aftur inn að Sprengisandi og svo göngubrúnna til baka, Glæsibæ og niður í Laugardal, þar sem hlaupið endaði fyrir framan Húsdýragarðinn.

Ég var ekki með Garmin úrið á mér, heldur hljóp ég bara með gsm símann stilltan á Strava, svo ég var ekki með púls upplýsingar en þar sem ég var að hlusta á tónlist á sama tíma, þá heyrði ég allaf á 500 metra fresti hvað ég var komin langt o hver meðalhraðinn var á síðasta km 🙂 Skemmtilegt að prófa það 🙂

Hlaupið gekk vel hjá mér, annars besti tími mínn í maraþoni, eða 1 klst 51 mín og 36 sek. flögutími.

17 af 106 konum í mínum aldursflokki sem kláruðu hálft maraþon.
37 af 281 allar konur sem kláruðu hálft maraþon.

Er bara nokkuð ánægð með þetta, þar sem ég hef venjulega verið um miðbik í svona samanburði.

Á leiðinni í sundlaugina, heyrði ég þar sem einhver va rað syngja BonnieTyler lagið, Total Eclipse of the Hearth, á Secret Solstice tónleikunum, en komst svo að því síðar að hún var sjálf að syngja 🙂 Mjög skemmtilegur markhópa-munur á þeim sem voru að djamma í Laugardalnum og þeim svo voru að hlaupa, skemmilega ólíkir hópar 🙂

Þessir hlupu með víkingahjálminn allt hlaupið. Stór hópur frá Manchester sem tók þátt.

You may also like

Leave a Comment