Æfing með Laugavegshópi Náttúruhlaupa

by Halldóra

Það var yndislegt að komast á æfingu með Laugavegshópi Náttúruhlaupa í morgun.

Beta var búin að bjóða okkur Gunni og Ingvari að koma þegar námskeiðið okkar væri búið og æfa og taka þátt í leiðsögn með hópnum fram að Laugavegi, en við ásamt Gunnari erum öll að fara í Laugavegshlaupið.

Laugavegshópur Náttúruhlaupa fyrir utan Ásvallalaug

Æfingin hófst í morgun í Ásvallarlaug í Hafnarfirði og við hlupum upp að og í kringum Helgafellið virkilega skemmtilega leið.

Við gleymum því aldrei að njóta og ná tengslum við náttúruna eins og sjá má á þessari mynd.

Eins og svo oft áður þetta vorið, þá rigndi aðeins á okkur og eins og hefur komið fyrir áður, þá flaug ég á hausinn og lenti illa á hnjánum og maganum og höndunum. Gerði gat á buxurnar og jakkann og blæddi mikið úr sárum víða á höndunum á mér. Hefði verið sniðugt að vera með grifflurnar sem Ívar var að sýna mér um daginn með púðum 🙂

Ég var heppinn að Gunnur var með first-aid kit á sér svo við gátum hreinsað sárið og sett á það plástur og svo héldum við áfram.

Þetta var fallegur morgun. Fórum um 27 km leið.

You may also like

Leave a Comment