D1 AIMG Jöklar 1 – Falljökull Öræfajökli

by Halldóra

Day 1: A course introduction, introduction of the AIMG, course structure explained and a short lecture on mountain weather and a weather briefing. On the glacier we will focus on properly equipping our guests, crampon techniques, walking in basic terrain, setting anchors, abseiling and ascending.

Inga Björg vinkona hafði samband við mig snemma í haust og spurði mig hvort ég væri ekki til í að fara með sér á JÖKLA 1 námskeið, þar myndum við læra sprungubjörgun hjá Tindaborg Mountain Guides. Mér fannst það tilvalið þar sem við vorum búin að fara í nokkrar skemmtilegar jöklaferðir með Helgu Maríu og fleiri vinum okkar, sem og allar fjallaskíðaferðirnar með Ísbjörnunum. Milla sem er einstaklega reyndur leiðsögumaður bættist svo í hópinn. Námskeiðið átti að vera í september en því var frestað út af Covid, en úr varð að það var haldið núna, og að sjálfsögðu allar sóttvarnarreglur virtar. Hópnum var til að mynda skipt upp í tvo hópa, þ.e. 5 þátttakendur í hvorum hóp með einum kennara í hvorum hóp og vorum við öll með sóttvarnarmaska á námskeiðinu inni og úti þegar við gátum ekki fylgt 2 m.reglunni.

Við gistum í uppgerðum Kartöflugeymslum á Svínafelli, mjög fínni íbúð. Dagur 1 byrjaði í Lambhaga í Svínafelli þar sem við fórum í bóklega kennslu, farið yfir mismunandi veðurspár og allan búnað.

Fórum svo á Falljökul í Öræfajökli. Fimm manna hópurinn okkar var með Bjart sem kennara þennan daginn. Hann kenndi okkur að leiðsegja fólki með búnað, eins og t.d. hjálm, klifurbelti og brodda. Einnig að finna réttar leiðir á skriðjöklinum, þar sem sprungur eru mjög greinilegar og ef þú vilt forðast að eiga möguleika á að detta þar sem fallið er mikið (1 og 1/2 mannhæð er mjög hættulegt fall á jökli). Þá þarf oft að snúa við. Einnig var okkur kennt að leiðsegja fólki með að ganga á broddum á jöklinum, þ.e. bæði á jafnsléttu, upp brekku, niður brekku og í hliðarhalla og hvernig beita á Ísexi. Í lok dags fórum við líka í að setja upp línu með ísskrúfum og bæði sigum og júmmuðum (klifum) upp bratta Jökulveggi. Þetta var mjög skemmtilegt, þó við værum orðin frekar blaut, þar sem það rigndi MJÖG MIKIÐ þennan daginn, og vindur kom í kviðum.

Mér gekk mjög vel í klifrinu, mundi nákvæmlega hvað ætti að gera með prússikinn og sigtólið og hvernig við breyttum því svo þegar við vorum komin niður og notuðum til að júmma okkur upp. Ég var svo glöð þegar ég kom upp að ég heimtaði að fá að fara aðra umferð og fór þá í brettari vegginn 🙂 Æfingarnar tvær með Bjarti í Öskjuhlíðinni voru klárlega að skila sér.

Frábær dagur á fallegum jökli í frábærum félagsskap. En við vinkonurnar vorum svo heppnar að fá að vera í hópi með feðgunum Einari Rúnari Sigurðssyni og Matthíasi Einarssyni frá Hofsstöðum, en Einar hefur farið 312 sinnum á Hvannadalshnúk sem leiðsögumaður frá því 1989, sjá viðtal við hann hér:.

You may also like

Leave a Comment