Biathlon æfing með Hlaupahóp Breiðabliks

by Halldóra

Fór á virkilega skemmtilega æfingu hjá Breiðablik í kvöld. Um var að ræða svokallaða Biathlon þraut, eða tvíþraut, sem jafnan er kennd við gönguskíði og skotfimi.  Þessi Biathlon tvíþraut gekk út á að hlaupa og skjóta.

Hlaupið var 1 km hringur og svo voru 5 skotskífur skotnar. Aðalmálið var að fatta á hvaða hring maður átti að miða.  Við vorum flest í upphafi að miða alltaf á einn af rauðu targetunum og vonst til að hitta svo þau yrðu græn, en við áttum sem sagt að miða á svarta hringinn og ef við hittum, varð hann grænn, en annars svartur 🙂

Ef maður hitti ekki eitthvað af skotmörkunum fimm, þá urðum við að hlaupa einn refsihring, fyrir hvert skot sem geigaði.

Virkilega skemmtileg æfing. Fengum líka að prófa að skjóta standandi og það var mun erfiðara, en mér tókst samt að hitta öll fimm skotmörkin af fimm og var mjög stolt af mér, þó ég segi sjálf frá.

Næsta miðvikudag, 20. júní verður keppni á Breiðablikstúningu í þessari tvíþraut og hvet ég alla til að mæta og taka þátt.

f  

f

 

You may also like

Leave a Comment