Frá Mílanó til Courmayeur TorX2021

by Halldóra

Fór í leigubíl frá hótelinu á lestarstöðina. Á lestarstöðinni keypti ég mér kaffi og Croissant, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að ég sé rútu koma frá FLIXBUS og spyr starfsmann hvar rútan sé og hann bendir mér eitthvað langt í burtu, svo ég panekera, hendi kaffinu í næstu ruslatunnu og geri mig tilbúna til að hlaupa með báðar ferðatöskurnar eitthvað langt, en nei þá var hann bara mér á hvar á rútunni, ég sæi númerið sem stendur á bókuninni minni, svo þar fór kaffið fyrir lítið 🙂

Rútuferðin var frábær ég svaf eins og engill í rúmar 2 klst, en ferðin tók um 3,5 klst. Hótelið var í um 750 m fjarlægð frá rútustöðinni og ég ákvað að draga ferðatöskurnar (sem nb var heavy 24 kg) og flugfreyjutöskuna á eftir mér þarna upp eftir. Hótelið er mjög fínt, og við hliðina á því, er súpermarkaður. Ég henti mér því út í súpermarkað og keypti mér morgunmat/hádegismat og henti mér svo bara uppí rúm með fartölvuna og tók vinnudaginn þar.

Eftir vinnu, skellti ég mér í bæinn, kíkti á sport center til að reyna að sækja gulu töskuna, sem verður trússuð á milli staða, en það var allt lokað. Kíkti svo í nokkrar búðir en verslaði ekki neitt. Endaði svo á að taka með mér SUSHI í take-away og borðaði það bara upp í rúmi.

You may also like

Leave a Comment