Föstudagurinn langi 2022

by Halldóra

Það rigndi frekar mikið á föstudaginn langa, himnarnir grétu hreint út sagt. Við tókum því langan spjallmorgunmat áður en við hentum okkur í GORETEX fötin og ætluðum að fara hringinn í kringum Kirkjufellið um 6 km leið.

En þar sem það var ekki bara rigning heldur líka rok ákváðum við að byrja á að fara í bíltúr og skoða Snæfellsjökulsþjóðgarðinn. Fyrst kíktum við á Írskrabrunninn. Fórum þaðan á ströndina, Skarðsvík Beach, tókum sjósundsfötin með en okkur fannst ekki alveg nógu hlýtt. En þar var einn á brimbretti, reyndar í blautgalla. En ofboðslega falleg þessi strönd og örugglega meiriháttar þarna á fallegum sumardegi. Fórum svo og skoðuðum Fálka á Öndverðarnesi, þar var líka brunnur og viti. Enduðum svo á að skoða Svörtuloft vitann, en þar gerist hluti bókarinna Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Mjög fallegt þar að horfa á hraunið og á góðum degi hefði verið fallegt að horfa líka á Snæfellsjökul. En við ímynduðum okkur það bara.

Á bakaleiðinni var áð á veitingastað í Ólafsvík, eini staðurinn sem var opin á öllu norðanverðu nesinu á föstudaginn langa. Fengum þar mjög gómsæta súrdeigs pizzu sem við getum klárlega mælt með.

Eftir að hafa náð að þurrka okkur og skipta um föt, brunuðum við Óli í bæinn, þar sem það var Laugavegshlaupaæfing daginn eftir á Hólmsheiðinni.

Takk elsku Iðunn og Stefán Bragi fyrir höfðinlegar móttökur, Kirkjufellið og kajakferðir bíða eftir okkur í næstu ferð og þá förum við líka út í eyjarnar 🙂

You may also like

Leave a Comment