Álafosshlaupið 2018

by Halldóra

Við Óli tókum þátt í Álafosshlaupinu í kvöld sem er 9 km hlaup á einstaklega fallegri leið sem byrjar í Kvosinni í Mosó.   Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur verið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Álafoss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum með hvítbláa fánann í skut þann 12. júní 1913. Fáninn var tekinn í vörslu danskra varðskipsmanna. Hermt er að atburðurinn hafi hleypt auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á þeim tíma. UMFÍ tók fánann síðar upp og gerði að sínum.

Það voru 109 sem tóku þátt. Ég var nokkuð ánægð með minn árangur, en ég varð í 18 sæti kvk á tímanum 44:51 og 45 sæti overall.  Svo fékk ég líka útdráttarverðlaun, sem var 16″ pizza á Hvíta Riddaranum.

Hér er að finna úrslitin í hlaupinu.

Hér er að finna relive af hlaupinu.

Hér er að finna leiðina á Strava.

You may also like

Leave a Comment