Ferðadagur til Mílanó (TorX2021)

by Halldóra

Átti flug til Mílanó klukkan 14 sem var reyndar búið að fresta ti 15.00 sem var mjög fínt, maður er alltaf að pakka á síðustu stundu. Pabbi skutlaði mér út á flugvöll og tékkið gekk mjög vel, þar sem það voru bara tvær vélar að fara á þessum tíma til Mílanó og Kaupmannahafnar. Meira að segja allar verslanir í flugstöðinni lokaðar, þar sem það var svo fátt fólk á ferð.

Á flugstöðinni bókaði ég mér gistingu í Mílanó á bookin.com og valdi hótel sem var nálægt strætó stöðinni þar sem ég á bókaða rútuferð klukkan 07:30 (05:30 á íslenskum tíma) til Courmayeur. Gekk líka frá tékk-inn í landið þ.e. til Ítalíu út af C19 sem þarf að gera.

Flugið út var frábært og gekk vel. Þegar ég kem á flugvöllinn hitti ég Arnþór í Sóma og var að spjalla við hann, þegar ég fæ símtal frá Króatíu og velti fyrir mér hvort ég eigi að svara því, sem ég og gerði. Þá var þetta starfsmaður frá BOOKING.com að upplýsa mig að það voru mistök hjá hótelinu sem var uppfullt og ég var flutt á annað hótel í um 5 km fjarlægð. Ég samþykkti alveg að flytja mig svo framarlega sem þau myndu þá greiða leigubíl, sem ég yrði að taka morguninn eftir út af því að ég þurft að komast á lestarstöðina klukkan 07.00.

Þegar ég fer svo að kaupa mér lestarmiða, frá flugvellinum í bæinn, þá hitti ég yndislega íslensa stúlku sem heitir Sædís og við fórum að spjalla og hún að aðstoða mig við þessi lestarkaup. Kom svo í ljós að hún er að vinna verkefni fyrir Alpanna, tók eftir Salomon fötunum mínum og svo er hún dóttir Einars Óla gönguskíðakappa sem ég þekki líka mjög vel. Svona er Ísland lítið.

Í lestarferðinni, sótti ég aftur UBER appið, sem Sædís hvatti mig til að sækja og eitthvað annað leigubíl app og ég ætlaði svo bara að panta uber þegar ég kæmi út. Þegar ég loks komst út af lestarstöðinni minni, ákvað ég að reyna að ganga að hótelinu, en það gekk ekki mjög vel að nota google maps appið, var í einhverju rugli svo ég gekk fram og til baka. Uber appið virkaði ekki heldur, þ.e. ekki að borga, svo á endanum þegar ég var búin að ganga fram og til baka og fram hjá mörgum misjöfnum sauðinum, þá var ég farin að hafa áhyggjur að ég yrði bara rænd þarna, sem ég þvældist, svo ég ákvað bar að taka leigubíl á hótelið, sem var auðvitað bara eina vitið. Var orðin mjög þreytt eftir ferðalagið svo ég steinsofnaði eftir kvöldmatinn, sem var snakkpoki og Fanta 🙂

You may also like

Leave a Comment