Mt. Esja Ultra 2018

by Halldóra

Var sjálfboðaliði í Mt. Esja Ultra 2018. Á föstudagskvöldinu tók ég þátt í að setja upp rás- og endamarkið og tjaldið fyrir þátttakendurna sem voru að fara 11 Esjur. Svo tók ég líka þátt í að merkja leiðina, þ.e. dalinn sem farið er upp eftir að komið er niður Kerhólakamb. Þegar ég fór þessa leið í fyrra í Mt. Esja Ultra maraþoninu, þá tókst mér ásamt mörgum öðrum að villast á leiðinni, þar sem það var mikil þoka og ég var ekki með leiðina í úrinu hjá mér.  Merktum því leiðina alveg upp að skífu á Þverfellshorni.  Veðrið var yndislegt þetta kvöld, svo það var gaman að merkja þessa leið og njóta kvöldsins.

Á laugardeginum, eftir lokaæfingu Náttúruhlaupanámskeiðsins þetta vor, tók ég að mér 2 klst vakt að Steini.  Það var grenjandi rigning, rok, kalt og mikil þoka, ekki alveg sama fallega veðrið og var á föstudagskvöldinu. Ég var sem betur fer vel búin í þrem buxum og þrem peysum, goretex jakka og buxum og primaloft úlpu, húfu og skíðalúffur, enda veitti ekki af.

Það var virkilega gaman að hvetja þátttakendur og þess á milli dansaði ég og hoppaði „París“ 🙂

Tók svo að mér að bera rúmlega 10 kg tímatökubúnaðar tösku niður frá Steini, svo ég náði að eiga PW göngu niður, en þetta var klárlega besta æfing dagsins, að fara niður í gönguskóm með þessa aukaþyngd á öxlunum 🙂

You may also like

Leave a Comment