D2=Phakding – Namche Basar (3440m) (23.okt)

by Halldóra

Vöknuðum 6.30, morgunmatur klukkan 7 og þá áttum vid að skila inn „duffel“ pokunum þar sem Serbarnir þurftu ad pakka þeim inn og setja a burðardýrin.

Vid lögðumsvo af stað klukkan 8 Það var frekar kalt þegar við lögðum af stað engin sól, en svo hlýnaði.

Það var ofboðslega mikið af fólki á stígnum, göngufólk, Serbar og burðardýr svo gangan gekk frekar hægt þar sem við ad sjálfsögðu virtum umferðarréttinn, dýrin hafa allan forgang, svo koma Serbarnir sem eru burðarmenn og svo aðrir göngumenn.

Á gönguleið dagsins voru fimm hengibrýr. Eftir að hafa farið yfir tvær þeirra þá stoppuðum við á kaffihúsi og fengum okkur virkilega gott engiferte og nutum sólarinnar og góða veðursins.

Eftir kaffistoppið var göngunni haldið áfram.

Stoppuðum næst við innganginn i þjóðgarðinn „Beyul Khumbu – a sacred hidden valley of the Sherpa people“ þar sem Leifur Örn fór yfir reglurnar, sem eru eftirfarandi:

1. Refrain from taking live.

2. Refrain from anger.

3. Refrain from jealousy

4. Refrain from offending others.

5. Refrain from taking excessive intoxicants.

Við borðuðum svo hádegismat eftir þriðju hengibrúnna þar sem við fengum spaghettí og soðið hvítkál. Sátum úti og nutim góða veðursins.

Fjórða hengibrúin var stuttu eftir matinn, prófaði í fyrsta skipti að taka hratt videó þar yfir sjá hér:

Fimmta hengibrúin er sú frægasta og hún sést í myndinni hans Balta „Everest“. Fyrir neðan hana er gamla brúin. Varð að taka Haddýjar hoppið á brúnni sem var fest á samsung síma 😉 sjá hér:

Eftir hengibrúnna tók við rúmlega 2 klst klífur upp i Namshee. Þegar við vorum komin yfir 3000 metra hæð var maður farinn að finna aðeins fyrir hæðinni. En það var gott ad vera með buff fyrir vitunum því það gefur meiri raka og samkvæmt Leif er líka gott að fá sér brjóstsykur.

Að lokum komumst við í Namshee. Fyrir ótrúlega tilviljun hitti ég Iðunni og Kollu Björns, það var ótrúlega skemmtilegt. Sjá myndband á FB hér:

Eins og vanalega þá tókum við teygjur með Kristínu og fengum svo herbergin okkar og gott te. Kíkti svo i bæinn i nokkrar útivistarbúðir og fórum svo á kaffihús sem var ofboðslega notalegt.

Fengum virkilega góðan kvöldmat Burritos með kjúklingi og fórum svo snemma að sofa, enda dauðþreytt eftir daginn. Það var mun hlýrra á þessu gistiheimili en nóttina á undan.

You may also like

Leave a Comment