Camp3: Thimphu Valley (2.495 m hæð – gistum í bóndabæ)
Stage 3: 27,8 km / hækkun 1.968 m / lækkun 824 m
STAGE 3 LEIÐIN er 29 km vegalengd, þar sem hlaupið er fallega Thimphu dalinn áður en haldið er í klifur upp að annarri vatnsstöð (checkpoint 2). Það er magnað útsýni að Konungshöllinni og Stjórnarráðsbyggingunni. Leiðin endar á 9 km mjög bröttum kafla, þar til komið er að Phajoding Klaustrinu sem er í 3600 metra hæð, þar sem 85 munkar taka á móti hlaupurunu. Hlaupararnir gista í húsnæði munkanna. Í dag er líka vegleg Búdda hatíð, þar sem margir tilbiðjendur leggja það á sig að ganga þessa leið upp á klaustri til að taka þátt í Búdda athöfn.
Í Phajoding klaustrinu, þá keppa hlauparar GlobalLimits árlega í fótbolta við munkana. Næstum hver einasti hlaupar á að taka þátt og vera á vellinum í nokkrar mínútur. Á morgun munu hlaupararnir síðan halda til Paro dalsins.