Buthan – Stage 3 (29.05.2018)

by Halldóra

Camp3: Thimphu Valley (2.495 m hæð – gistum í bóndabæ) 
Stage 3: 27,8 km / hækkun 1.968 m / lækkun 824 m 

STAGE 3 LEIÐIN er 29 km vegalengd, þar sem hlaupið er fallega Thimphu dalinn áður en haldið er í klifur upp að annarri vatnsstöð (checkpoint 2). Það er magnað útsýni að Konungshöllinni og Stjórnarráðsbyggingunni.  Leiðin endar á 9 km mjög bröttum kafla, þar til komið er að Phajoding Klaustrinu sem er í 3600 metra hæð, þar sem 85 munkar taka á móti hlaupurunu. Hlaupararnir gista í húsnæði munkanna.  Í dag er líka vegleg Búdda hatíð, þar sem margir tilbiðjendur leggja það á sig að ganga þessa leið upp á klaustri til að taka þátt í Búdda athöfn.

Í Phajoding klaustrinu, þá keppa hlauparar GlobalLimits árlega í fótbolta við munkana.  Næstum hver einasti hlaupar á að taka þátt og vera á vellinum í nokkrar mínútur.  Á morgun munu hlaupararnir síðan halda til Paro dalsins.

One moment can change a day, one day can change a life and one life can change the world.

Buddah

PAIN IS INEVITABLE, SUFFERING IS OPTIONAL

Ræst var í hlaðinu heima hjá Zumba. Við hlupum í gegnum bæinn og upp með honum dágóða vegalengd, drykkjarstöð eitt var eftir 10,5 km.  Svo byrjaði létt klifur, sem var samt alveg krefjandi. Það var virkilega fallegt útsýni. Rétt áður en ég kom að drykkjarstöð 2 (19 km) hitti ég Viktor sem leið mjög illa.  Hann var ekki búin að borða neitt, var að reyna að drekka vatn og kastaði því bara upp. Ég gaf honum eina ógleði/hæðarveikis töflu og hvatti hann til dáða. Hélt svo áfram og hitti hann aftur á drykkjarstöðinni.

Svo hélt áfram smá klifur, í gegnum einstakt umhverfi, þar sem var magnað útsýni yfir borgina sem og allt í lituðum Himalaya fánum. Magnaður staður.

Síðustu 9 km voru mjög brattir. Frakkinn Ch tók fram úr mér og hvatti mig til að taka salttöfur, ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta. Honum fannst ég eitthvað reikandi. Man ég tók þá upp símann og spurði vini mína á SNAPPINU hvort ég liti mjög illa út hahha og fékk bara jákvæð comment 😉 😉 Sem ég sá reyndar ekki fyrr en daginn eftir 🙂

En í þessu síðasta klifri var ég einstaklega glöð að þar var fólk, maður og kona, geri mér ekki grein hvort þau voru par eða mæðgin sem voru að ganga upp á sama tíma og ég. Mér leið eins og þau væru að passa mig, þar sem þau voru á nákvæmlega sama hraða og ég, en mér fannst ég varla hreyfast ha ha ha – fór alla vega mjög hægt upp og leið ekki vel. Hans og Pia tóku fram úr mér eins og ávallt á uppleiðinni, enda Svisslendingar með góð og brött fjöll til að æfa svona brattar fjallgöngur 😉

Maður kann að FEIKA ÞAÐ, þó maður sé þreyttur og uppgefinn, þá lætur maður það ALDREI sjást … ha ha ha 🙂

 

Var virkilega glöð þegar ég kom í mark, var ekki uppgefin, en það var ekkert Haddýjar hopp tekið í þetta skipti, enda í 3.600 metrum.

Samkvæmt Strava= 28,04 km = Tími= 05:01:13

Engin sturta, bara kattaþvottur, með blaut-tissuei – og svo farið í ullarföt og allan hlýjan fatnað sem ég var með og reynt að þurrka hlaupafötin, sem gekk ekki vel þar sem það var mjög kalt í húsinu sem við gistum í.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eftir að hafa reynt að borða eitthvað (fegin að hafa tekið Fanta flösku með í Trússið), en NB við vorum látin létta á þeirri tösku fyrir þennan dag, þar sem það var mikil burðu fyrir Serpana að bera, ekki hægt að keyra þarna upp eftir. Var því miður ekki með núðlu-súpu, en Bekka gaf mér sína, wow hvað það var vel þegið.

Fórum fyrir matinn í messu með Munkunum og það var mikið af gestum sem kom inn og færði klaustrinu pening. Það var gaman að sjá hvernig þau leggjast í gólfið og tilbeiða búdda á ákveðinn hátt, en þau stoppuðu mjög stutt í athöfninni. Við fengum te, saltkex og svo tyggjó (sælgæti) sem var verið að gefa litlu strákunum, virkaði allt mun frjálslegra hér en í hinu klaustrinu.

Að sjálfsögðu var hið íslenska HÚH tekið, enda Bekka fyrirliði alls liðsins.

Fótboltaleikur á milli munkanna og Global Limits liðsins.

Fyrir kvöldmat var svo fótboltamótið, þar sem við hlaupararnir kepptum við munkana, sem spiluðu á opnum skóm, eða sandölum. Ásgeir og Hulda björguðu okkur með því að fá á sig sitt hvort markið svo munkarnir myndu örugglega vinna okkur. Nokkrir aðrir hlauparar voru með of mikið keppnisskap og ætluðu að sigra sem var ekki alveg í okkar anda. Ég náði að skalla boltann tvisvar og þetta var mjög skemmtilegur viðburður.

Markvörður munkaliðsins.

Hópmynd af báðum liðum.

Svaf í öllum ullarfötunum og þakkaði fyrir að vera með hlýjan svefnpoka þessa nóttina.

Um morguninn reyndi ég svo að þurrka mesta rakann úr hlaupaskónum með því að nota svona einnota „hitapúða“ og setti fötin mín, röku, ofan í dúnsvefnpokann þegar ég vaknaði og vonaðist til að þau myndu aðeins þorna við það 🙂

Sjá nánar í næsta Stage …

MYNDIR FRÁ STAGE 3 ER AÐ FINNA HÉR:

You may also like

Leave a Comment