Amma 89 ára í dag

by Halldóra

Elskuleg amma mín Unnur Proppé er 89 ára í dag.  Ég er óendanlega stolt af ömmu minni, sem var sjúkraliði á Borgarspítalanum og alltaf dugleg í líkamsræktinni. Var t.d. á VHS spólu með Jónínu Ben og Helga frænda og hún æfði hjá Jónínu og Ágústu. Amma er líka einstaklega smekkleg kona og hefur alltaf verið flott í tauinu.  Flott fyrirmynd hún amma mín og ég ætla að vona að ég verði svona flott eins og hún þegar ég verð 89 ára gömul.

You may also like

Leave a Comment