Yndislegur afmælisdagur 49 ára

by Halldóra

Þessi 49 ára afmælisdagur byrjaði með yndislegu morgunsundi í Kópavogslauginni með mömmu. Eftir sundið fór ég heim og þeytti rjóma á marengsbomburnar sem ég bakaði í gærkvöldi til að taka með í vinnuna.

Það var nóg að gera í vinnunni, hádegisfundur með viðskiptavini og svo var sungið fyrir mig afmælissönginn þegar ég bauð upp á marengskökurnar með kaffinu.

Eftir vinnu tók ég þátt í skemmtilegri Biathlon skotkeppni og sigraði kvk flokkinn, sem var auðvitað mjög skemmtilegt.

Eftir hlaupaæfinguna kíkti ég á kynningu sem Laugavegshópur Náttúruhlaupa var með í Úthaldi í Hafnarfirði og gat „aðeins“ verslað þar.

Fórum svo út að borða á Hamborgarafabrikkuna með Óla, Kristó og Heklu, þar sem ég fékk óskalag og ís og tilkynnt var í míkrófón hvað ég væri gömul ha ha ha 🙂

Endaði svo þetta fallega kvöld við Sólfarið þar sem við létum taka mynd af okkur. Var svo langt fram á nótt að lesa og þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk á Facebook.  Algjörlega yndislegt að fá allar þessar afmæliskveðjur þar <3

You may also like

Leave a Comment