Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Daglegt líf

Daglegt líf

Föstudagurinn langi 2022

by Halldóra apríl 15, 2022

Það rigndi frekar mikið á föstudaginn langa, himnarnir grétu hreint út sagt. Við tókum því langan spjallmorgunmat áður en við hentum okkur í GORETEX fötin og ætluðum að fara hringinn í kringum Kirkjufellið um 6 km leið.

En þar sem það var ekki bara rigning heldur líka rok ákváðum við að byrja á að fara í bíltúr og skoða Snæfellsjökulsþjóðgarðinn. Fyrst kíktum við á Írskrabrunninn. Fórum þaðan á ströndina, Skarðsvík Beach, tókum sjósundsfötin með en okkur fannst ekki alveg nógu hlýtt. En þar var einn á brimbretti, reyndar í blautgalla. En ofboðslega falleg þessi strönd og örugglega meiriháttar þarna á fallegum sumardegi. Fórum svo og skoðuðum Fálka á Öndverðarnesi, þar var líka brunnur og viti. Enduðum svo á að skoða Svörtuloft vitann, en þar gerist hluti bókarinna Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Mjög fallegt þar að horfa á hraunið og á góðum degi hefði verið fallegt að horfa líka á Snæfellsjökul. En við ímynduðum okkur það bara.

Á bakaleiðinni var áð á veitingastað í Ólafsvík, eini staðurinn sem var opin á öllu norðanverðu nesinu á föstudaginn langa. Fengum þar mjög gómsæta súrdeigs pizzu sem við getum klárlega mælt með.

Eftir að hafa náð að þurrka okkur og skipta um föt, brunuðum við Óli í bæinn, þar sem það var Laugavegshlaupaæfing daginn eftir á Hólmsheiðinni.

Takk elsku Iðunn og Stefán Bragi fyrir höfðinlegar móttökur, Kirkjufellið og kajakferðir bíða eftir okkur í næstu ferð og þá förum við líka út í eyjarnar 🙂

apríl 15, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Skírdagur 2022 – hjólaferð

by Halldóra apríl 14, 2022

Áttum yndislega tvo daga í sveitinni hjá Iðunni og Stefáni Braga vinum okkar á skírdag og föstudaginn langa.

Hjóluðum um sveitina um Berserkjahraun á skírdag, frábær em krefjandi hjólatúr. Ég fór mjög varlega út af rifbeininum, en bæði Óli og Iðunn flugu á hausinn.

Fórum svo í sund í Stykkishólmi í heita og kalda pottinn og kíktum á Sjósundsaðstöðu Hólmara. Fórum svo í bíltúr í Grundarfjörð til að skoða hvort hægt væri að ganga í kringum Kistufellið og tókum nokkrar myndir á leiðinni.

Sjá myndaalbúm hér að neðan.

apríl 14, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupGönguskíði

Halldóra óstöðvandi

by Halldóra apríl 11, 2022

Hér að neðan er grein sem birtist í Morgunblaðinu 11. apríl síðastliðinn. Sjá hér á mbl.is

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur verið óstöðvandi síðan hún komst á hlaupabragðið 2011 og að undanförnu hefur hún líka látið á sig reyna í skíðagöngu. „Ég er vel gift, æfi fyrir og eftir vinnu og æfingar og keppni eru mín skemmtun, minn félagsskapur, mitt líf. Ég elska að takast á við nýjar áskoranir.“


Ekki verður annað sagt en að skammt sé stórra höggva á milli hjá Halldóru. Í fyrrahaust setti hún persónulegt met þegar hún lauk 350 km fjallahlaupinu Tor des Géants á Ítalíu. Í árslok 2021 gekk hún 120 km í styrktarskíðagöngu fyrir Ljósið og er það sennilega Íslandsmet kvenna. Fyrir skömmu gerði hún gott betur, þegar hún var með í sænsku Vasagönguskíðakeppninni og gekk vegalengdina, sem er um 90 km, í þrígang á einni viku eða samtals 270 km. Í sumar ætlar hún síðan að hlaupa þrisvar umhverfis Mont Blanc, hæsta fjall Alpanna. Fyrst hleypur hún tvisvar sem leiðsögumaður á vegum Náttúruhlaupa og síðan sem þátttakandi í 100 mílna (167 km) keppninni Ultra-Trail du Mont Blanc (UTMB).


„UTMB hlaupið 26. ágúst er stærsta áskorunin í sumar en undirbúningurinn felst í mörgum hlaupum eins og Laugavegshlaupinu, Lavaredo hlaupinu og auðvitað Mt. Blanc ferðunum,“ segir Halldóra. „Ég náði ekki að klára hlaupið vegna tímamarka 2017, en stefni að því núna með gleðina að leiðarljósi.“

Í Vasagönguvikunni (Vasaloppet) er boðið upp á tólf mismunandi gönguskíðakeppnir, frá 10 km upp í 90 km göngu. Halldóra var búin að eiga miða í aðalkeppnina í tvö ár þar sem hún komst ekki vegna Covid 19. Hana langaði að prófa að fara í „Opið spor“ (Öppet spär) keppnina með góðum vinum, en það er sama vegalengd og í aðalkeppninni, þ.e. 90 km leiðin frá Sälen til Mora. Þá var hún minnt á að aðalkeppnin í ár væri 100 ára afmæliskeppni og hún hvött til að vera með. Þar sem hún hafi formlega átt eftir að ljúka næturkeppninni (Nattvasan), sem er líka sama vegalengd og leið, hafi hún ákveðið að vera með í öllum þremur keppnunum.

„Ég veit ekki um aðra Íslendinga sem hafa farið í þrjár 90 kílómetra langar göngur á einni viku,“ segir Halldóra. „Ég lauk fyrstu Vasagöngunni 2016 og ætlaði aldrei aftur að taka þátt í henni, því mér þótti hún svo erfið.“ Þá hafi hún því ákveðið að ljúka á sama ári sænsku fjögurra þrauta keppninni „En Svensk Klassiker“ sem svipar til Landvætta á Íslandi. „Ég var fljót að gleyma sársaukanum og fór árið eftir í næturkeppnina, sem ég náði reyndar ekki formlega að ljúka þá, og fór svo á ný í aðalkeppnina 2019.“

Halldóra segir að erfiðið hafi verið mikið en andlegi þátturinn hafi skipt mjög miklu máli. „Í fyrstu keppninni gekk ég með vinkonu minni og félagsskapurinn var mjög skemmtilegur. Í næturgöngunni var mjög kalt, allt að 20 stiga frost um nóttina, og freistingin því mikil að hætta og fara inn í heita rútu á drykkjarstöðvum. Maður kemst alltaf lengra en maður heldur og rétta hugarfarið skiptir öllu, að vera jákvæður og glaður. Ég er með möntru, „grjóthörð og jákvæð“, og mæti erfiðleikum eins og öðru mótlæti í daglegu lífi. Kuldinn var mikil áskorun í næturgöngunni, ég datt og týndi staf, bað til guðs og fann hann óbrotinn í niðamyrkrinu.“ Halldóra lagði þreytt af stað í aðalkeppnina en ákvað að taka þátt í gleðinni. „Ég er ekki besta skíðagöngukonan en ég hef gaman af þessu, rétt eins og ofurhlaupunum. Gangan fyrir Ljósið var góður grunnur að Vasagöngunum þremur.“

apríl 11, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífSund

Æfingabúðir Breiðabliks Garpa í Borgarfirði

by Halldóra mars 14, 2022

Fór með mömmu í sundæfingabúðir Garpanna í Breiðablik í Borgarfjörð. Við lögðum af stað úr bænum klukkan 17:00 uppá Akranes. Vorum komnar það snemma uppá Skaga að við náðum að taka smá túristahring um bæinn. Náðum samt ekki að kíkja í Nínu, tískuvöruverslunina uppfrá, þar sem hún lokaði klukkan 18:00 en við vorum þar klukkan 18:01. Við skoðuðum Apótek á Akranesi, þar sem Sía frænka (Fríða Proppé, afasystir mín) var apótekari í fjölmörg ár, en ég var þar oft með mömmu og pabba sem krakki fram að 6 ára aldri. Smá nostalgía þar.

Sundæfingin í Akraneslauginni byrjaði svo klukkan 18:30, þar var okkur kennt hvernig best er að láta sig renna frá bakka og farið í snúninga og slíkt. Laugin var frekar köld en frábær æfing og ég lærði fullt. Var í smávandræðum með stóru tána á hægri fæti, þar sem ég fékk blöðru, sem náðist ekki að sprengja eftir Vasagöngunar. Það var búið að stinga á þær og búa um þær og staðan núna, að skinnið var að mestu farið, svo það var stutt í kjöt 🙂 Fékk lánað teip hjá sundlauginni eftir æfinguna, og teipaði vel niður skinnið, svo ég kæmist á sundæfinguna á morgun 🙂

Eftir sundæfinguna borðuðum við á Galito, mjög góður veitingastaður, en ég fékk mér pizzu, en hamborgarar og aðrir rétir voru einnig mjög góðir. Eftir kvöldmat ókum við upp í Borgarfjörð í gegnum Borgarnes, að Ensku húsunum þar sem við gistum.

Tókum stutt spjall í stofunni áður en við lögðumst til hvílu, en ég fann ég var orðin vel þreytt eftir daginn og vikuna.

Morgunmatur á laugardegi var klukkan 09:00 – en við fengum frábæra sendingu frá Borgarfjarðardætrum út Geirabakarí, meiriháttar gott brauð og ástarpunga. Eftir kaffi og morgunmat fórum við í sundlaugina í Borgarnesi. Þar var Hákon fyrst með styrktar- og upphitunaræfingar áður en við fórum í laugina.

Æfingin í lauginni, voru sprettir, dýfur, og skemmtilegir leikir. Mjög flott æfing eins og á föstudeginum.

Eftir pottaferð þá var hádegismatur klukkan 14:00 í Landnámsssetrinu, þar sem í boði var mjög hollt hlaðborð, blómkálssúpa og grænmeti, allt mjög gott. En þetta var í fyrsta skipti sem ég kem inní Landnámssetrið og eftið það ókum við mamma um Brákarey, held ég sé að fara þangað líka í fyrsta skipti 🙂

Síðan var góð hvíld áður en við elduðum saman yndislegan kvöldmat og dönsuðum svo og skemmtum okkur fram eftir nóttu, sumir lengur en aðrir 🙂

Eftir morgunmat á sunnudagsmorgni, þá fórum við í frábært Yoga með Dísu, sem er mjög góður yogakennari.

Þakka Maríu Jóns fyrir alla skipulagninguna, mömmu fyrir yndislega mæðgnastund um helgina og öllum Görpum bæði Akranes, Borgarness og Blika Görpum fyrir yndislega helgi og samverustundir alla helgina 🙂

vcvccv

mars 14, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíðiKeppnissaga

Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

by Halldóra mars 6, 2022

Hámarksfjöldi þátttakenda í Vasaloppet er 15.800 manns og Vasaloppet er keppni og einungis má skíða á Classic skíðum, þ.e. bannað er að skauta. Það eru tíu ráshólf og það eru allir ræstir út á sama tíma eða klukkan 08:00. Ég var í ráshólfi númer 9 með Jimmy sem tók ákvörðun degi fyrir keppni að vera með og Sigga Sig vinkona var í ráshólfi 10.

Við ákváðum að keyra niður að rásmarki, þ.e. leggja af stað klukkan 06:00 sem var mjög góð ákvörðun, þar sem við gátum þá farið styttri leiðina, þar sem ekki var búið að setja snjó á götuna og ég þurfti að sækja skíðin mín í preppþjónustuna. Þeir opnuðu klukkan 05 til að afhenda skíðin, en ég gat ekki skilað þeim inn fyrr en í gær, þ.e. eftir Nattvasan keppnina.

Þegar ég var búin að sækja skíðin mín fór ég og hitti á Jimmy í hólfinu okkar. Það var mjög mikil röð á leið inní hólfið. Eftir að hafa komið skíðunum fyrir þá fórum við aftur út í bíl og fengum okkur kaffi og Bircher morgunmat sem Óli hennar Hrefnu hafði búið til og er einstaklega gómsætur morgunmatur.

Það var mjög kalt úti, mælirinn á bílnum sýndi 14 gráður í mínus. Eftir að hafa borðað morgunmatinn í bílnum þá fórum við Sigga í klósettröðina, hún þurfti fyrst að skella sér inní hólfið þar sem hún hafði gleymt að setja Vasaloppet límmiðana á skíðin. Jimmy fór með drop-bag töskurnar okkar, þ.e. með þurru fötunum sem við förum í, þegar við komum í mark í DHL bílana sem flytja þær til Mora. Eftir að hafa beðið lengi í klósettröðinni þá fórum við aftur í bílinn og náðum að hlýja okkur aðeins, áður en það var kominn tími á að fara í hólfið okkar klukan 07:40. Í hólfinu voru upphitunaræfingar og mikil stemning. Rétt áður en ég fór á skíðin þá henti ég þykku Levis dúnúlpunni í DHL pokann, þennan poka fáum við svo með drop-off töskunni þegar við komum í mark í Sälen. Var annars orðin frekar æfð í þessu, enda að leggja af stað þarna í þriðja skiptið þessa vikuna.

Frekar „brennd“ eftir kuldann í Nattvasan, fór ég mjög vel klædd í þessa keppni, þ.e. í ullar-undifötum og hlýjum galla, ætlaði ekki að drepast aftur úr kulda 😉 Núna var ég með Hand Warmers sem og auka þunna ullarvettlinga og í primaloft vestinu og pilsinu þegar ég lagði af stað 🙂

https://www.facebook.com/848489557/videos/685150102512537/

Mesti munurinn á Vasaloppet og öðrum keppnum er þessi gífurlegi fjöldi þ.e. um 15.000 manns sem taka þátt. Allir þessir þátttakendur eru komnir á sama punkt á sama tíma. Þess vegna eru klósettraðir miklu lengri, langar raðir inní hólfin sem eru annars ekki og svo röðina að komast upp fyrstu brekkuna – sem mér finnst reyndar mesti gallinn við þessa keppni 🙂

Svona var kraðakið fyrir framan mig og allir að brjóta stafina sína. Ég passaði mig að hafa þá alltaf innan við skíðin, allan tímann upp brekkuna – eina klukkustund að hæsta punkti.

Í stað þess að vera rétt innan við 30 mín að hæsta punkti þá var ég nákvæmlega 1 klst þarna upp. Var svo komin í drykkjarstöðina í Smågan eftir 1 klst og 40 mín í staðinn fyrir 1 klst 03 eða 1 klst 07. Munar alveg 37 mínútum að vera í þessu kraðaki í byrjun. Auk þess sem maður er mjög stressaður að einhver brjóti hjá manni stafina.

Ég var mjög heppin að hafa Jimmy fyrir framan mig, ég reyndi að hanga í honum og svo var Guðrún „Ísbjörn“ vinkona mín komin fyrir aftan mig, þannig að ég þurfti bara að passa mig á fólki sem var hægra og vinstra megin við mig.

SMÄGAN
Á fyrstu drykkjarstöðinni í Smägan þurfti ég samt að stoppa því ég var að kafna úr hita, þurfti að fara úr primaloft vestinu og skipta um vettlinga, þ.e. fara í þynnri hanska. Sólin var farin að skína og það var orðið mjög heitt, þannig að í raun var ég OF MIKIÐ klædd m.v. hitann sem varð svo þegar líða tók á keppnina.

RISBERG
Sporin voru mjög fín og fattið á skíðunum var alveg ágætt til að byrja með. Ég passaði mig mjög vel á kraðakinu í hættulegu brekkunni (fyndu brekkunni) áður en maður kemur í Risberg. Síðar í keppninni eru tvær aðrar mjög þröngar og í raun mun erfiðari brekkur og út af kraðakinu voru raðir til að komast að þeim.

Á þessum tíma var snjórinn farinn að festast mikið undir skíðunum mínum (var sem sagt með of kaldann áburð m.v. hitann) og ég var ekki með neinn bauk eða klísturáburð með mér þó ég hafði keypt svoleiðis á expoinu (skildi hann eftir heima). Tók einungis með mér eina sköfu og ætlaði svo að treysta á Vallaservice.

Það voru greinilega fleiri í vandræðum því keppendur voru að stoppa utanbrautar til að skafa undan skíðunum og sumir að setja klístur undir og aðrir rauðan eða bleikan bauk, því það var orðið frekar hlýtt.

Í einni af þessum þröngu og erfiðu brekkum, þurfti ég að bíða eftir að röðin kæmi að mér og þá safnaðist snjórinn undir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, svo þegar ég ætlaði að fara af stað, þá flaug ég á hausinn og magalenti og „faceplantaði“ eins og unglingarnir segja, en alls ekkert alvarlegt, bara frekar fyndið svona eftir á 😉

Eftir byltuna ákvað ég alltaf að reyna að skafa undan skíðunum og reyndi að draga þau vel í sporinu svo ég myndi ekki lenda í þessu aftur.

EVERTSBERG
Ákvað að heimsækja aftur vini mína í Vallaservice í Evertsberg, sem ég hafði heimsótt aðfararnótt laugardagsins. Það voru allt aðrar aðstæður núna, löng biðröð í þjónustuna. Fyrst var einhver sem sópaði undan skíðunum hjá öllum og svo fóru þau bara í klísturvél, þ.e. þau rennd í gegnum svoleiðis vél. Þegar ég lagði svo aftur á stað, fann ég að ég var fegin að hafa stoppað og beðið, því fattið hafði batnað, en það var ekki lengi, því eftir smá stund, fór að festast aftur undir skíðunum.

Á drykkjarstöðvnum í Vasaloppet er miklu meiri troðningur og það var líka mikið meira af fólki í brautinni, þannig að þó það væru fleiri spor þá var maður mjög mikið að taka fram úr. Á sama tíma voru miklu fleiri áhorfendur að hvetja heldur en t.d. í Opna sporinu eða Nattvasan.

OXBERG
Eftir drykkjarstöðina í Oxberg voru sporin orðin frekar léleg. Óli Már, Þóra og Margrét (Millu og Tótadóttir) tóku svo fram úr mér í kringum Hökberg og ég reyndi að hanga í þeim alveg að drykkjarstöðinni í Eldris. Þar stoppaði ég aðeins styttra en þau en svo komu þau aftur á fleygiferð fram úr mér. Á þessum tímapunkti var ég farin að finna fyrir smá syfju og þreytu eftir Nattvasan sem sat aðeins í mér, en það var sem var kannski erfiðast, var sporleysið sem var samt mun betra en í hin tvö skiptin sem ég hafði farið í Vasaloppet keppnina, þ.e. 2016 og 2018.

MÄL Í MORA
Ég var einstaklega glöð að koma í mark í Mora um 2 mín á eftir Ísbjörnunum vinum mínum á tímanumm, heildartími 9 klst 22 og 11 sek sem er veruleg bæting hjá mér í Vasaloppet keppni, þó tíminn hafi verið lakari en bæði Opna sporið og Nattvasan.

Hugsaði líka til þess þegar ég kom í mark í fyrsta skipti árið 2016 algjörlega buguð og sagðist aldrei aldrei aldrei ætla að gera þetta aftur, en núna var ég búin að fara þrisvar sinnum alla leiðina á einni viku, samtals 276 km.

Það var yndislegt að hitta alla vini míni í markinu, Óli og Harpa voru komin til að taka á móti mér. Þar voru Ísbjarnarvinir mínir, Óli og Þóru, Guðrúnu, Tommi og Sóley og örugglega fleiri. Þar var líka Mari Järsk og fleir og yndislegt að fá allar þessar frábæru móttökur.

Sigga og Jimmy stóðu sig líka virkilega vel svo gaman að sjá þau koma í mark. Svo var lúxuskvöldmatur þegar við Sigga og Jimmy komum heim aftur til yndislegu vina okkar.

Tímarnir mínir, en ég var í 1002 sæti kvk af 2.715 skráðum kvk.
Var í 8.745 sæti af 15.000 skráðum.
Það voru 83 Íslendingar sem tóku þátt þar af 22 kvk og 61 kk.

mars 6, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíðiKeppnissaga

Nattvasan 90 – föstudagskvöld 04.03.2022

by Halldóra mars 4, 2022

Nattvasan er ræst að kvöldi til og gengið er alla nóttina. Tímamörkin eru þau sömu og í Vasaloppet en þátttakendafjöldinn mun færri. Hámarksfjöldinn í Nattvasan er 3000 á móti 15.800 í Vasaloppet og 8.000 (mánudags) og 10.000 (sunnudags) í Oppet spor.

Hins vegar ólíkt Opna sporinu þá eru eins og í Vasaloppet aðalkeppninni allir ræstir út í einu. Nattvasan er keppni (ólíkt Opna sporinu sem er ekki keppni) og keppt er þá annað hvort í einstaklingskeppni eða liðakeppni. Nattvasan keppnin var í boði í fyrsta skipti árið 2017 og þá tókum við Óli þátt saman (vorum eitt af fimm Ísbjarnarliðum) og það var virkilega skemmtleg upplifun. Við Óli hins vegar hættum keppni þegar við vorum hálfnuð, þ.e. skiluðum inn flögunum okkar, en ég fékk samt að klára með Ingu vinkonu og Jónsa þ.e. þeirra liði sem var um hálftíma á eftir okkur Óla eftir að við vorum hálfnuð. Nattvasan keppnin 2017 er samt skráð sem DNF hjá mér og því átti ég alltaf eftir að koma aftur og klára hana.

Það sem kom mér á óvart var að núna var hægt að skrá sig sem einstakling en það var ekki hægt árið 2017, þá máttirðu bara keppa sem lið. Kosturinn við að keppa sem lið, er auðvitað félagsskapurinn í fyrsta lagi og svo öryggið. Það er miklu minni þjónusta á drykkjarstöðvunum í Nattvasan og þegar líða tekur á keppnina þá verður meira bil á milli þátttakenda svo ef eitthvað kemur upp á, þá er það mikið öryggi í því að vera tveir saman í liði.

Sigga Sig vinkona skutlaði mér niður eftir um klukkan 18:30 (ræsing var 20:00) og hún fylgdist með okkur í ræsingunni. Ég rétt náði að knúsa liðið: Skidagarpar, þ.e. vini okkar, en þau voru öll nýbúin að klára STAFFETVASAN þ.e. liðakeppni í Vasaloppet 90 km. Þau fóru saman leiðina, þ.e. frá Sälen til Mora og skiptu henni fimm á mill sín. Hrefna byrjaði, svo kom Harpa, þá Jimmy, svo Brynja og Óli endaði og kom í mark, sem var svo yndislegt. Óli lenti því miður í meiðslum á langatöng á hægri fingri kvöldið áður en við flugum út. Hann átti miða í Vasaloppet 45 með Brynju á þriðjudeginum, en gat ekki tekið þátt svo Hrefna og Harpa fóru með henni, sem var líka yndislegt (systur og mæðgur og þá frænkur saman í keppni). Óli var svo búin að dekra við okkur alla vikuna, elda, versla inn, og skutla, svo það var yndislegt að hann gat tekið þátt í StaffetVasan og komið í mark í Mora og hitt allt teymið þar. Í StaffetVasan eru að hámarki 2.600 lið og allir liðsmenn fengu medalíu þegar þau komu í mark. Þau stóðu sig frábærlega og náðu fanta góðum tíma, eða á 7 klst 40 mín og 19 sek.

Frá vinstri: Mægðurnar Harpa og Brynja og eðalhjónin Hrefna og Óli. Fimmta liðsmanninn vantaði á myndina hann Jimmy sem er maðurinn hennar Hörpu.

Aftur að Nattvasan, Sigga skutlaði mér niður að ræsingunni. Ég fann að ég var ennþá frekar þreytt, en ég hafði fengið svolítið í nárann eftir Opið spor, veit ekki hvort það sé eftir opið sporið sjálft eða á skautaæfingu sem við Sigga tókum í vikunni. Ég fór samt til nuddara sem náði að vinna aðeins á þreytu í baki, læri og verknum inn á hægra innan læri (nára). En ég var samt spennt að fara, algjörlega til í þetta. Fór núna á áburðarskíðunum mínum, því það var spáð mun meira frosti um nóttina heldur en í Opna sporinu um daginn.

Ég var í ráshólfi tvö, þ.e. ekki fremst og ekki aftast, ég fór inní hólfið með skíðin mín þegar ég kom, fór svo aftur til baka á klósettið en Sigga náði að leggja bílnum bara rétt upp við Expoið, þannig að það var stutt að fara. Náði svo aftur að fara á klósettið áður en ég kom mér svo fyrir í hólfinu fyrir ræsinguna.

Það er mögnuð upplifun að leggja af stað í Opnu spori, í Vasaloppet, en upplifunin að vera þarna í myrkrinu með höfuðljós og horfa á flotta ljósasýningu, er eiginlega mest mögnuð af öllu. Það var heiðskýrt og sjörnubjart og því algjörlega mögnuð nótt fram undan.

https://www.facebook.com/848489557/videos/634680321150807/

Þar sem ég var í hólfi tvö, var ég með um 2000 aðilum að fara upp fyrstu brekkuna í staðinn fyrir 1000 í Opna sporinu, þá gekk samt bara vel og ég var bara einni mínútu lengur upp á hæsta punkt, m.v. Opið spor og var svo 4 mín fljótari að fyrstu drykkjarstöð en í Opna sporinu 01:03: á móti 01:07. Það átti að vera kalt um nóttina, en það var ÓGEÐSLEGA kalt, þó ég væri að hamast upp brekkuna, þá voru fingurnir algjörlega frosnir og ég reyndi að hita þá með því að blása í gegnum vettlingana án mikils árangurs.

Þegar ég kom í Smågan (fyrstu drykkjarstöðina) þá fékk ég mér strax heitan orkudrykk, örugglega 2-3 glös. Það var enginn þjónusta, ég þurfti að sækja mitt eigið plastglas, glös voru ekki til að byrja með í boði og svo að ganga frá því aftur og að hella í glasið. Á þessum tímapunkti fannst mér ég heyra einhverja tala íslensku en var ekki viss, komst svo að því seinna að það voru fjórir Íslendingar, í tveimur liðum að keppa í liðakeppninni og stelpurnar þær Hólmfríður Vala og Sigrún María Bjarnadóttir voru mjög oft í kringum mig á leiðinni. En út af kuldanum, þá var maður bara með buff fyrir andlitinu og náði ekki mikið að spjalla. En það voru þrjú íslensk lið sem lögðu af stað í Nattvasan og tvö sem kláruðu. En ég var eina íslenski þátttakandinn sem tók þátt í „individual“ keppninni.

Nattvasan er eins og Opið spor á mánudeginum að því leyti að tæknin er: Freestyle, þ.e. það má bæði vera á skautaskíðum sem og á hefðbundnum XC brautarskíðum. Ég var bara á brautarskíðum, þar sem ég kann ekki að skauta en er nýbúin að fá mér slík skíði og langar að fara aftur og þá á skautaskíðum.

Því voru bara lagðar tvær brautir fyrir okkur sem voru á Classic skíðum (brautarskíðum) og hinn hlutinn þ.e. 2/3 hluti brautarinnar var fyrir skautarana. Ég öfundaði þá oft og mikið þegar þeir brunuðu fram úr mér. Ég var með væntingar fyrr í vikunni að ég gæti kannski skautað eitthvað, en út af verknum í náranum, þá þorði ég ekki að prófa það og lét mig bara hafa það að vera í sporinu alla leið, enda var sporið að mestu fínt.

En KULDINN var rosalegur. Á leiðinni fórum við ofan í svona kuldapolla, þar sem kuldinn fór niður fyrir 20 stig. Það fraus allt í andlitinu á manni, buffið fraus, powerade drykkurinn sem ég var með í sérstökum SALOMON einangrunarpoka með einangrunarslöngu, fraus líka, þ.e. í slöngunni svo ég gat ekki drukkið það og mér var svo kalt á puttanum að ég treysti mér ekki til að stoppa og fara í meiri föt sem ég var með á mér í SALOMON vestinu, þ.e. primaloft vesti og pils. Ég stoppað samt alltaf á öllum drykkjarstöðvum og fékk mér heitt að drekka, en NB það var enginn þjónusta og maður varð bara að stoppa stutt, það voru ekki sætar bollur í boði, bara drykkir og bara grænmetisseyði (sem er mitt uppáhald) í boði á einum stað alla leiðina.

Það sem gerðist líka í frostlægðunum, var að það fraus snjórinn líka í sporinu og rennslið varð mjög vont (stamt), þegar maður fór í gegnum þessa kuldapolla 😉 Var einmitt hugsað til ÓL í Beijing um daginn þegar gönguskíðamenn skíðuðu frekar fyrir utan sporið út af frostinu og kuldanum.

En þar sem ég er „grjóthörð og jákvæð“ lét ég þetta því ekki hafa áhrif á mig, heldur hélt bara áfram, það var það eina sem var í boði. Fór samt alls staðar varlega, því ég var stíf og stirð eftir síðustu göngu og vildi alls ekki detta. Hugsaði með mér af hverju ég tók ekki með mér tvo álpoka í vestið, ég skátinn sjálfur, og af hverju ég var ekki með þunnu ullarvettlingana sem ég var með á mér í Opna sporinu, en ég var með aðra þunna vettlinga sem ég vissi að ég kæmist ekki í undir lúffunum sem ég var með.

Í hverju stoppi sá ég rútu, sem var mjög freistandi fyrir mig og aðra þátttakendur að skila inn flögunni, þ.e. hætta og fara inní heita rútuna. Það kom samt aldrei upp í hugann á mér, ég ákveð frekar að reyna að njóta mín í kuldanum en maður var ekki mikið að spjalla í þessu frosti.

Ein skemmtileg uppákoma sem var stuttu eftir að ég lagði af stað, þá var einn gönguskíðamaður sem sá alla límmiðana á skíðunum hjá mér og fór að spjalla við mig. Ég ákvað að halda mér bara í hægra sporinu, leyfði fólki að fara fram úr mér vinstra megin, því ég var ekki alveg úthvíld eins og kannski allir aðrir 😉 . En þessi gönguskíðamaður sagði mér að hann væri að stíga á gönguskíði í fjórða skiptið á ævi sinni . Ég tók þá eftir því að hann var frekar valtur og vinur hans var að leiðbeina honum. Hugsaði með mér hvað það væri gott að það væru til aðilar sem væru skrítnari en ég. Ég hugsaði líka að það væri kannski ágætt að halda mig ekki of nálægt honum, ef hann dettur 🙂

Það er einungis á einum eða tveim stöðum VALLASERVICE (aðstoð við að bera á gönguskíðin) í Nattvasan og ég mundi eftir að það væri í Evertsberg þar sem maður er rétt rúmlega hálfnaður. Ég ákvað því að fara beint í Vallaservice þegar ég kom í Evertsberg og bað þá um aðstoð við að bæta bæði rennslið og fattið. Ég skildi skíðin eftir hjá þeim og fór og fékk mér heitan drykk og grænmetisbulljon á drykkjarstöðinni. Í Evertsberg voru líka samlokur í boði sem ég hafði ekki séð áður, en ég hafði enga lyst. Þurfti bara að ná á mér hita. Sótti því primaloft vestið og prinaloft pilsið og klæddi mig í fötin og konugreyið í Vallaservice lánaði mér sína vettlinga til að ég myndi ná smá hita á fingurna. Á meðan reyndi hún að hita mína vettlinga. Önnur mistök sem ég hafði gert var að taka ekki með mér HAND WARMERS og þau áttu ekki svoleiðis þarna í Vallaservice. Þeir báru mjög vel á skíðin mín sem voru klárlega með miklu heitari áburð undir, en þeir báru líka á klístur fyrir mig á miðjuna, þ.e. fattið, svo ég fékk gett rennsli þegar ég kvaddi bjargvættina mína í Evertsberg.

Ég rann svo vel niður fyrstu brekkuna að ég passaði mig ekki nógu vel og í fyrstu kröppu beygjunni þá flaug ég upp úr sporinu, datt illa ofan á vinstri stafinn minn, þ.e. bæði með vinstra lærið og vinstri rifbeinin og hægri stafurinn losnaði af og ég týndi honum og höfuðljósið kastaðist líka af mér.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég stóð upp, var að skríða á skíðunum eftir höfuðljósinu sem hafði flogið af mér, hrædd um að einhver myndi skíða á mig. Reyndi svo að standa upp og athuga hvort ég væri ekki örugglega óbrotin og fór svo að leita að hægri stafnum, sem ég fattaði að hefði flogið af króknum sem er á handbandinu hægra megin. Ég skíðaði því upp brekkuna og niður til baka tvisvar sinnum, og leitaði og leitaði. Það var algjört niðamyrkur, þú sérð ekki neitt nema í þá átt sem höfuðljósið vísar og það stoppaði enginn til að hjálpa mér að leita. Á þessum tímapunkti hefði verið mjög gott að vera með félaga. Ég bað til Guðs að ég myndi finna stafinn og að hann væri óbrotinn. Eftir að hafa gengið tvisvar upp og niður brekkuna ákvað ég að prófa að skíða áleiðis niður eftir og vita menn þar var stafurinn og sem betur fer óbrotinn, algjörlega magnað, þó margir hafi örugglega næstum verið búnir að skíða yfir hann.

Ástæðan fyrir því að ég datt var sú að ég fór of hratt og sá ekki beygjuna í myrkrinu og flaug því bara upp úr sporinu, en nákvæmlega svona gerast slysin og því var ég fram að slysinu búin að fara mjög varlega og ákvað að halda því áfram eftir þessa vondu byltu, en sem betur fer var ég ekki brotin, bara með brákað rifbein og stærsta marblett sem ég hef fengið (en komst ekki að því fyrr en síðar) 🙂

Það sem hefur hjálpað mér mikið í löngum utanvegahlaupum sem og í löngum gönguskíðakeppnum er „hausavinnan“, þ.e. t.d. að brjóta vegalengdina niður og hugsa allt í prósentum eða hlutföllum, þ.e. hversu mikið er búið, í staðinn fyrir að hugsa og horfa á hvað mikið er eftir. Á þessum tímapunkti eftir byltuna, þá voru „bara“ 40 km sem þýðir að það voru 50 km búnir. Miklu betra að hugsa þannig. Svo hugsaði ég næst kemur 39 km skilti og svo 29 km .. og svo á endanum þegar ég var komin á síðustu drykkjarstöðina þá voru bara 9 km eftir. Svona hausavinna, virkar vel fyrir mig, eins og í 350 km hlaupinu mínu var ég bara að fara í sjö sinnum 50 km hlaup, en ekki eitt 350 km hlaup 🙂

Á síðustu drykkjarstöðinni, þegar það voru bara 9 km eftir, þá tók ég inn síðasta gelið, af gelunum 3 sem ég tók alla gönguna. Ég vildi eiga næga orku fyrir síðustu km, auk þess sem ég var hrædd um að ég færi að vera syfjuð en hingað til hafði ég alveg losnað við syfju, svo þetta gel var með koffíni. Ég fékk mér líka smá kaffibolla á síðustu drykkjarstöðinni en þar voru eiginlega allir drykkir að verða búnir, sem kom mér spánskt fyrir sjónir þar sem það voru nú ansi margir á eftir mér, ég var ekki alveg síðust 🙂 En kannski áttu þeir bara eftir að fylla á alla brúsana.

Það var ofboðslega fallegt að koma í mark í Mora um miðja nótt, þ.e. klukkan 04:27:28 og sjá fallegu kirkjuna upplýsta með fallegri lýsingu og í markinu var bara einn ljósmyndari að taka á móti okkur. Það var enginn þulur, engnir áhorfendur og enginn Gustaf Vasa fígúra eins og í Opna sporinu.

Ég var himinlifandi þegar ég kom í mark, langt á undan eigin væntingum, heildartími 8 klst 27 mín og 27 sek. sem voru um 30 mín betri tími en í Opna sporinu sl. mánudag sem var PB eða personal best tími hjá mér, svo núna bætti ég um betur þrátt fyrir byltuna góðu eftir Evertsberg.

Held ég geti þakkað kuldanum fyrir þessa bætingu, því kuldinn skipaði mér að halda áfram og hreyfa mig eins hratt og ég gat, þrátt fyrir þreytuna í skrokknum og verki í stóru tá og nára.

Ég var samt mjög vel búin, ég var í ullarundirfötum og frábærum SALOMON buxum með vindshield og SALOMON jakka sem er líka mjög hlýr. Var með ullarbuff, sem fraus og með góða húfu og þykka vettlinga, og var svo komin í Primaloft vesti og pils líka.

Eina sem hægt er að setja út á staðahaldara er að rútan fór frá Mora á 2 klst fresti, svo ég missti af 4 rútunni og næsta rútan var ekki fyrr en klukkan 6 . Það var enginn aðstaða innanhúss fyrir keppendur til að bíða eftir næstu rútu.

Þeir buðu upp á opin arineld sem reyndar hitar mjög vel við veitingatjaldið þar sem boðið var uppá samloku og kaldan recovery drykk, þar sat ég og spjallaði við aðra þátttakendur. Rútuferðin heim var fín. Fór frá Mora klukkan rúmlega 6 og var komin 7:30 í Sälen, þar sem Sigga vinkona sótti mig. Elsku Sigga vinkona svaf lítið um nóttina þar sem hún var að fylgjast með mér. Hitamælirinn í bílnum sýndi mínus 12 gráður þegar Sigga sótti mig, svo þið getið ímyndað ykkur hvernig frostið var um nóttina.

En frábær ganga, ofboðslega fallegt og kalt veður en að mestu (ekki í kuldapollunum) mjög góð spor, þó þau væru bara tvö. En ég var fegin að láta preppa skíðin mín á leiðinni og fékk mjög góða þjónustu í Evertsberg þar sem þau voru preppuð 🙂

Okkur Siggu beið svo frábær morgunmatur rúnstykki og vínarbrauð hjá Jimmy og Hörpu þegar ég kom til baka.

Tímarnir mínar á drykkjarstöðvunum, var í 41 sæti kvk af 90 konum sem voru skráðar í einstaklingskeppnina.
Í 271 sæti alls af 476 skráðum.
mars 4, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíðiKeppnissaga

Öppet Spår 90 – mánudagur 28.02.2022

by Halldóra febrúar 28, 2022

Við Hrefna, Harpa, Jimmy og Fjóla vorum öll í öðrum ráshópi í Opna sporinu 90 km á mánudeginum, en Sigga Sig var í þriðja ráshóp. Fyrsti ráshópur var ræstur klukkan 7, annar klukkan 7:10 og þriðji klukkan 7:20.

Margir velta fyrir sér hver sé munurinn á Opna sporinu 90 km á sunnudegi, Opna sporinu 90 km á mánudegi og svo aðal Vasakeppninni sem er sunnudaginn þar á eftir. Ég vissi nú ekki sjálf hver væri munurinn fyrr en ég tók núna þátt, eina sem ég vissi er að það er alltaf farin sama leiðin frá Sälen til Mora, samtals um 90 km.

Í sunnudags Opna sporinu er ekki heimilt að fara á skautaskíðum og því eru lögð gönguskíðaspor á alla brautina, kannski 5-7 spor. Þar eru því alir að keppa í „Classic skiing“. Í opna sporinu á mánudeginum voru bara lögð tvö spor og restin af brautinni var „preppuð“ eða undirbúin fyrir skautaskíði, þar sem á mánudeginum má fara keppnina á skautaskíðum. Þetta vissi ég ekki þegar ég skráði mig heldur, skráði ég mig bara í sömu keppni og Hrefna vinkona og hún hafði alltaf valið mánudaginn því þá eru færri þátttakendur þ.e. í mánudagskeppninni en sunnudags. Ég hélt líka að Opna sporið væri þannig að þú réðir því hvenær þú legðir af stað og það væru engin tímamörk, en það er sem sagt ekki rétt. Þú verður að leggja af stað í því hólfi sem þú ert skráður í og tímamörkin eru þau sömu og í Vasaloppet í klst, en þú ert að leggja fyrr af stað, þannig að þau eru aðeins rýmri, en það er ekki rétt að það séu engin tímamörk 🙂

Aðakosturinn samt við Opna sporið m.v. Vasaloppet keppnina er að það eru „bara“ 1000 manns með þér í hólfi svo t.d. leiðin upp fyrstu brekkuna gengur miklu hraðar heldur en í stóru keppninni þar seum 15.000 manns eru ræstir á sama tíma.

Óli og Brynja skutluðu okkur niður að rásmarkinu og við vorum komin þangað um 6 leytið. Þá fórum við og byrjuðum á að sækja skíðin okkar í „prepp“ tjaldið, þar sem við höfðum keypt áburðarsmurningu undir þau. Valkvíðinn í gær hafði verið um það hvort ég ætti að fara á skínnskíðunum eða áburðarskíðunummínum, en komst svo líka að því að fínu skinnskíðin mín væru ekki rétt fyrir mig, fékk þær upplýsingar að ég sé of þung fyrir þau. Einar Óla mælti með því að ég færi á skinnskíðunum, því færið var frekar hlýtt og því klísturfæri og vesen á hinum, auk þess sem breytileikinn í hitastigi var mikill, þ.e. frá miklu frosti um morguninn í mikinn hita eftir hádegi, þá lá sú ákvörðun fyrir 🙂

Við skiluðum í DHL rúturnar pokunum sem við fáum þegar við komum í mark, þar var ég með lopakjólinn minn og þurr föt og aðra skó til skiptana. Fórum svo inn í hólfið okkar (#2) með skíðin og komum þeim fyrir, vorum ca fyrir miðju, ekki fremst og ekki aftast. Eftir það fórum við í klósett röðina og á leiðinni á klósettið, datt ég aftur og skall á bakið, annað skiptið í þessari viku, var að spá hvort örlögin væru að reyna að stoppa mig í að fara í þessar þrjár keppnir 🙂

Eftir eina klósettferð hentum við okkur aftur í hólfið, Sigga ætlaði að kanna hvort hún fengi sig færða í okkar hólf, sem gekk svo ekki. Hólf 1 var ræst af stað klukkan 07:oo og ég og Hrefna vorum ekki komnar í skíðin okkar þegar við vorum látin færa okkur yfir í fremsta hólfið. Svo við vorum hlaupandi með skíðin okkar í fanginu í næsta hólf. Rétt náði svo að henda mér í skíðin, taka 1-2 myndir og svo vorum við bara ræst klukkan 07:10. Tíminn er svo fljótur að líða, þ.e. í aðdraganda að svona keppni.

Ferðin uppá hæsta punkt gekk vel og ég var komin þangað eftir 28 mín eða klukkan 07:49, enda reyndi ég bara að hanga í Hrefnu sem er mjög öflug upp brekkurnar. Fyrsta drykkjarstöðin er í Smågan og þar vorum við klukkan 08:27 og þá búnar að vera um 1 klst og 7 mín á ferðinni. Það var gaman að heyra nafnið manns lesið upp þegar maður kemur á drykkjarstöðvarnar.

Á leiðinni að næstu drykkjarstöð týndi ég Hrefnu, en við vorum til skiptis fyrir framan og aftan og allt í einu uppgötvaði ég að hún væri ekki með mér, þ.e. hvorki fyrir framan ná aftan. Svo ég stoppaði og beið í smá tíma og kallaði á hana, en hugsaði svo að hún væri kannski bara á undan mér, svo ég hugsaði að ég myndi þá bara hitta hana á næstu drykkjarstöð sem var í Mångsbodarna. Þegar ég kom þangað sá ég hana ekki, en fékk mér að drekka og borða og þegar ég er að fara að gera mig klára í að fara, þá heyri ég þulinn segja Hrefna Guðmundsdóttir fra Island, svo ég skíðaði til baka og tók á móti henni. Hún fékk sér að drekka og borða og svo héldum við saman áfram. Hrefna hafði lent í því að einhver datt fyrir framan hana eða datt á hana svo hún reif 66°norður mittistökuna sína og þurfti að koma næringunni fyrir í bakpokanum, þess vegna var hún svona langt á eftir.

Eini gallinn sem ég sé við mánudags Opna sporið, er að það eru bara tvö spor og ekki allir sem virða þá reglu að halda sig hægra megin og því vorum við Hrefna stöðugt að taka fram úr fólki sem var samt í vinstra sporinu. Það er mikil orka og tími sem fer í það. En opna sporið á mánudegi er sniðugt fyrir góða skautara og þeir flugu hratt fram úr okkur.

Okkur var fljótlega mjög heitt og Hrefna vildi fara úr jakkanum og ég ákvað að fara í þynnri vettlinga, auk þess sem ég þurfti að pissa. Við stoppuðum því út í kanti (vorum búnar með um 32 km). Ég fór af skíðunum og aðeins út í skó, þar sem ég pissaði og svo skipti ég um vettlinga, fór í þynnri vettlinga sem var mjög sniðugt.

Rétt áður en þú kemur að Risberg sem er þriðja drykkjarstöðin (35 km búnir), þá er hættulega fyndna brekkan sem allir detta í, svo við ákváðum að fara mjög rólega þar niður og duttum sem betur fer ekki þar, sjá annars þetta skemmtilega myndband.

Í Evertsberg er gangan rúmlega hálfnuð (47 km búnir), þar fengum við okkur bara heita súpu og næringu eins og venjulega.

Oxbberg er fimmta drykkjarstöðin og eftir hana eru um 28 km eftir. Þar fórum við Hrefna á klósettið sem var mjög gott. Eini gallinn var að þegar við erum komnar niður fyrstu brekkuna eftir Oxberg, þá fattaði ég að ég hafði gleymt mittistöskunni með allri næringunni minni inni á klósetti. Var alvarlega að hugsa um að skilja hana bara þar eftir, en Hrefna var ekki alveg á því, svo ég dreif mig til baka skíðaði upp eftir og sótti töskuna og Hrefna beið bara róleg eftir mér á meðan og nærði sig.

Hökberg er næst síðasta drykkjarstöðin og við stoppuðum bara eðlilega þar og fengum okkur að drekka og nærðum okkur og síðasta drykkjarstöðin er í Eldris og þá eru 9 km eftir.

Við vorum báðar í nokkuð góðum málum og ákváðum að skíða saman inní markið en sporin voru orðin frekar léleg þarna í lokin síðustu kílómetrana, þar sem það var orðið mjög hlýtt.

Það voru brosmildar og ánægðar vinkonur sem komu í mark klukkan 16:27 og lokatími því 9 klst 6 mín og 58 sek

Þar sem Opið spor er ekki keppni þá ertu ekki í neinu sæti, það er ekki haldið utan um það sem er líka bara frábært.

Ég var mjög glöð enda er þetta minn besti tími í Vasaloppet keppni hingað til og samveran með Hrefnu alla leiðina, var mjög skemmtileg.

Takk elsku vinkona fyrir yndislega göngu saman og alla samveruna í Svíþjóð þessa viku, það var yndislegt að vera með ykkur öll sömul kæru vinir í Sälen.

https://fatmap.com/routeid/2925655/oppet-spor-2022?fmid=cp

Tímarnir mínir á drykkjarstöðvunum í Opna sporinu.

febrúar 28, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

Vasaloppet 2022 – 100 ára afmæli

by Halldóra febrúar 25, 2022

Nú er verið að halda uppá 100 ára afmæli Vasaloppet gönguskíðakeppninnar í Svíþjóð. Fyrsta Vasaloppet gangan var haldin árið 1922, en að sjálfsögðu er sagan eldri eða má rekja til 1521 til Gustavs Eriksson. Hann fljúði danska kónginn, stoppaði í Salen og endaði í Mora þar sem hann leidi uppreisnina og varð svo fyrsti sænski kóngurinn betur þekktur sem Gustav Vasa.

Ég tók í fyrsta skipti þátt í Vasaloppet árið 2016, svo tók ég þátt í Nattvasan 2017 og aftur í Vasaloppte 2019.

Eftir fyrsta árið ætlaði ég aldrei að taka þátt aftur, fannst þetta það erfitt. Ákvað þess vegna að klára Sænska klassíkerinn það árið, því ég var hrædd um að ég færi aldrei aftur.

Nú sex árum seinna er ég skráð í þrjár Vasaloppet keppnir, þ.e. Opið spor næstkomandi mánudag, Nattvasan næstkomandi föstudagskvöld og svo Vasaloppet keppnina á sunnudeginum.

Sjá nánar um söguna Vasaloppet hér að neðan.

The story of Vasaloppet
Vasaloppet started in 1922, but really it is much older than that. The first Vasalopp was carried out as early as 1521 by Gustav Eriksson. During his flight from the Danish king he stopped in Sälen and returned to Mora to lead the uprising against the occupation forces. Gustav Eriksson eventually united the realm and became Sweden’s first king, better known under the name Gustav Vasa. In other words, Sälen is not only the starting point for the world’s largest exercise race; it is also the starting point for the history of our whole country.

How it all began
Vasaloppet’s history begins as early as 1520. Then Sweden was in a union with Denmark. Discontent with the Danish king was great, not least from Gustav Eriksson Vasa, whose opposition had resulted in his being imprisoned in Denmark. But the 24 year old Gustav managed to escape. After landing south of Kalmar in the spring of 1520 he began a long and dangerous march north. On his way, Gustav urged farmers and villagers to revolt against the Danish authorities, but to no avail. He then set his hopes on Dalarna, where the people were known to be tough and resolute, seldom giving way to decisions of authorities and kings. Gustav was hunted throughout Dalarna by the pursuing Danes, but the people sheltered and protected him from King Christian’s soldiers.

After a month fleeing through Dalarna, Gustav stood outside the church in Mora and spoke to the crowd. Only weeks before, his father and his brother together with some 80 other magnates had been beheaded in ”Stockholm’s bloodbath”. Gustav asked how long they could accept such atrocities and urged them to take up arms. But the people wanted to confer with the neighbouring villages before deciding on war. The Danes were in close pursuit and, before he could get the answer he wanted, Gustav was forced to take to his skis and continue his flight west towards Norway.

A few days later news of King Christian’s brutal ravages throughout Sweden reached Mora, the people regretting then that they had not immediately supported Gustav. Mora’s two best skiers, Lars and Engelbrekt, sent in hot pursuit of the fugitive Gustav Vasa, caught up with him in Sälen. Gustav was persuaded to return with them to Mora to lead the fight against King Christian.

In 1521, with the men from Dalarna at the head, Gustav began his battle. It took two and half years before the war was over and Sweden was a free land. On 6 June 1523 at a national assembly in Strängnäs, Gustav Eriksson Vasa was elected king of a free Sweden. Now he is a symbol for the world’s biggest ski competition – Vasaloppet!

The idea of Vasaloppet
Anders Pers, from Mora, is the father of Vasaloppet. It was from his thoughts that the world’s biggest ski race was born. He wrote about the contemporary interest in skiing and linked it to Gustav Eriksson Vasa’s flight on skis from Mora towards Norway in 1521.

In an article in a local newspaper, Vestmanlands Läns Tidning, on 10th February 1922, he launched the idea of a Vasalopp. The national newspaper, Dagens Nyheter, reprinted his article the day after and, at the same time, gave its support for a long ski race, a test of endurance, as a commemoration of Gustav Vasa. After some considerable press debate, both for and against the idea, IFK Mora’s Board decided on 5th March to run a trial race, if there was some suitable financial backing. Dagens Nyheter donated 1,000 crowns to the arrangers and thus made it possible for the first Vasaloppet to be run on Sunday 19th March 1922.

Carl Emmanuel Berg from Göta in Karlstad was the first to register for Vasaloppet, on March 10th. In total 139 registrations came in to the competition secretariat by telegraph and telephone. 119 skiers came to the start, among them some of the foremost in Sweden: Per-Erik “Särna” Hedlund, Strål Lars Eriksson, IFK Mora, Jonas Persson, Arbrå, and Oskar Lindberg from Norsjö in Västerbotten.

At precisely 6.04 am, the race steward, Johan Westling, flagged the Vasalopps skiers off from Olnispagården on the west side of the river in Sälen. 7 hours 32 minutes and 49 seconds later the victor reached the goal in Mora after 90 kms skiing in sleet and snow. And it was Ernst Alm, from Norsjö IF, who won, five minutes before Oskar Lindberg, from the same club.


febrúar 25, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Ferðadagur heim frá Veróna (Canazei)

by Halldóra febrúar 19, 2022

Dagurinn var tekin eldsnemma eða klukkan 05:30 til að klára að pakka restinni í ferðatöskurnar og pakka skíðunum og skónum í skíðatöskurnar kjallaranum. Morgunmatur var klukkan 06:30 og svo kom rútan 07:40.

Rútuferðalagið gekk mjög vel, tók rúmar 3 klst með einu kaffi/klósett stoppi á leiðinni.

Síðan tók við um 5 klst bið á flugvellinum, fyrst í 90 mín eftir að fá að tékka-sig inn og svo bið inni eftir fluginu sjálfu, en það var 1 klst seinkun sem var tilkynnt í gær.

Flugið heim var mjög fínt, þökk sé niðurhali á Netflix og svo vara bara lent um sjö leytið í Keflavík.

Þá tók við þó nokkuð löng bið í viðbót þ.e. eftir töskunum, en ég hef aldrei beðið svona lengi eftir töskum en ástæðan var víst vont veður út á flugbraut.

Hef heldur aldrei keyrt Reykjanesbrautina í svona miklum skafrenningi, það var mjög blint á köflum.

Tók samt mjög stutta æfingu á SKIERG vélinni þegar ég kom heim áður en ég datt í fastasvefn 😉

febrúar 19, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

D6: Skíðaferð til Canazei

by Halldóra febrúar 18, 2022

Veðurspá fyrir daginn var mjög góð, svo það var stefnt á jökulinn, Marmolada sem er í um 3.300 metra hæð, sjá nánar hér um drottninguna.

Ferðinni var því heitið rangsælis kringum Selluna (Sella Ronda) eða grænu leiðina eins og hún er merkt.

Það var frábær dagur, flott færi, frábært útsýni á toppnum og ótrúlega hlýtt. Samt vorum við yfirleitt að skíða í skugga svo snjórinn var mjög fínn, ekki of blautur, eða klesstur eða of hólóttur (var oft hugsað til Hólasviðs á ÓL, sem er ótrúlega krefjandi og erfið íþrótt).

Eftir að hafa náð toppnum á Marmolada sem var NB geðveikt útsýni og frábær brekka niður, þá fengum við okkur kakó/redbull á kaffihúsi á leiðinni niður, þar sem var blankalogn og ótrúlega hlýtt, í samt yfir 2000 metra hæð.

Ákváðum svo að halda áfram græna hringinn og tókum smá short cut í brekkunum fyrir ofan Edelweiss skemmtigarðinn þar sem við fengum okkur að borða á mjög flottum útsýnisveitingastað.

Kláruðum svo græna skíðahringinn í kringum Selluna í frábæru ferðalagi og náði svo einni aukaferð frá toppi fyrir ofan heimasvæðið okkar áður en við fórum svo niður.

Skíðuðum samtals 48,8 km og 9.381 metra samanlögð lækkun.

febrúar 18, 2022 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • …
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • …
  • 37

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Afternoon Ride
    On maí 9, 2025 5:24 e.h. went 5,40 km during 00:37:51 hours climbing 18,00 meters burning 302 calories.
  • Morning Ride
    On maí 9, 2025 10:13 f.h. went 20,80 km during 02:08:57 hours climbing 81,00 meters burning 840 calories.
  • Evening Ride
    On maí 8, 2025 6:13 e.h. went 6,97 km during 00:43:20 hours climbing 18,00 meters burning 484 calories.
  • Afternoon Ride
    On maí 8, 2025 3:49 e.h. went 7,36 km during 00:44:30 hours climbing 17,00 meters burning 361 calories.
  • Afternoon Walk
    On maí 8, 2025 2:00 e.h. went 1,35 km during 00:19:03 hours climbing 2,00 meters burning 109 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top