Vinnudagur í Courmayeur

by Halldóra

Það er frábært þráðlaust net hér á hótelinu, svo það var einfalt að vinna fjarvinnu héðan í dag. Þau eru svo yndisleg hóteleigendur og vilja allt fyrir mig gera. Karlinn bauð mér í morgun að elda handa mér egg, harðsoðin eða scrambled á keppnisdag ég átti bara að láta hann vita. Morgunmaturinn er líka mjög fínn, þó ég sé ekki með mikla lyst, þá borða ég kornflex og eitt croissant með skinku og osti og fæ mér kaffi og djús.

Eftir að vinnudegi lauk, gerði ég tilraun tvö að fá töskuna mína niður í Sport Center, en allt lokað.

Fór svo um klukkan 19:30 niður í bæ til að horfa á þá sem voru að fara af stað í Tor dés Glaciers sem er 450 km hlaup, ræst í kvöld klukkan 20:00 og þau verða að vera komin í mark á sama tíma og ég, þ.e. á laugardaginn klukkan 18:00.

Það eru bara þjár konur að taka þátt í þessu hlaupi og þær eru samt allar mjög áhugaverðar. Ein af þeim er Stephanie Case sem hleypur til að styðja Free to Run í Afganistan – mæli með að fylgjast með henni hér Stephanie Case🙏Hún er að styðja sem sagt @freetorungo málstaðinn með þessu hlaupi sínu.

Eftir að hafa séð hlauparana leggja af stað, pantaði ég mér pizzu og tók með mér heim og hugsaði með mér hversu heppin ég væri að sofa á hótelinu í nótt og næstu nótt, svo verður lítið um svefn næstu vikuna.

You may also like

Leave a Comment