D6 = Dingboche aðlögunarganga (27.okt)

by Halldóra

Vaknaði áður en vekjaraklukkan hringdi þar sem ég hafði sofnað snemma í gærkvöldi eða fyrir klukkan 21.

Jói var því miður orðinn alvarlega veikur og var búin að vera á súrefni alla nóttina. En hann var í góðum höndum hjá Leif og Sigrún, ásamt læknahjónunum Hrönn og Jóni Örvari. Hann var svo sóttur með þyrlu sem flaug með hann og Ingu beint til Kathmandu þar sem hann fór í myndatöku og frekari rannsóknir á spítala. En það er alltaf leiðinlegt að sjá að baki góðum vinum úr hópnum en þau ætla að gera eitthvað skemmtilegt í Kathmandu. Sja hér að neðan hvað Jói skrifaði á FB

Morgunmatur hefðbundinn klukkan sjö en fengum mjög gott ristað brauð, tvö egg, smjör og sultu, algjört lostæti.

Óli Már hafði farið að taka myndir í morgun með drónanum og týndi hinum, svo hann ásamt Tomma og Jóni Örvari fóru að leita.

Við hin fórum í aðlögunargöngu uppá „hólinn“ að manni fannst fyrir ofan Dingboche. En þó vegalengdin sé ekki löng þá er hvert skref uppá við í þessari hæð mjög þungt.

Okkur leið samt vel, fórum á rólegum en jöfnum hraða og tókum góða nestis- og myndarpásur þar sem útsýnið og fjöllin í kring voru alveg gordjöss, eins og Páll Óskar myndi orða það.

Fórum hæst í um 4.900 m. Hæð svo þetta var góð aðlögunarganga og yndislegt að gista tvo daga á sama stað þá er maður ekki alltaf að pakka niður hahah 😉

Þegar við komum niður tókum vip teygjur sem vakti mikla eftirtekt viðstaddra. Fengumsbo hádegismat sem var gómsæt pizza ásamt hrísgrjónum og svo fórum við að horfa á bíómynd í Bakaríinu í bænum, frekar frumstætt eins og allt hérna uppí fjöllunum.

Eftir kaffi náðum við Óli að leggja okkur og svo var kærkomin heit sturta í ísköldu sturtu herbergi fyrir kvöldmat.

Eftir kvöldmat nutum við útsýnis sem var magnað, fullt tungl, stjörnur og tindarnir horfðu á ykkur og skinu í myrkrinu, algjörlega magnað kvöld.

Til þess að tryggja góða hæðaraðlögun er dvalið áfram í þorpinu Dingboche næstu nótt og farið í aðlögunargöngu upp á einhverja hæðina í nágrenninu og lífinu svo tekið með ró.

Ágætu vinir, röltið í Everest Base Camp er á enda hjá mér og Ingu. Ég var búinn að berjast við kvef á leiðinni upp en veiktist snögglega af háfjallaveiki í gærkvöldi í þorpinu Dingboche í 4430m hæð. Súrefnismettun í blóði féll mikið og algerlega útilokað að fyrir mig að halda ferðinni áfram. Sem betur fer voru með í ferðinni læknasnillingarnir Hrönn Harðar og Jón Örvar sem ásamt þeim Leifi Erni og Sigrúnu frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum settu allt í gang með lyfja- og súrefnisgjöf. Í morgun fórum við Inga Björg Hjaltadóttirsvo með þyrlu til Kathmandu. Mér líður alveg ágætlega og batnaði mjög hratt eftir því sem hæðin minnkaði. Við Inga bíðum nú þess að hópurinn skili sér en nýtum tímann til ferða á láglendinu í Kathmandu. Auðvitað alveg gallsúrt að þurfa að hætta ferðinni rétt fyrir lokaáfangann en gangan og ferðalagið er búið að vera frábært.” Jóhannes Hauksson

You may also like

Leave a Comment