Buthan – Stage 2 (28.05.2018)

by Halldóra

Camp2: Chorten Nyingpo (1.756 m hæð – gistum í tjaldi) 
Stage 2: 28,7 km / hækkun 2.428 m / lækkun 1.725 m 

YFIRLIT YFIR STAGE 2
Stage 2 er (29km) leið. Um 19 km upp á móti í áttina að Sinchula Pass í 3,400 m hæð. Þaðan er niðurhlaup í áttina að Thimphu dalnum þar sem við endum á heimili annars Bhutanska hlauparans, Zamba. Fjölskylda hans hefur hýst þátttakendur GlobalLimits’ frá fyrstu keppni.

The mind is everything. What you think you become.

Buddha

WHAT WE THINK, WE BECOME

Búið að pakka niður í „trúss“ töskurnar og bara eftir að klæða sig í hlaupaskóna.

Eftir morgunmat, var pakkað niður í trúss töskuna, dýnu, svefnpoka og fötum.  Ætlaði að fara aftur í skítugu fötin frá deginum á undan, en Bekka sagði mér að fara bara í hrein og þurr föt, enda gætum við þurrkað fötin þar sem við yrðum inni í húsi næstu nótt.

Það var því góð tilfinning að komast í hrein hlaupaföt, fínu UTMB CompressSport fötin mín, sem ég keypti í Chamonix síðasta haust.

Það var ræst fyrir utan klaustrið. Mér leið mjög vel og var alveg til í slaginn, þó ég kveið því svolítið að eiga möguleika á að hitta „blóðsugurnar“ en ég var búin að bera á mig tóbaksblönduna á fæturnar um morguninn og var með „ermahlífar“ svo þær myndu ekki sjúgast á hendurnar á mér og úðaði vel af moskító spreyinu á hnén á mér.

Ég var frekar framarlega í ræsingunni, svo tóku fremstu hlaupararnir ranga beygju svo við urðum að snúa við og einhvern veginn varð eitthvað kaos, og það snéru ekki allir við, svo á endanum var ég orðin öftust 😉 Þá var bara að gefa í og taka fram úr, þar til ég var komin að þeim hlaupurum sem ég var að hlaupa með í gær.

Leiðin er merkt með appelsínugulum flöggum og appelsínuguli spreyi, þ.e. steinarnir eru spreyjaðir á leiðinni.  Í eitt skipti  var ég næstum búin að missa af einni vinstri beygju, en fyrir tilviljun horfði ég til vinstri og sá flögg þar og hélt áfram.

SKömmu síðar sé ég hvar Guðmundur Smári er að koma fyrir aftan mig og ég hugsaði hvað gerðist af hverju er hann þarna. Hann sagði mér þá að hann hefði elt fremstu hlauparana sem allir tóku ranga beygju svo hann fór um 700 metra lengri en þurfti.  Skömmu síðar kom Siggi Kiernan líka og þar á eftir Beta.  Þetta var algjörlega „einstakt móment“ sem ég varð að festa á snappið ha ha ha að ég væri á undan þeim öllum í keppninni ha ha ha.

Guðmundi leið ekki mjög vel svo hann ákvað að láta mig „pace-a“ sig, þe. fara hægar upp brekkuna, svo í staðinn fékk ég góðan félagsskap.

Það var mjög góðtilfinning að komast á toppinn á Sinchula Pass í 3400 metra hæð og þar voru fimm heimamenn sem tóku á móti okkur og gáfu okkur vatn.

Þá beið okkar um 10 km niðurhlaup. Guðmundur Smári er mjög sterkur þar og ég mátti hafa mig alla við að reyna að hanga í honum. Ef honum hafði liðið eitthvað illa á leiðinni upp, þá var það klárlega liðið 🙂

Við náðum þrem hlaupurum á leiðinni og ég fann að þá var ég farin að missa orkuna. Hafði gert þau mistök að taka ekki inn gel á toppnum eins og Guðmundur hafði gert og fann að orkan var að þverra. Ég hvatti því Guðmund til að fara á undan mér áfram niður eftir og nota orkuna og kraftinn og koma þá alla vega í mark á undan þessum þrem strákum.

Svo tókvið bæði malbiksniðurhlaup sem og smá malbikskafli þar sem við hlupum í gegnum heimabæ Zamba vinar okkar.

Það var góð tilfinning að koma í mark á degi 2 og að sjálfsögðu tók ég Haddýjar hoppið í markinu.

STRAVA: 28,97 km TÍMI: 05:51.10

Eftir að ég kom í mark var farið í krana sturtu og fór svo í búðina og keypti áfengislítinn bjór og núðlusúpu. Siggi hafði fært mér FANTA virkilega kærkomið þegar ég kom í mark og það var yndislegt að komast í búðina og fá sér núðlusúpu. Orðin ansi þreytt á vondu pasta 🙂

Haldið var Race-briefing eftir að allir voru komnir í mark og í raun eftir matinn.

Siggi hafði náð hjónarúmi og sér herbergi og bauð mér að deila með honum hjónarúminu. Mér fannst ég vera að svíkja Betu herbergisfélaga minn, en var samt þakklát fyrir að fá að komast í rúm.

MYNDIR FRÁ STAGE 2 ER AÐ FINNA HÉR:

You may also like

Leave a Comment