D5 = Deboche – Dingboche (4410m) (26.okt)

by Halldóra

Hefðbundinn morgunn, vakna 06.30, græja sig, skila North Face töskunum klukkan 07.00, morgunmatur (egg og þunn flatbaka) og svo bæta á vatnsbrúsana og allt tilbúið í bakpokanum eftir mjög kalda nótt, en þar bjargaði heitir Nalgene brúsinn okkur alveg 😉

Þetta var fyrsti morguninn sem ég fór ekki af stað í hlírabol og stuttbuxum. Þess í stað var farið af stað í tveim buxum, ullarbol, peysu og úlpu, með húfu og vettlinga enda var skítkalt. Hitamælar sýndu í kringum 0 gráður og niður. Enda vorum við að ganga í skugga fyrst um morguninn. Um leið og við komumst í sólina þá var ástandið allt annað og nokkur af okkur skelltum okkur í stutterma eða hlýraboli.

Gangan var eins og fyrri daginn frekar uppí móti en hitt, en landslagið alltaf fallegt.

Við gengum þetta bara rólega og aðal brandarinn voru Garmin úrin okkar þar sem þau sýndu mjög mismunandi hæðar statusa þó mörg okkar hefðu „calibrate “ úrin í gærkvöldi, svo sumir voru búnir að ná 4000 metrum langt á undan hinum 😉

Í te pásunni ákváðum við því nokkur að calibrate a úrin okkar aftur, en það var hlýtt og yndislegt í morgunkaffinu.

Áfram hélt svo gangan og það var orðið ansi kalt svo ég fór í peysuna mína.

Á þessari uppleið hittum við tvo drengi (Serpa) sem voru að bera spítur og annan búnað sem vó 100 kg hjá hvorum þeirra. Þeir voru sjálfir um 60 kg. Þetta ferðalag þeirra tekur 2 daga og þeir fá greitt fyrir sittthvorar 5000 kr íslenskar fyrir. Engin smá harka hér, við gáfum þeim kex, hnetur og súkkulaði sem við áttum aflögu.

Við borðuðum hádegismatinn okkar inni í fyrsta skipti, enda komin í um 4000 m hæð. Fengum spaghettí og franskar, mjög gott. Hvíldum svo aðeins eftir mat, sumir tóku power nap en aðrir sóluðu sig.

Eftir mat hélt gangan upp áfram. Hittum aftur drengina með spiturnar og tókum uppgönguna bara mjög rólega, enda einhverjir með hausverk, eða magakveisu eða kvef.

Vorum komin á náttstað klukkan 14.30 og tókum teygjur ala Kristín og fengum svo herbergin okkar. Góð tilhugsun og þægilegt að vera á sama náttstað í 2 nætur.

Te var framreitt klukkan 15.30 og þá var spilað í matsalnum, en það er eini salurinn sem er einhver hiti í , við sofum í ísköldum herbergjum í reyndar hlýjum svefnpokum.

„““Haldið upp eftir dalnum sem Imja Kola áin fellur um og enn bætist í fjöldann af tindum sem birtast og við ættum að sjá Island Peak og jafnvel Makalu – fimmta hæsta fjall heims. Gist í þorpinu Dingboche „““

You may also like

Leave a Comment