Í morgun kvöddum við Namche Basar eftir að hafa gist á sama gistiheimilinu í tvær nætur. Virkilega góður matur og fín gisting.
Fórum upp úr bænum um sannkallað fjallalandslag. Fórum fram hjá manni sem er að vinna að stígagerð og styrktum hann, Tóti kvittaði í bókina hjá honum.
Fengum mjög bragðgott sítrónu/engiferte í morgunkaffinu og nutum góða veðursins.
Héldum svo áfram upp dalinn og gengum fram hjá tað-þurrkun virkilega vel skipulagðri.
Þegar við fórum svo yfir hengibrúnna þá var einn risastór og reiður Uxi næstum því búin að ráðast á okkur. Sherpinn okkar réð ekkert við hann og öskraði á okkur að drífa okkur yfir.
Borðuðum mjög gildan hádegismat, soðbrauð og steiktar kartöflur og grænmeti.
Eftir hádegismat var mjög brött endalaus brekka. Óla kveið mikið fyrir henni, en svo fórum við bara jafnt og rólega upp, svo uppgangan gekk mjög vel.
Þegar upp var komið blaði Tengboche, einn helgasti staður Nepal og þar var glæsilegt klaustur þaðan sem við nutum útsýnis til hinna tilkomumiklu tinda AmaDablam, Lhotse og Everest. Við fylgdumst aðeins með messu munkanna sem var utandyra og það snjóaði örlítið á okkur, enda orðið mjög kalt þarna uppi. Fórum svo á kaffihúsið, fékk mér eplaköku og kaffi.
Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað klaustursvæðið gengum við niður í litla þorpið Deboche.
Auðvitað væru teknar teygjur, og svo var bara haldið til í matsalnum þar sem hann var upphitaður en við frostmark inní herbergjunum. Reyndi að halda mér vakandi, ætlaði ekki að gera sömu mistökin og deginum á undan þe að leggja mig og sofna svo allt of seint því þá er maður bara þreyttari daginn eftir.
Fengum í kvöldmat gufusoðna grænmetiskodda með kartöflum, mjög góða en Óli var orðinn slæmur í maganum ;-(
Lögðumst til hvílu klukkan 21 með heita Nalgene brúsa sem hituðu vel kaldar tær.