D2 AIMG Jöklar 1 – Virkisjökull Öræfajökli

by Halldóra

Day 2: A morning meeting and a student weather briefing. On the ice we will focus on terrain classification, guiding on easy terrain, pulley systems and simple crevasse extraction. A full crevasse rescue demonstrated.

Dagur 2 byrjaði líka með bóklegri kennslu inni í Lambhaga. Árni eigandi Tindaborgar var núna með okkur og Bjartur með hinum hópnum í næsta húsi. Við fórum áfram yfir búnað, mismunandi línur og leiðsögn. Auk þess sem farið var yfir sprungur og hvernig þær myndast á mismunandi hátt eftir því hvernig skriðjökullinn liggur eða færist.

Fórum svo á jökulinn, þ.e. á Virkisjökul, en leiðin að honum er í gegnum Falljökul, þar sem við vorum í gær. Ég var smá stressuð fyrir deginum, þ.e. munnlegt próf, í formi leiðsagnar, en við sem sagt fórum í hlutverkaleik og áttum að leiðsegja hvort öðru. Hvað er best að gera þegar maður er kvíðinn, að mínu mati er besta leiðin að bjóða sig fram strax í byrjun sem ég og gerði – og hóf sem sagt leiðsögnina. Bauð fólk velkomið og kenndi því að setja á sig hjálm, klæða sig í klifurbeltið og fór með hópinn að Jökulbrún, þar sem ég var með einhverjar staðreyndir um Öræfajökul, brúna sem við fórum yfir og hellinn sem mátti ekki fara inní. Inga tók svo við, þegar við vorum komin að jökulbrún og þurftum að fara í broddana.

Árni var með okkur, og gaf okkur svörun (feedback) jafnóðum, þ.e. hvað gekk vel og hvað mátti betur fara. Svo var farið í leiðsögn á jöklinum sjálfum, þ.e. velja leið í öllum sprungunum, kenna fólki að nota broddana á jöklinum, sbr. jafnsléttu, fara upp, fara niður og svo í halla.

Þegar Einar var að leiðsegja þá lentum við í eitt skipti í þannig aðstæðum að annað hvort urðum við að snúa við, eða setja niður ísskrúfur og línu og láta hópinn festa sig og fara yfir bundið við línuna. Mér fannst frábært að hann skildi gera það, þ.e. þá fékk maður kennslu í því, þ.e. að setja upp línu á jafnsléttu og binda alla við línuna, en auðvitað fór bara einn yfir í einu.

Svo héldum við áfram upp allan jökulinn að jökulbrún þar sem við ætluðum að kíkja á Íshelli sem er frekar ofarlega á jöklinum, en við gátum ekki farið inn í hann þar sem myndast hafði lón sem lokaði innganginum í hellinn.

Í lok dags fór Árni yfir sprungubjörgun, allt frá mjög einfaldri björgun ef þú ert með marga til að hjálpa til við að draga upp, í mjög flókna „doblun“, þar sem við notum micro traxion og hjól og prússika. Frábært að sjá þetta frá A-Ö því við tökum próf í þessari flóknu (en samt einföldu þegar þú kannt það) sprungjubjörgun. á degi 4.

You may also like

Leave a Comment